Morgunblaðið - 19.08.1995, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.08.1995, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GATT-KLUÐRIÐ ÞEGAR samstaða náðist um nýtt GATT-samkomulag í desember 1993 var tekið eitt stærsta skref í átt að fijálsari viðskiptum milli ríkja frá upphafi. Samkomu- lagið er talið eiga eftir að örva hagkvæmni og auka heims- framleiðslu um þúsundir milljarða króna á ári, fyrst og fremst vegna aukins fijálsræðis í viðskiptum með landbún- aðarafurðir. GATT-samkomulagið er hins vegar að fá á sig þá ímynd hér á landi að það leiði til hækkaðs vöruverðs, nýrra hafta og pólitískrar skömmtunar. Frá því að lög um framkvæmd GATT-samningsins tóku gildi hefur hvert dæmið á fætur öðru komið upp um að vörur hækki í verði frá því sem áður var; innflytjendum hefur reynst erfitt að fá leyfi fyrir innflutningi á búvörum — til dæmis kjúklingakjöti og kalkúnum — og tollkvótum er úthlutað samkvæmt skömmtun ráðuneyta. „Innflutningur [á grænmeti] verður . . . ekki takmark- aður meira en áður var og tollar verða ekki hærri,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í Morgunblaðinu þann 28. júní. Samt koma stöðugt upp ný dæmi um verðhækkan- ir á grænmeti, jafnvel þó að engin innlend framleiðsla sé á viðkomandi tegundum, nú síðast á selleríi. Svo virðist sem stjórnkerfið hafi ekki séð fyrir þessi vandamál og bregðist því fyrst við þeim, þegar þau koma upp. A fimmtudag úthlutaði landbúnaðarráðuneytið tollkvóta á lágmarkstollum vegna ostainnflutnings. Allur kvótinn fer til að flytja inn osta, sem ekki eru framleiddir hér, og hráefni tilostagerðar, í samræmi við ákvæði reglugerð- ar á vegum landbúnaðarráðuneytisins þar sem kveðið er á um að slíkir ostar skuli njóta forgangs við úthlutun. Það er því ljóst að innlendir framleiðendur fá ekki sam- keppni hvað varðar verð osta. Úrvalið kann að aukast, en erlendir ostar í verslunum verða dýrir. Það kemur í ljós að Osta- og smjörsalan, sem einmitt hefði þurft á samkeppni frá erlendum ostaframleiðendum að halda, fær úthlutað þriðjungi innflutningskvótans! Ostaduft, sem notað er til að framleiða nasl og var áður flutt inn á lágum tollum, er nú aukinheldur flutt inn á hluta tollkvótans, og ýtir þannig fullunnum ostum í neytendaumbúðum til hliðar. Nú hefur komið í ljós að ýmis landbúnaðarhráefni til iðnaðarframleiðslu — þar á meðal ostaduftið — hafa hækk- að í verði eftir gildistöku GATT-laganna. í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þetta sé vegna þess, að þessi hrá- efni hafi áður verið bannvara, en landbúnaðarráðherrar fyrri ára veitt einstökum fyrirtækjum undanþágur og inn- flutningsleyfi til að flytja hráefnin inn á engum eða lágum tolli. Nú, þegar innflutningsbann er aflagt og teknir upp verndartollar í staðinn, hækka vörurnar — að því er virð- ist óvænt — í verði vegna þess að stjórnkerfið virðist hafa horft framhjá því að ýmis bannvara var flutt inn á undanþágu. Af hveiju var ekki brugðist við þessu með einhveijum hætti í stað þess að embættismenn ráðuneytanna sitji nú á skrifstofum sínum og velti vöngum yfir því hvernig megi leysa vandann? Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að ráðuneyti hans hafi ekki verið kunnugt um að þessi innflutningur færi fram með þessum hætti. Hvers vegna komu þessar upplýsingar ekki fram af hálfu landbúnaðarráðuneytisins er embættismenn þess og fjármálaráðuneytisins störfuðu saman að samn- ingu GATT-frumvarpsins? Það hlýtur að verða leyst úr vanda þeirra iðnfyrir- tækja, sem um ræðir. Þótt það hafi ef til vill ekki verið til fyrirmyndar að veita útvöldum fyrirtækjum undanþág- ur frá innflutningsbanni á sínum tíma, ber til þess að Iíta að verið var að gera göt í fornaldarlegt haftakerfi, og fyrirtækin ættu ekki að gjalda þess nú, þegar tilgangur- inn er vonandi að koma á skynsamlegri og fijálslegri við- skiptaháttum. Sökin er ekki þeirra, heldur kerfisins, sem þau bjuggu við. Framkvæmd GATT-samkomulagsins hér á landi er orð- in þvílíkt klúður, að það er hvorki stjórnkerfinu almennt né ríkisstjórninni sérstaklega, til sóma. Með gildistöku GATT-samkomulagsins bauðst kjörið tækifæri til að auka frelsi í viðskiptum íslands við umheiminn, bæta hag neyt- enda og veita innlendum framleiðendum aðhald. Ríkis- stjórnin verður að taka sig á, ætli hún ekki að glutra því niður. Nýjar reglur um snjóflóðavarnir ■j-JSÍ /;%Orkybú y // Vestfjarba* Fyrri byggð er nœr öll á snjóflóðahœttusvœði Akabub Barnaskófinn 300 500 m Viiji Alþingis „Áhersla er lögð á að sveitar- félagið nái samningum við hús- eigendur og hljóta þar að vera lagðir til grundvallar heildar- hagsmunir sveitarfélagsins. Fé- lagsmálanefnd lítur svo á að sé slíkt lagt til grundvallar sé eðli- legt að sveitarfélagið geri samn- inga um mismunandi greiðslur eftir því hvort verið sé að greiða fjárhæð vegna þess að viðkom- andi hyggist byggja að nýju inn- an sveitarfélagsins eða hvort viðkomandi ætli sér að kaupa annað húsnæði.“ Álit félagsmálanefndar Alþingis 23. febrúar 1995. ÞÓTT athygli manna hafi beinst að Súðavík vegna nýrrar reglugerðar félagsmálaráðherra um vamir gegn ofanflóðum hefur hún þýðingu víða um land. Myndin er frá Siglufirði. EINS og fram hefur komið undanfarna daga eru það einkum tvö álitamál sem rísa nú þegar á að fara að beita endurskoðuðum lögum um snjó- flóðavarnir og reglugerð sem sett var á dögunum á grundvelli þeirra. í fyrsta lagi, með hvaða skilyrðum er sveitarfélögum heimilt að ganga til samninga við íbúa á snjóflóðahættu- svæðum um uppkaup á eignum þeirra sem fjármögnuð eru af ofanflóða- sjóði? I öðru lagi, hvaða reglur gilda um verð fyrir húseignir sem keyptar eru og standast þær reglur kröfur íslenskrar stjórnskipunar um jafnræði borgaranna og vernd eignarréttinda? Fleiri spurningar vakna óhjá- kvæmilega um það hversu vel hafi . tekist til við löggjöf þessa en ekki er svigrúm til að taka á þeim hér nema helst því hvort reglugerðin gangi lengra en vilji Alþingis stóð til. Þó fer það ekki framhjá þeim sem skoðar forsögu löggjafarinnar að undirbún- ingurinn af hálfu Alþingis er rækileg- ur og ef eitthvað orkar tvímælis þá er það líklega fyrst og fremst vegna þess hve erfítt úrlausnarefnið er: Tryggja þurfti öryggi íbúa á snjóflóða- svæðum án þess að það kostaði ríkis- sjóð of mikið og án þess að gengið yrði á eignarréttindi íbúanna eða jafn- ræðisreglur. Forsaga málsins Það eru ekki nema tíu ár síðan fyrst voru sett lög um snjóflóðavarnir hér á landi, lög um varnir gegn snjó- flóðum og skriðuföllum nr. 28/1985. Þar er fyrst og fremst gert ráð fyrir því að reist séu varnarvirki fyrir hús á hættusvæðum. Möguleikinn á að kaupa upp fasteignir var þó ekki úti- lokaður samkvæmt lögunum. Eftir snjóflóðið í Tungudal og Selja- landsdal vorið 1994 samþykkti ríkis- stjórnin að skipa nefnd um endurskoð- un laganna. Skyldi hún meta reynsl- una af framkvæmd laganna og sér- staklega beina athygli sinni að gerð hættumata, forvörnum og rannsókn- um og hvernig auka mætti