Morgunblaðið - 19.08.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 19
FERÐALÖG
Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson
PÁLINA de Groot blaðafulltrúi og túlkur í hestaferðum.
Tvöfalt líf Pálínu
PÁLINA de Groot lifir tvöföldu
lífi. Á veturna er hún blaðafull-
trúi stórra hjálparsamtaka í Hol-
landi. I sumarfriinu vinnur hún
sem leiðsögumaður í hestaferð-
um á íslandi. Hún kom fyrst til
íslands fyrir tíu árum í hesta-
ferð. „Ferðin breytti lífi mínu.
Eg hreifst af landinu og hestun-
um og síðan þá hef ég ekki getað
slitið mig frá íslandi. Það er eina
landið utan Hollands sem ég hef
fundið til heimþrár til og þó hef
ég komið til flestra landa í Evr-
ópu.“
Tveimur árum eftir fyrstu Is-
landsferðina eignaðist hún fyrsta
ísienska hestinn í Hollandi en nú
á hún fimm. Hún kom líka árlega
til Islands í hestaferðir. Þetta
áhugamál tók nýja stefnu þegar
hún hitti Arinbjörn Jóhannsson
leiðsögumann á hestakaupstefnu
í Hollandi. Hann bauð henni
vinnu sem túlkur í hestaferðum
á Islandi. Hún þáði og hóf störf
í fyrsta sinn í fyrra og var sex
vikur. Nú er hún komin aftur og
ætiar líka að koma á næsta ári
ef hún mögulega getur. „Allt
sumarfriið mitt fer í þessa auka-
vinriu og ég þarf að leggja mjög
hart að mér í vinnunni í Hollandi
fyrir og eftir ferðirnar. En það
er þess virði. í Hollandi sit ég
inni við tölvu mestallan daginn
en á Islandi fæ ég að vera úti í
náttúrunni."
Vinnufélagar og vinir Pálínu
heima fyrir eiga bágt með að
skilja hvað hún er að sækja stöð-
ugt til Islands. „Þeir skilja ekki
hvað ég er að gera á þessu kalda
og sólarlausa landi. Flestir aðrir
fara til Grikklands, Frakklands
eða Italíu í sólina þegar þeir eiga
frí. Það er erfitt að útskýra hvað
það er við Island sem heillar, það
verður að upplifa það.“
Vill hvorugu sleppa
Hjálparsamtökin sem Pálína
vinnur fyrir heita Pharos Found-
ation for Refugee Health Care.
Þau veita flóttamönnum víða um
heim læknishjálp og sálfræði-
þjónustu. Þau halda einnig ráð-
stefnur um efnið, gefa út bækur
og tímarit og mennta lækna,
hjúkrunarfólk, félagsráðgjafa og
fleiri til hjálparstarfa.
Að öllum líkindum mun starf-
semi Pharos aukast enn fljótlega
því í ráði er að samtökunum verði
falin yfirumsjón flóttamanna-
hjálpar í Evrópu á vegum heil-
brigðisstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, WHO. „Starfið sem ég
vinn í Hollandi er fjölbreytt og
skemmtilegt og ég vil alls ekki
sleppa því, sérstaklega vegna
þess hvernig atvinnuástandið er
þar nú. Það er mjög erfitt að fá
svona langt frí á sumrin en ég
ætla að reyna hvað ég get aftur
á næsta ári til að komast til Is-
lands.“
H-eldriborgaraafsláttur
Flugleiða aftur í vetur
FRÁ og með 1. október nk. og til
31. maí 1996 fá h-eldriborgarar, 67
ára og eldri, afslátt af fargjöldum
hjá Flugleiðum til allra áfangastaða
félagsins í Evrópu og Norður-Amer-
íku. Afsláttur er gefinn af fullu nor-
malfargjaldi og til Banda-
ríkjanna aðeins af Saga-far-
gjaldi. Sem dæmi má taka
að 67 ára h-eldriborgari
fengi þá fargjald til Balti-
more á 42.800 kr.(plús skatt-
ar) í stað 129 þúsund kr. og
til Kaupmannahafnar á 32
þúsund kr. í stað 97.200.
