Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 22

Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 22
22 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 AÐSENDAR GREINAR Óvanaleg viðbrögð við fræðigrein AÐ UNDANFÖRNU hafa geisað miklar umræður og blaðaskrif vegna greinar sem undirrituð skrif- aði ásamt dr. Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur mannfræðingi og birt var í tímaritinu The European Journal of Women’s Studies, 2. árg. 2. tbl. maí 1995. Það er ánægjulegt þegar fræðigrein sem birtist í fag- tímariti nær athygli helstu fjölmiðla landsins. En því miður spratt at- hyglin að þessu sinni ekki upp af fræðilegum áhuga, heldur beindist umræðan fyrst og fremst að per- sónu Sigríðar Dúnu og hæfni henn- ar, og þar með minnar, sem fræði- manns. Ritrýnd grein Vegna þessara óréttmætu um- mæla finnst mér rétt að ég geri grein fyrir aðdragandanum, sem leiddi til samvinnu okkar Sigríðar Dúnu. Ég átti í upphafí hugmyndina að greininni og fékk Sigríði Dúnu til liðs við mig bæði vegna hæfni hennar sem fræðimanns og vegna langrar og margbrotinnar reynslu hennar innan Kvennalistans. Hún hafði sem fræðimaður strax mikinn áhuga á samstarfinu, en vildi alls ekki gera persónulega reynslu sína að aðalatriði. Reyndin varð líka sú, að hennar reynsla varð bara eitt dæmi af fjórum, sem vitnað er til í greininni og hefði efni greinarinn- ar ekki breyst þótt því hefði verið sleppt. Ég hélt því þó til streitu að við vitnuðum til reynslu hennar. Eins og Sigríður Dúna hefur þegar bent á var það vegna þess að það er eina skjalfesta dæmið og einmitt þess vegna var ekki hægt að sleppa því, að mínu mati. Greinin birtist í virtu evrópsku kvennafræðitímariti og var hún rit- rýnd. Það þýðir að a.m.k. þrír fræði- menn lásu greinina og dæmdu hvort hún væri sem fræðigrein hæf til birtingar. Hér er um erlenda fræði- menn að ræða, sem ekki eru mótað- ir af íslensku pólitísku dægurþrasi, heldur af faglegri þekkingu. Þeir voru sammála frá upphafi um að greinin stæðist fræðilegar kröfur og væri mikilvægt framlag til hinn- ar alþjóðlegu umræðu um eðlis- hyggju og feminisma. Samþykktu þeir greinina nær óbreytta. Það má bæta við að aðeins brot af þeim greinum sem berast til þessa tímarits eru sam- þykktar til birtingar. Þjóðfrelsisbarátta og ástandskonur Eins og sumum les- endum er kunnugt, hef ég lengi unnið við rannsóknir á viðbrögð- um og umræðu íslend- inga um íslenskar kon- ur sem áttu í ástarsam- böndum við bandaríska hermenn á stríðsárun- um. í rannsóknum mínum leitaði ég skýr- inga á hinum sterku og neikvæðu viðbrögð- um og hinum þrálátu mmningum um samband íslenskra kvenna og erlendra hermanna. Rannsóknir mínar leiddu í ljós að þessi sterku viðbrögð mátti ekki aðeins rekja til öfundar íslenskra karlmanna eða fordóma í garð útlendinga. Orsak- imar lágu dýpra. Þær voru ná- tengdar hugmyndum þjóðemis- hugsuða um hina hreinu, sterku og algóðu íslensku móður, sem talin var uppspretta andríkis og pólitísks valds Islendinga, og þá fyrst og fremst íslenskra karlmanna. í doktorsritgerð minni „Nationa- lism, Gender and the Contemporary Icelandic Women’s Movement", (1992), færi ég rök fyrir því að á táknrænan hátt hafi sjálfstæðisbar- átta íslendinga verið uppreisn sona gegn Danakonungi, „föðurnum", með fulltingi móðurinnar. íslend- ingar réttlættu kröfur sínar um sjálfstæði þjóðarinnar