Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Nýr Frakklandsforseti hefur nú setið fyrstu hundrað dagana í embætti Stormasöm byrjun hjá Chirac Reuter CHIRAC og stuðningsmenn hans fögnuðu óspart er úrslit for- setakosninganna voru ljós á sínum tíma. Hundrað dagar eru liðnir frá því Jacques Chirac tók við embætti Frakklandsforseta og hefur gengið á ýmsu á þeim tíma. For- setanum hefur verið hrósað fyrir hörku í garð Bosníu-Serba en sú ákvörðun hans að hefja Iqamorkutilraunir á ný í Kyrra hefur verið fordæmd um allan heim. FYRSTU hundrað dag- arnir í embætti eru oft taldir skipta miklu máli fyrir nýjar ríkisstjórnir og forseta og gefa ákveðna vís- bendingu um það sem koma skal. Það má þó vissulega færa rök fyrir því að forsetar Frakk- lands njóti ákveðinnar sérstöðu hvað þetta varðar þar sem að kjörtímabil þeirra er mun lengra en gengur og gerist eða sjö ár. Jacques Chirac, sem tók við embætti Frakklandsforseta í maímánuði, hefur á fyrstu hundrað dögum sínum í embætti hlotið hrós fyrir ákveðni og þor þegar kemur að erfiðum málum. Hafa sumir fréttaskýrendur, ekki síst vestanhafs, jafnveí haldið því fram að með honum sé kominn á sjónarsviðið nýr leiðtogi vestrænna ríkja. Frakk- landsforseti sé kraftmikill og djarfur á sama tíma og Bill Clint- on Bandaríkjaforseti sé áhuga- laus og hikandi. Chirac hefur hins vegar verið gagnrýndur í Frakklandi fyrir að taka atvinnumál og félagsmál ekki jafnföstum tökum og hann lofaði í kosningabaráttunni og á alþjóðavettvangi hefur forsetinn fengið umheiminn upp á móti sér vegna þeirrar ákvörðunar að hefja kjarnorkutilraunir á ný í Kyrrahafi. Hinn „nýi leiðtogi" Vesturlanda er í augum margra svarti sauðurinn í hópnum. Frakklandsforseti á þó eftir að sitja í embætti fram til ársins 1998 og þrátt fyrir að hundrað dagar eru liðnir af kjörtímabili hans eru 2.457 eftir. Dregur úr vinsældum Skoðanakannanir benda til að eitthvað sé farið að draga úr þeim miklu vinsældum, sem for- setinn naut í upphafi. Dagblaðið Le Parísien birti á miðvikudag niðurstöður könnun- ar, sem sýnir að þótt nokkuð hafi dregið úr trausti til forset- ans frá því hann tók við emb- ætti í maí sl. segjast 49% þeirra sem könnunin náði til vera ánægðir með frammistöðu hans í embætti hingað til, 40% voru ósáttir og 11% hlutlausir. Samkvæmt könnun sem La Vie birti á þriðjudag telja nú alls 55% Frakka að líklegt sé að Chirac muni takast að leysa helstu vandamál Frakklands. Skömmu eftir að Chirac náði kjöri í maí töldu 61% Frakka að hann væri rétti maðurinn til að takast á við þessi mál. Öllu alvarlegra fyrir forsetann er að fjöldi þeirra sem efast um að hann nái að fínna lausn á þessum vandamálum jókst úr 24% í maí í 37% nú. Efasemdir um að hann nái tökum á atvinnu- leysisvandanum eru sérstaklega sterkar, en í könnun Le Parísien áleit aðeins þriðjungur hann hafa tekið á fullnægjandi hátt á þessu stóra vandamáli. Stjórnmálaskýrendur telja að það sé ekki ákvörðun forsetans um að hefja að nýju kjarnorkutil- raunir í Kyrrahafi sem valdi hin- um dvínandi vinsældum heldur efasemdir um stefnu hans í efna- hagsmálum og félagsmálum. Kom