Hjá markaðsdeild voru einnig
gefnar þær upplýsingar að þessi
afsláttur færi eftir aldri, þ.e. 67 ára
farþegi fær 67% afslátt og þar fram
eftir götunum. Maki sem er orðinn
65 ára fær einnig afslátt og sömu
prósentuupphæð og makinn sem
eldri er.
Byijað var með þessi fargjöld um
áramót og fram á vor. Mæltust þau
afar vel fyrir og því var ákveðið að
gefa þau aftur nú. Bóka skal fram
og til baka og hjón sem fljúga
út saman verða að ferðast
saman til baka. Breytingar
eru leyfilegar eins oft og
þurfa þykir gegn 2.000 kr.
greiðslu í hvert skipti.
Hjá markaðsdeild var og
sagt að h-eldriborgarar sem
ferðast á þessu fargjaldi væru sér-
staklega ánægðir með að geta stopp-
að lengur en ella, margir væru að
heimsækja ættingja og vini og þetta
gefur fóíki kost á að stoppa miklu
lengur en væri farið t.d. á almennum
afsláttargjöldum.
Opið hús á Hótel Örk
OPIÐ hús verður á Hótel Örk í dag
og á morgun í tengslum við
„blómstrandi daga“ í Hveragerði.
Meðal annars verða útitónleikar,
brekkusöngvar við varðeld með
Árna Johnsen, ókeypis blómaskreyt-
inganámskeið hjá Blómaborg, flug-
eldasýning, málverkasýning og
þyrluflug yfir jarðskjáltftasvæði í
Henglinum. Þá býðst fólki að fara
í útreiðatúr eða skoða farkosti
Sniglanna. Golfmót verður haldið á
golfvelli Hótels Arkar, bílasýning
haldin og skemmtanir haldnar í Tí-
volíhúsinu í kvöld og annað kvöld.
Hótel Örk býður ókeypis í sund-
laugina, á golfvöll og tennisvöll auk
þess sem bíósýning verður fyrir
börn kl. 17 báða dagana. Sú nýjung
verður nú tekin upp á Hótel Örk
að bjóða þeim sem vilja skoða hótel-
ið og kynna sér starfsemi þess.
Starfsfólk tekur á móti gestum og
sýnir herbergi og sali. Boðið er upp
á léttar veitingar að lokinni skoðun-
arferð.
ÚR VERIIMU
KRISTJÁN Þ. Jónsson, skipherra á Óðni. Morgunblaðið/Golli
Varðskipið Oðinn fer í Smuguna í dag
VARÐSKIPIÐ Óðinn heldur í Smug-
una í Barentshafi í dag klukkan tíu.
Undirbúningur var í fullum gangi í
gær enda að mörgu að huga fyrir
langt úthald.
Kristján Þ. Jónsson, skipherra á
Óðni, segir að úthaldið verði að
minnsta kosti 57 dagar. Það er u.þ.b.
fjögurra og hálfs sólarhrings sigling
í Smuguna og segir Kristján að nú
séu í skipinu 225 þúsund lítrar af
olíu.
„Ég reikna með að það dugi allan
tímann en það fer að sjálfsögðu eft-
ir keyrslu. Við fórum í fyrra einu
sinni inn til Noregs og tókum þá
olíu þar, auk þess sem við þurftum
tvisvar að sigla á móti þyrlu með
slasaða sjómenn. Ef í harðbakkann
slær þá eru birgðaskip á svæðinu
þar sem við getum fengið olíu en
það er alltaf miklu öruggara að taka
olíu í landi vegna mengunarhættu,"
sagði Kristján.
Mestur tími í sjúklinga
Kristján segir að reynslan í fyrra
hafi sýnt það að mestur tíminn fari
í að sinna sjúklingum en einnig
muni þeir reyna að gefa sér tima
til að sinna mælingum, bæði á fiski
og veiðarfærum, auk þess sem þeir
muni kvarna fisk fyrir hafrannsókn-
arstofnun líkt og í fyrra.
