Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR STAÐREYND er að hungur eða vannæring hrjáir tugmilljónir fólks víða um heim. Á öðrum stöðum er vandamálið umframframleiðsla matvæla. Nærtækt dæmi er íslenzki sauðfjárbúskapuririn. Breyttar neyzluvenjur þjóðarinnar hafa bitnað illa á kindakjötsfram- leiðslunni. Innvegin framleiðsla í sauð- fjárbúskap hefur að vísu fallið úr 15.300 tonnum árið 1978 í 8.800 tonn árið 1994 eða um 43%. Samt sem áður er dilka- kjötsframleiðslan langt umfram eftirspurn. Markaðssetning er- lendis hefur og gengið treglega. Kjötbirgðir í landinu eru veruleg- ar. 'Og sláturtíð fer í hönd. Vandamálið hefur ýmsar hlið- ar. Úrvinnsla búvöru sem og iðn- aðar- og verzlunarþjónusta við sveitir landsins eru gildir þættir í afkomu og atvinnu fjölmargra þéttbýlisbúa. Beinir ríkisstyrkir til mjólkur- og sauðfjárbúskapar nema 4,7 milljörðum króna sam- kvæmt úáúögum 1995. Það er því eðlilegt að vandi landbúnað- arins sé íhugunarefni lands- manna allra. Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Spurt hefur verið, hvort ís- lenzk þróunarhjálp við umheim- inn geti afsett umframfram- leiðslu kjöts, að hluta til eða öllu leyti, meðan sauðfjárbúskapur- inn er að aðlaga framleiðslu sína markaðseftirspurn. í þeim efnum er erfiður Þrándur í Götu. Mark- aðssetning frosins kjöts byggist á því að fyrir hendi sé viðunandi frystikerfi flutningakerfa og neytendamarkaða í þeim löndum, sem framleiðslan fer til. Slík kerfí eru nánast ekki fyrir hendi á neytendamörkuðum svokall- aðra þróunarlanda. Og reynslan af sendingu nautakjöts til Álban- íu og ærkjöts til Rúmeníu var umtalsvert verri en vonir stóðu til, að ekki sé fastar að orði kveð- ið. Eftir er sá möguleiki að sjóða niður umframframleitt kjöt til afsetningar í þróunarlöndum. Slík vinnsla kostar hins vegar viðbótarfjármuni. Hugsanlega má líta á slíka afsetningarleið sem átaksverkefni gegn atvinnu- leysi hér á landi, sem kostar sam- félagið verulega fjármuni. Þessi möguleiki er í það minnsta verð- ur nokkurrar skoðunar. AFLA HENT ÍSJÓ FYRR Á þessu ári fjallaði Morgunblaðið ítarlega um þrálátan orðróm. um útkast fisks á íslandsmiðum. Fiskimenn voru sagðir henda afla í sjó, sem þeir hefðu ekki kvóta fyrir, sem og smáfiski, en enginn getur stjórn- að því alfarið, hvers konar fiskur kemur á eða í veiðarfærin. Sjó- menn, sem blaðið ræddi við, töldu það fáránlegt að refsa þeim fyrir að bjarga verðmætum á land. Þeir sögðu mikilvægt að búa þann veg um hnúta, að öllum fiski, sem veiddist, væri landað til neyzlu eða vinnslu. Sjómenn, sem blaðið ræddi við, settu fram hugmynd um lausn á vandanum. Þá að þeir fengju að landa þeim fiski, sem ella væri fleygt í sjóinn, að hluta til eða að öllu leyti utan kvóta - og hann seldur á fiskmörkuðum. Áhöfnin fengi smáþóknun vegna fyrirhafnar við að hirða fiskinn; takmarkaða svo enginn sækti sérstaklega í slíka veiði. Útgerðin fengi hins vegar ekkert fyrir afl- ann, til að koma í veg fyrir að bátar yrðu beinlínis gerðir út á veiðarnar. Söluandvirðið rynni til einhverra þarfra samfélagsmála, svo sem rannsókna á lífríki sjáv- ar, til forvarnastarfs, í styrktar- sjóð sjómanna eða til byggingar barnaspítala. Gagnstæðar skoðanir komu og fram. Reglur af þessu tagi voru sagðar bjóða upp á misnotkun. Og leiða til aukinnar þorskveiði, þegar brýnt væri að halda fast við aðhald til uppbyggingar stofninum. Sjálfgefið er að fara með gát í þessum efnum. Eftir stendur samt sem áður að þau