Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 34
34 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995
MININIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Signrður Óskars-
son, bóndi í Krossa-
nesi í Skagafirði, var
fæddur í Hamarsgerði
í Lýtingsstaðahreppi 6.
júli 1905. Hann lést i
Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga 10. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Óskar Þorsteins-
son, f. 6.12. 1873, d.
20.2.1967, bóndi í Ham-
arsgerði, og kona hans
Sigríður Hallgríms-
** dóttir, f. 1.12. 1872, d.
3.9. 1953. Systkini Sig-
urðar voru: Laufey, f.
25.7. 1898, dó ung; Helga f.
22.1. 1901; Steingrímur, f. 1.5.
1903, nú látinn; Petrea, f. 30.6.
1904; Ingibjörg, f. 20.12. 1906,
dó ung; Margrét, f. 1.6. 1908,
dó ung; Vilhjálmur, f. 18.10.
1910; Skafti, f. 12.9. 1912, nú
látinn; Ármann, f. 1.1. 1914, nú
látinn; Guttormur, f. 29.12.
1916; og uppeldisbróðir Ragnar
Örn, f. 7.10. 1921. Sigurður bjó
í Krossanesi frá árinu 1934 til
dauðadags.
5.5. 1934 kvæntist Sigurður
Ólöfu Ragnheiði Jóhannsdótt-
ur, f. 20.3. 1908, d. 3.4. 1991.
Foreldrar hennar voru Jóhann
Sigurðsson bóndi á Löngumýri
í Skagafirði og kona hans Sig-
urlaug Ólafsdóttir. Börn Sig-
urðar og Ólafar Ragnheiðar
eru: 1) Sigurlaug, f. 27.9. 1935,
skrifstofumaður, býr í Kópa-
MIG LANGAR til að þakka þér,
afí, fyrir þann tíma sem við höfum
átt saman. Mér fínnst eins og við
séum nýkomnir úr reiðtúr og ný-
búnir að hleypa okkar bestum hest-
um á Krossanesbökkunum.
Það var fátt sem gladdi þig meira
en góður hestur á góðri stund. Það
var ekki eingöngu hestamennskan
sem ég lærði af þér, þú kenndir
mér að meta söguna, bókmenntim-
ar og íslensku skáldin. Sérstakar
mætur hafðir þú á Einari Ben,
Steini Steinari og Davíð. Mér fannst
þú ekki vera verra skáld en þeir.
Bókahillur bóndans standa auðar.
Beislin liggja ónotuð á veggnum.
Áður fyrr með sex og sjö til reiðar
sást á ferð um lagða vegi og heiðar.
Enginn hefði getað sagt þetta
betur en þú. Guð blessi þig og minn-
ingu þína.
Sigurður Þorsteinsson.
„Fljótt er nóttin dag að deyfa.“
Þessi hending úr kunnri vísu Sig-
urðar Óskarssonar í Krossanesi
kom mér í hug þegar ég spurði
andlát hans fimmtudagskvöldið 10.
ágúst sl. Þótt hann hafi á liðnum
misserum verið veikur fyrir hjarta
og leitað sér lækninga á sjúkrahús-
ið á Sauðárkróki sneri hann alltaf
aftur heim í Krossanes. Og ein-
hvern veginn átti maður von á því
að svo yrði einnig nú, að við mynd-
um aftur hittast í Skagafirði áður
•*t en haustið gengi í garð.
En eigi má sköpum renna.
Ég kynntist Sigurði og Ólöfu
Ragnheiði Jóhannsdóttur konu hans
fyrir um átta ámm þegar ég fór
að heimsækja þau norður með
Ragnheiði Elfu dótturdóttur þeirra.
Olöf lést fyrir fjórum ámm og var
þá mikill harmur kveðinn að Sigurði.
Þessi heiðurshjón vom ólík en
þó samrýnd og minnist ég þess
ekki að hafa séð þau nema saman
meðan bæði lifðu. Þau vom höfð-
ingjar heim að sækja og nutu þess
^>að fá gesti. Saman gegndu þau
'"‘gestgjafahlutverkinu óaðfinnan-
lega. Meðan hann skemmti fólkinu
með sögum og vísum dró hún fram
allt það besta í búrinu. Bakkelsið
sem hún gat galdrað fram virtist
engan endi ætla að taka. Svo spurði
hún hvort ekki mætti bjóða mönn-
um meira um leið og hún afsakaði
hvað þetta væri nú lítilfjörlegt.
vogi, var gift
Þorsteini Guð-
laugssyni en
þau skildu. Þau
eiga fjögur
börn, Sigurð
kennara, Guð-
laugu geðlækni,
Ragnheiði Elfu
lögfræðing og
Ólaf nema. 2)
Sigríður hús-
mæðrakennari
á Seltjarnar-
nesi, f. 5.4.
