Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 33
og afa og var oft glatt á hjalla.
Svona mætti lengi segja frá en
amma var mikil félagsvera og lét
hún okkur oft vita ef henni þótti
líða of langur tími á milli heim-
sókna. Amma og afi voru gjafmild
og ræktarsöm og voru einatt að
rétta ijölskyldumeðlimum eitthvað,
hvort sem um var að ræða afmæli
eða önnur tímamót. Minningamar
um þessa samfundi með ömmu ylja
manni um hjartarætur.
Amma tók virkan þátt í félags-
störfum og var félagi í Kvenfélag-
inu Líkn, Slysavarnadeildinni Ey-
kyndli og Kvenfélagi Landakirkju.
Vann hún mikið fyrir öll þessi félög
og heyrði maður oft samferðamenn
minnast á dugnaðinn í ömmu þegar
málefni þessara félaga bar á góma.
Amma og afi voru einnig félagar í
Félagi eldri borgara í Vestmanna-
eyjum og voru virkir þátttakendur
í félagsstarfi þess. Voru þau dugleg
að sækja skemmtanir félagsins og
eins fóru þau í flestar ferðir sem
félagið efndi til á undanförnum
árum. Var greinilegt að amma og
afi nutu sín virkilega í starfi félags-
ins og þau eignuðust marga félaga
og vini í gegnum félagsstarfíð.
Amma og afí voru mikið fyrir að
ferðast, fóru í fjölmargar ferðir
bæði innanlands og utan. Afi á syst-
ur búsetta í Danmörku og fóru þau
oft þangað í heimsókns. Sína síð-
ustu síðustu ferð saman fóru þau
nú í lok júlí til dótturdóttur sinnar
í Noregi. í þeirri ferð slasaði amma
sig á fæti og komu þau meiðsl í
veg fyrir að þau kæmust í sumar-
ferð með Félagi eldri borgara um
Snæfellsnes og Vestfirði sem nú
nýlega er lokið, en tímasetning
Noregsferðarinnar var valin þannig
að þau gætu í beinu framhaldi far-
ið í fyrrgreinda ferð með eldri borg-
urum úr Eyjum.
Amma var góð húsmóðir ojg bjó
afa fallegt og gott heimili. A efri
árum vann amma tímabundið utan
heimilis í eldhúsi Sjúkrahúss Vest-
mannaeyja en sökum Límabundinna
veikinda þurfti hún að hætta þar
störfum fyrr en hún vildi. Um dag-
ana var amma yfirleitt heilsuhraust
en átti þó við ýmis veikindi að stríða
á lífsleiðinni. Einkum minnist ég
veikinda hennar í kringum 1980,
en þá_lá hún á Sjúkrahúsi í Reykja-
vík. Á sama tíma var ég við nám
í höfuðborginni og heimsótti hana
daglega á sjúkrahúsið og mikið
þótti henni vænt um það. Þráít fyr-
ir háan aldur var amma nokkuð góð
til heilsunnar hin síðari ár og full
lífsorku og daglega fór hún í göngu-
ferðir í bæinn ef veður og færð
leyfðu. Amma var glæsileg kona
og virðuleg í fasi þannig að eftir
því var tekið. Hún neitaði í huga
og hjarta að vera orðin gömul og
vildi alltaf vera í hringiðu mannlífs-
ins. Því höfðum við vonast til að
fá ömmu aftur heim í Eyjarnar að
loknu sumarleyfí hressa og káta í
spjallið í Birkihlíðina eða til að
samfagna henni á 84. afmælisdegi
hennar sem hefði orðið 3. septem-
ber nk. En svona er lífið og margt
fer á annan veg en maður ætlar.
Elsku amma, ég og fjölskylda
mín viljum þakka þér fyrir allt sem
þú veittir okkur og við munum öll
sakna þín.
Elsku afi, missir þinn og fjöl-
skyldunnar er mikill. Nú kveður þú
ömmu eftir tæplega 62 ára giftu-
ríkt hjónaband. En fjölskyldan mun
standa við bakið á þér og saman
munum við heiðra minninguna um
ömmu um ókomin ár. Ég bið góðan
Guð að styrkja þig og vernda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Elsku afi, Guð blessi þig.
Hörður Óskarsson
og fjölskylda.