gífurlegu verðmæti, sem hent hefur verið fyrir borð á fiskiskipaflotanum næstliðin misseri og ár, væru betur komin til margs konar fjár- vana hjálpar- og líknarstarfs. URÐUN KJÖTS í HUNGRUÐUM HEIMI TUNGAN, •hvert orð, geymir merkingu og skírskotanir sem eru einsog vörður á langri leið. Við get- um þrætt hana nokk- umveginn frá sanskrít til okkar tíma og það er skemmtilegt ferða- lag. En við getum líka notið orða, þótt við þekkjum ekki alla merk- ingu þeirra og breytingar frá einni tungu til annarrar. Við getum til- aðmynda haft ánægju af kynnum við konu sem heitir Olga án þess vita að á rússnesku er nafnið ummyndun úr norræna nafninu Helga sem er skylt oleg eða helgi. En í fomíslenzku kemur Olga fýr- ir sem árheiti, segir Orðsiíjabókin, og er sama orðið og ólga á ís- lenzku sem merkir öldugangur; freyða; bylgjast og er komið úr olga en upphaflega úr wulgön og skylt lýsingarorðinu volgur. Og við þurfum ekki að vita að rússn- eska áin Volga er af sömu rót og ólga á íslenzku, til þess að þykja mikið til um þetta rússneska stór- fljót sem er einskonar slagæð Rússlands enda lengsta fljót Evr- ópu, eða 2.530 km að lengd. En það er gaman að fylgja þessum orðum frá upptökum til ósa og njóta þess skáldskapar sem felst í margvíslegum breytingum merk- inga og skírskotana. ÉG HEF OFT ÞÝTT LJÓÐ að gamni mínu og birt án þess taka það saman í bók. Kannski væri ástæða til að gera það einhven tíma. Við Árni Berg- mann þýddum saman Babi Jar eftir Jeftúsjenkó og ég hef þýtt Ungaretti með Aðalsteini Ingólfs- syni. Öll merkingin felst í ljóðrænu andrúmi kvæðanna. En það mátti þó reyna. Af hveiju þýðir maður ljóð? Af hveiju ræður maður krossgátur? ÞEGAR ÉG VAR AÐ •þýða Ungaretti ásamt Aðalsteini (birt í Lesbók á sínum tíma) þurfti ég að búa til orðið smáljósakrans sem kemur fyrir í einu ljóðanna. Ég spurði ítali sem bjuggu í sama húsi og við í Bo- lognia hvað þetta eða hitt þýddi í ljóðum Ungarettis en þeir áttu erfítt með að svara því, sögðu það væri tungutak ljóðanna, hljóm- burður, hrynjandi, sem gilti, and- rúmið en ekki merkingin. Unga- retti er semsagt einskonar drótt- kvæðaskáld á ítölsku! ítalirnir sögðu að bömin læsu þessi ljóð Ungarettis í skólum án þess endi- lega að skilja þau — og loks skildi hver eftir sínum skilningi. Þetta verðum við að fara að tileinka okkur ef við eigum að halda nafn- bótinni þjóð skáldskaparins; þjóð bókanna, einsog Ben Gurion kall- aði okkur. Mér skilst það sé eini heiðurstitillinn sem okkur er sam- boðinn. Og hvemig ættum við að skilja allt í ljóðlist? Eða hvers vegna? Ljóðlist. á samkvæmt goð- sögulegum skýringum Snorra Sturlusonar rætur í guðlegum galdri og ástæðulaust að krefjast þess öllum stundum að allir eigi að skilja það sem guðimir hafa gefið. Stundum er sagt að vegir guðs séu órannsakanlegir eða órekjanlegir og það látið gott heita í kirkjum. En þar verður líka hver og einn að skilja sínum skilningi án þess prestar hafi ávallt á tak- teinum hvað fyrir guði vakir. Hinn endanlegi skilningur er hvorteð er ekki á nokkurs manns færi því hann er á sinn hátt óskiljanlegur einsog hrynjandi og hljómfall dróttkvæðanna og tónlist sem enginn krefst að sé skilin öðmm skilningi en þeim sem hjarta og mennska okkar bjóða uppá. Drótt- kvæðin ijalla hvorteð er öll um svipað efni; bardagamenn, orr- ustur, ástir og mannlegar ástríð- ur. Hvert mannsbam skilur flest einstök orð og þau gefa vísbend- ingar sem nægja okkur til að tengja saman hugarástand og