Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 31 kaupfélagsstjóra á Borðeyri og þau hjón fluttu til Reykjavíkur og bjuggu eftir það í íbúð sinni á Kleppsvegi 52. Og enn voru þau hinir sömu höfðingjar heim að sækja og áður nyrðra. Eftir flutn- ingana hófu j)au bæði störf hjá búvörudeild SIS og síðan fyrirtæk- inu Goða. Þar vann hann meðan starfsorka leyfði og helgaði þannig samvinnuhreyfingunni starfskrafta sína í nær hálfa öld. Það var í árslok 1991 að dimman skugga bar á líf þeirra hjóna. Þá greindist hann með sjúkdóm þann er síðan dró hann til dauða. Hann gekkst fyrst undir stóra aðgerð þá um jólaleytið. Hún tókst vel og hann komst aftur til nokkurrar heilsu, byijaði að vinna í hálfu starfi og menn fylltust nokkurri bjartsýni um framhaldið. Þó má segja að sú von hafi að nokkru einkennst af orðum Jóhannesar úr Kötlum í ljóði hans Karl faðir minn en þar segir á einum stað: „Því þrátt fyrir vonina óðum við öll í efasemdanna skugga.“ En frestur var það samt og hann kærkominn, bæði honum, venslamönnum hans öllum og vinum. Honum tókst af sínum alkunna dugnaði og seiglu t.d. að aka sjálfur hringinn í kring- um landið. Þá áttu þau hjónin viku- dvöl í sumarhúsi austur á Héraði. Hittum við hjónin þau þar alsæl og ánægð. Þar ferðuðust þau m.a. niður á firðina og inn að Sænauta- seli og Veturhúsum og víðar. Svo er það um miðjan vetur 1994 að hann þurfti að leggjast á sjúkrahús og gangast undir enn stærri aðgerð en áður. Þótti þá sýnt að hveiju stefndi og aðeins spurning um tíma. En nafni vildi ekki gefast upp, heldur beijast til þrautar. Hann átti sér takmark eða draum. Að komast norður og heyra nið Hrútafjarðarár er lék svo ljúft í eyrum lítils drengs í Óspaksstaða- séli forðum. Þetta tókst með góðri aðstoð Stellu og Alla, sonar þeirra. Snemma í september á síðasta ári rættist draumurinn með veiðiferð í Hrútaíjarðará. Þá var hún ekki veiðileg blessunin enda sjaldan orð- ið vatnsminni. En á elleftu stundu tók lax á í Réttarfossi. Sá reyndist 12 pund. Það var hápunktur allra væntinga og ég hef sjaldan eða raunar aldrei heyrt nafna minn svo glaðan í sinni frá því heilsan bilaði og hann var eftir þessa ferð. Af þessu má sjá að hann naut að ýmsu leyti ríkulega þess frests er honum gafst. Þá er og skylt að geta þess að nokkrum sinnum fóru ' þau austur í Vík í Mýrdal en þar eiga Stella og systkini hennar hús það er foreldrar þeirra bjuggu í á sínum tíma. Oft munu bæði þau og fjölskylda þeirra hafa átt þar glaðar og góðar stundir og sótt þangað þrótt og þrek, ekki síst eftir að halla tók undan fæti hjá nafna mínum. Þess var getið í upphafi þessara minningarorða hve grimm örlög fjölskyldunni voru búin í Óspaks- staðaseli. Þó var það svo að þangað hvarflaði hugur hans og oft lagði hann þangað leið sína. Mig langar að taka mér bessaleyfi og birta hér orðrétta frásögn hans sjálfs þar um er hljóðar svo: „Mér hefur löngum verið bernskuheimili mitt, Óspaks- staðasel, hugleikið. Lagði ég því oft leið mína þangað. A stundum voru hugsanir mínar og tilfinningar utan raunveruleikans. Þetta er því kveðja mín til tóftabrotanna í Sel- inu.