Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 33 MINNINGAR minningar um gómsæta máltíð úr pottum hennar. Af veikum mætti færi ég fram þakkir mínar og margra annarra fyrir líf yndislegrar konu, móður, ömmu og vinkonu. Það er þungt tungu að hræra á stundum sem þess- ari, og svo erfitt að sætta sig við að allt sé búið í einni svipan. Ég trúi að móðir mín vildi að við drægj- um af því nokkurn lærdóm. Að meta hvert annað betur meðan færi gefst. Sigurður Einarsson. Haustlaufið fýkur - Fyrr en veit fölnar skógurinn allur. Hlynur, sem pæfði í hlýjum reit, horfði mót sól og var prýði í sveit, stóð af sér veðrin, unz stormi lostinn stofninn prúði var brostinn. (S.E.) Fyrr í sumar lést móðursystir mín Hjördís Braga. Hún fluttist búferlum til Bandaríkjanna með eftirlifandi manni sínum, Úlfari, og ungri dóttur þeirra, Áslaugu, þegar ég var lítil stúlka. Það liðu nokkur ár þar til frænka kom í heimsókn til íslands, þá búin að eignast son, Markús, og komu bæði börnin með henni. Þetta sumar var yndislegt og minningarn- ar margar, það var farið að Laugar- vatni, en þar var amma Guðný skóla- hjúkrunarkona til margra ára og þar var dvalið við ieik, sund og sól. Sterkust er þó minningin um sam- veru ömmu, mömmu og frænku eft- ir öll þessi ár. Þær voru bestu konur Islands. Hjördís frænka átti stóran sess í hjarta mínu, hún var glæsileg gáfuð kona, með stórt hjarta. Barnbetri manneskju hef ég ekki þekkt, ef eitthvað amaði að manni breiddi hún út faðminn sinn og gaf af sér um- hyggju og hlýju. Alltaf mun ég muna ilminn af henni, af honum ætlaði ég að ilma þegar ég yrði stór. Svo liðu árin og Edda fæddist, en fyrir átti Hjördís son, Sigurð, sem varð eftir á Islandi, hann var heima- gangur á heimili foreldra minna, og leit ég frekar á hann sem stóra bróð- ur en frænda. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um frænku en hún stóð alltaf upp úr björt, falleg og gefandi. Sum- arið 1991 komu hún og Úlfar til íslands og mikið var gaman að sjá aftur þessi glæsilegu hjón. Þetta sumar hittust öll systkinin fimm, Hjördís, mamma, Bói, Áslaug og Steinn Hermann við mikinn fögnuð og kærleika, skyldi nokkurt okkar hafa rennt grun í að þetta yrði þeirra síðasta sumar saman. Eftir þetta skrifuðumst við reglulega á og í veikindum móður minnar og föður voru þessi bréf mér mikil huggun, um leið og þau gáfu mér von um bjartari framtíð. Hjördís var mjög trúuð og átti alltaf nóg að gefa öðrum. Með sökn- uði og virðingu kveð ég þessa sér- stöku frænku mína og votta að- standendum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Hví skyldi ég ekki um vorbjartar nætur vaka? Vindar loftsins mildir um enni blaka. Grös og blóm eru sofnuð og þrösturinn þegir. Þöpin er voldug og ein yfir grundum og flæðum. Við himinjaðar gýs eldbrim í austurhæðum en upploftið dýpkar og verður fagurblátt. Á nótt sem þessari mætast í miskunn og sátt mannsins klungróttu stígar og himinsins vegir. Þig dreymir angandi björk í brúðarslæðum og blóm með lífsins heilaga straum í æðum. Þitt hjarta