1939, gift Birni
Árnasyni skrif-
stofumanni. Þau eiga fjögur
börn: Gyðu, búsetta í Svíþjóð,
Ólöfu Ragnheiði myndlistar-
nema, Sif snyrtifræðing og
Árna menntaskólanema. 3),
Ingibjörg, f. 29.8. 1945, hjúkr-
unarkona i Noregi, gift Jan
Raabe. Þau eiga tvær dætur:
Anne sjúkraliða og Marit
þroskaþjálfa. Barnabarnabörn-
in eru sjö.
Sigurður var einn af stofn-
endum hestamannafélagsins
Stiganda í Skagafirði og for-
maður þess í 20 ár. Sigurður
var kunnur hagyrðingur og
hafa margar vísur hans birst á
prenti. Hann var formaður
Veiðifélags Húseyjarkvíslar um
árabil.
Utför Sigurðar fer fram frá
Glaumbæjarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Eitt það fyrsta sem Sigurður
Óskarsson spurði mig að þegar ég
heimsótti þau hjónin með Ragnheiði
var hvort mér líkaði betur við Einar
Ben eða Davíð Stefánsson. Þegar
ég sagði að mér þætti Einar Ben.
meira skáld kom glampi í augun á
honum. Hann horfði á mig, fór með
nokkrar hendingar úr Messunni á
Mosfelli, þar á meðal lok kvæðisins
sem hann flutti með leikrænum til-
þrifum: „Og það voru hljóðir og
hógværir menn,/ sem héldu til
Reykjavíkur." Á eftir sagði hann:
„Það yrkja nú ekki margir svona!“
Sigurður lifði að mörgu leyti í
skáldskap. Hann átti gott bókasafn,
var víðlesinn og vel heima á mörgum
sviðum. Ýmsir þættir úr sögu ís-
lands stóðu honum þannig fyrir hug-
skotssjónum að þegar hann sagði
frá var eins og maður væri staddur
á sviðinu miðju. Mér er t.d. minnis-
stæð sagan um Jón Arason Hóla-
biskup þegar hann túlkaði síðasta
andvarp ekkju nokurrar á þann veg
að nú hefði hún enn verið að gefa
kirkjunni kostajörð. Það þótti Sig-
urði nokkuð langt seilst hjá biskupi.
Hann hafði ekki aðeins unun af
því að lesa skáldskap annarra held-
ur var hann sjálfur hagmæltur og
kastaði iðulega fram stökum af
minnsta tilefni. Hann var alþýðu-
skáld í fremstu röð og hafa ýmsar
af vísum hans orðið fleygar.
Sigurður var hluti af menningu
sem nú á undir högg að sækja, þar
sem menn svöruðu fyrir sig með
kviðlingum ef sá gállinn var á þeim.
Þannig gátu þeir afvopnað þá, sem
gert höfðu á hlut þeirra, með einni
ferskeytlu og heyrðist þá ekki frá
viðkomandi meir. Máttur orðsins
var virkjaður, - hvað er enda verra
en vera hæddur í frægri stöku?
Sumar vísur Sigurðar urðu til í
stemmningu augnabliksins og lifa
sem minning um stund og stað en
aðrar eru hafnar yfir tíma sinn.
Einkum hafa hestavísur Sigurðar
orðið frægar. Þótt þær virðist ein-
faldar og áreynslulausar - eins og
er aðall góðs skáldskapar - þá vísa
þær langt út fyrir sig. Þær bera
gjarnan vott um samlíf manns og
hests, virðingu fyrir öllu því er líf-
sanda dregur, - virðingu fyrir nátt-
úrunni. Þessu lýsir ágætlega vísa,
sem hann sagðist raunar vera búinn
að gleyma þegar Margrét vinkona
hans á Löngumýri færði honum
hana skrautritaða fyrr í sumar.
Myndin er einföld og falleg, lýsir
kannski mestri hamingjustund
hestamanns þar sem hann ríður
einn í morgunkyrrð með fugla him-
ins yfir höfði sér:
Ég söðla hest minn og sest á bak,
sólin rís, það er að morgna,
sem bergmál er hestsins hófatak,
í háloftunum vængjablak,
og döggvota grasið í dalnum er tekið að
þoma.