Mörg þeirra skipa sem nú eru í
Smugunni hafa verið þar í langan
tíma og orðin uppiskroppa með alls-
kyns varning. Kristján segir að mik-
ið af ýmiskonar varningi verði færð-
ur skipunum, til dæmis lyf, umbúðir
og varahlutir í vélar og veiðarfæri.
Lofaði að vera í landi
Nítján manns að lækni meðtöldum
verða í áhöfn Óðins í túrnum. Krist-
ján segir að túrnum verði sennilega
skipt í tvo hluta og að minnsta kosti
fimm fari í land að honum meðtöld-
um, sennilega í lok september.
„Ég get ekki verið allan tímann
vegna þess að senn líður að 25 ára
brúðkaupsafmæli mínu og Svein-
bjargar Guðmarsdóttur konu
minnar. Ég er búin að lofa því að
vera þá í landi og ef ég svík það
Geyma
meira að
segja mat í
lestinni
SIGURÐUR Ásgeir Kristjáns-
son, læknir, aðstoðar Sigurpál
Scheving, sem verður
„Smugulæknir" þetta árið, að
koma lyfjum og tækjum fyrir
í sjúkraklefa Óðnis.
verða líklega skornar niður allar fjár-
veitingar til mín á næstunni," segir
Kristján.
Einar H. Valsson, yfirstýrimaður
á Óðni, mun taka við skipherrastöðu
Kristjáns.
Allt fullt af mat
Það þarf ekkert smáræði af mat
til að metta tuttugu svanga munna
í tæpa tvo mánuði. Mikill kostur
hefur verið settur um borð í Óðin,
í allar hugsanlegar geymslur, tvær
nýjar frystikistur hafa verið settar
um borð og meira segja settur mat-
ur í lestina.
Halldóra Ragnarsdóttir er aðstoð-
arkona Jóns Friðgeirssonar, brytans
á Óðni, og segir hún að nú sé mikið
meiri matur með í för en í fyrra og
það hafi samt sem áður dugað vel.
Það sé reyndar öryggisatriði að hafa
eitthvað umfram því enginn viti í
raun og veru hvað túrinn verði lang-
ur. Auk Halldóru mun Ásmundur
Pétursson, messagutti, aðstoða í eld-
húsinu en hann er sautján ára gam-
all og að fara í fyrsta sinn til sjós.
Hann er hvergi banginn, segir að
það leggist vel í sig að hefja sjó-
mennskuna á tveggja mánaða út-
haldi í Barentshafi.
Þó líklega verði nóg að gera allan
tímann sem Óðinn verður í Smug-
unni hafa skipverjar samt sem áður
nóg fyrir stafni á dauðum tímúm.
Bókasafn skipsins hefur verið tvö-
faldað og um eitt hundrað mynd-
bandsspólur verða teknar með.
Sjúkraklefa mikið breytt
Miklar endurbætur hafa verið
gerðar á sjúkraklefanum á Óðni
enda kom margt í ljós sem betur
mátti fara þegar Óðinn var í Smug-
unni í fyrra.
Sigurður Ásgeir Kristjánsson,
sem var læknir þá, hefur haft hönd
í bagga með endurskipulagningu
klefans enda öllum hnútum kunn-
ugur um borð í Óðni. Hann segir
að allt geymslupláss fyrir lyf og
annað hafi verið aukið til muna og
skipulagt betur. Hann segir að ör-
yggismál sjómanna séu sér mikið
hjartans mál og hann hafi glaður
viljað gefa aðra höndina fyrir að fá
að fara aftur með, en vinnu sinnar
vegna hafi hann ekki getað það.
Sigurður sagðist hafa fengið til
sín 67 sjúklinga í fyrra en tilfellin
hafi orðið um 130 talsins. „Ég hélt
mjög nákvæmar skýrslur yfir allt
sem ég gerði og öll lyf sem notuð
voru í fyrra. Það kemur til með að
spara heilmikla vinnu fyrir Sigurpál
Scheving sem verður læknir um borð
núna. Það er mjög mikilvægt að
öðlast reynslu á þessu sviði og von-
andi verður hægt að gera enn betur
næst,“ sagði Sigurður.
verslunum okkar við Holtagarða
BÓNUS