Ástkær langamma mín Elínborg
Sigbjörnsdóttir andaðist á Borgar-
spítalanum hinn 11. ágúst síðastlið-
inn.
Ég vil minnast hennar með
nokkrum orðum þar sem hún var
alltaf glöð og ánægð kona. Ég vildi
að hún væri hér en þetta var henni
fyrir bestu. Guð blessi minninguna
um hana og verði með henni alltaf.
Elsku langafi, ég votta þér samúð
mína og ég veit að hún verður allt-
af hjá okkur.
Þinn,
Magnús Már.
Okkur langar að minnast ömmu
okkar, eða Boggu eins og hún var
alltaf kölluð, með örfáum orðum.
Það fyrsta sem fólk tók eftir hjá
ömmu og afa, var það hvað þau
voru samrýnd hjón, og miklir félag-
ar.
Það var alltaf hægt að ganga
að því vísu að það yrði vel tekið á
móti manni þegar kíkt var í heim-
sókn til ömmu og afa. Þar var mjög
oft gestkvæmt, og alltaf átti hún
íspinna eða annað góðgæti handa
yngra fólkinu, og brúnu tertumar
handa þeim eldri voru alltaf á sínum
stað.
Það sem maður tók einnig vel
eftir, var hvað hún amma var glæsi-
leg kona i alla staði og mjög vel
til höfð. Einnig var aðdáunarvert
að sjá hvað hún fýlgdist vel með
þessari stóru fjölskyldu, og hafði
hún til dæmis alla afmælisdaga og
aðra merkisdaga í fjölskyldunni á
hreinu og gjafmild voru amma og
afí með eindæmum og höfðu gaman
af að gleðja aðra, og ef einhver var
að fara eitthvað í burtu, var það
jafnöruggt að amma hringdi og
kvaddi og óskaði viðkomandi góðrar
ferðar.
Þannig hafði hún vakandi auga
með öllum, og það var ekki annað
hægt en að dást að því, og það er
einmitt þannig sem við munum
minnast hennar um ókomin ár.
Elsku amma Bogga. Við munum
sakna þín, og minningin um þig og
allar góðu stundimar okkar, mun
ávallt lifa með okkur. Hvíl þú í friði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku afí. Guð styrki þig í þinni
miklu sorg, því missir þinn er mik-
ill, þar sem þú sérð á eftir elsku-
legri eiginkonu og umfram allt góð-
um vin.
Elsku mamma, Hanni, Ásta og
Unnur. Guð styrki ykkur í ykkar
stóra missi og einnig okkur öll hin.
Sigurður, Lilja, Friðrik
Már, Jónas og Laufey.
Mig langar að minnast elskulegr-
ar langömmu minnar með fáeinum
orðum. Það eru margar hlýjar og
góðar minningar sem hlýja manni
um hjartarætumar þegar ég hugsa
til þess hversu góðar stundir ég
átti með henni, en þær stundir vom
annaðhvort hérna í Mosfellsbæ eða
í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó
ásamt langafa í Birkihlíð. Það voru
alltaf yndislégar móttökur sem ég
og fjölskylda mín fengum þegar við
komum til Eyja. Alltaf var hún
búin að smyija brauð og baka kök-
ur af bestu gerð. Svo vom það nú
ekki fá skiptin sem við spiluðum
saman rommý í eldhusinu hjá þeim
langömmu og afa.
Svo fórum við saman í göngu og
kíktum í búðir sem ég myndi segja
að henni hafi fundist eitt af því
skemmtilegasta sem hún gerði.
Ég þakka fyrir það að hafa feng-
ið að njóta þess að vera með henni
og hafa hana hjá okkur seinustu
daga hennar hér á jörðinni.
Góði guð, ég bið þig að styrkja
langafa í þessari miklu sorg.
Elsku langamma, Guð blessi þig.
Unnur Osk Haraldsdóttir.