fram í könnun Parísien að einungis 11,5% kjósenda eru ánægð með hvernig forsetinn hefur haldið á atvinnumálum. Mestan stuðning hlaut forsetinn þegar spurt var um öryggismál og virðast Frakkar ánægðir með hvernig hann heldur á þeim málum. Sjö hafa látist og 103 særst í tveimur sprengjutilræð- um í París undanfarinn mánuð, við Notre Dame og Sigurbogann. Hefur allt eftirlit og löggæsla verið hert til muna í höfuðborg- inni í kjölfarið. Ekki var spurt um afstöðu franskra kjósenda til kjarnorku- tilrauna í Kyrrahafi í könnun- inni. Þá má ekki gleyma því að upp hafa komið ýmis hneykslismál á síðustu mánuðum og ber þar hæst að upp komst að margir háttsettir ráðamenn, þar á með- al Alain Juppé forsætisráðherra, byggju í glæsiíbúðum, sem væru stórlega niðurgreiddar af París- arborg. Hefur það mál orðið til að stytta „hveitibrauðsdaga" hins nýja forseta og stjórnar hans. Breytingar en ekki umbylting í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar lagði Chirac áherslu á að grípa yrði til róttækra aðgerða í Frakk- landi til að koma í veg fyrir „fé- lagslega sprengingu" og í fyrstu ræðunni, sem hann hélt eftir að hann tók við embætti, ítrekaði Chirac að helsta baráttumál hans yrði að draga úr atvinnu- leysi og félagslegri mismunum í landinu. Ekkert hefur hins veg- ar bólað á aðgerðum í þeim efn- um. Bernard Pons, samgönguráð- herra Frakklands, varði Chirac í útvarpsviðtali í vikunni og sagði ríkisstjórnina ekki vera að falla á tíma hvað aðgerðir varð- aði. „Við hétum aldrei umbylt- ingu. Við hétum breytingum og þróun,“ sagði Pons. Chirac hefur undanfarið verið í sumarfríi á Miðjarðarhafsströnd Frakklands en stýrði þó ríkisstjórnarfundi í París á miðvikudag. Pons sagði hann hafa gefið út eftirfarandi yfirlýsingu á ríkisstjórnarfund- inum: „Breytingarnar verða að rista djúpt en við verðum að hafa stjórn á breytingunum og þá má ekki ana út í þær.“ Jean Glavany, talsmaður Sós- íalistaflokksins, sagði hins vegar að „sú mikla breyting sem var boðuð hefur ekki átt sér stað“ og sakaði Chirac um að hafa snúið baki við hinum efnaminni í frönsku þjóðfélagi. Það væri markmið Chiracs að feta í fót- spor Charles de Gaulle hershöfð- ingja en honum hefði einungis tekist að „smeygja sér í inniskó" Edouards Balladurs fyrrum for- sætisráðherra. Dagblaðið Le Figaro sem hef- ur stutt dyggilega við bakið á forsetanum til þessa virtist einn- ig vera orðið óþreyjufullt. „Komdu okkur hressilega á óvart“, var fyrirsögn forystu- greinar sem blaðið birti á forsíðu sinni í vikunni. Hin mikla andstaða við kjarn- orkutilraunir Frakka virðist hafa komið forsetanum og stjórn hans í opna skjöldu. Fjölmörg ríki, s.s. Ástralía og Nýja-Sjáland, hafa dregið verulega úr viðskipt- um sínum við Frakkland og í mörgum Evrópuríkjum snið- gengur almenningur franska vöru og menningarviðburði. Þrátt fyrir hina miklu andstöðu hyggst forsetinn ekki gefa eftir og ítrekaði þá afstöðu sína á ríkisstjórnarfundinum á mið- vikudag. Þar lýsti hann því yfir að hann myndi fylgja ákvörð- uninni um kjarnorkuvopnatil- raunirnar eftir af festu og sagð- ist ekki munu láta neinar