Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó, Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri sýna bandarísku spennu- myndina Congo sem gerð er eftir metsölubók rithöfundarins Michael Crichtons. Fjallar myndin um hóp ævintýramanna sem halda til Afríku í leit að týndrí demantaborg og komast þar í kynni við herskáar górillur. GRÁU górillurnar illvígu gera árás á bækistöðvar leiðangurs- mannanna í Týndu borginni Zinj. KAREN Ross (Laura Linney) hefur samskipti við höfuðstöðvar TraviCom með aðstoð gervihnattar. Apaspil í Afríku BANDARÍSKA flarskiptafyr- irtækið TraviCom hefur sent átta manna leiðangur til Kongó, en komið hefur í Ijós með aðstoð gervihnattanjósna að þar sé líklega að finna ótrúlegt magn hágæðademanta, sem gera myndu fyrirtækinu kleift að ná yfirburðastöðu á markaðnum. Staðurinn sem talið er að demant- amir fínnist er Viruna eldijalla- svæðið, sem er beggja vegna landamæra Zaire og Rúanda og teygir sig lnn í Úganda. Leiðang- urinn sendir sjónvarpsmynd um gervihnött þar sem fram kemur að leiðangursmenn hafí fundið Týndu borgina Zinj og falda fjár- sjóði hennar, en í lok sendingar- innar bregður fyrir ógnvelq'andi myndum af líkum leiðangurs- manna og gjöreyðilögðum útbún- aði þeirra. Þá heyrist skyndilega ógurlegt öskur og rétt í svip sést ógreinilegu gráu vígtenntu dýri bregða fyrir en vegna nálægðar þess er ekki hægt að bera kennsl á hvaða skepna er þar á ferð- inni. Gervihnattasambandið slitn- ar svo skyndilega og þau Karen Ross (Laura Linney) sem hefur yfírumsjón með þessu rannsókn- arverkefni og yfírmaður hennar R.B. Travis (Joe Don Baker), sem hafa verið að fylgjast með útsend- ingunni, gera sér grein fyrir að senda verður hið snarasta nýjan leiðangur á vettvang til að kanna hvað þama er á'seyði í myrkvið- um fmmskóga Afríku. Congo er nýjasta kvikmyndin LEIÐANGURSMENN finna Týndu borgina Zinj djúpt inni í myrkviðum frumskógarins. sem gerð hefur verið eftir skáld- sögu eftir metsöluhöfundinn Michael Crichton, én næsta mynd á undan var Disclosure með þeim Michael Douglas og Demi Moore í aðalhlutverkum, og var hún meðal mest sóttu myndanna síðastliðinn vetur. Crichton sem er 52 ára gamall á að baki fjölda metsölubóka, en frægðarsól hans reis hæst þegar Steven Sþielberg gerði myndina Jurassic Park eftir einni sögu hans, en sú mynd hefur nú skilað einum milljarði dollara í tekjur. Þá er Crichton höfundur sjón- varpsþáttanna ER sem sýndir hafa verið hér á landi. Vegna sívaxandi vinsælda Crichtons síðustu misseri hafa kvikmyndagerðarmenn leitað fanga í fyrri bókum hans sem margar hveijar eru löngu gleymdar, og þannig kom það til að gerð var mynd eftir Congo sem út kom 1980. Sjálfur er svo Cric- hton að skrifa framhald Jurassic Park sem Steven Spielberg ætlar að festa á filmu, en áætlað er að tökur á þeirri mynd hefjist sumar- ið 1996 og hún verði svo frum- sýnd ári seinna. Crichton hefur sjálfur fengist við að leikstýra og meðal þekktustu afreksverka hans á því sviði er sennilega Westworld með Yul Brynner í aðalhlutverki, en nánir vin- ir hans segja að hann hafi ekki efni á að standa í slíku núna þegar tekj- ur hans af Vinur Spielbergs LEIKSTJÓRI „Congo“ er hinn 48 ára gamli Frank Marshall, en hann hefur áður leikstýrt myndunum „ Arac- hnophobia" og „Álive“. Marshall er fæddur 13. september 1946 í Los Angeles, en hann ólst upp í Newport Beach í Kaliforníu. Hann komst í kynni við skemmtanaiðnaðinn í gegnum föður sinn sem var jassleik- ari og tónskáld, en hann samdi mikið fyrir sjónvarp. Marshall innritaðist í Kalifomíuháskóla í Los Angeles og hugðist hann leggja þar stund á stjóm- málafræði og fara að því loknu í laga- nám. Hann kynntist fyrir tilviljun leik- stjóranum Peter Bogdanavich, sem þá var að fara að leikstýra sinni