KATRÍN EINARS-
DÓTTIR WARREN
+ Katrín fæddist í
Hörgsholti í
Hrunamannahreppi
30. ágúst 1929. Hún
lést í Los Angeles
7. ágúst sl. Foreldr-
ar hennar voru Ein-
ar Ólafsson frá Eyr-
arbakka, f. 27. des-
ember 1899, d. 3.
júní 1985, og Kristín
Guðmundsdóttir frá
Hörgsholti, f. 7.
október 1895, d. 3.
apríl 1993, en þau
bjuggu lengst af á
Suðurgötu 3 í
Keflavík. _ Systkini Katrínar
eru: Elín Óla, f. 18. ágúst 1932,
gift Sigurði Markússyni, búsett
í Keflavík; Ólafía Sigríður, f.
13. janúar 1935, gift Aðalbergi
Þórarinssyni, búsett í Keflavík;
Guðmundur, f. 20. nóvember
1941, kvæntur
Sveingerði Hjartar-
dóttur, búsettur í
Mosfellsbæ.
Árið 1952 fluttist
Katrín til Banda-
ríkjanna og var bú-
sett þar síðan. Árið
1962 giftist hún
John S. Warren,
lögfræðingi í Los
Angeles. Katrin og
John eignuðust tvö
börn: Vicktoríu
Kristinu, viðskipta-
fræðing, f. 12. febr-
úar 1963, og Erik
John, kennara, f. 2. september
1965, bæði búsett i Los Angeles.
Útför Katrínar hefur farið
fram í Los Angeles, en minning-
arathöfn um hana verður í
Keflavikurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
OKKUR frændsystkinin langar að
minnast Kötu frænku okkar í Amer-
íku eins og við kölluðum hana allt-
af. Frá því að við munum eftir okk-
ur var Kata alltaf hluti af tilveru
okkar þó að hún byggi langt í burtu.
Þegar við vorum lítil var beðið í
eftirvæntingu eftir jólapökkunum
frá Ameríku því alltaf tókst Kötu
að senda eitthvað framandi og nýst-
árlegt til litlu frændsystkinanna
sinna á íslandi. En þó að pakkamir
sem við fengum frá henni geymist
vel í minningunni og hafí alltaf
verið miklir töfrapakkar, voru heim-
sóknir hennar þó ennþá meira
spennandi. Kata kom oft í heimsókn
til íslands, bæði ein og með fjöl-
skyldu sína og fannst það áríðandi
að börnin héldu tengslum við fjöl-
skyldu sína á Islandi. Okkur finnst
merkilegt að hugsa til þess að þó
að við hefðum stundum ekki hitt
hana í langan tíma, þekktum við
hana alltaf jafn vel. Kata fýlgdist
vel með öllu sem gerðist í fjölskyld-
unni á íslandi og tók þátt í gleði
og sorgum hennar, þrátt fyrir fjar-
lægðina.
Kata frænka var mjög hjartahlý
kona, en ákveðin og skemmtileg.
Hún opnaði heimili sitt fyrir ótrú-
lega mörgum gestum frá íslandi,
bæði ættingum og öðrum. Þar á
meðal var Brynja systurdóttir henn-
ar sem dvaldist hjá henni í góðu
yfirlæti eitt sumar þegar hún var
fjórtán ára. Einnig reyndist Kata
Katrínu, systurdóttur sinni og
Klemenz, eiginmanni hennar ómet-
anleg hjálp á meðan þau dvöldust
í Los Angeles við nám og vilja þau
sérstaklega þakka fyrir það.
Kata átti við alvarleg veikindi
að stríða síðastliðin tvö ár en stóð
sig eins og hetja eins og hennar
var von og vísa. í júlí síðastliðnum
fóru systur hennar og systurdóttir
í heimsókn til Kötu og urðu vitni
að frábærri umönnun eiginmanns
hennar og fjölskyldu og það er gott
að vita til þess að hún var í góðum
höndum til síðasta dags.
Elsku Kata, við þökkum þér fyr-
ir allar góðu stundirnar og vitum
að amma og afi hafa tekið vel á
móti þér. Við sendum John, Vicki
og Erik samúðarkveðjur á þessum
erfiðu stundum. Guð blessi minn-
ingu Kötu frænku okkar.
Kristín, Þórunn, Guð-
björg, Einar, Ársæll,
Katrín og Brynja.
Elsku besta Kata mín.
Þegar Didda systir þín hringdi í
mig og tilkynnti lát þitt, stoppaði
hjartað andartak, þó ég hefði
kannski búist við þessum fréttum
í nokkurn tíma, var ég ekki viðbú-
in. Er maður það nokkurn tíma, þó
það sé það eina sem við vitum fyr-
ir vist að á að verða, hjá okkur öll-
um.