“ Þessi orð ritaði hann um sól- stöður 1993. Svona skrifa hvorki né tala þeir sem bera beiskju eða kala í bijósti heldur hinir er hafa heitt og stórt hjarta. Sterkir stofn- ar bogna en brotna ekki. Eins og áður getur tókust með okkur nöfnum náin kynni á æsku- og ungdómsárum okkar. Þau hafa síðan varað. Síðustu árin, einkum eftir að heilsa hans bilaði, höfðum við náið samband, töluðumst þá oft við í síma, stundum daglega, oftast um allt og ekkert eða ekki neitt. Eg held við höfum notið þess báð- ir. Veikindi hans voru þó aldrei rædd nema svona almennt hvernig heilsan væri. Hann bar sig alltaf vel. í minningunni var hann hress til hinstu stundar. Ég sá hann síð- ast rúmri viku fyrir endalokin, þá var auðséð að hveiju dró, þó slógu báðir á létta strengi af gömlum vana. Stellu, börnum, tengdabörnum, barnabömum svo og öðrum ætt- ingjum vottum við Elladís og okkar fjölskylda dýpstu samúð. Blessuð veri minning þín, kæri vinur. Jónas R. Jónsson frá Melum. Eitt af því fjölmarga sem hefur ótvírætt sannleiksgildi er það að lífið og dauðinn eru tveir óað- skiljanlegir þættir í okkar tilveru. Lífið er dásamlegt, en dauðinn er miskunnarlaus og knýr dyra, að okkur finnst oftar en eigi, á ótíma- bærri stundu. Elsku bróðir, við hefðum svo sannarlega öll, bæði ættingjar og vinir, viljað fá að njóta þinnar návistar og samfylgdar tals- vert lengur. Foreldrar Jónasar voru Einar Elíesersson og Pálína Björns- dóttir er bjuggu í Öspaksstaðaseli, sem var heiðarbýli innst í Staðar- hreppi í V-Húnavatnssýslu og er nú löngu komið í eyði. Þrátt fyrir það var hann fæddur á Hvamms- tanga, þar var sjúkrahús, læknir og öryggi. Hann var fimmti í röð 8 barna foreldra sinna. Bernskuár- in áttum við saman í Selinu. Við systkinin vorum öll ákaflega sam- rýnd, en þó var vináttan einna ein- lægust milli okkar bræðranna tveggja vegna lítils aldursmunar. Leikföng voru leggir, kjálkar og horn og var það ærinn starfi að halda utan um þann stóra „bú- smala“. Frá þessum tíma áttum við ljúfar minningar, sem stundum voru rifjaðar upp löngu seinna á lífsleiðinni. Það má með ólíkindum teljast að á þessu' litla koti skuli hafa verið tvíbýli, en sú var þó stað- reyndin. í efribænum sem við köll- uðum svo bjó Jón bróðir pabba og Sesselja systir mömmu og eignuð- ust þau þijá drengi. Margt er hverfult í þessum heimi og hamingjan stundum skamm- vinn, hinn mikli og miskunnarlausi ógnvaldur hélt innreið sína í bæina lágu og heimtaði sinn skerf, sem var helmingur heimilisfólksins, sú saga verður ei rakin nánar hér, enda að falla í gleymskunnar dá og sárin að mestu gróin þeim er eftir lifa. Eftir þetta mikla áfall og þar sem báðar húsmæður höfðu fallið í val- inn þótti eigi stætt á áframhald- andi búskap og voru heimilin bæði leyst upp á fardögum vorið 1935 og hópurinn tvístraðist í ýmsar átt- ir. Við systkinin.vorum fjögur eftir og fóru tvö okkar, þau Jónas og Halla, að Grænumýrartungu. Þá bjuggu þar myndarbúi Gunnar Þórðarson og Ingveldur Björnsdótt- ir, móðursystir okkar. Þar var opið hús mörgum er erfitt áttu. Sem ungur maður lagði Jónas leið sína í Reykholtsskóla og gekk síðan þaðan út sem gagnfræðingur að loknu þriggja vetra námi. Að því loknu hóf hann starf við Kaupfélagið á Borðeyri, fyrst sem innanbúðarmaður og vann sig siðan fljótlega uppí þá stöðu að taka við stjórn kaupfélagsins. Hann var mjög traustur og trúr í sínu starfi, nákvæmur og gætinn í fjármálum félagsins og hóf það með sinni hagsýni upp til vegs og virðingar. í hans tíð og undir hans umsjá voru nær allar byggingar endurnýj- aðar frá grunni, byggt bifreiða- verkstæði, félagsstjórahús og reist- ur söluskáli inn við Brú. Hans kaupfélagsstjórn spannaði yfir 30 ár eða allt til ársins 1980. Það held ég að mér sé óhætt að full- yrða að byggðarlagið í heild og ábúendur allir eigi honum gott að unna og hugsi hlýtt til hans, nú á kveðjustundu. En hann stóð ekki einn í öllum þessum stórræðum, hann átti því láni að fagna að eign- ast myndarlega konu er stóð styrk- um fótum við hlið manns síns alla tíð. Hún