Morgunblaðið - 19.08.1995, Síða 52

Morgunblaðið - 19.08.1995, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Líf og fjör ímið- bænum ÞAÐ var líflegl um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gær. Slökkviliðsmenn aðstoðuðu eld- gleypi, laganna verðir tóku lagið, yngri kynslóðin fór í skrúðgöngu og leikarar voru í margvíslegum gervum í upphafi óháðu lista- hátíðarinnar. Tilefnið var ekki aðeins góð- viðrið í höfuðborginni, heldur einnig flutningur og formleg opn- un Hins hússins, menningar- og upplýsingamiðstöðvar ungs fólks, á nýjum stað í Geysishúsinu, Aðal- stræti 2, á afmælisdegi Reykjavík- urborgar. Fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæinn. Lokað var fyrir um- ferð bíla um Laugaveg, Banka- stræti og Skólavörðustíg, margir kaupmenn seldu vörur sínar utan dyra og veitingamenn þjónuðu gestumog gangandi undir berum himni. A Ingólfstorgi var fjöl- breytt dagskrá ailan daginn, og við Kirkjuhúsið við Laugaveg voru haldnar helgistundir. LÚLLI lögga gleymdi að nota öryggisbeltið, lenti í umferð- aróhappi og slasaðist, en virð- ist öruggur í félagsskap Mar- grétar Sigurbjörnsdóttur. Morgunblaðið/Golli ALLUR er varinn góður. Eldgleypirinn tók sér stöðu við slökkvi- bílinn og sýndi kúnstir sínar. Ýmis hráefni til iðnframleiðslu hafa hækkað vegna GATT Áður á undaiiþágn og lágum tollum Tollalausar undanþágur í skjóli leyfakerfis landbúnað- arins, segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra ÁSTÆÐA þess að ýmis landbúnað- arhráefni til iðnaðarframleiðslu hafa hækkað í verði hér á landi eftir gildistöku laga um fram- kvæmd GATT-samkomulagsins, er að þau voru áður bannvara lögum samkvæmt, en landbúnaðarráðu- neytið veitti einstökum fyrirtækjum undanþágur og leyfi til innflutnings þeirra. Oft var þessi vara flutt inn á engum eða lágum tolli, og nú er verndartollar hafa komið í stað inn- flutningsbanns með tilkomu GATT, hafa hráefnin hækkað í verði. Dæmi um þetta eru ostaduft, sem notað er til að framleiða ostapopp- korn, kartöfluduft til naslfram- leiðslu og eggjarauður sem notaðar eru í majónes. Samtök iðnaðarins hafa krafizt leiðréttingar á tolla- hækkunum á þessum vörum. Morgunblaðinu er kunnugt um að Ieyfisveitingar landbúnaðarráðu- neytisins hafi náð til fleiri vara en landbúnaðarhráefna til iðnaðar. Þannig sé dæmi þess að heildsala í Reykjavík hafi fengið leyfi til að fljdja inn í takmörkuðu magni franskar kæfur, sem annars voru bannvara. Kom á óvart „Mér virðist að í skjóli leyfakerf- is landbúnaðarins hafi þrifizt tolla- lausar undanþágur fyrir einstaka innflytjendur á einstaka vöruflokk- um,“ segir Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra. „Þetta kom okkur á óvart og hefur flækt málið. Til þess að fara gaumgæfilega yfír þau vandamál, sem hafa komið upp, hef ég ákveðið að kalla til fulltrúa iðn- rekenda og stórkaupmanna, ásamt fulltrúum landbúnaðar- og iðnaðar- ráðuneyta. Ég á von á að sá fundur geti orðið strax eftir helgi.“ Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis var í gær kölluð saman til fundar utn framkvæmd GATT-sam- komulagsins, að ósk Ágústs Einars- sonar, þingmanns Þjóðvaka og varaformanns nefndarinnar. Á fundinn mættu fulltrúar fjármála- og landbúnaðarráðuneyta og tals- menn Samtaka iðnaðarins, Verzlun- • arráðs og innflutningsfyrirtækja. Fjögurra tíma þingnefndarfundur Fundurinn stóð í fjórar klukku- stundir og samkvæmt upplýsingum blaðsins kom fram mikil óánægja af hálfu athafnamannanna með framkvæmd samningsins. Að sögn Ágústs Einarssonar ákvað nefndin að funda áfram um málið. Hann sagði vilja meðal nefndarmanna til að stuðla að því að framkvæmd GATT yrði betri en hún hefði verið hingað til. ■ Flutt inn um göt/6 Atlantic Princess í Hafnarfjarðarhöfn Þrír grunaðir um nauðgun TVEIR skipvetjar af skipinu Atl- antic Princess hafa verið úrskurðað- ir í gæsluvarðhald vegna ákæru tveggja kvenna um nauðgun, sem átti sér stað um borð í skipinu um miðjan júnímánuð. Grunur leikur á að þriðji skipverjinn eigi einnig hlut að máli. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp fyrir nokkru síðan og gildir út mánuðinn, en hann er með- al annars grundvallaður á niðurstöðu DNA-rannsóknar á blóðsýnum úr mönnunum. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu liggur játning mann- anna ekki fyrir og er málið enn til rannsóknar. Málavextir eru þeir að tvær kon- ur, 38 og 48 ára gamlar, fóru um borð í skipið að kvöldi fimmtudags- ins 15. júni. Eftir að þær komu frá borði aðfaranótt föstudagsins lögðu þær fram kæru um nauðgun á hend- ur skipveijum. í framhaldinu efndi lögregla til sakbendingar í Hafnar- fjarðarhöfn meðal skipveija, sem eru um sjötíu talsins af rússnesku, ge- orgísku og færeysku bergi brotnir. Niðurstaðan varð sú að þrír menn voru færðir til yfirheyrslna og var þeim sleppt að þeim loknum. I kjölfarið var blóðsýni úr sautján skipverjum sent til DNA rannsóknar í Noregi með samþykki þeirra. Niðurstöður þeirra rannsókna liggja að hluta til fyrir, en málið er ennþá til rannsóknar eins og fyrr sagði. Mennirnir sem úrskurðaðir hafa ver- ið í gæsluvarðhald eru Georgíumenn. Skipverjar á Barða NK-120 frá Neskaupstað fundu fleira en karfa á Reykjaneshrygg Yaðandi túnfiskur djúpt út af Reykjanesi SKIPVERJAR á Barða NK-120 frá Neskaupstað urðu varir við mikið af túnfiski á karfamiðunum djúpt suðvestur af Reykjanesi í sumar. Sveinn Benediktsson, skipstjóri á Barða, sagði að ekkert mál hefði verið að fylla skipið af túnfisk því að þama hefðu verið fleiri þúsund stykki. Vaðan hefði stefnt til vest- Ekki er algengt að íslensk físki- skip verði vör við túnfisk í miklu magni. Vitað er þó að túnfískur hefur komið upp undir íslensku landhelgina. Nýlega bárust fregnir um að japanskt skip væri að tún- fiskveiðum djúpt suðvestur af ís- landi. Skipið boðaði fyrir skömmu komu sína til landsins til ap taka vistir. Komu skipsins til íslands hefur reyndar verið frestað og er það að sögn vegna mikillar veiði. „Það var lítið að hafa þegar við komum á karfamiðin svo að við fórum að leita fyrir okkur. Við fór- um einar 60-70 mílur suður fyrir flotann og þar sáum við þetta fyrir hreina tilviljun. Ég hélt fyrst að þetta væri smáhveli, líklega hnísa, því ég er ekki svo kunnugur tún- fiski. Þegar við fórum að kanna þetta betur sáum við að þetta var túnfiskur. Túnfiskur langi suður í hafi ■y Við skoðuðum fískinn lengi úr kíki og okkur sýndist hann vera á mjög stóru svæði; alveg frá skipinu og eins langt og við sáum. Ég giska á að þetta hafi verið þúsundir fiska, sem óðu þarna í yfírborði sjávar- ins,“ sagði Sveinn. Er skipveijar á Barða sáu tún- fískinn var skipið um 330 sjómílur suðaustur af Hvarfi eða nærri 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Jóhann Siguijónsson, sjávarlíf- fræðingur, sagði að sér kæmi ekki á óvart að heyra af því að túnfisk- ur fyndist á þessum slóðum. Tún- físk væri að fínna í talsverðu magni suður af landinu, en menn þyrftu að fara ansi langt til að fínna hann. Hann sagðist ekki treysta sér til að ráðleggja íslenskum skipum um túnfiskveiðar, en nauðsynlegt væri að afla góðra upplýsinga um veiði og veiðiaðferðir áður en menn reyndu veiðar. Túnfiskur er uppsjávarfiskur, 1-1,2 metrar að lengd, sem fyrir- finnst í talsverðu magni í Atlants- hafi. Hann heldur sig í hlýjum sjó, það er sjó sem er að minnta kosti 10 gráður. Spánveijar, Frakkar og Japanir eru helstu veiðiþjóðir í Atl- antshafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.