fjármagn til ofanflóðavarna. Nefndin skilaði til- lögum og greinargerð til félagsmála- ráðherra 17. nóvember 1994. Var frumvarp hennar svo lagt fram fyrir síðustu áramót. í frumvarpinu fólst meðal annars að hlutur ofanflóðasjóðs í greiðslu varnarvirkja yrði hækkaður úr 80% í 90%. Ennfremur var lagt til að ráðherra væri heimilt að veita sveitarfélögum sem ekki hefðu mikið bolmagn lán úr ofan- flóðasjóði fyrir kostnaðarhlut þeirra. Risavaxið verkefni Eftir snjóflóðin á Vestíjorðum í jan- úar síðastliðnum var talið nauðsynlegt að endurskoða frumvarpið áður en það yrði afgreitt frá Alþingi. Miklar umræður urðu um frumvarpið 1. og 2. febrúar áður en það var sent félags- málanefnd Alþingis. Rannveig Guð- mundsdóttir félagsmálaráðherra gerði hinar breyttu aðstæður að umtalsefni í framsöguræðu sinni. Hún sagði að heimild í þágildandi lögum um að kaupa fasteignir til niðurrifs í stað þess að gera varnarvirki hefði ekki verið nýtt að neinu marki: „Líklegt er að atburðirnir á Vestfjörðum muni valda því að það verði skoðað í aukn- um mæli hvort heppilegra sé að fast- eignir verði keyptar í stað þess að byggja kostnaðarsöm og viðhaldsfrek varnarvirki fyrir þær. Heimild til þess er samkvæmt áðurgreindu til staðar í núgildandi lögum en ástæða gæti verið til þess að setja skýrari ákvæði hvað þetta varðar þar sem líklegt er að þessi leið verði notuð í auknum mæli.“ Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum sagði að enginn gengi þess dulinn að það yrði að taka hér mjög fast á og fljótt og „tryggja það nauðsynlega öryggi sem er auðvitað forsendan fyr- ir því að fólk vilji búa á þeim stöðum þar sem snjóflóðahættan hefur vofað yfir.“ Þingmaðurinn sagði að það hefði orðið ljóst á undanförnum vikum að það verkefni sem framundan væri varðandi hættumat og gerð snjóflóða- varna væri miklu risavaxnara en áður hefði verið taiið. Pétur Bjarnason þingmaður Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum tók í sama streng. „Það hlýtur að vera krafa þeirra sem hafa byggt íbúðar- hús sín á svæðum sem nú eru eða verða eftir nýtt mat í ótvíræðri hættu fyrir snjóflóðum að þeim verði bættur sá kostnaður sem þeir verða fyrir við það að yfirgefa hús sín sem þeir byggðu á sínum tíma í góðri trú og samkvæmt heimildum sem giltu.“ Jóna Valgerður Kristjánsdóttir þingmaður Kvennalistans á Vestfjörð- um fagnaði því að til stæði að gera fólki kleift að selja húseignir sínar á hættusvæðum í stað þess að gera varnarvirki. „Þetta hefur einmitt verið mjög mikið rætt í minni heimabyggð, Hnífsdal, þar sem svo háttar til að það varnarvirki sem búið var að gera teikningu að er talið að muni alls ekki skila þeim árangri sem til er ætlast." Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi varaði við því 'að fólki yrðu gefnar of miklar vonir um að fasteignir þeirra yrðu keyptar upp. „Þar hafa opinber- ir aðilar sagt dálítið stór orð að undan- fömu án þess að menn hafi í rauninni gert sér gFein fyrir umfangi málsins og þeim mörgu álitaefnum sem því hljóta að tengjast fyrir utan svo hinar beinu fjárhagslegu skuld- bindingar sem að baki kunna að búa og þarna þurfi menn að gæta sín, fara vandlega yfir hlutina áður en farið er að skapa væntingar sem algerlega er óvíst hvort og hvernig hægt sé að standa við eða hvort meiningin sé að standa við eða ekki.