vakir, svanur, sem blundar í sefi, þótt sofi gervöll jörð nema blærinn og lindin. En nú slær morpnninn eldstaf á efsta tind- inn og óttudraumar breitast í þakkargjörð, voldugan lofsöng frá öllu sem andar á jörð, og óður vors hjarta er brot úr sama stefi. (S.E.) Gunnvör Braga. Nú er hún amma mín í Ameríku dáin. Eftir sit ég hryggur, með ljúf- ar minningar um samverustundirnar sem við áttum. Við heimsóttum ætt- ingja okkar í Ameríku sumarið 1976. Þá var ég sex ára gutti og gleymi aldrei þeim tíma sem var uppfullur af garðveislum, tívóliferðum og frá- bærum kynnum af fjölskyldunni í Aspen Ég átti mér draum. Sá draumur var að fara aftur til Aspen og heim- sækja Úlfarr ömmu og fjölskyldu, bara einn, og vera hjá þeim heilt sumar. Sá draumur rættist sumarið 1993. Þá fyrst kynntist ég ömmu og gerði mér grein fyrir lífsgleðinni, atorkuseminni og umhyggjuseminni fyrir öðrum. Hún var alltaf að, í starfinu fyrir kirkjuna, að skipuleggja árlegt minningarmót í siglingum í minn- ingu um Markús son sinn og frænda minn heitinn. Á sumrin gekk hún langar vega- lengdir og stundaði líkamsrækt mörgum sinnum í viku. Hún hafði orku ungrar konu og ég hugsa að fáar ömmur myndu fara á rokktón- leika einar með sonarsyni sínum og skemmta sér jafnvel, ef ekki betur, og dansa hann upp úr skónum. Svona var amma. Ég get ekki lýst gleði minni á þessari stundu yfir að hafa farið út til Aspen aftur og fengið að kynnast ömmu minni sem fullorðinn maður, sem vinur og félagi. Elsku Úlfar, pabbi, Áslaug, Edda, vinir og ættingjar. Geymum minn- inguna um ömmu Hjördísi. Styrmir Sigurðarson. ORÐABÆKURNAR orðabók orðabók orðabók orðubók orðobók 34.000 ensk uppflctliord insk ísiensk orðabók fnglish-Uelandic Dirtionnrv Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann. ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN % 'Jr 4 V°/ %.k. %% Hún amma okkar er dáin. Það er erfitt að trúa að þessi kjarna- kona sem var ævinlega svo hress og ung í anda sé farin frá okkur. Hún bjó alla okkar tíð í Amer- íku, en samt sem áður kynntumst við henni vel þegar við vorum hjá- henni heilt sumar í Aspen árið 1976. Hún var sterkur persónuleiki, stórglæsileg kona og það var alltaf líf og fjör í kring um hana. Við hittumst ekki aftur fyrr en árið 1991 þegar hún og Úlfar komu loksins hingað á ný, og það var yndislegur tími fyrir okkur og nýja meðlimi fjölskyldna okkar að fá að hafa þau hjá okkur. Amma var mjög framúrstefnu- leg í klæðaburði og voru litlu stelp- urnar okkar mjög heillaðar af langömmu sinni. Stundirnar með ömmu voru alltof fáar, en mjög góðar og við þökkum fyrir þær. Elsku Úlfar og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur á þessari sorgarstundu. Minningin um ömmu okkar, þessa góðu konu, gefur okkur styrk til að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Guð blessi ykkur öll og varðveiti. Hjördís Braga og Brynja. iíÓLl FASTEIGNASALA ® 55 10090 Fax 5629091 EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Guðlaugur Örn Þorsteinsson, rekstrarverkfræðingur, sölumaður, veitir