Morgunblaðið - 27.08.1995, Síða 39

Morgunblaðið - 27.08.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 39 _____BREF TIL BLAÐSINS_ Opið bréf til borgarstj órnar City Safari, fréttatilkynning Spennandi næturferðir um miðbæ Reykjavíkur í FERÐADÁLKI The Sunday Times, 9. júlí sl., fjallaði hinn þekkti ferðafréttaritari Richard Elms um næturlífið í miðbæ Reykjavíkur. Svipaðar greinar hafa iðulega birst í alþjóðlegum blöðum og tímaritum, m.a. tvisvar í Newsweek, og hafa þær vakið verðskuldaða athygli víða um heim á menningarlegri sérstöðu okkar Islendinga. City Safari hefur borist íjöldi fyrirspurna frá erlendum ferða- mönnum, sem hafa hug á að koma til íslands til að kynnast óbeisluðu götulífi miðbæjarins. Til að leysa úr vaxandi eftirspurn áformar City Safari að bjóða ferðamönnum út- sýnisferðir um Austurstræti milli kl. 1 og 5 á aðfaranóttum laugar- dags og sunnudags. Hér er um að ræða nýsköpun í ferðaiðnaði, sem mun minnka hallarekstur borgar- innar en auka hróður hennar. „Runtur-watching“ Óskar fyrirtækið eftir samstarfi við borgarstjórn og leyfi til að aka tveimur 12 manna brynvörðum „mini“-rútum eftir Austurstræti á ofangreindum tíma, en áætlað er að fara 2-3 ferðir á nóttu. Tekið skal fram að ekið verður gætilega af öryggisástæðum og eins til að ferðamönnum gefist góð færi til Ijósmynda- og myndbandatöku. Bifreiðarnar eru af gerðinni „Pop- emobile" og verða þær fluttar inn sérstaklega til landsins í þessu skyni. Eru bílrúður allar með skot- heldu öryggisgleri og verður þess vandlega gætt að ferðamenn saki ekki, t.d. munu sérþjálfaðir fylgd- armenn ganga með bílunum og er ætlunin að falast eftir samvinnu við Securitas og víkingasveit lög- reglunnar. Séríslenskt fyrirbæri í erlendum milljónaborgum munu þess hvergi dæmi að þús- undir ungs fólks - tugþúsundir þegar best lætur - leggi undir sig miðborgina hveija helgarnótt árið um kring. í grein sinni nefnir Ric- hard Elms að áætlað sé að 95% allra 13-18 ára Reykvíkinga séu á „rúntinum“ um sumarnætur. Lýsir hann aðstæðum þegar líða tekur á nóttina; „Þetta líkist helst miðaldavígvelli. Ungir líkamar dreifast í allar áttir, sumir dregn- ir burtu af eldri ættmennum sem hafa lokið erindagjörðum sínum á kaffihúsum og börum. Þau hörð- ustu eru ennþá þambandi eða bíð- andi eftir að fá heita pylsu í morg- unmat. Það eina sem þú getur gert er að klofa yfr þau á leiðinni upp á hótel og að vona . . . að enginn muni svalla fyrir utan gluggann þinn næstu klukku- stundirnar.“ Hyggst City Safari sækja um fjárstyrk til Ferðamálanefndar Reykjavíkur til birtingar á ofan- greindum texta í auglýsingaskyni, í helstu ferðamála- og mannfræði- tímaritum heims. Ennfremur stendur til að fá fulltrúa Áfengi- svarnarráðs til að kynna árangur hinnar opinberu áfengisstefnu með því að bjóða ferðamönnum að smakka á landa á tröppum Alþing- ishússins. Lofsvert afskiptaleysi borgarstjórnar City Safari þakkar framsýni borgarstjórnar að blómlegt nætur- líf miðborgarinnar hefur fengið að þróast óáreitt árum saman og er nú orðið eftirtektarverðasta sér- kenni Reykjavíkur í augum útlend- inga. Sérstaklega ber að lofa