“ Niðurstaða félagsmálanefndar Félagsmálanefnd Alþingis fékk þvínæst frumvarpið til umsagnar og fór rækilega yfir það. Gerði nefndin nokkrar tillögur til breytingar. Mikil- vægust var sú að bætt yrði nýrri málsgrein við 7. gr. 1. nr. 28/1985: „Sé hagkvæmara talið, til að tryggja öryggi íbúa gagnvart ofanflóðum, er sveitarstjórn heimilt að gera tilllögu um að kaupa húseignir í stað annarra varnaraðgerða sem ofanflóðasjóður fjármagnar að hluta eða öllu leyti Nákvæmar reglur um verð húseigna ÓHJÁKVÆMILEG MISMUNUN EÐA ÁTTHAGAFJÖTRAR? samkvæmt þessum lqgum...“ Tilgangur þessarar breytingar var rökstuddur ítarlega í. nefndaráliti: „Með breytingum á 7. gr. laganna verði skýrt kveðið á um það að sá valkostur sé fyrir hendi að húseignir verði keyptar í staðinn fyrir að reisa varnarvirki fyrir þær. Heppilegast þykir að málsmeðferð verði með sama hætti og nú er varðandi varnar- virki...þannig að það sé sveitarstjórnar að hafa frumkvæði og gera tillögur um hvora leiðina skuli fara en Al- mannavarnir ríkisins og félagsmála- ráðherra taki endanlega ákvörðun um það. Við þá ákvarðanatöku þarf að huga bæði að öryggis- og kostnaðar- sjónarmiðum..." Síðan segir um það verð sem greiða á fyrir húsin: „Áhersia er lögð á að sveitarfélagið nái samningum við hús- eigendur og hljóta þar að vera lagðir til grundvallar heildarhagsmunir sveitarfélagsins. Félagsmálanefnd lít- ur svo á að sé slíkt lagt til grundvall- ar sé eðlilegt að sveitarfélagið geri samninga um mismunandi greiðslur eftir því hvort verið sé að greiða fjár- hæð vegna þess að viðkomandi hygg- ist byggja að nýju innan sveitarfélags- ins eða hvort viðkmandi ætli sér að kaupa annað húsnæði. Nefndin álítur því sanngjarnt að sveitarfélög geti lagt til grundvallar sem viðmiðun að sé eiganda húseignar, sem keypt er vegna varnaraðgerða, úthlutað lóð undir nýtt hús í sama sveitarfélagi, skal greiða fyrir eignina vátrygging- arfjárhæð viðlagatryggingar (bruna- bótamat) og skal greiða fjárhæðina eftir því sem byggingarframkvæmd- um miðar. Að öðrum kosti skal greiða samkvæmt fasteignainati. Enn frem- ur er eðlilegt að litið verði við slíkt uppgjÖr til 3. gr. laga um brunatrygg- ingar, nr. 48/1994, sbr. 2. gr. laga nr. 150/1994.“ Samkvæmt þessu er það vilji lög- gjafans þótt hann hafi ekki komið fram í texta laganna að greiða mis- munandi bætur eftir því hvort fólk kýs að byggja að nýju í sínu sveitarfé- lagi eða ekki. Brunabótamat er nefni- lega yfirleitt hærra en fasteignamat og úti á landi Þgglaust oft á tíðum hærra en markaðsverð. Viðmiðin sem lesa má út úr néfndarálitinu eru þessi: 1. Ef eiganda húseignar sem keypt er vegna varnaraðgerða er úthlutað lóð undir nýtt hús í sama sveitarfé- lagi skal greiða honum brunabótamat hússins. 2. Ef hann byggir ekki að nýju í sveitarfélaginu skal kaupa eign- ina á fasteignamatsverði. Einnig má líta til laga um brunatryggingar. Þar í byrjun mánaðarins gaf félagsmálaráðherra út nýja reglugerð um vamir gegn snjófióðum og skriðuföllum. Heyrst hafa gagnrýnisraddir vegna þess að fólk á snjóflóðasvæðum fær mismunandi verð fyrir hús sín eftir því hvort það kýs að búa áfram í viðkomandi sveitar- félagi eða flytja burt. Þessi mismunun er þó engin tilviljun, hún styðst við allgóð rök og er í samræmi við vilja Alþingis. Páll Þórhallsson rekur hér forsöguna. er gert ráð fyrir að eigandi húss sem brennur geti fengið það bætt skv. brunabótamati ef hann endurreisir húsið en ella skv. brunabótamati að frádregnum 15%. Einnig er í brunatryggingalögum talið heimilt að miða við markaðsverð ef það er greinilega lægra en bruna- bótamatsverð. Aðfinnslúr þingmanna Þegar breytingartillögurnar komu