á þeim for- sendum að þeir ættu sér einstaka móður. Móðirin var landið sjálft, menning þess, saga og tunga. Hún var uppspretta íslensks þjóðemis, íslenskrar karlmennsku og valda. Móðirin var því á táknrænan hátt miðlæg í orðræðu þjóðemishugs- uða, og voru hugmyndir um hana síðan yfirfærðar á íslenskar konur. ímyndin um hina hreinu konu og móður hefur, eins og ég hef leitt rök að annars staðar, mjög tvíbent áhrif á stöðu kvenna. Hún getur leitt til frelsis og valda. Eins og Sigríður Dúna segir í doktorsritgerð sinni „Doing and Becoming: Wom- en’s Movements and Women’s Per- Inga Dóra Björnsdóttir sonhood in Iceland 1870-1990“ (1990) nýttist íslenskum kon- um þessi hugmynd vel í baráttunni fyrir kosn- ingarétti kvenna í upp- hafi þessarar aldar. Én þessi ímynd getur einnig leitt til kúgunar. Kúgunarmáttur þess- arar huginyndar kem- ur einkum fram þegar hegðun kvenna brýtur í bága við hina rétt- mætu hegðun hinnar hreinu, góðu konu og móður. Það gerðist ein- mitt á stríðsárunum. Með ástarsamböndum sínum við erlenda hermenn óhreink- uðu íslenskar konur í senn líkama og sál hinnar hreinu móður og grófu þar með á táknrænan hátt undan karlmennsku íslenskra karlmanna og um leið sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Kvennalistinn og hin þjóðlega móðir Ég var frá upphafi mikil stuðn- ingskona Kvennalistans og í bytjun efaðist ég ekki um ágætf hugmynd- arinnar um hina góðu konu og móður og um mátt hennar til að bæta stöðu kvenna og íslensks sam- félags í heild. Ég var ekki ein um það. Fylgi Kvennalistans frá byijun spratt einmitt upp af þessum hug- myndum. Þær hrifu ekki aðeins konur eins og mig, heldur og marga karlmenn, sem voru orðnir lang- þreyttir á spillingu karlaflokkanna. Það var síðan í gegnum rann- sóknir mínar að ég gerði mér smátt og smátt grein fyrir skyldleika hug- mynda Kvennalistans um hina góðu konu og móður og hugmynda ís- lenskra þjóðernishugsuða um hina þjóðlegu móður. Mér varð ljóst að kvennalistakonur sóttu ekki aðeins hugmyndir sínar og styrk í nýjar og róttækar kvenfrelsishugmyndir erlendis frá, heldur og til hinna hefðbundnu og þjóðlegu kven- ímyndar. Eins og við Sigríður Dúna höfum báðar bent á var ákveðinn samhljómur milli hina nýju hug- mynda um konur og kvennamenn- ingu og hugmyndanna úm hina þjóðlegu konu og móður og þessi Grein okkar Sigríðar Dúnu fjallar ekki aðeins um Kvennalistann, seg- ir Inga Dóra Björns- dóttir, heldur er hún hluti af umræðu sem er í brennidepli um þessar mundir innan alþjóð- legra kvennafræða. samhljómur skýrir að hluta þær skjótu og góðu undirtektir sem Kvennalistinn fékk. Kvenréttinda- baráttan á þessum tíma varð þjóð- ernisbarátta í nýju formi. Landa- mæri höfðu þó breyst. Danir voru ekki lengur óvinurinn, holdgerving- ur menningarleysis og spillingar, heldur íslenskir karlmenn. ímyndin um hinar hreinu og óspilltu stjómmálakonur veitti Kvennalistanum brautargengi, en um leið setti hún kvennalistakonum skýr mörk: Þær urðu að halda hreinleika sínum. Það var á honum sem fylgi og völd listans byggðu. Því er ekki að undra að þegar hegð- un kvennalistakvenna braut í bága við hina hreinu ímynd þá urðu kvennalistakonur að grípa til sinna ráða og um þau ráð fjöllum við í hinni margumræddu grein. Framlag til alþjóðlegrar umræðu Grein okkar Sigríðar Dúnu fjallar ekki aðeins um Kvennalistann, heldur er hún hluti af umræðu