til- finningar. ítalimir töldu menn ættu að skilja kvæði Ungarettis með hjartanu og þannig væra þau ekki endilega í tengslum við neina skynsemi sem krefst þess jafnvel að skilja órekjanlega vegi guðs hversu fráleitt sem það er. Sá sem krefst þess tilaðmynda að skilja hvert orð í Jónasi, Einari Ben. eða öðram stórskáldum íslenzkum, hann hefur farið á mis við eigin reynslu og upplifun sem hann á einn og enginn annar. Við getum aldrei vitað til fulls hvað vakir fyrir skáldinu þegar hann túlkar eigin reynslu í táknlegum felubún- ingi orðanna. Við vitum aldrei hvað er hans eigin reynsla og einskis annars og hvað era aðföng eða úrvinnsluefni. í Dante era til- aðmynda margvísleg austræn og islömsk áhrif sem við þekkjum ekki og getum kannski aldrei til- einkað okkur, ekki frekaren þau arabísku áhrif sem birtast í dýr- legum tígulsteinsmyndum kirkn- anna í Ravenna þarsem skáldið mikla er grafíð. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 27 JÖLGUN AÐILDARRÍKJA Atlantshafsbandalagsins verður eitt flóknasta við- fangsefni evrópskra stjórnmála á næstu árum. í grein, sem Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandarikj- anna, ritar í The New York Review fyrr í þessum mánuði rekur hann stöðu málsins og helstu rökin fyrir því að veita ríkjum Mið-Evrópu aðild að bandalaginu. Talbott á langan blaðamennskuferil að baki og er sérfræðingur í málefnum Rússlands. Hefur hann verið ábyrgur fyrir stefnumótun Bandaríkjastjómar gagnvart austurhluta Evrópu. Talbott segir í grein sinni að í haust ráðgeri hópar liðsforingja og stjómarerind- reka frá hinum sextán aðildarríkjum Atl- antshafsbandalagsins að halda til Varsjár, Búkarest, Vilníus og Kiev auk fleiri höfuð- borga í Mið-Evrópu og fyrrverandi Sovét- ríkjunum. Munu þessir vestrænu erindrek- ar veita varnar- og utanríkismálaráðuneyt- um fyrrverandi kommúnistaríkjanna ítar- legustu skýringar, sem til þessa hafa ver- ið veittar, á þeirri ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins í janúar á síðasta ári að ijölga aðildarríkjum bandalagsins. Hann segir það mikið kappsmál fyrir sumar ríkisstjómir fyrrverandi kommún- istarikja að fundir af þessu tagi verði haldnir þar sem þau leggi mikla áherslu á að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu sem fyrst. Þau ríki sem telja sig eiga mestar líkur á aðild, Pólland, Ungveija- land, Tékkland og Slóvakía, vilja að banda- lagið ákveði sem fyrst hvenær af aðild geti orðið. Önnur ríki, sem era sannfærð um að komast ekki inn í fyrsta hópnum, hafa hins vegar efasemdir um stækkun bandalagsins. Þau hafa áhyggjur af að komist þau ekki inn strax lendi þau röng- um megin við nýtt jámtjald. í Rússlandi fordæma öfgasinnaðir þjóð- emissinnar áform um stækkun og telja þau jafngilda yfírlýsingu um nýtt kalt stríð. Rússneskir umbótasinnar óttast að sama skapi að stækkun bandalagsins styrki andlýðræðisleg öfl í landinu. Talbott segir að sökum þess hve flókið málið sé og miklir hagsmunir í húfí eigi framtíð Atlantshafsbandalagsins einnig eftir að vera mikið til umræðu í Bandaríkj- unum. Tveir þriðju þingmanna á Banda- ríkjaþingi verða að staðfesta ákvörðun um, að kjamorkuvamir Bandaríkjanna nái einnig til nýrra aðildarríkja en Sam Nunn, valdamesti demókratinn í hermálanefnd þingsins, lét nýlega í ljósi efasemdir um nauðsyn þess að fjölga aðildarnkjum. Hóp- ur repúblikana hefur hins vegar gagnrýnt stjóm Bills Clintons fyrir að fara of hægt í sakimar. Má ganga út frá því sem vísu, að