fram á Alþingi spunnust um þær alln- okkrar umræður áður en þær voru samþykktar. Hjörleifur Guttormsson og Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins á Vestfjörð- um, fundu að því að lagatextinn væri ekki nógu skýr og það hefði verið til bóta að taka þær reglur sem fram kæmu í nefndarálitinu upp í textann. Kristinn sem sæti átti í félagsmála- nefnd studdi tillögu nefndarinnar en var þó ekki fyllilega sáttur við hana: „Ef ekki eru styrk fyrirmæli í laga- texta heldur einungis byggt á ftjálsum samningum og markaðsverð væri til- tölulega lágt í viðkomandi sveitarfé- lagi þá gæti eigandi hússins staðið frammi fyrir því að verða að flytja úr því og geta ekki nýtt sér það og stendur til boða að selja það fyrir verð sem er miklu lægra en nemur byggingarkostnaði og jafnvel miklu lægra en nemur áhvílandi skuldum. Það held ég að enginn ætli sér að gera af þeim sem leggur þetta til en þessi staða gæti komið upp ef ekki er þeim mun tryggilegar gengið frá þessum hlutum í lagatexta. Önnur spurning sem menn gætu staðið frammi fyrir er hvort við erum ásátt um að í þeim tilvikum þegar viðkom- andi vill selja sitt hús til sveitarstjórn- arinnar og ætlar að byggja á nýjan leik í sama sveitarfélagi þá eigi hann í þeim tilvikum að fá andvirði bruna- bótamats þess húss sem hann lætur af hendi. Ef hann ákveður að byggja miklu minna hús en hann á og byggingar- kostnaðurinn verður miklu minni þá spurðu menn: Hvað á að gera þá? Ut af fyrir sig má segja að svörin sem menn komu með voru mismunandi. Ég vil svara þessu fyrir mitt leyti að það á að vera val þess sem lætur húsið af hendi. Mér sýnist það vera eðlilegasta niðurstaðan. Það er hans val hvort hann byggir jafnstórt hús og jafndýrt eða hvort hann byggir minna hús og andvirðið rennur þá til hans enda hvort sem er hans eign sem hann er að láta af hendi,“ sagði Krist- inn H. Gunnarsson í umræðum 24. febrúar. Eins veltu menn því fyrir sér hvað þessar heimildir myndu kosta. Krist- inn kvaðst telja að allt að 1.000-1.100 hús gætu fallið þar undir og því um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Hjör- leifur spáði því að það yrði mikill þrýstingur um að hús yrðu keypt upp því varnarvirki gætu seint fært mönn- um fullkomið öryggi. Ekki verið að opna allar gáttir Einar K. Guðfinnsson sem átti sæti í félagsmálanefnd lýsti því viðhorfi að meginreglan hlyti að vera sú að leitað yrði allra annarra lausna áður en farið yrði út í uppkaup. „Þessi uppkaup eru í sjálfu sér gífurlega stór ákvörðun og menn skulu ekki ætla það að með þessu sé félagsmálanefnd Alþingis að opna allar gáttir.“ Nefndi þingmaðurinn þó að á Hnífsdal virtist ekki vera hægt að veija byggðina með neinum skynsamlegum hætti með hefðbundnum varnarvirkjum. Framsögumaður félagsmálanefnd- ar, Gísli S. Einarsson Alþýðuflokki, svaraði spurningum sem til hans var beint og sagði að menn hefðu viljað leggja heildarhagsmuni viðkomandi sveitarfélags til grundvallar. „Hins vegar ef aðili sem í hlut á ætlar sér að flytja í burtu þá eru settar inn mögulegar lausnir um hvernig það skal gert og er vitnað til brunatrygg- ingarlaga nr. 48/1994...og það er viðmiðunin sem menn hafa, ásamt fasteignamati á viðkomandi stað. Það var líka ljóst að það gat verið mjög örðugt að segja til um í hveiju til- viki. Það yrði að taka tillit til þess hvort sá sem á hús byggði það í upp- hafi eða keypti það af öðrum á gang- verði..." Ummæli forsætisráðherra Hinn 24. maí síðastliðinn gerðist það svo í