Morgunblaðið - 19.08.1995, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.08.1995, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 41 BREF TIL BLAÐSINS Hrognkelsi, kyn og helgidómur FLUGHÖFN Leifs Eiríkssonar. Nýtt nafn á Keí'lavíkurflugvöll Frá Magnúsi Jónssyni: ÞANN 5. ágúst síðastliðinn var hér í blaðinu grein eftir dr. Benjamín Eiríksson, greinargerð fyrir merk- ingu og mismun kynjanna í ís- lensku máli. Þessum hugleiðingum er ég að mestu sammála og geri mér það aðeins nánast til dundurs að hugleiða þetta efni frá nokkuð öðru sjónarhorni. „Karlremban“ verður aldrei sigr- uð, því hún hvílir á sjálfum grund- vellinum, þ.e. móðurmálinu. Hér er um að ræða a.m.k. þrjú orð, þ.e. maður, hestur og hundur. Hvert þessara orða hefur bæði víð- ari og þrengri merkingu. í þeirri víðari merkir það tegund- ina, bæði kynin, en í því sem þrengra er, er aðeins átt við karl- kynið. Sveitabóndinn var „afbæjar" og um heimili sitt sagði hann m.a.: „Já, sem betur fer þá líður öllum vel, bæði mönnum og skepnum." Nú hefur kvenfólk löngum verið burðarás búskaparins, og eitthvað hefur verið af því á bænum, en auðvitað nægði þarna alveg orðið menn, svona eins og það kemur fyrir í þágufallinu. En tæplega segjum við: „Hvaða maður var þetta?“, nema að það hafi verið karlmaður. Svo er það, að gerður sé greinar- munur á eðliskyni og málfræðikyni. Orðið forseti er málfræðilegt karlkynsorð, en æðsti „maður“ þjóðarinnar nú, í víðari merking- unni — er kvenkyns að sköpun. Þarna verður smekkvísi að ráða, um hvenær best fer á að nota hann eða hún um þessa persónu. Hjákát- legt er víst að halda því fram að okkur hreinlega vanti orð yfir „mannskepnuna" — orð, sem komi í stað orðsins maður í víðari merk- ingunni. Þetta virðist víst hálfstagl- kennt hjá mér, en úr því greiðist, með því að víkja að fisktegund einni sem mörgum fátækum og fleytu- lausum varð til bjargar áður fyrr. Já, ég segi fleytulausum, því að oft „gekk“ þessi fiskur svo nærri landi, að fanga mátti hann með höndunum úr sjávarlónunum með útfallinu. Karlfiskurinn nefnist rauðmagi, en kvenfiskurinn grásleppa og svo er það orðið sem hann er öfunds- verðastur af. Málfræðilega er það hvorugkyns og það er líka allsendis hlutlaust hvað varðar eintölu eða fleirtölu. Þetta er að sjálfsögðu orð- ið hrognkelsi. En þó er eins og ein- hver ókostur þurfi endilega að fylgja þessu orði, og það er að oft verður úr því latmælið hrokkelsi. Til að spara orðið menn, í víðari merking- unni, má stundum notast við orðið fólk, ef um fleirtölu er að ræða. Illa hefur farið fyrir orðinu skepna. Upphafléga er ekki snefíll af nei- kvæðri merkingu í því, heldur er það skylt orðunum sköpun og að skapa, og merkir eiginlega allt sem skapað er. Mig minnir að það væri þannig, að presturinn segði við dreng sem hann hafði til fermingar- undirbúnings: Hver hefur skapað þig, skepnan mín? skýrðu mér það núna. Hver hefur leyst þig helst frá pín? Hver hefur gefið þér trúna? Átti þá fermingardrengurinn að hafa svarað: Guð faðir mig gjörði’ um sinn, pðs sonur mig leysti, guðs fyrir andann gafst mér inn góður trúarneisti. Og þá er komið út í hugleiðingar um guðdóminn. Áðurnefnd blaða- grein dr. Benjamíns eru mestmegn- is rök hans gegn skoðunum sr. Auðar Eir um að í ræðu og riti verði sem mest komist hjá því að karlkenna þennan æðri mátt sem að við nefnum guð. Henni finnst m.a. næstum yfirþyrmandi karleðli í þrenningunni sem fermingar- drengurinn benti á. Já, það er ekki gott að koma þessu heim og sam- an. Við í Hafnarfirði höfum í seinni tíð alltaf fyrir hvern 17. júní ort nýtt ljóð sem fjallkonan flytur á þeim degi. Einstöku sinnum hefur verið leitað með þetta til mín, síð- ast 1992. Ég hef verið sæmilega ánægður með lokaerindið þar, en nú slær heldur fölva á þá ánægju ef að hinn þríeini guð, gerist þrætu- epli og orsök skiptra skoðana. Sem sagt, það síðasta sem fjallkonan sagði við hópinn, var: Læt mínu tali lokið ég. Ljóðsins reglur í það skorðist. Farsældar ætíð veljið veg, vímunnar hverskyns efni forðist. Ástkæru böm mín, öðlist þið úrræðin best í hvetjum vanda. Fram mínar bænir flyt ég við fóður og son og helgan anda. Frá Ólafi Stefánssyni: UNDANFARIÐ hefur maður orðið var við það, að Norðmenn eru komn- ir af stað eina ferðina enn að til- einka sér Leif Eiríksson, og hafa þeir nú enn hert róðurinn í þeim efnum, eins og komið hefur fram í fréttum. Af þessu tilefni og öðrum ástæð- um, hefur það hvarflað að mér, hvort ekki sé nú rétt og upplagt tækifæri að breyta nafni Keflavíkurflugvallar og kalla hann Flugvöll eða Flughöfn Leifs Eiríkssonar, eins og flugstöðin þar nú heitir. Nafnið myndi þannig hljóma í eyrum þeirra þúsunda ferðamanna, sem um landið fara, tengja það landinu og sögunni. Þetta myndi jafnframt gera Norðmönnum erfiðara um vik að gera sjálfir eitt- hvað svipað, sem þeim væri svo sem vel trúandi til að gera. Annað atriði er það, að nú eru suðurnesjamann að vandræðast með nafn á nýja sveitarfélagið sitt, og er það orðið nokkurt hitamál. Nú virðist allt benda til þess, að nafn Keflavíkur fái ekki að halda sér í nafni nýja bæjarfélagsins, nema þá sem nafn svæðis innan bæjarfélags- ins. Geta menn því velt þeirri spurn- ingu upp, hvort ekki sé rétt að breyta jafnframt nafni flugvallarins, sem við Keflavík er kenndur. ÓLAFUR STEFÁNSSON, fyrrverandi flugumsjónarmaður. MAGNÚS JÓNSSON, Fögrukinn 2, Hafnarfirði. RINGLUNNAR INN í ÚTSÖLURNAR ’\<Gé 'SMiíýiÉÍjli fímmtudag, föstudug Kýniuiii *>■ ■■ m&. 'V11''” VÖRURHAR ÚTÁ6ÖIU' ÍIIRÐIÐ MIÐUR UR OLIUILÐI Opið til kl.m í dag, laugardag kringwn - gatan mín ■ | OPIÐ FIMMTUDAG FRÁ 10-18.30, FÖSTUDAG FRÁ 10-19, LAUGARPAG FRÁ 10-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.