deilur um þetta mál verði háværari er nær dregur forsetakosningum, sem verða á næsta ári. Talbott segir sendinefndina, sem ferðast mun um austurhluta Evrópu í haust, hafa sama boðskap að færa til allra: aðildarríkj- um verður fjölgað í áföngum á næstu áram. Ríki sem sækja um aðild verða veg- in og metin á grandvelli þess hve traustar lýðræðislegar stofnanir þeirra þykja og hversu reiðubúin og hæf þau eru til að axla þær skuldbindingar sem felast í að- ild. Ferli þetta verði opið. Ekki verði um neitt baktjaldamakk að ræða, engir leyni- legir listar verði gerðir yfír rfki sem fái aðild á undan öðram, engir svartir listar yfír ríki sem ekki fái aðild og ekkert eigi að koma á óvart. STROBE TALBOTT T>Hár segir þijár megin- ^rjar asuco ástæður fyrfr þvf, ur stækkun- að Atlantshafs- a „ bandalagið hafí ákveðið að fjölga aðildarríkjum. í fyrsta lagi séu sameiginlegar varnir nauðsynlegar öryggi Evrópu og forsenda þess að Bandaríkin hafi herafla í álfunni. Endalok Sovétkommúnismans og upplausn Varsjárbandalagsins og Sovétríkjanna hafí útrýmt þeirri ógnun sem Atlantshafs- bandalagið var stofnað til að mæta. Nýjar hættur gætu hins vegar leynst, sem krefð- ust þess að bandalagið vemdaði aðildarríki sín og fældi óvini frá að gera árás. Sam- setning aðildarríkja hafí á sínum tíma ráð- ist af þeirri gerviskiptingu álfunnar í tvær blokkir, sem kalda stríðið hafði í för með sér. Að kalda stríðinu loknu ætti að veita nýjum lýðræðisríkjum álfunnar aðild, er vilja standa vörð um sömu grundvallarvið- horf og þau sem fyrir eru. í öðra lagi geti möguleikinn á aðild að Atlantshafsbandalaginu orðið ríkjum í Mið-Evrópu og fyrrverandi Sovétríkjunum hvatning til að styrkja lýðræðisstofnanir sínar og réttarríki, tryggja borgaralegt forræði yfír heraflanum, auka efnahags- legt frelsi og virðingu fyrir mannréttind- um. í stuttu máli eigi ríki, sem hljóta stuðn- ing í þeirri viðleitni sinni að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu, auðveldara með að rjúfa tengslin við hina kommún- ísku fortíð sína. í þriðja lagi geti vonin um aðild orðið þessum ríkjum hvatning til að leysa deilur sínar á friðsamlegan hátt og taka þátt í friðargæsluaðgerðum. Aðildarferlið gæti því orðið til að efla stöðugleika og frið á þessu svæði. Talbott segir mikilvægt að þróun Atl- antshafsbandalagsins haldist 5 hendur við þróun Evrópusamstarfsins. Sú skipting Evrópu sem átti sér stað í lok síðari heims- styijaldarinnar verði sífellt óeðlilegri og mótsagnakenndari. „Iðnvæddari svæði austan járntjaldsins gamla, s.s. Bæheimur í Tékklandi og Slés- ía í Póllandi líkjast nágrönnum sínum í vestri sífellt meira efnahagslega og póli- tískt. Eystrasaltsríkin eiga í miklum við- skiptum við Norðurlöndin og Vestur-Evr- ópu. Sjálfstæð og lýðræðisleg Úkraína á sífellt meiri samskipti við alþjóðastofnanir. Úkraína á til dæmis náið samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann og Évrópusambandið varðandi fjármögnun lokunar Tsjemóbíl-versins ... Hermenn frá ríkjum Mið-Evrópu og fyrrverandi Sovét- ríkjunum hafa tekið þátt í friðargæsluverk- efnum á Haítí, í Bosníu og Kambódíu. Mörg ríki á þessu svæði hafa fært miklar efnahagslegar fómir til að geta tekið þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Serbíu,“ segir Talbott. í grein sinni minnir hann einnig á, að áður hafí staðið styrr um fjölgun aðildar- ríkja. Það hafí til dæmis ekki verið óum- deiit á sínum tíma að Ítalía, eitt möndul- veldanna, var