Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lokað á atvinnu- leyfi útlendinga FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur að mestu hætt útgáfu atvinnu- ^ leyfa fyrir erlent verkafólk, jfertwt?9i" JÁ, en ég er nú af ættbálki Davíðs herra., Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður um samstarf vinstri flokka Nýtt vinstri blað æskilegt STEINGRÍMUR J. Sigfússon, vara- formaður Alþýðubandalagsins, seg- ist telja að samstarf stjórnarand- stöðuflokkanna í útgáfumálum geti verið skref í átt til nánari pólitísks samstarfs flokkanna. Steingrímur sagði á fundi á ísafirði, sem hann og Margrét Frí- mannsdóttir héldu vegna framboðs þeirra til formanns Alþýðubanda- lagsins, að Alþýðuflokkurinn væri hægri sinnaðisti krataflokkur í heimi, en jafnframt lýsti hann sig fúsan til að skoða samstarf eða sameiningu Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Steingrímur sagði við Morgun- blaðið, að ekki færi á milli mála að forysta Alþýðuflokksins hafi rek- ið mjög hægri sinnaða stefnu í ýmsum málum. „En hlutirnir eru ekki óumbreytanlegir og það eru margir að velta fyrir sér hvert Al- þýðuflokkurinn ætli sér að þróast á næstunni. Það er ljóst að innan Alþýðuflokksins eru að einhverju leyti ólík sjónarmið. Þar eru ekki allir jafn hægri sinnaðir. Ég tel þó að flokkurinn sé mjög hægri sinnað- ur ef hann er borinn saman við krataflokka í nágrannalöndunum, sem flestir eru miklu breiðari og hafa miklu öflugri félagshyggju- eða vinstri væng.“ Samræmdur málflutningur Steingrímur sagðist leggja áherslu á að stjórnarandstöðu- flokkarnir reyndu að samræma málflutninginn í stjórnarandstöðu. Þar með myndi koma í ljós hvort málefnalég samstaða gerði nánari pólitíska samvinnu mögulega. Hann sagði að möguleikarnir í því sambandi væru margir. „Þetta mál snýst ekki um sam- einingu strax eða ekki. Ég lít svo á að mestu skiptj að koma af stað þróun í átt til meira samstarfs flokkanna. Þar á ég við málefnalega samvinnu og samvinnu um tiltekin pólitísk verkefni. Ég nefni útgáfu- mál sem dæmi um slíkt verkefni. Það kæmi til greina að þessir flokk- ar myndu stuðla að því fyrir sitt leyti, án þess að fara að stjórna því, að hér yrði meira jafnvægi í fjölmiðiun og að félagsleg og vinstri sinnuð viðhorf eignuðust öflugri málsvara. Þá er ég að tala um fjölm- iðil sem styddi vinstri gildi og fé- lagsleg viðhorf með svipuðum hætti og Morgunblaðið telur sig styðja hægri gildi án þess að vera háð flokkum,“ sagði Steingrímur. Ný verðskilti hjá Skeljungi í Grafarvogi SKELJUNGUR hf. hefur sett upp nýja gerð verðskiltis við nýja bensínstöð sína við Gylfa- flöt í Grafarvogi í Reykjavík. Að sögn Sólveig- ar Hjaltadóttur, rekstrarstjóra bensínstöðva Skeljungs, hafa slík verðskilti tíðkast við bensínstöðvar erlendis og sagði hún uppsetn- ingu þess lið í því að upplýsa viðskiptavinina. Hún segir að sams konar skilti hafi verið sett upp við bensínstöð félagsins á Akranesi. Sólveig segir að skiltið bjóði upp á það að unnt sé að breyta verði á bensíni án mikils fyrirvara. Afgreiðslukerfi bensínstöðvarinn- ar er þannig hannað að hægt er að breyta verði mjög fljótt og hugsanlegt sé að það geti komið sér vel í framtíðinni í aukinni samkeppni. Skiltið verður upplýst þegar birtu bregður. Sólveig býst við því að verðskilti verði sett upp við fleiri stöðvar Skeljungs. Um helgina opnar Skeljungur nýja bensínstöð við Birki- mel. Morgunblaðið/Kristinn SKILTI Skeljungs við Gylfaflöt í Grafarvogi. Gídeonfélagið á íslandi 50 ára Útbreiðum Guðs orð Sigurbjörn Þorkelsson g~*\ ÍDEONFÉLAGIÐ I ■wá íslandi á hálfrar " aldar afmæli á miðvikudaginn kemur, þann 