sem er í brennidepli um þessar mundir innan alþjóðlegra kvennafræða: Hugmyndin um að konur séu á hærra siðferðisstigi en karlmenn og mál því nátengdu, kvennakúgun innan kvenrétindahreyfmga. ís- lenskar kvennréttindakonur era alls ekki einar um að hafa aðhyllst hug- myndina um að konur séu í eðli sínu góðar. Og það era ekki aðeins konur sem starfað hafa innan Kvennalistans sem hafa verið beitt- ar kúgun, heldur konur í kvenrétt- indahreyfingum víða annars staðar í heiminum. Nú reyna fræðikonur að leita skýringa á þessu og m.a. hefur ver- ið sýnt fram á náin tengsl milli hug- mynda um að konur séu í eðli sínu góðar og kúgunar innan kvenna- hreyfínga. Kvenréttindakonur töldu margar að fyrst konur væra í eðli sínu svona góðar, þá þyrfti ekki að setja reglur um lög og starfsemi hreyfinganna. Það var konum ekki eðlilegt að misbeita valdi. Réttlætið og réttsýnin kæmu bara af sjálfum Hagspeki Arna Sigfússonar ÖFUND er slæmur fylgifískur og hún knýr margan manninn til van- hugsaðra athugasemda og aðgerða, en það á einmitt við um grein borgar- fulltrúans Árna Sigfússonar í Mbl. í síðustu viku. Oddvitar sjálfstæðismanna í borg- arstjórn eru greinilega illa haldnir af þessum kvilla. Þeim gremst að Reykjavíkurlistinn hefur sýnt dug, þor og samstöðu til að takast á við verkefnin, en lætur ekki allt reka á reiðanum eins og Sjálfstæðisflokkur- inn gerði meðan hann réð í borgar- stjórn Reykjavíkur. Eðli strútsins Þegar fjárhagsstaða borgarinnar tók að versna og undirrituð reyndi ítrekað að fá umræðu um þá nöktu staðreynd og benti á ýmsar lykiltölur í rekstrinum máli sínu til stuðnings, svaraði þáverandi meirihluti ætíð að um misskilning væri að ræða. Það þýðir ekki að hafa fyrir hag- stjómartæki eðli strútsins og stinga höfðinu í sandinn og reyna þannig að telja sér trú um að engin vandamál séu til, enda hefur þetta hagstjómar- tæki þeirra orðið okkur dýrkeypt. Þar sem öllum er nú orðið ljóst þvílík koll- steypa varð í fjármálum Reykjavíkurborgar á síðasta kjörtímabili er rétt að rifja upp um- mæli Ama Sigfússonar í grein í DV 19. maí 1994. „Sjálfstæðismenn hafa ætíð lagt mikla áherslu á styrka og ör- ugga stjóm Ijármála borgarinnar. Reykja- víkurborg er því nú með fjársterkustu sveitarfé- lögum sem um get- ur ... “!!! Breyttur maður? Hvernig getur Árni Sigfússon leyft sér að skrifa greinar eins og þessa frá 11. ág. Fékk hann ekki völd í 75 daga til að stjórna borginni? Hvað ein- kenndi þann tíma? Stjómlaus eyðsla. Meiri umframeyðsla en noickurn tíma hefur verið á jafnstuttum tíma. Umframeyðsla sem öll fór á yfir- drátt í Landsbanka íslands á dýr- asta lánsformið, en þannig kom gamli meirihlutinn sér hjá að fjármál borgar- innar væra rædd í borg- arráði og á opinberum vettvangi. Árni eyddi að mig minnir um 10 m.kr. á dag umfram heimildir eða um 700 m.kr. þessa örlagaríku vor- daga. Hvers vegna hafði Árni Sigfússon ekki áhyggjur þá af fjárhag borgarinnar? Einkennilegt að odd- vitar Sjáifstæðisflokks- ins báðir lýsi núna yfir áhyggjum af fjármál- um borgarinnar. Hvers vegna heyrðist ekkert í þeim þegar yfirdrátturinn hjá borg- inni var ár eftir ár 2,5 milljarður (tvö þúsund og fimm hundruð millj- ónir)? Eflaust vegna þess að það var talið betra að vekja ekki at- hygli á hrikalegri stöðu borgarsjóðs eða þá að trúað var að þetta lagað- ist bara einhvern veginn af sjálfu sér. Hvers vegna