borg- aryfirvöld fyrir að hafa ekki látið freistast til að hindra sjálfbæra þróun götugleðskaparins þegar ung stúlka var spörkuð í varanlegt óvit af öðrum unglingsstúlkum í miðbænum. Mun City Safari geta þess sérstaklega í kynningarbækl- ingi hve skynsamlega var brugðist við þegar miðbærinn tæmdist eftir þetta atvik, en Æskulýðs- og tóm- stundaráð Reykjavíkur efndi við fyrsta tækifæri til unglingadans- leiks í Kolaportinu og tókst að laða yngri aldurshópa strax aftur niður í miðborgina. Annað vel heppnað framlag borgarinnar til eflingar götulífs miðbæjarins eru snúningsvélar tí- volís á Miðbakka, því þegar tívolí- inu er lokað laust fyrir miðnætti eru unglingarnir orðnir mátulega upptrekktir til að mæta á götuna. Loks vill City Safari lýsa yfir ánægju sinni með unglingatónleika á Ingólfstorgi, sem þjóna sama markmiði, og ennfremur þeirri von að 70.000 gestir „Hins hússins“ komist fljótlega upp á lag með að ílengjast í miðbænum. Síbrotamenn fái forgang Þróunarstofnun Reykjavíkur stendur um þessar mundir fyrir átakinu „íbúð á efri hæð“, sem ætlað er að glæða líf í miðbænum. Er það tillaga City Safari að þekkt- ir síbrotamenn fái styrki og for- gang að „íbúð á efri hæð“ eða að öðrum kosti að svokölluðum „kjall- ara í sollinum". Uppátækjasamir aðilar, svo sem eiturlyfjasalar, nauðgarar og hnífamenn, glæða miðbæinn ólíkt meira spennandi lífi en venjulegt fjölskyldufólk, sem auk þess má alltaf skoða í fjöl- skyldugarðinum. Telur City Safari borgarstjórn hafa skapað fyrirtæk- inu ákjósanlegan starfsgrundvöll og treystir á áframhaldandi stuðn- ing hennar, enda er ætlunin að gera forvitnilegasta sérkenni ís- lenskrar borgarmenningar að tekjulind. Er það og einlæg trú City Safari, að þótt aðrar borgir kunni að eiga fleiri tónlistarhús, þá muni einstök upplifun útlend- inga af „runtur-watching“ tryggja Reykjavíkurborg titilinn „Menn- ingarborg Evrópu árið 2000“ ÞORBJÖRN MAGNÚSSON (enginn sérstakur málsvari fyrir City Safari.) Mjóholti 2. Neðstaleiti 3 - opið hús Glæsileg íbúð m/bílskýli Tæplega 170 fm falleg og vönduð íbúð á 1. hæð til vinstri í skemmtilegu fjölbýlish. í vinsælasta hverfi borg- arinnar. Massíft parket á gólfum. Tvennar suðursvalir. Mjög góð sameign. Þetta er mjög áhugaverð eign. Til sýnis í dag kl. 14-17. Gjörið svo vel og lítið inn. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 551-9540 og 551-9191. -----------------! Á Bergstaðastræti 38 Húsið er mikið endurnýjað og fylgir áföst vinnustofa með innkeyrslu. Verð 15 millj. Upplýsingar í síma 552-1940. \__________________________________________________________________S HúsáHellu 198 fm 4ra herb. glæsilegt tvílyft einbýlishús með bílskúr. Mikið og gott útsýni. 