mót- mælaaðgerðir breyta þar nokkru um. Afstaða forsetans til átak- anna í fyrrum Júgóslavíu hefur hins vegar vakið aðdáun margra en hann hefur hvað eftir annað gengið harðast vestrænna leið- toga fram í því að fordæma Bosníu-Serba og hvetja til hertra aðgerða gegn þeim. En þó að Frakkar hafi ásamt Bretum sent sérstakt hraðlið til Bosníu hefur lítið orðið úr aðgerðum og nýj- ustu friðartillögur Bandaríkja- stjórnar í kjölfar sóknar Króata í Krajinu virðast hafa sett Frakka út af laginu. Hin breytta vígstaða samræmist ekki fyrri stefnumótun Chiracs. Aðrar forsendur en Mitterrand Dominique Mosi, aðstoðarfor- stöðumaður Frönsku utanríkis- málastofnunarinnar, bendir einnig á það í grein í European að Mitterrand hafi valið sér hlut- verk hins gamla vitrings, er hefði ákveðna fjarlægð til manna og málefna. Chirac er algjör andstaða hans hvað það varðar. Chirac hefur einnig feril sinn á öðrum forsendum en forveri hans Francois Mitterrand. Þegar Mitterrand tók við embætti árið 1981 var honum mikið í mun að sannfæra vestræna banda- menn sína um að mark væri á honum takandi og honum trey- standi í togstreitu austurs og vesturs, þrátt fyrir herskáar yfirlýsingar til dæmis um mál- efni þriðja heimsins og þeirri staðreynd að kommúnistar ættu aðild að ríkisstjórn hans. Chirac tekur hins vegar við embætti sem fulltrúi rótgróins hægri- flokks og getur leyft sér að vera með uppsteyt. Bíða fregna HÓPUR íbúa, sem hafa verið fluttir frá hættusvæði á eynni Montserrat í Karíbahafi, hlusta á útvarp í von um fréttir af virku eldfjalli sem ógnar heimabyggð þeirra á eynni. Bæði íbúar og ferðafólk hefur verið flutt frá hættusvæðum á suðurhluta eyj- arinnar og ekki hefur verið til- kynnt hvenær fólkið gæti hugs- anlega snúið aftur. Eldfjallið heitir Chances Peak, en eyja- skeggjar kalla það „Skepnuna". Það gaus síðast fyrir rúmri öld, en undanfarnar vikur hefur það sent frá sér gufustróka og ösku, sem þykir benda til að eldgos sé yfirvofandi. __ Reuter Dómstóll PLO dæm- ir tvo Hamas-liða Jerúsalem. Reuter, DÓMSTÓLL á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna í Jeríkó hefur dæmt tvo meðlimi Hamas-samtak- anna, sem eru andvíg friðarsamn- ingum ísraela og Palestínumanna, fyrir brot á lögum um öryggi. Var annar mannanna dæmdur í 12 ára fangelsi og hinn í 7 ára fangelsi. Palestínskur embættismaður greindi frá þessu í gær. Sagði embættismaðurinn að mennirnir tveir tilheyrðu þeim hópi innan Hamas sem væri ábyrgur fyrir sprengjutilræði sem varð fimm manns að bana i Jerú- salem á mánudag.__________________ Dómurinn var kveðinn upp á | föstudagskvöld. Hvorugur mann- j anna er búsettur í Jeríkó, en þeir munu hafa leitað þangað til þess að fela sig fyrir öryggislögreglu ísraela. Israelar kröfðust þess að menn- irnir yrðu framseldir frá sjálf- stjórnarsvæðinu, en palestínska lögreglan hafnaði þeirri kröfu. Tilkynnt hafði verið í ísrael á miðvikudag að helstu leiðtogar Hamas-hópsins, sem stóð að til- ræðinu í Jerúsalem og öðru álíka tilræði í Tel Aviv í júlí, þótt nokkr- ir gengju enn lausjr. ______ _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.