Morgunblaðið - 19.08.1995, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 31
MIIMNINGAR
PÉTUR JÓNSSON
+ Friðrik Pétur Jónsson
fæddist í Bolungarvík 21.
mars 1921. Hann lést á Land-
spítalanum 12. ágúst síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Þorlákshafnarkirkju 18. ágúst.
HANN afi minn er horfinn á braut,
og á ég frekar erfítt með að venj-
ast þeirri staðreynd.
Pétur afi var alltaf svo hress og
kátur, og minnist ég hans helst í
friðsældinni inni í Djúpi, þar sem
hann sótti sjóinn á henni Rjúpu sinni
á sumrin. Það var alltaf tekið vel
á móti okkur þegar við komum til
þeirra ömmu og afa í Djúpinu og
við vorum alltaf velkomin. Pétur
afi var búinn að vera mikið veikur
í allt sumar, það hefur reynt mikið
á okkur öll, en þó sérstaklega
ömmu, sem þó er sterkari og dug-
legri en nokkru sinni fyrr, og ég
kemst ekki njá því að vera stolt af
henni.
Afi var alltaf mikill prakkari, og
gat maður ekki varist hlátri þegar
hann skaut bröndurum sínum inn
við öll möguleg tækifæri. Þannig
mun ég minnast hans um ókomna
framtíð og sem duglega mannsins
sem alltaf hafði eitthvað fyrir
stafni, því öðruvísi gat hann ekki
unað sér, alltaf jafn glaður og
ánægður og alltaf jafn góður við
okkur barnabörnin. Þau afi og
arnma voru mjög samrýnd og gerðu
nánast alla hluti saman. Alla tíð frá
því að ég fór að muna eftir mér
hefur mér fundist þau mjög sam-
stiga með alla hluti.
En nú hefur guð opnað faðm sinn
og tekið hann til sín og ég veit að
honum líður vel núna og að það er
hugsað vel um hann. Eg veit að
góður guð verndar hann afa minn
og sér til þess að honum líði vel.
Ég vil þakka guði fyrir þann tíma
sem við fengum til að kynnast afa
og njóta samvista við hann, enda
þótt sá tími hefði þurft að vera
miklu lengri. En ég hugga mig við
það að seinna þegar minn tími kem-
ur mun ég hitta hann aftur og ég
er ekki í vafa um að þá mun hann
taka brosandi á móti mér. Þangað
til verðum við öll að taka höndum
saman og styðja hvert annað, sér-
staklega hana ömmu. Ég veit að
guð gefur okkur styrk til að ýta
burt sorginni um stund og gleðjast
yfir góðum minningum um góðar
stundir sem við áttum með yndis-
legum manni, Friðrik Pétri Jóns-
syni, Pétri afa.
Elsku amma, guð blessi ykkur
og gefi ykkur styrk.
Elísa Rakel Jakobsdóttir.
Hann afi minn var maður sem
ekki gleymist auðveldlega. Hann
var alltaf svo fullur af lífi og gleði,
sem geislaði af honum hvar sem
hann kom. Um það leyti sem ég
fæddist, byrjuðu afi og amma að
byggja sumarbústað á Uppsalaeyri
við Seyðisfjörð. Þau byggðu með
hjálp fjölskyldu og vina, notalegan
bústað, og annað minna hús, sem
er vinnuskúrinn þar sem amma
verkaði grásleppu, en afi átti trillu,
sem heitir Rjúpa og réri hann á
henni og veiddi grásleppu. Hann á
líka lítinn rauðan árabát sem heit-
ir Lóa. Það var alltaf gaman að
koma í Djúpið. Það var gaman að
fara á sjó á Lóu og stundum fékk
ég að fara með afa á Rjúpu. Þá
leyfði hann mér oft að stýra. Þegar
ég stýrði vitlaust þá hló hann og
setti strikið aftur. Á kvöidin var
svo gripið í spil. Oftast var þá spil-
aður Kani. Afa blöskraði oft þegar
ég var að segja pass. Hann vissi
þá að ég átti betri spil. Þó það
hafi verið gaman að fara á sjó og
spila, var samt það besta við að
koma í Djúpið að hitta afa og
ömmu.
Mér finnst afi hafa verið yndis-
legur maður sem átti yndislega
konu og yndislega fjölskyldu, sem
ég er svo heppin að tilheyra. Og
ég er viss um að þó hann sé farinn
í gegnum Gullna hliðið á fund skap-
ara síns mun hann alltaf vera hjá
okkur og vernda okkur, þar til við
hittumst á ný.
Elsku amma, mamma, pabbi og
allir, góður guð veri með okkur
öllum.
María Elísabet Jakobsdóttir.
Núna þegar afi er dáinn þá hlað-
ast upp ótal minningar um hann.
Undan farin sjö ár hafa afi og
amma búið hérna í Þorlákshöfn,
þannig að ég er búin að vera meira
og minna inni á þeirra heimili þessi
ár. Það er mikill missir að sjá á
eftir hónum afa, sem alltaf var
okkur svo góður. Mikið hvað það
var notalegt að kúra sig upp að
honum, þegar hann var að segja
einhveija af góðu sögunum sínum,
en þær voru fjölmargar.
Alltaf gátum við Valli leitað ráða
hjá ömmu og afa, þau voru okkur
sem bestu vinir.
Nú fara í hönd breyttir tímar
fyrir okkur öll. Það verður mjög
erfitt og skrýtið að njóta ekki leng-
ur samvista við afa, en við höfum
ömmu, og það er nú meira en lítið
að fá að hafa hana áfram hjá okkur.
Elsku besti afí, ég þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar, og ég
bið guð að geyma þig. Hvíldu í friði.
Elsku amma mín, ég bið guð að
varðveita þig og leiða í gegnum
þessa þungu sorg. Einnig sendi ég
samúðarkveðjur til allra minna ætt-
ingja.
Þorbjörg Jónína.
HERMANN
GUÐBJÖRNSSON
+ Hermann Guðbjörnsson tré-
smiður var fæddur á
Reykjahóli í Fljótum í Skaga-
firði 13. febrúar 1928, og þar
ólst hann upp. Hann lést í
Reykjavík 11. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans voru Guð-
björn Jónsson og Jónanna J.
Stefánsdóttir. Systkini hans
voru alls sex, en þrjú eru á lífi.
Hermann flutti til Siglufjarðar
og lærði þar trésmíði. Hermann
var ókvæntur og bjó í Hátúni 6
í Reykjavík.
Utför Hermanns fór fram frá
Fossvogskapellu 17. ágúst.
ÞAÐ ER erfitt að kveðja þig. Þú
varst mér og börnunum góður. Það
er svo sárt að missa þig. Bæði svip-
ur og fas minnti mig alltaf á pabba
minn. Ég man eftir þegar ég var
lítil og þú komst í heimsókn, alltaf
með eitthvað handa okkur. Ekki
má gleyma skíðagöngunni og dans-
inum og öllu kappinu í kringum
það. Við munum alltaf minnast
hvernig þú hreifst alla í kringum
þig, börn og fullorðna.
Nú eruð þið þrír bræðurnir farn-
ir. Minning þín mun ætíð vera með
okkur. Við erum þakklát fyrir að
hafa kynnst öllum kostum þínum
og hlýju.
Hermann minn, megir þú hvíla í
friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Jóna Björg Pálsdóttir og
fjölskylda.
Þrefaldur pottur!!!
VJS / QISQH VIJAH