Það er ekki að undra að hestar
skjóti víða upp kollinum í kveðskap
Sigurðar í Krossanesi. Hann var
annálaður hestamaður, ferðaðist
um landið á gæðingum sínum, auk
þess að temja hross og selja um
áratuga skeið. Er margt valin-
kunnra hrossa ættað úr Krossa-
nesi. Hann tók einnig ríkan þátt í
félagsmálum hestamanna, var m.a.
einn af stofnendum hestamannafé-
Iagsins Stíganda og formaður þess
í tvo áratugi. Hann lét sig sjaldan
vanta á samkomur félagsins. Á
páskum 1993 vígði félagið nýtt
hesthús í Torfgarði að viðstöddu
fjölmenni. Við Ragnheiður fórum
með honum þangað og áttum með
honum eftirminnilegan dag.
Þar sýndi hann- á sér allar sínar
bestu hliðar.
Áður en við var litið stóð hann
ásamt aldavini sínum Dúdda á
Skörðugili, sem nú er látinn, í miðj-
um hópi sér miklu yngri manna og
sagði skemmtisögur frá liðnum ára-
tugum og gott ef nokkrir kviðlingar
fuku ekki líka. Og ekki spillti held-
ur fyrir að þegar hallaði í miðnætti
komu vinir hans - nokkrum áratug-
um yngri en hann - ríðandi úr
Torfgarði í Krossanes, tóku hús á
gamla manninum og þáðu svolítið
tár. Enn voru sagðar sögur og vís-
ur. Manstu eftir gráa klárnum
sem...
Þar var ekki að sjá að færi tæp-
lega níræður maður, veill fyrir
hjarta.
Sigurður hélt reisn sinni allt til
dauðadags. Þótt ekki hafi verið
auðvelt fyrir hann að búa einn í
Krossanesi eftir að Ólöf lést undi
hann sér hvergi annars staðar. Þar
var hann til hinsta dags. Þegar við
Ragnheiður vorum hjá honum núna
í júní hafði hann þó aðeins látið á
sjá - líkamlega. Hjartað angraði
hann, sjónin hafði versnað til muna,
hann var hættur að geta lesið blöð
og bækur. Hugurinn var hins vegar
skarpur sem fyrr. Hann fylgdist
gjörla með gangi landsmála, kast-
aði fram stökum, var snöggur að
svara fyrir sig, ræddi um hesta, fór
með hluta úr Messunni á Mosfelli
og sagði að svona hefðu nú ekki
margir ort. Það var ekki eins og
maður væri að tala við gamalmenni
- enda leit hann heldur ekki þann-
ig á sig. Hann hafði sem fyrr gam-
an af því að keyra um sveitina eða
út á Krók til að sjá hvað menn
væru að aðhafast í kringum hann.
Við ætluðum að heimsækja hann
á ný með haustinu þegar við kæmum
aftur að utan. En af því verður ekki.
Sigurður Óskarsson í Krossanesi
hefur söðlað hest sinn og sest á bak
og riðið af stað yfir í aðra veröld
þar sem Ólöf kona hans bíður eftir
honum. Við horfum á bak eftirminni-
legum manni sem var gaman og
hollt að kynnast. Og kannski er reið-
skjóti hans nú hesturinn góði sem
hann orti um forðum:
Fljót er nóttin dag að deyfa,
dimma færist yfir geim.
Undir Biesa skröltir skeifa,
skyldi hún ekki tolla heim?
Pétur Már Ólafsson.
Ég söðla hest minn og sest á bak
sólin rís, það er að morgna.
Sem bergmál er hestsins hófatak
í háloftunum vængjablak,
og döggvota grasið í dalnum er tekið að
þoma.
(Sig.Óskarson)
Þetta er ein af þeim mörgu mynd-
um sem koma upp í huga minn er
ég minnist vinar míns Sigurðar í
Krossanesi. Frá því fyrsta að ég
kom að Löngumýri var ég tíður
gestur í Krossanesi, naut þar elsku-
semi og gestrisni Ólafar og Sigurð-
ar. Sem barn og unglingur var ég
mikið á hestbaki, og svo var mín
fyrstu ár í Skagafirði að ég fór oft
á hestbak með Sigurði og lánaði
hann mér ávallt góða hesta. Ég get
líka sagt að hann hafi lagt grund-
völlinn að hestaeign minni hér, því
hann gaf mér fyrsti Létti, sem varð
að fella langt fyrir aldur fram, og
síðar Blesu sem er ættmóðir flestra
minna hrossa.