fyrirspurnatíma til ráðherra að Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, spurði forsætisráðherra hvað liði setn- ingu reglugerðar á grundvelli nýju laganna en það iægi á henni til að fólk gæti nýtt sér framkvæmdatíma- bilið um sumarið til að forða fjölskyld- um sínum frá því hættuástandi sem það bjó við síðastliðinn vetur. Davíð Oddsson svaraði því til meðal annars að óhjákvæmilegt væri að þing og ríkisstjórn legðu mikla fjármuni til hliðar til að standa straum af afleið- ingum slysanna. „Þá á ég við það að tryggja það að fólk sem býr á svæðum sem nú eftir nýtt mat teljast hættu- svæði geti fengið kost á því að flytja sig til innan sinnar byggðar og reynd- ar eftir atvikum lengra eftir mismun- andi reglum sem um það gilda sem hæstvirtur þingmaður þekkir.“ ítarleg reglugerð Eins og fram kemur í tilvitnuðum orðum forsætisráðherra virðist hann ætla a.ð fólk á hættusvæðum skuli eiga þess kost að flytja brott. Reglu- gerðin sem sett var 2. ágúst síðastlið- inn gerir hins vegar ráð fyrir því sem meginreglu að varnarvirki séu reist nema hagkvæmara sé talið til að tryggja öryggi íbúa á hættusvæðum að kaupa eða flytja húseignir. í reglugerðinni eru settar nákvæm- ar reglur um það verð sem koma skal fyrir húseignir sem keyptar eru. Aðal- reglurnar eru þessar: 1. Greiðslur of- anflóðasjóðs miðast við staðgi’eiðslu- markaðsverð sambærilegra húseigna í sveitarfélaginu utan hættusvæða. 2. Eigi húseigandi ekki kost á sam- bærilegri húseign í sveitarfélaginu til kaups og byggi hann nýja húseign í sveitarfélaginu til íbúðar fyrir sig og fjölskyldu sína er heimilt að miða greiðslu við brunabótamat húseignar og kostnað vegna nýrra gatnagerðar- gjalda. 3. Náist ekki samningar milli sveitarfélags og húseiganda þannig að til eignarnáms komi miðast greiðsl- ur sjóðsins við íjárhæð eignarná- msbóta. Miðað við markaðsverð Það fyrsta sem vekur athygli er að gengið er út frá staðgreiðslumark- aðsverði. Sums staðar getur nefnilega reynst erfitt að fínna markaðsverð sem hægt er að una við. Þótt reglu- gerðin sé afdráttarlaus að þessu leyti og geri ekki ráð fyrir að fundið sé „sanngjarnt markaðsverð" virðist vilji þingmanna hafa staðið til þess að horft yrði til aðstæðna hveiju sinni. Eins og framsögumaður félagsmála- nefndar sagði þá þyrfti að meta hveiju sinni hvaða verð menn fengju fyrir eignir sínar kysu þeir að flytjast á brott. í reglugerðinni er ekki gert ráð fyrir svigrúmi til mats á aðstæðum manna. Reglan getur komið hart niður á fólki ef niðurstaðan er sú að markaðs- verð sé mjög lágt því eftirspurn sé lítil eins og kann að vera víða úti á landi. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, sem setur umrædda reglur, var í hópi þeirra þingmanna sem mót- mæltu harðlega þegar svipuð regla var sett inn í lög um brunatryggingar á sl. vetri því þar með væri verið að mismuna fólki eftir landshlutum. Hagkvæmni og öryggi Því var varpað fram í upphafi sem spurningu með hvaða skilyrðum sveit- arstjórnum væri heimilt að ganga til samninga um uppkaup fasteigna á hættusvæðum. Af framansögðu virð- ist ljóst að á undan verður að fara hættumat samkvæmt nýjum reglum þar að lútandi. Síðan verður að láta reikna út kostnað af gerð fullnægj- andi varnarvirkja fyrir hættusvæðin. Ef hagkvæmara er talið til að tryggja öryggi íbúanna að kaupa fasteignir upp eða standa straum af flutningi þeirra þá mega sveitarfé- lögin fara þá leið. Það myndi því kollvarpa þessu ferli sem lögin gera ráð fyrir ef sveitar- stjórnir