meðal stofnríkja bandalags- ins, árið 1949. Ítalía var hvorki norður-evr- ópskt ríki né Atlantshafsríki. Bretar vora meðal þeirra sem lögðust gegn aðild Ítalíu en Dean Acheson, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, færði rök fyrir því að ef Ítalíu yrði hafnað myndi það ýta undir áhrif kommúnista í landinu og veikja stöðu stjómar kristilegra demókrata, sem barðist fyrir auknum tengslum við Vestur- lönd. Nokkrum árum síðar höfðu nokkur ríki, ekki síst Frakkland, efasemdir um að veita Vestur-Þýskalandi aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Raunin varð hins vegar sú að aðild Þýskalands lagði grunninn að sáttum Þjóðveija og Frakka og þar með stofnun Evrópusambandsins. Talbott segir Atlantshafsbandalagið einnig hafa stuðlað að því að bæta sam- skipti Grikkja og Tyrkja. Aðildin að banda- laginu hafí auðveldað bandamönnum þeirra að miðla málum og koma í veg fyr- ir stríðsátök vegna Kýpurdeilunnar. Aðild Spánar að Atlantshafsbandalag- inu árið 1982 er einnig ágætt dæmi. Lítil sem engin umræða átti sér stað um aðild Spánveija fyrir dauða einræðisherrans Francos árið 1975 en Bandaríkin höfðu gert tvíhliða samning um afnot af spænsk- um flota- og flugstöðvum. í kjölfar valda- ránstilraunar árið 1981 komst ríkisstjóm landsins hins vegar að þeirri niðurstöðu að aðild að Atlantshafsbandalaginu væri besta leiðin til að tryggja lýðræðislega REYKJAVIKU RBREF Laugardagur 26. ágúst w Morgunblaðið/Rax VATNSLISTAVERKIÐ Fyssa eftir myndlistarmanninn Rúri. Verðlaunaverk í samkeppni Vatnsveitunnar um vatnslistaverk I Laugardalnum. stjórn yfír heraflanum. „Innganga í Atl- antshafsbandalagið mun kæfa allar valda- ránstilraunir í fæðingu," sagði Leopoldo Calvo Soleto forsætisráðherra. „Meðan á kalda stríðinu stóð vora það fyrst og fremst hemaðarlegar ástæður sem réðu ákvörðunum bandalagsins. Það að efla lýðræði í aðildarríkjunum og tryggja innbyrðis góð samskipti þeirra var auka- verkefni, æskilegt en ekki meginmarkmið þess að ijölga aðildarríkjum. Nú þegar kalda stríðinu er lokið ættu og eiga önnur markmið, sem ekki eru fyrst og fremst hemaðarleg, að móta hið nýja Atlantshafs- bandalag,“ segir Strobe Talbott. Atlantshafs- bandalagið og Bosnía ÁTÖKIN í FYRR- verandi Júgóslavíu hafa óneitanlega valdið Atlantshafs- bandalaginu mikl- um álitshnekki og ýtt undir þau sjónarmið að það eigi sér takmarkaðan tilgang lengur. Af hveiju á Atlantshafsbandalagið að starfa áfram, hvað þá ijölga aðildarríkjum sínum, ef það getur ekki leyst deilu á borð við þá í Bosn- íu? Talbott segir rétt að bandalagið, sem hélt Sovétríkjunum í skefjum allt kalda stríðið, án þess að hleypa af einu einasta skoti, hafí ekki verið undir þau nýju vanda- mál búið er hlutust af upplausn fyrrver- andi kommúnistaríkis. „Lærdómurinn af harmleiknum í fyrr- verandi Júgóslavíu er hins vegar ekki sá að leggja eigi Atlantshafsbandalagið niður með skömm heldur þróa það til að takast á við vanda á borð við þann er braust út á Balkanskaga. Mörg ríkjanna á þessu svæði líta einmitt til Atlantshafsbanda- l'agsins í því sambandi. Fulltrúar margra Mið-Evrópuríkja hafa lýst því yfír opinber- lega, að harmleikurinn í Bosníu sé einmitt ein ástæða þess að þau vilji ganga í banda- lagið - og gangast þar með undir þá staðla varðandi innri stöðugleika og ytra atferli sem gerir aðild þeirra mögulega," segir Talbott og bætir við að með íjölgun aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins stækki svæðið þar sem