settu þeir ekki á Bútasaumsefní 1.000 nýjar gerðir frá helstu framleiðendum voru að koma. Ávallt 400 bókatitlar á staðnum. Sími 568-7477 ■*#% ^pVIRKA °Pið Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. to-1 oH^föst. 1Q. Sigrún Magnúsdóttir MORGUNBLAÐIÐ sér. Þessi hugmynd hefur í sumum tilfellum leitt til hins andstæða: Grófrar misbeitingar á valdi. Með- ferð Kvennalistans á prófkjörsmál- um í Reykjavíkurkjördæmi er ein- mitt gott dæmi um slíkt. Hlutleysi og hlutlægni Í viðtali við Morgunblaðið áfellist Guðný Guðbjörnsdóttir, alþing- iskona Kvennalistans, Sigríði Dúnu fyrir að vera ekki hlutlaus aðili því í greininni er fíjallað um persónulega reynslu hennar. Eins og áður sagði er reynsla hennar aðeins eitt dæmi af fjórum, sem vitnað er til í grein- inni og hefði efni greinarinnar ekki breyst þótt því hefði verið sleppt. Hlutleysi og hlutdrægni hafa löngum verið til umræðu innan hug- og raunvísinda og er það of langt mál í þessu samhengi að rekja þá umræðu. Ríkjandi skoðun er þó sú að hinn hlutlausi rannsakandi hafí aldrei verið og verði aldrei til. Persónuleg reynsla fræðimanna er oft og iðulega hvati og kveikja að fræðilegri umfjöllun innan hinna ýmsu fræðigreina. Það er hin mann- lega löngun og ástríða að kafa dýpra og öðlast víðari skilning á atburðum og reynslu hins daglega lífs sem rekur fræðimenn til rann- sókna. En það sem gerir fræði- mennsku svo skemmtilega og spennandi er að maður veit aldrei hvert hún leiðir og að hvaða niður- stöðum ér komist. Sem dæmi get ég nefnt mína eigin reynslu. Ekki datt mér í hug, þegar ég hóf rannsóknir á konum sem giftust bandarískum hermönn- um á stríðsáranum, að ég ætti eft- ir að veija miklum tíma í rannsókn- ir á hugmyndum íslenskra þjóðern- ishugsuða. Og allra síst hafði mér dottið í hug að tengsl væra á milli hugmynda þeirra um hina hreinu algóðu konu og móður og hug- mynda kvennalistans! Hið sama er að segja um sam- starf okkar Sigríðar Dúnu. Sem fræðimaður sá hún vitanlega að viðbrögð kvennalistakvenna gagn- vart henni voru ekki einstök. Aðrar kvennalistakonur höfðu sætt svip- aðri meðferð, þótt ekki hafi það orðið að almæli í blöðum og manna og kvenna á milli. Hér var um að ræða viðbrögð og hegðunarmunst- ur, sem réðust af hugmyndum Kvennalistans um hina sönnu kvennalistakonu. Og í greininni góðu í European Journal of Wom- en’s Studies fer fram fræðileg greining á þessu fyrirbæri. Umræð- an um greinina hefur hins vegar minnt meira á pólitískt dægurþras en fræðilega umræðu og er það miður. Höfundur er mannfræðingur. R-Iistinn hefur, segir Sigrún Magnúsdóttir, skipað hagræðingar- og sparnaðamefnd um rekstur borgarinnar. laggirnar hagræðingar- og sparn- aðarnefnd um rekstur borgarínnar? Slíka nefnd skipaði Reykjavíkur- listinn sl. vetur og skilaði hún af sér í maí. Opinská vinnubrögð Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að það getur tekið tíma að vinda ofan af áratuga óráðsíu sjálfstæðis- manna og er ekkert auðvelt. Reykja- víkurlistinn kýs að sýna hagsýn og opinská vinnubrögð og leggur því spilin á borðið fyrir stjórnarandstöð- una og borgarbúa. Öfund vegna styrkrar stjórnar Reykjavíkurlistans má ekki leiða menn í ógöngur. Sjálfstæðismenn höfðu svo sannarlega tækifæri í ára- tugi til að sanna getu sína við fjár- málastjórn borgarinnar - en brugð- ust. llöfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.