heitir Guðbjörg Haralds- dóttir eða Stella eins og hún er nefnd í daglegu tali og er ættuð austan úr Kerlingadal. Þau hjón hófu sinn búskap á Borðeyri, þá nýgift. Þau eignuðust fjögur börn, en þau eru: Haraldur, Guðlaug, Þórey og Silja, auk þess tóku þau fósturson, Aðalstein Þorkelsson, og gengu honum í foreldrastað. Öll þessi börn þeirra eru dugmikil, vel gerð og mannvænleg og nú í seinni tíð hafa bæst í hópinn tengdabörn og barnabörn og má með sanni segja að hann sé glæsilegur og umfram allt mjög dýrmætur. Þegar tóm gafst frá dagsins önn í mínu starfi var stefnan æði oft tekin beint til Borðeyrar. Stundum við hjónin ein á ferð eða jafnvel öll fjölskyldan. Það var nokkuð sama hve marga bar að garði, allar dyr stóðu opnar hjá þeim sómahjón- um Jónasi og Stellu. Við áttum þar saman margar glaðværar stundir, sem lengi verða í minnum hafðar. Þegar Jónas lauk starfi hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga fluttu þau hjón til Reykjavíkur og hófu störf hjá Goða, sem er kjötiðnaðardeild á Kirkjusandi. Vann hann þar alla tíð til þess dags er heilsan brást. Nú þegar komið er að kveðju- stund er margs að minnast og margt að þakka. Hugur er að sjálfsögðu tregablandin, en minningamar era allar svo ljúfar að þær vega að nokkru upp á móti söknuðinum. Frá öllum innan okkar fjölskyldu eru færðar þakkir og samúðar- kveðjur. Sér í lagi er beðið fyrir þakkir og kveðjur frá fjölskyldu okkar í Ástralíu. Það er oft hugsað æði stíft heim og ekki síst á erf- iðri stundu sem þessari. Elsku mágur og bróðir, við þökk- um þér samfylgdina á æfíbrautinni og ánægjuna sem þú veittir okkur. Megi Guð varðveita sálu þessa framliðna bróðurs, vernda og styðja alla syrgjendur. Minningin lifir þótt maðurinn deyi. Matthea K. Guðumundsdóttir og Ingimar Einarsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, PÁLL MAGNÚSSON pi'puiagningameistari, Höfðavegi 5, Húsavík, sem lést þann 21. ágúst sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 29. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Guðrún Ragnarsdóttir. Magnús G. Pálsson, Þóra Hólm, Bertha S. Pálsdóttir, Jón Kjartansson, Sigurður Pálsson, Hanna M. Baldvinsdóttir, Svavar Pálsson, Helgi Pálsson, Pálfna Reynisdóttir, Málfríður Ágústa Pálsdóttir, Páll G. Pálsson, Sigríður Bachmann, Ragna Bachmann, Einar Bachmann, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GÍSLA GUÐJÓNSSONAR, Ljósalandi 23, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki Borgarspítalans og hjúkrunarþjón- ustunni Karitas. ' Hrefna Guðmundsdóttir, Björn Sigurðsson, Vilborg Sigurðardóttir, Guðjón Sigurðsson, Vera Osk Valgarðsdóttir, Guðmundur Rafn Sigurðsson, Gi'gja Baldursdóttir, Atli Már Sigurðsson, Sigurður Valur Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson, Kristín Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Velkomin 1 Þjoðleikhusið Metnaður á öllum sriðum: STORA SVIÐIÐ Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Glerbrot eftir Arthur Miller DonJuan eftir Moliére Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson Sem yður þóknast eftir William Shakespeare a SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ Leigjandinn eftir Simon Burke ,eitt að hún skyldi vera skækja eftir John Ford Hamingjuránið, söngleikur eftir Bengt Ahlfors LITLA SVIÐIÐ Sannur karlmaður eftir Tankred Dorst Kirkjugarðsklúbburinn eftir Ivan Menchell Hvítamyrkur eftir Karl Ágúst Úlfsson Einnig hefjast sýningar á Stakkaskiptum, Taktu lagið, Lóa! og Lofthræddi örninn hann Örvar lí.M.W ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.