Sigurður hafði allt það til að
bera sem ég tengi við hugtakið
góður hestamaður. Honum þótti
vænt um hestana sína og reyndar
öll dýrin, og þó mun síðasti hundur-
inn hans, tíkin Skoppa, hafa verið
honum kærust. Eftir að hann varð
einsamall í Krossanesi var hún hon-
um góður félagi og vinur. Er hún
féll frá sl. vetur fannst hún honum
góður félagi og vinur. Er hún féll
frá sl. vetur fannst honum ennþá
tómlegra en fyrr í Krossanesi. Én
þó vildi hann hvergi annars staðar
dvelja, hafði enda búið þar í rúm-
lega 60 ár, og átt þar sínar stærstu
gleði- og sorgarstundir. í raun og
veru tel ég Sigurð mikinn hamingju-
mann. Hann átti einstaklega ljúfa
og góða konu, góðar dætur og
mannvænlega afkomendur. Barna-
börnin voru honum mikils virði og
sá ég hann vart gleðjast jafnmikið
og þegar hann frétti um velgengni
þeirra. Sigurður var mikill bóka-
maður, las mikið og átti gott bóka-
safn. Var það honum því þung raun
síðustu árin þegar sjónin brást og
hann gat ekki stytt sér stundir við
lestur. Sigurður var líka frábærlega
hagorður og eru sumar vísur hans
landsþekktar. Einnig kunni hann
mikið af vísum og ljóðum annarra
skálda og hagyrðinga. Á síðustu
árum eftir að hann varð einn í
Krossanesi höfðum við nær því dag-
legt samband ef ekki dvöldu ein-
hveijir hjá honum. Því finnst mér
að nú sé allmikill breyting í lífi
mínu, þótt ég viðurkenni að aldur
hans var orðinn hár og oft erfiðir
dagar sökum lasleika. Mér þótti
Sigurður aldrei gamall í anda sín-
um. Hann fylgdist furðu vel með
því sem var á döfinni hveiju sinni
og hafði skoðun á hiutunum. Skap-
mikill var hann og stoltur og varð
mjög sár ef hann taldi sig órétti
beittan, en undir niðri bjó mjög við-
kvæm lund en jafnaðarlega var
hann glaðsinna og oftast hrókur
alls fagnaðar meðal vina sinna.
Mælifellshnjúkurinn var í hans aug-
um fegurstur ijalla og leit hann
jafnan til hans út um stofugluggann
og minntist liðinna daga í göngum,
og öðrum ferðum á gæðingum sín-
um. Daginn áður en hann dó fórum
við í alllangan bíltúr. Við ókum fram
Blönduhlíð og fram á Kjálka. Sagði
hann mér þá eins og svo oft áður
ýmislegt frá gamla tímanum m.a.
er hann leit yfir í Reykjatunguna
minntist hann daga sinna á Vind-
heimum sem ungiingur og hversu
mörg spor og reiðtúra hann hafði
átt í landi Vindheima. Þar sagðist
hann hafa átt góða daga. Hann
dáði fegurð landsins, einkum
Skagafjarðar, og þakklæti hans til
forsjónarinnar birtist stundum í vís-
um hans.
Ég sef ekki seinnipart nætur
er sólin á himninum skín.
Guð ekki gleyma sér lætur
gleðina sendir til mín.
Það er tóm í hjarta og söknuður
í sálu nú, en samt hef ég ástæðu
til þess að gleðjast vegna þess að
ég trúi því að vinur minn Sigurður
sé laus við veikindi og elli, á meðal
ástvina og vina bæði mennskra og
ferfætlinga. Ég hef aldrei ætlað
mér það að vita hvemig þar er
umhorfs, veit það eitt sem nægir
mér, að hann er í Guðs hendi um
tíma og eilífð. Skagafjörður kveður
í dag einn sinna bestu sona.
Ég verð ávallt þakklát fýrir kynni
mín af þeim Krossaneshjónum og
blessa minningu þeirra.
Margrét K. Jónsdóttir,
Löngumýri
Léttur hófadynur á hvítu hjarni,
fagur ijallahringur, snævi þakinn
SIGURÐUR
ÓSKARSSON
upp á efstu brún. í Vallhólminum
stirndi á hvítar snjóbreiður í morg-
unbirtunni. Sigurður í Krossanesi
reið í hlað á Löngpimýri á góðum
fáki. Þannig minnist ég þessa mæta
manns við fyrstu kynni. Alltaf var
hann boðberi einhverrar tilbreytni
með sínu góða skapi, glettni og
hlýja viðmóti, samfara hjálpsemi
og góðvild. Þetta var árið 1944,
þegar húsmæðraskólinn á Löngu-
mýri var stofnaður. Minnist ég þá,
að oft varð verkfall í skólaeldhús-
inu, þegar ungu námsmeyjarnar
fögnuðu góðum gesti.
