Morgunblaðið - 19.08.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 23
AÐSENDAR GREIIMAR
GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR
KJÖTFAT
HYunoni
...til framtidar
ARMULA 13 • SIMI: 568 1200
BEINN SÍMI: 553 1236
Rúmtak vélar 1341 cc 1391 cc 1331 cc 1389 cc
Hestöfl 84 60 88 60
Lengd/Breidd cm 410/162 402/169 409/168 405/169
Farangursrými lítr. 380 370 309 360
Utvarp + segulb. Innifalið Ekki innifalið Ekki innifalið Innifalið
Þyngd 960 1075 1050 950
Verð 979.000 1.180.000 1.079.000 1.167:000
Opiö á
frá kl. 10-16.
KR. 4.750
Enn eitt sleppi-
búnaðarævintýrið
FIMMTUDAGINN 10. ágúst sl.
skrifar Guðfinnur Johnsen, tækni-
fræðingur LÍÚ, grein í Morgun-
blaðið um sjálfvirkan sleppibúnað
gúmmíbjörgunarbáta. Það eru lok
greinar Guðfinns, sem ég vil koma
hér inn á.
Þetta er fyrst. Margir útgerðar-
menn í Vestmannaeyjum hafa
komið að máli við undirritaðan og
átalið þau vinnubrögð starfs-
manna sinna í Reykjavík að vilja
fresta enn einu sinni að setja viður-
kenndan sjálfvirkan sleppibúnað í
skipin. Benda þeir á að hann sé
búinn að hristast um borð í fjölda
skipa í öllum veðrum í 14 ár, og
þrátt fyrir það standist hann allar
skoðanir.
í greininni frá 10. ágúst segir
að sleppibúnaðurinn hafi sannað
gildi sitt, þó að hann hafi því mið-
ur alltof oft brugðist þegar á
reyndi. Þarna er sett jöfnunar-
merki milli Sigmundsbúnaðar og
svonefnds Olsensbúnaðar. Sig-
mundsbúnaðurinn hefur aldrei
brugðist þegar á hefur reynt.
Það er annað en hægt er að
segja um mörg öryggistæki.
Ný gerð sleppibúnaðar
Þetta er heiti á niðurlagi grein-
ar G.J.
Sigmundsbúnaðurinn kom fram
í febrúar 1981 og var samstundis
eða á einu ári settur í allan Eyja-
flotann. Eingöngu vegna þess að
útgerðarmönnum í Vestmannaeyj-
um leist svo vel á hann. í ljósi
þess eru óskir starfsmanns LÍÚ
óskiljanlegar nú. Hann virðist litla
þekkingu hafa á þessum málum.
Skömmu eftir að Sigmundsbún-
aðurinn var hannaður kom Olsens-
búnaðurinn, önnur gerð sleppibún-
aðar, fram. Starfsmenn Siglinga-
málastofnunar höfðu sérstakt dá-
læti á þessu tæki og mæltu ein-
dregið með því, hvar sem þeir
gátu, þannig að í dag er hann í
85% flotans en Sigmundsbúnaður
í 15% flotans.
Það var á miðju ári 1988 að
tekið var úr gildi að skylda búnað-
ina í skip, og í framhaldi af því
var Iðntæknistofnun falið a_ð gera
ítarlegar prófanir á þeim. í mars
sl. veitti svo Siglingamálastofnun
Sigmundsbúnaðinum einum fulln-
aðarviðurkenningu. í kjölfar þess
krafðist Siglingamálastofnun þess
að búnaðurinn yrði kominn í þau
rúmlega 100 skip, sem hann vant-
aði í fyrir 1. janúar 1996. Þennan
frest vill G.J. framlengja. Hann
tekur fram í Morgunblaðinu að enn
hafi ekki fengist fullnægjandi
reynsla á þennan búnað. Þess
vegna sé of snemmt að skylda
hann í skip. Þetta er mikil lítils-
virðing á störf Iðntæknistofnunar
og Siglingamálastofnunar, sem
voru í 6 ár að reyna tækin við
allar mögulegar aðstæður og við-
urkenning fékkst.
G.J. hefur áhyggjur af að Sig-
Sigmundsbúnaðurinn
hefur aldrei brugðizt,
segir Friðrik As-
mimdsson, sem hér
fjallar um sjálfvirkan
sleppibúnað gúmmí-
björgunarbáta.
mundsbúnaðurinn komi í veg fyrir
prófanir á nýjum sleppibúnaði sem
hann kynnir. Það er óþarfi. Olsens-
búnaðurinn er í 85% flotans og
hann stenst ekki kröfur. Og ekki
er nein krafa um að skipta þeim
búnaði út að svo stöddu. Allt tal
um of mikið óðagot við að skylda
Sigmundsbúnað í öll skip geti kom-
ið í veg fyrir frekari prófanir og
markaðssetningu nýja búnaðarins
sýnir aðeins vanþekkingu á málinu.
Markaðssetning
virðist skipta miklu
máli. Alltaf er verið
að hugsa um hana en
ekki þá hugsjón að
bjarga. Enn á ný á að
fresta uppsetningu
eina tækisins sem
staðist hefur allar
kröfur, þar til búið er
að prófa og markaðs-
setja annað tæki, sem
e.t.v. stenst kröfur.
Hvað getum við misst
marga sjómenn á
meðan? Hvað segja vel
á annan tug sjó-
manna, sem hafa bjargast fyrir
tilkomu sleppibúnaða? Trúlega
finnst þeim og ættingjum þeirra
að tækin hafi staðið fyrir sínu.
Ég tel það skipta
höfuðmáli, að sem
allra fyrst verði komið
viðurkenndum búnaði
í þau skip sem engan
hafa. Það er með mikl-
um ólíkindum að út-
geðarmenn vilji aftur
fá þau skilaboð í land
að sjálfvirkur sleppi-
búnaður hefði verið
eina tækið, sem hefði
getað bjargað allri
áhöfninni. í ljósi þess
ættu útgerðarmenn að
, stoppa þessa frestun-
Fnðnk Asmundsson starfsmanna
sinni í Reykjavík.
Höfundur er skólastjóri Stýri-
mmmaskólans í Vestmannaeyjum.
v e r ð i
^ #a t r i ð i ð
þegar a L L t annað stenst samanburð
Aukabúnaðurá mynd,
álfelgur og vindskeið.
HYUNDAI ACCENT
84 hestöfl með beinni innspýtingu,
vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum,
samlituðum stuðara
og lituðu gleri.