183 fm rúmgott einbýlishús með bílskúr. Húsinu má skipta í 2 íbúðir með lítilli fyrir- höfn. Vel staðsett og góð eign. HúsíVíkíMýrdal 176 fm 4ra herb. eigulegt einbýlishús með bílskúr. Mjög hentug eign. Þrúðvangi 18, 850 Hellu, sfmi 487 5028. EIGMMTOIJLMN % - Abyrg þjónusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Ibúð á svæði 103 óskast. Traustur kaupandi hefur beðiö okkur að útvega 100-130 fm íb. á svæði 103 (svæðið milli Grensásvegar og Kringlumýrarbrautar). Æskilegt er að góðar svalir séu á íbúðinni og að henni tilheyri stæði í bílskýli. Allar nánari uppl. veitir Magnea. EINBÝLl Gerðhamrar. Glæsil. einb. á einni hæð um 190 fm með innb. bílskúr. Vandaðar innr. og gólfefni. Glæsil. lóð. Hús í sérflokki. V. 16,5 m. 4713 Dalhús. Glæsil. um 265 fm tvíl. einb. á fráb. stað. Húsið stendur neðst í húsaröð og nýtur fallegs útsýnis. Allar innr. eru úr massífri eik og einstakl. vandaðar. Áhv. eru lán frá Húsn.st. rík. um 11,1 m. Til greina kemur að taka minni eign uppí. V. tilboð. 4739 PARHÚS Laugarásvegur - útsýni. Vorum að 1á í einkasölu glæsil. 250 fm parh. ásamt 30 fm bílsk. Húsið stendur fyrir ofan veginn m. aðkomu frá Kleifarvegi og með fráb. útsýni. Stórar parketl. stofur m. arni. Stórt eldh. 5 svefnh. Falleg lóð. Áhv. sala. V. 17,5 m. 4740 4RA-7 HERB. J Sogavegur - hæð og ris. 4ra herb. falleg 128 fm ib. í góðu ástandi ásamt útiskúr. Byggingarróttur aö 40 fm bílsk. Sér inng. Mjög rólegur staður. Áhv. 5,6 m. V. 8,4 m.4194 Eyjabakki. 4ra herb. góö og vel staðsett íb. á 2. hæð. Sérþvh. Einstakl. góð aðstaða f. börn. Áhv. 4,2 millj. V. 6,9 m. 3701 Kársnesbraut - bílskúr.Rumg. og falleg um 90 fm íb. á 2. hæð í traustu steinh. Mjög góðar innr. Parket. Áhv. ca. 3,6 m. Góöur um 25 fm bílsk. V. 8,5 m. 4731 Dúfnahólar - bílskúr. 5 herb. fal- leg 117 fm íb. á 6. hæð í nýstandsettu lyftuh. Nýtt baðh. 4 svefnh. Stórkostlegt útsýni yfir Borgina. 26 fm bílsk. Skipti á minni eign koma til greina. V. 8,9 m. 4742 Nýbýlavegur - bílskúr. 4ra herb. falleg íb. á 2. hæð í fjórbýlish. með um 40 fm góðum bílsk. Parket. Sér þvottah. Glæsil. útsýni. Laus strax. V. 8,5 m. 4741 Vesturbær - bílskúr. 4ra herb. mikið endurnýjuð íb. á 3. hæð við Dunhaga. Nýtt eldh., bað og gólfefni. Ný standsett blokk. Áhv. 5,0 m. V. 8,5 m. 4737 3JA HERB, OPIÐ HUS á Grettisgötu 77, ris. Glæsil. og nyuppgerð 3ja herb. rislb. um 67 fm. Nýtt parket, eldh. og bað. Nýir þakgluggar. (b. verður til sýnis í dag sunnudag milli kl. 13-15. V. aðeins 5,3 m. 4127 Flétturimi. 3ja herb. falleg ný og vönd- uð íb. á jarðh. með sér garði. Merbauparket. Áhv. húsbr. 5,6 m. V. tilboð. 4744 Birkimelur. 3ja herb. falleg og björt 81 fm endaíb. á 4. hæð með glæsil. útsýni. Auka- herb. í risi. Nýl. parket. Gott gler. Nýl. stand- sett blokk. V. 7,0 m. 4729____ herb. hæð í elns konar raðh. Parket. Vandaðar innr. Fráb. staðsetning. Laus fijótl. V. 8,7 m.4666 Efstasund. 3ja-4ra herb. björt og fal- l^g 64 fm risíb. með geymslurisi. Nýtt eik- arparket á gólfum. Nýjir gluggar og gler. End- urnýjaö þak. Mjög rólegur staður. Áhv. 2,6 m. V. aðeins 5,9 m. 4242 Efstaland - góð íbúð. 3ja herb. 80 fm skemmtil. íb. á miðhæð í 3ja hæða blokk sem nýl. hefur verið standsett. Parket. Góöar suðursv. Gott skipulag. Laus fljótl. V. 7,5-7,7 m. 4738 Melabraut. Falleg risíb. sem mikið er búiö að endurn. m.a. gler, ofna og rafmagn. V. 4,5 m. 4572 Dvergabakki - útsýni. 2ja herb. 57 fm vönduð og mjog björt Ib. með tvennum svölum og glæsil. útsýni yfir Borgina. Laus strax. Parket. V. 5,3 m. 4734

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.