allar upplýsingar um neðangreind húsnæði. ATVINNUHUSNÆÐI Til sölu Grensásvegur. Tæpi. 700 fm skrifstofuhæð á einum besta stað á Grensásvegi. Hæðinni er skipt upp í þrjú rými, 172 fm, 260 fm og 267 fm sem seljast í einingum eða í heilu iagi. Næg bílastæði við húsið sem stendur á áberandi stað. Áhv. 10 millj. Fiskverkunarhús Skútuvogur - Heild III. Um 430 fm iðnaðarhúsn. á Smiðju- vegi sem uppfyllir allar venjulegar EES-kröfur. í húsinu er vinnusalur með léttum skilrúmum, 150 fm kælir, skrifstofa og kaffistofa. Gólf- lögn er í góðu ástandi með niður- föllum. Rafdrifin innkeyrsludyr. Verð 13,2 millj. Ekkert áhv. Hamraborg - Kóp. Tvö skrifstofubil 180 fm og 98 fm á 2. og 3. hæð I nýju húsi við Hamra- borgina. Einingarnar eru tilb. u. trév. en sameign er fullfrág. Sam- eignin er öll flísal. m. lyftu, massív- um hurðum og sérstaklega hljóð- einangrandi gler er I allri eigninni. Fallegt útsýni. Vagnhöfði Tvær saml. óinnr. 185 fm einingar á jarðh. m, tvennum innkdyrum, samtals 370 fm ásamt 185 fm skrifsthúsn. á 2. hæð. Næg bila- stæði og gámapláss á lóð. Selst í einingum ef viil. Skeiðarás - Gbæ. Tvískipt 180 fm iðnhúsn. m. tvennum innk- dyrum ca 3ja metra háum. Tré- smíðavélar geta fylgt húsn. Sveigj- anleg grkjör. Verð 6,3 millj. Áhv. 1,0 millj. Nýbýlavegur. Skrifstofuhúsn. á þremur hæðum, samtals 848 fm. Fullinnr. m. lyftu. Tvær efri hæðirn- ar erú tvískiptar með fjölda skrifst- herb., eidhúsaðst. og snyrtingu. Eigendur eru tilb. til að breyta innr. eftir þörfum. Selst/leigist í eining- um eða í einu lagi. Til leigu Mjög gott 431 fm iðnhúsn. á tveimur hæðum. Efri að hluta til nýtt sem lager. Fullinnr. aðstaða f. starfsfólk. Öflugt hita- og loft- ræstikerfi. Þjófavörn. Gott úti- pláss. Verð 15,2 millj. Áhv. 6,0 millj. Verslunarpláss - miðb. Lítið og nett 64 fm verslunarhúsn. á Hverfisgötu. Verð 3,9 millj. Mjög hagst. áhv. lán 2,0 millj. Miðborgin - Óðinsgata. Opið og bjart 110 fm skrifsthúsn. á 3. hæð við Óðinstorg, nú teikni- stofa. Húsn., skiptist í 3 rými ásamt kaffistofu. Verð 5,3 millj. Ekkert áhv. Krókháls. Nýtt 187 fm iðnhúsn. með stórum innk- dyrum (ca 4x4 m) á jarðhæð sem tengist 370 fm óinnr. húsn. á 2. hæð með frábæru útsýni yfir borgina. Sveigjan- leiki er f stærð þess húsn. sem leigt er. Borgartún. 460 fm iðnhúsn. á tveimur hæðum. Neðri hæðin er ca 250 fm m. innkdyr og góðri lofthæð. Á efri hæðinni eru skrif- stofur, kaffistofa og aðstaða f. starfsfólk. Miðjan - Kópavogi Splunkuný 1-4 skrifstherb. sam- tals ca 130 fm m. aðg. að fundar- herb., kaffistofu og almenningi. Leigist eitt í einu eða saman. Fjárfestar Verslunarhúsnæði við Leirubakka í neðra-Breiðholti, samtals 888 fm á tveimur hæðum. í kj. er m.a. innr. aðstaða f. kjötvinnslu. Góð aðkoma að framanverðu og vörumóttaka að aftanverðu. Húsið er allt í útleigu, þ.á m. er bakarí, söluturn, hárgreiðslustofa o.fl. Hér er á ferðinni gott tækifæri fyrir fjárfesta. Verð 25,9 millj. Ekkert áhv. Hringdu núna - við skoðum strax!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.