Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 40
40 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
NO; I COULPN T AFFORP
THAT..COULP I 6UV
JU5T ONE UJORM?
Já, herra, ég er að fara að veiða Nei, ég hef ekki efni á því, gæti
svo ég þarf dálitla beitu. ég keypt aðeins einn orm?
Hvað með að leigja einn?
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík 0 Sími 569 1100 0 Símbréf 569 1329
Nagladekk og ný
viðgerðar götur
Frá Ragnheiði Sigurðardóttur:
ÞETTA BRÉF ætlaði ég undirrituð
að senda þér í vor, þegar afleiðingar
nagladekkjanna blöstu við, en varð
ekki af. Nú þegar
nagladekkin vofa
yfir nýviðgerðum
götum Reykjavíkur
læt ég verða af að
senda þér bréfið.
Hvað skyldi eig-
inlega vera að
gatnamálayfirvöld-
um í ■ Reykjavík?
Hvernig geta þau
áraraðir eftir árar-
aðir horft hvern vet-
ur á götur Reykja-
víkur tætast upp af
nagladekkjum
90-95% bifreiða
borgarbúa með til-
heyrandi afleiðing-
um, aðgerðalaus? Á
vorin blasa sárin við: Næstum allar
götur, umferðargötur þó mest, eru
munstraðar af djúpum hjólförum
eftir naglana sem fyllast af vatni
þegar rignir. Síðan slettist tjöru-
blandað vatnið á bílana með þeim
afleiðingum sem allir bifreiðaeig-
endur þekkja. En verst er kannski
mengunin sem tjaran veldur. Fróð-
legt væri að vita hvað afleiðingar
nagladekkja kosta ríkið árlega og
hvaða heilsutjóni þau valda. Nagla-
dekk eru alls staðar bönnuð nema
á íslandi. í bæjum Alpafjalla, þar
sem snjóþyngsli eru miklu meiri en
t.d. í Reykjavík, eru snjókeðjur not-
aðar þegar þörf krefur en alltaf
teknar af þegar malbikið er orðið
þurrt.
Fyrir u.þ.b. 10-15 árum var
uppfinningamaður nokkur kominn
langt áleiðis með að þróa nagladekk
sem hægt var að draga naglana inn
í þegar þeirra er ekki þörf. Hann
skorti hins vegar
fjárstuðning og ekk-
ert varð úr neinu.
Líklegt er að hefði
hann fullkomnað
verkið hefði hann
sparað skattborgur-
unum ómældar fjár-
hæðir. Meðan ein-
hvers konar slík
dekk eru ekki til
ætti að kanna hvort
ekki væri rétt að
banna nagladekk og
skylda þess í stað
góð snjódekk og
sandpoka í skottið
og (eða) fjórhjóla-
drifna bíla. Þeir sem
ekki treystu sér til
að aka við fyrrnefnd skilyrði ættu
að taka „strætó“, leigubíl eða að
sitja heima og spara þar með ríkinu
stórfé sem mætti í staðinn nota til
framfara í gatnakerfí borgarinnar.
T.d. með byggingu fleiri undir-
ganga við miklar umferðargötur.
Flestir bílstjórar kannast við ósam-
ræmið þegar ein manneskja, sem
þarf að komast yfir götu, getur
stöðvað heila hraðbraut.
í von um að gatnamálayfirvöld
fari loksins að átta sig á að það er
í þeirra verkahring að leggja heil-
ann í bleyti og huga að hvað sé til
ráða í þessum efnum.
RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Steinavör 2, Seltjarnarnesi.
Lofsöngvar
Frá Einari Ingva Magnússyni:
í BYRJUN þessa kaldasta sumars
í mínu minni, flutti ég úr Smáíbúða-
hverfinu í austurbænum í Reykjavik
og tók á leigu herbergi
í Þingholtunum, um
einnar mínútu gang
frá Þórsgötu 25, sem
hann móðurafi minn,
hann Einar Einarsson
byggði á sínum tíma.
Hve þetta er dásam-
legt hverfi og róm-
antískt. Ég gekk niður
Haðarstíginn og upp
Lokastíginn eitt kvöld-
ið í roki og rigningu.
Það var farið að
skyggja og ljósin úr
turni Hallgrímskirkju
voru á að líta sem himinsborg, og
ég hugsaði um þessa kirkju.
Ég kveið hálfpartinn fyrir því að
flytja í námunda við hana, því hún
slær á fimmtán mínútna fresti frá
klukkan níu á morgnana og til níu
á kvöldin. Ég hélt að klukknaspil
hennar myndi endanlega gera mig
albrjálaðan fyrstu vikuna. Þannig
hugsaði ég að minnsta kosti áður
en ég flutti inn. En sá ótti reyndist
ástæðulaus með öllu.
Þegar hún slær, þessi yndislega
kirkjuklukka, gerir hún það svo
undur blítt, eins og hún
sé að biðja um að fá
að syngja fallega stefið
sitt. Hún byijar svo
rólega og syngur líkt
og hún ætli sér að
hvísla, og hún syngur
í auðmýkt og djúpri
lotningu.
Nú orðið elska ég
ásýnd hennar og hef
unun af því að heyra
sálminn hennar, stefið,
söngröddina, frá þeim
stað, þar sem hún
stendur uppi á Skóla-
vörðuholtinu og teygir sig mót
himni, flytur Guði okkar dýrð á
korters fresti allan daginn. Hve ég
elska hana þessa undurfögru sköp-
un og horfi í þökk á hana út um
gluggann minn, eða þegar ég fæ
mér göngutúr um Þingholtin og
Skólavörðuholtið.
EINARINGVIMAGNÚSSON.
Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbðk verður framvegis varðveitt [
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.