fyrstu mynd, og bauð hann Marshall að slást í hópinn og vera með í tökuliðinu. Eft- ir að hafa lokið námi vann hann aftur með Bogdanovich við gerð myndarinn- ar „The Last Picture Show“, og leiddi það til þess að hann varð aðstoðarfram- leiðandi myndarinnar „Paper Moon“ og þriggja annarra sem Bogdanaovich leikstýrði. Því næsí starfaði Marshall að fram- leiðslu síðustu myndar Orsons Welles, „The Other Side of the Wind“, og heim- ildarmyndar Martins Scorsese um The Band, „The Last Waltz“. Að þessum verkefnum ioknum varð hann aðstoðar- framleiðandi mynda Walters Hills, „The Driver" og „The Warriors“, en þá kom að tímamótum í lífi hans þegar honum stóð til boða að framleiða mynd Stevens Spielbergs, „Raiders of the Lost Ark“, sem hann og gerði. Með því hófst samstarf hans, Speil- bergs og Kathleen Kennedy, sem síðar varð eiginkona hans, en þau þijú stofnuðu fyrirtækið Amblin Entertainment. Fram- leiddi Marshall myndirnar „Who Framed Ro ger Rabbit", „Poltergeist", „Empire of the Sun“, „The Color Purple“, „Always“, „The Money Pit“ og „Hook“. Aðrar myndir sem hann kom nærri framleiðslu á eru „Indi- ana Jones and the Last Crusade“, „Back to the Future“ trílógían, „Gremlin“- myndirnar, „Young Sherlock Holmes“, „The Goonies“, tvær „American Tail“- teiknimyndir, „*batteries not included“, „Innerspace“, „Dad“, „Joe Versus the Volcano“ og „The Land Before Time“. Þá framleiddi hann einnig myndina „The Indian in the Cupboard", sem hlotið hefur mjög góða aðsókn vestan hafs frá því hún var frumsýnd þar fyrir skömmu. bókunum eru farnar að nema hátt í 20 milljónum dollara á ári. Aðferðin sem Crichton notar í sögum sínum er nokkuð einföld. Hann velur sér eitthvað ákveðið viðfangsefni, til dæmis kynferðis- lega áreitni í Disclosure, gerir úr því tiltölulega einfalda sögu, sem hann umvefur svo ósviknum stað- reyndum og að lokum hleður hann söguna spennu sem fær adrenalín- ið til að renna í stríðum straum- um. Þannig var um Andromeda Strain sem hann gerði 1969 og allar sögur hans síðan. En það sem þykir einnig hafa ýtt undir vin- sældir rithöfundarins er samsvör- un sagna hans við þróunina í bandarísku samfélagi. En Cric- hton segist einfaldlega skrifa til þess að skemmta fólki eins og til dæmis Dickens og Robert Louis Stevenson gerðu á sínum tíma. Það eru óþekktir leikarar sem fara með aðalhlutverkin í Congo, en eitt veigamesta hlutverkið er í höndum górillunar Amy, sem brellumeistarinn Stan Winston (Jurassic Park, Aliens) skapaði með hjálp tíu aðstoðarmanna, en einn þeirra er í górillubúningi og þrír íjarstýra andlitshreyfing- um. Með helsta aukahlutverkið fer breski leikarinn Tim Curry, en frumraun hans sem leikara var í uppfærslu á Hárinu á West End í London, en hann er sennilega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Frank’N’Furter í The Rocky Horror Show. Hann lék í söng- leiknum í uppfærslunum bæði í New York og Los Angeles áður en hann hélt til Englands á ný þar sem hann lék í kvikmynda- gerð söngleiksins, og var það jafnframt fyrsta kvikmyndahlut- verk hans. Meðal þeirra kvikmynda sem Tim Curry hefur leikið í síðan eru The Shadow, The Three Muskete- ers, Home Alone 2, The Hunt for Red October, Glue, Annie og The Shout, en væntanlegar myndir með honum eru Lovers Knot og Muppet Treasure Island. Hann hefur jafnframt verið iðinn við að leika bæði á sviði og í sjónvarpi, og var hann tilnefnd- ur til Emmy og CableAce verð- launa fyrir þátt í hrollvekjuröð- inni Tales from the Crypt, en í honum lék hann heila ijölskyldu. Þá hlaut hann tilnefningu til Tony verðlauna sem besti aðalleikari fyrir frammistöðu sína í Amadeus á Broadway, en þar lék hann einnig í My Favorite Year, Me and My Girl og Tra- vesties.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.