Þakklæti er efst í huga mínum,
þakklæti fyrir að hafa átt þig fyrir
bestu vinkonu í um það bil 60 ár,
en við vorum bara sex ára þegar
þú fluttir í „Brynjuhús“, sem var
næsta hús við æskuheimili mitt.
Við áttum yndislega æsku og
margt brallað, eins og þegar okkur
datt í hug að framleiða bolluvendi.
Við sníktum spýtur hjá Mumma
frænda þínum og vöfðum með crep-
pappír og bjuggum til rósir á þá,
seldum síðan á 50 aura stykkið og
höfðum 50 krónur upp úr krafsinu
sem var mikill peningur í þá daga.
Síðan kom skólinn og unglingaskól-
inn hans síra Eiríks Brynjólfssonar,
en hann bjó okkur vel undir framtíð-
ina. Svo fórst þú í Ingimarsskólann
í Reykjavík og þá voru helgamar
notaðar til skrafs og ráðagerða, þá
datt okkur í hug að sauma á okkur
kjóla á laugardagsmorgun og fórum
í kjólunum á ball í „UNGÓ“ um
kvöldið.
Þú varst líka ein af 27 stofnend-
um kvenskátasveitarinnar þriðju
sveitar í skátafélaginu Heiðabúum,
en það var fyrsta skátafélag í heim-
inum sem var skipað bæði drengjum
og stúlkum. í þriðju sveit áttum við
saman yndislegar stundir, lærðum
skátafræði, söngva og leiki og fór-
um í útilegur um hveija helgi. Þá
var gengið frá Kúagerði upp að
Höskuldarvelli í þrjá til fjóra tíma
yfír hraun og móa með bakpoka,
svefnpoka og tjald. Það skipti ekki
máli hvort það var sól eða rigning,
alltaf var farið. Þetta var mikill
lærdómstími, sem við höfum búið
að aila ævi.
Árið 1953 fóruð þig Gunna
Tomm frænka þín til Ameríku að
freista gæfunnar, og allt gekk vel.
Þar kynntistu þínum góða manni,
John S. Warren, og þið eignuðust
tvö yndisleg böm, Vicki og Erik.
Aldrei mun ég gleyma fyrstu heim-
sókninni til ykkar á Mulholland, en
þá komum við mamma þín, þegar
Erik var nýfæddur og Vicki tveggja
ára, og vorum hjá ykkur í þrjár
vikur, ógleymanlegar.
Síðan hef ég komið í margar
heimsóknir á 575 Spoleto Drive og
ævinlega verið tekið eins og systur
eða hálfsystur eins og ég var gjarn-
an kölluð af fjölskyldunni. Síðast
kom ég í haust og átti með ykkur
yndislegar og ógleymanlegar þrjár
vikur, þó að þú værir orðin veik þá,
Kata mín, fóruð þið með mig til
Arisona, við gistum í Flagstaff,
skoðuðum hin hrikalegu Grand-
Canyon-gljúfur og hina .undurfögru
Sedona. Þessi ferð verður mér dýr-
mæt perla í minninganna sjóði. Við
höfðum líka svo góðan tíma tvær
að spjalla um lífíð og tilveruna. Það
var lærdómsríkt hvað þú varst já-
kvæð, þó þú vissir að hveiju stefndi,
aldrei kvartað, heldur notið hvers
augnabliks og þú varst svo þakklát
fyrir þitt góða líf, yndislegan eigi-
mann og dugmikil og vel gefin börn,
sem áttu hug þinn allan.
Það var líka gaman að kynnast
öllum þínum fjölmörgu vinum, en
vinahópurinn í Los Angeles var stór
enda voru þér falin mörg ábyrgðar-
störf í þeim félögum sem þú varst
í. Þú vannst mikið fyrir kirkjuna
og skóla bamanna, íslendingafélag-
ið í LA og American Scandinavian
Foundation svo eitthvað sé nefnt.
Þú varst líka mjög góð við
mömmu þína, komst heim á hveiju
ári eftir að pabbi þinn dó. Það var
henni afar mikils virði. Hún hlakk-
aði til hverrar heimsóknar þinnar,
hún var líka besta konan sem ég
hef þekkt, enda móðir mín nr. 2.