Sigurður í Krossanesi átti oft
erindi að Löngumýri. Þar heimsótti
hann tengdaforeldra sína, sem hætt
voru búskap og var þeim til hjálpar
ef með þurfti sem og mágkonu
sinni, Ingibjörgu, forstöðukonu
skólans, sem þurfti oft til hans að
leita. Sigurður var kvæntur Ólöfu
Jóhannsdóttur, dóttur hins "merka
bónda á Löngumýri, og konu hans,
Sigurlaugar Ólafsdóttur. Ólöf var
góð og falleg kona, mikil húsmóðir,
hógvær og greind, og stóð við hlið
manns síns með reisn.
Ég minnist þess, er þessi mynd-
arlegu hjón komu fyrst í jólaboð í
húsmæðraskólanum ásamt þrem
fallegum, prúðbúnum telpum. Einn-
ig er það ánægjuleg minning, er
þau hjón buðu okkur kennurum og
nemendum heim um jólin. Ógleym-
anlegt var, er við tróðum yfir hjarn-
ið með ljósker við hlið í tunglskins-
birtu kvöldsins, syngjandi í kvöld-
kyrrðinni með öruggan samfylgdar-
mann, Sigurð bónda. Heima í
Krossanesi vorum við í vinargarði,
heimilið hlýtt og uppljómað og veit-
ingar rausnarlegar og bornar fram
af mikilli gestrisni. Hjónin voru
samstillt að gera kvöldið skemmti-
legt og eftirminnilegt. Þessi hjón
urðu mér ávallt kær.
Á heimilinu í Krossanesi var öll-
um gott gert, ekki síst þeim, sem
minni máttar voru. Börn dvöldu
lengur eða skemur á heimilinu, auk
þess sem börn voru tekin til sum-
ardvalar á hveiju ári.
Þess naut einnig sonur minn, sem
hændist mjög að heimilinu, er við,
foreldrar hans, dvöldum um sumar-
tíma á Löngumýri. Upp frá því fékk
hann að dvelja í þijú sumur í
Krossanesi.
Ekki má gleyma allri þeirri um-
hyggju er Ólöf húsfreyja veitti, er
hún á kyrrlátum stundum ræddi við
börnin og kenndi þeim, því að hún
var hafsjór af fróðleik og frásagnar-
snilld.
Margar eru minningar eftir nærri
hálfrar aldar kynni og minnst hægt
að rekja, en margt að þakka góðum
samferðamönnum.
Síðustu minningar um Sigurð
heima á Löngumýri frá síðastliðnu
sumri eru ógleymanlegar. Ég og
vinkona mín, Guðrún Briem frá
Noregi, fórum á vegum Ingibjarg-
ar, fyrrverandi skólastýru, í mót-
töku hjá Margréti, núverandi for-
stöðukonu, sem var mikill og góður
vinur Krossanesheimilisins. Þótt
Sigurður væri þá á sjúkrahúsi á
Sauðárkróki lét hann sækja sig.
Áttum við saman ánægjulega stund
og nutum góðrar máltíðar. Margrét
ók okkur vítt og breitt um sveitina
og nutum við í sameiningu undra-
fegurðar þessa skagfirska kvölds.
Víða voru hestaréttir og vaskir
menn að leggja á hesta sína sér til
upplyftingar eftir annir dagsins.
Ekið var að hverri rétt til að Sigurð-
ur gæti heilsað upp á sveitunga
sína. Ekkert hafði breyst. Sigurður
síungur í anda, skemmtilegur, glett-
inn og ljúfur. Þannig lifir endur-
minningin um þennan góða mann
í mínu minni. Við geymum minning-
una um líf hans og störf og þessa
heilbrigðu gleði náttúrubarnsins,
sem hann gaf okkur svo mikla hlut-
deild í.
Aldrei ríður hann framar í garð
á góðum fáki, því að annars staðar
hefur verið lagt að landi. En minn-
ingin um hann gefur okkur trú á
gildi jákvæðrar lífsgleði og velvild
til annarra manna.
Ég kveð hann svo, ásamt syni
mínum og fjölskyldu og þakka sam-
fylgdina. Blessuð sé minning hans.
Jóna Kristín Magnúsdóttir.