færu til dæmis að semja við einstaka íbúa á hættusvæðum um kaup fasteigna þeirra áður en afstaða hefði verið tekin til afdrifa svæðisins í heild. Það má ímynda sér að það geti orðið ákaflega vandasamt á köflum að meta hvort sé hagkvæmara að reisa varnarvirki, sem ef til vill getur aldrei orðið 100% öruggt, eða kaupa upp fasteignir, en eigi að síður er þetta verkefnið sem löggjafinn leggur sveitarfélögunum, Almannavörnum og félagsmálaráðherra á herðar. í öðru lagi var spurt í upphafi um þær reglur sem giltu um verð fast- eigna á hættusvæðum og hvort þær stæðust kröfur um jafnræði og vernd eignarréttinda. Það er ljóst að verði sú leið fyrir valinu að kaupa upp eignir á viðkom- andi hættusvæði þá tryggir reglugerð- in öllum markaðsverð fyrir fasteignir sínar. Ef ekki nást samningar þá eiga menn þann kost að fá mat óvilhallra manna eða láta taka eign eignamámi sem myndi væntanlega ekki leiða til lakari niðurstöðu. Eignarréttindin eru því í sjálfu sér nægilega tryggð enda ekki hægt að líta svo á að menn eigi almennt rétt á hærra verði fyrir eign- ir sínar en markaðsverði (sbr. þó fyrir- vara sem áður var gerður um viðun- andi markaðsverð). Vert er að geta þess að reglugerð- in gerir ráð fyrir að fólk kaupi al- mennt nýja fasteign í sínu sveitarfé- lagi en reisi sér ekki nýtt hús. Með- ferð málsins á Alþingi bendir fremur til að þingmenn hafi talið að fólki yrði almennt heimilt að reisa sér ný hús innan sveitarfélagsins og kaup- verðið yrði því við það miðað. Sérreglur fyrir Súðavík í því sérstaka tilviki þegar engar eignir eru til sölu í viðkomandi sveit- arfélagi gilda sérreglur. Þetta myndi til dæmis eiga við í Súðavík þar sem öll byggðin lendir á hættusvæði (að því gefnu að varnargarðaleiðin verði ekki farin). Þá má semja við þá sem vilja reisa sér nýtt hús í sveitarfélag- inu um greiðslu er grundvallast á brunabótamati og kostnaði vegna nýrra gatnagerðargjalda. Þeir sem hyggjast flytjast brott fá hins vegar markaðsverð fyrir sína eign sem myndi líklega yfírleitt vera umtalsvert lægra. Þessi regla á sér hliðstæðu í lögum um brunatryggingar. Þar eru rökin þau að menn eigi rétt á að reisa sér hús sem brennur á sama stað þótt það kosti meira en sem nemur mark- aðsvirði. Einnig þykir ástæða til að sporna við því að hús sem brenna í skipulögðum hverfum rísi ekki aftur af grunni. Rökin fyrir sérreglunni í löggjöf um snjóflóðavamir geta ekki verið af sama tagi. Þau hljóta fremur að vera þau að tilverugrundvöllur sveitarfélagsins sé í hættu ef aðrar leiðir yrðu farnar. Ef allir fengju markaðsverð fyrir sínar eignir hefði enginn efni á að reisa sér nýtt hús og byggð legðist því af. En af hveiju fá þá ekki allir brunabótamats- verðið mætti spyija? Þá væri auðvitað verið að mis- muna herfilega miðað við þá sem byggju á stöðum þar sem eignir væru til sölu en þeir fá einungis markaðs- verð. Ekki væri heldur viðunandi að allir fengju brunabótamatsverðið sama hvemig þeir væru í sveit settir. Það yrði óheyrilega kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð auk þess sem viðkom- andi högnuðust um of á slíkum samn- ingum. Samkvæmt þessu er ekki hægt komast hjá því að mismuna nema afskrifa hugsanlega um leið einhver byggðarlög. Hvort það teldust nægi- lega ríkar ástæður til mismununar fyrir dómstólum er vandsvarað. En það er enginn vafi á því að þessi mis- munun er í samræmi við vilja Alþingis. Reglugerðin tryggir mark- aðsverð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.