Já, Kata mín, ég ég þér mikið
að þakka og nú ertu farin og ég
að skrifa þér í síðasta sinn. Minn-
ingarnar hrannast upp en ekki verð-
ur þeim öllum komið á blað. Nú ert
þú komin í hóp foreldra og vina,
laus við þjáningar þess ægilega
sjúkdóms sem enginn ræður við.
Við hjónin og böm okkar þökkum
þér vináttu og tryggð og vottum
John, Vicki, Erik, Ellu, Diddu og
Gumma og þeirra fjölskyldum okk-
ar innilegustu samúð og biðjum al-
góðan Guð að blessa þau og styrkja.
Ég er þess fullviss að Dilla og
Kata bíða mín brosandi á „strönd-
inni“ þegar minn tími kemur og þá
verðum við aftur „þijár tólf ára
stelpur".
Vertu Guði falin um alla eilífð
elskulega vinkona.
Þín,
Ilanna.
Nýlega barst mér til eyma lát
frænku minnar Katrínar Einars-
dóttur Warren, sem ung fluttist til '"r‘
Bandaríkjanna, settist þar að og
bjó þar til æviloka.
Fyrir þá sem ná háum aldri og
eiga íjölmennan frændgarð er það
eðlilegt að fá andlátsfregn einhvers
ættingja með hveiju ári sem líður.
Rifjum við þá gjama upp kynni
okkar af þeim sem kvatt hefur síð-
ustu kveðju.
Fréttin um lát Kötu Warren vek-
ur hjá mér minningar um kynni
okkar fýrir meira en hálfri öld. Við
áttum sömu ömmu og vegna svo '•
náins skyldleika byijuðu þessi
kynni. Aldursmunurinn var þó meiri
en svo að við ættum sameiginleg
áhugamál, eða rúmlega tveir ára-
tugir.
Það mun hafa verið sumarið 1944
og svo^ aftur næsta sumar sem hún
réðst sumarstúlka á heimili mitt,
Arnarbæli í Grímsnesi. Eins og aðr-
ir unglingar sem unnu í sveit á
þeim árum, gekk hún að öllum
störfum, sem til féllu og ekkert
sérstakt í því sambandi minnis-
stætt. En það er annað sem ég
minnist frá þessum árum. Það er
ljúflyndi hennar og glaðværð. Oft
var stutt í hláturinn og hlátur henn-
ar var smitandi. Fleiri unglingar
voru í sumardvöl á þessum árum
og var því glaðværð og glettni ríkj-
andi á heimilinu.
En árin líða. Kata fór í önnur
störf, fluttist í aðra heimsálfu og
stofnaði íjölskyldu. Hún giftist
manni af hollenskum ættum og
vann hann sem lögfræðingur með
mikil umsvif í Los Angeles. Þau
eignuðust tvö börn og fallegt heim-
ili. Þar tók hún á móti ættingjum
sínum og vinum, þar á meðal móð-
ur sinni, sem háöldruð gat heimsótt
þessa dóttur sína.
Kata ferðaðist mikið og víða um
heiminn. Foreldrum sínum sýndi hún
mikla ræktarsemi með heimsóknum ^
til þeirra. Það kom fýrir að ég hitti
hana á þessum ferðum hennar. En
varla hefði það dugað til að viðhalda
kynnum okkar. Ekki vissi ég hvem-
ig það byijaði en fyrr en ég vissi
af vomm við komnar í bréfasam-
band. Og þótt oftast væra bréfa-
skiptin aðeins einu sinni á ári hveiju,
dugðu þau til þess að við vissum
hvor af annarri. Og til að vera viss
um að sambandið héldist sendi hún
fulla tylft af merkimiðum með nafni
sínu og heimilisfangi svo að ekki
þyrfti annað en að líma miðann á
umslagið eins og frímerki. Veit ég*"
ekki hvort ég hefði haldið þessu
svona lengi áfram annars.
Um leið og ég sendi ástvinum
Kötu hlýjar samúðarkveðjur vil ég
votta systkinum hennar og fjöl-
skyldum þeirra samúð. Öll áttu þau
„hauk í homi“ þar sem hún var.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Árnadóttir.