átök á borð við þau á Balkanskaga eigi sér hreinlega ekki stað. Rússneski vandinn HELSTA VAND- kvæðið varðandi stækkun Atlants- hafsbandalagsins era þau áhrif, sem slíkt hefði á Rússland, en margir Rússar líta enn á bandalagið sem arfleifð frá kalda stríðinu. Þeir benda á að Rússar hafí lagt niður sitt hemaðarbandalag, Varsjár- bandalagið, og spyija hvers vegna Vestur- lönd eigi ekki að gera slíkt hið sama. Fjölg- un aðildarríkja telja þeir vera ögran og móðgun við sig og líkja henni jafnvel við afstöðu sigurvegara fyrri heimsstyijaldar- innar gagnvart Þjóðveijum. Þessi viðhorf hafa verið tekin upp af öfgaöflum í Rúss- landi og gætu ógnað lýðræðislegri þróun í landinu. Talbott segir tvennt skipta miklu í þessu sambandi sem menn megi hvorki reyna að líta framhjá né hylma yfír. Annars vegar að Atlantshafsbandalagið sé og verði í fyrirsjáanlegri framtíð hemað- arbandalag er byggi á sameiginlegu vam- arsamstarfi. Hins vegar að eitt af því sem bandalag- ið verði að vera búið undir sé að lýðræðis- þróunin í Rússlandi fari út um þúfur og að Rússar muni að nýju, líkt og nokkram sinnum áður í sögunni, taka upp árásar- gjama stefnu á alþjóðavettvangi. Óvissan varðandi framtíð Rússlands sé eitt þeirra atriða er taka verði tillit til, þegar ákvarðanir eru teknar um öryggis- mál Evrópu. Enginn hafí gert sér betur grein fyrir þessari óvissu en Rússar sjálfír. Það að hugsanlega kunni að stafa ógn af Rússlandi á ný er samt sem áður, að mati Talbotts, ekki eina - og síður en svo helsta - ástæða þess að Atlantshafsbanda- lagið hyggst fjölga aðildarríkjum sínum. Aðrar ástæður komi til, sem stríði ekki gegn öryggishagsmunum lýðræðislegs Rússlands. Raunar ættu Rússar að hafa ástæðu til að styðja þá viðleitni Atlants- hafsbandalagsins að auka stöðugleika í Mið-Evrópu. Tvívegis á þessari öld hafa þeir dregist inn í blóðug átök vegna óstöð- ugleika á þessu svæði. Talbott mælir með að ríki Mið-Evrópu, Rússar og þjóðir fyrrverandi Sovétríkjanna verði hvött til að líta á stækkun bandalags- ins sem ferli er miði að því að bæta innri og ytri hegðun ríkjanna þó svo að það sé einnig vöm gegn hugsanlegum hættum. Líta eigi svo á að allir hafí hag af þessu fe>li og því sé ekki beint gegn neinu ein- stöku ríki. Á þessum forsendum hafí embættis- menn Atlantshafsbandalagsins rætt við Rússa undanfarið ár og helstu rök þeirra verið eftirfarandi: • Aðildarríkjum verður íjölgað og ef Rússar reyna að leggjast gegn þeirri þróun ýtir það undir grunsemdir um að þeir hafí illt í hyggju. • Áróður gegn stækkun bandalagsins mun einungis styrkja stöðu öfgasinna á borð við Vladimír Zhírínovskíj. • Bandaríkin og Evrópuríki styðja heils- hugar þátttöku Rússa í samvinnuverkefn- um á borð við Samstarf í þágu friðar og aðild að stofnunum á borð við ÖSE. • Ríki Atlantshafsbandalagsins hafa hug á að ná pólitísku samkomulagi við Rússa um samvinnu og samhæfingu. Strobe Talbott segir í lok greinar sinnar að það sé opin spuming, hvort Rússland geti einhvern tímann gerst aðili að Atlants- hafsbandalaginu. Augljóslega yrði mikið vatn að renna til sjávar áður en það gerð- ist. Þau gífurlegu umskipti sem átt hafa sér stað i Rússlandi og Evrópu allri á undanfömum áratug geri samt að verkum að erfitt sé að útiloka þann möguleika. „Nú þegar kalda stríðinu er lokið ættu og eiga önn- ur markmið, sem ekki eru fyrst og fremst hernaðar- leg, að móta hið nýja Atlantshafs- bandalag.“ -t-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.