30. ágúst. Fyrsta Gídeonfélagið var stofnað árið 1899 í Bandaríkjun- um og voru stofnfélagar þess einungis þrír, Félags- skapurinn breiddist hægt og rólega út og var ísland þriðja landið þar sem Gídeonfélag var stofnað. Nú er svo komið að Gíde- onfélög eru í 172 löndum. Nafn sitt dregur félagið af manni að riafni Gídeon sem sagt er frá í 6. og 7. kafla dómarabókar í Gamla testamentinu en hann var tilbúin að þjóna og hlýða Drottni í einu og öllu. Gídeonfélagið á íslandi var stofnað árið 1945 af Kristni Guðnasyni, bóndasyni austan úr Flóa. Kristinn ákvað ungur að freista gæfunnar og flytja til Nor- egs og síðan vestur um haf til Bandaríkjanna. Þar gerðist hann kristinn maður en hann kynntist Biblíunni þegar hann lærði ensku með því að bera saman íslenskan og enskan biblíutexta. Auk þess notaði hann Biblíurnar fyrir kodda. Kristinn efnaðist nokkuð í Banda- ríkjunum og svo kom að hann lang- aði að gera landi sínu og þjóð eitt- hvað gott. Hann kom því til ís- lands, kynntist Ólafi Ólafssyni trú- boða í Kína og þeir, ásamt fleirum, boðuðu til kynningarfundar um Gídeonfélagið. „Á fyrsta kynningarfundinn mættu yfir sjötíu manns. Ákveðið var að halda annan kynningarfund kvöldið eftir og þá mættu rúmlega þrjátíu. Þar var ákveðið að halda stofnfundinn næsta kvöld og mættu sautján," segir Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins_ og sonur fyrsta forseta þess á íslandi, Þorkels G. Sigurbjörnssonar. „Það er skemmtilegt því þess- ari sögu svipar nokkuð til sögunn- ar af Gídeon. í dómarabókinni segir frá því að Drottinn fól honum að safna liði en þegar Drottinn sá hve margir höfðu safnast sagði hann við Gídeon að liðsmennirnir væru of margir. Gídeon fækkaði því í liðinu en enn sagði Drottinn að þeir væru of margir og enn varð Gídeon að fækka liðsmönnum sínum.“ - Hvað er Gídeonfélgið? Samtök Gídeonfélaga eru al- þjóðleg leikmannasamtök og þau eru oft kölluð framlengdur armur kirkjunnar. Þegar félögunum á íslandi fór að fjölga var Lands- samband Gídeonfélaga á íslandi stofnað árið 1965. Nú eru fimmtán félög starfandi víðs vegar á landinu og eru sex til tuttugu manns í hveiju félagi. Við komum saman einu sinni í mánuði, berum saman bækur okkar, ákveðum ný verk- efni og biðjum saman.“ - Hvert er markmið Gídeonfé- lagsins? „Markmið Gídeonfélaganna er að útbreiða Guðs orð og ávinna menn og konur til trúar á frelsar- ann, Jesúm Krist. Við reynum að ná því markmiði með persónuleg- um vitnisburði og með útbreiðslu ritningarinnar. Félagsmenn koma Biblíunni eða Nýja-testamentinu á öll hótelherbergi í landinu, einu eintaki á íslensku og öðru sem er á ensku, þýsku og frönsku. Við ►Sigurbjörn Þorkelsson fædd- ist í Reykjavík 21. mars 1964. Hann hefur frá 1. febrúar 1987 starfað sem framkvæmdastjóri Landssambands Gídeonfélaga á íslandi. Sigurbjörn gekk í Gídeonfé- lagið á fjörutíu ára afmæli fé- lagsins, 30. ágúst 1985. Eigin- kona hans er Laufey Geirlaugs- dóttir og eiga þau þrjá syni. leggjum mikið upp úr því að Bibl- ían sé til staðar á herbergjunum og fylgjumst þess vegna vel með hvort þær týnast eða slitna. Fyrstu Biblíurnar voru settar á herbergin á Hótel Borg árið 1949 og það er gaman að segja frá því að fjörutíu árum seinna fengum við að ganga herbergi úr herbergi og skoða ástand bókanna. Þá fundum við eintak sem var tölu- sett númer 2 sem við gætum nú eins og sjáaldurs augna okkar. Kristinn Guðnason fékk fyrstu Biblíuna sem Gídeonfélagið gaf. Síðan komum við Nýja-testa- mentinu fyrir í skipum, flugvélum og í náttborðsskúffum við sjúkra- rúm og Nýja-testamentið með stóru letri er sett inn á hvert her- bergi á dvalarheimilum aldraðra. Einnig á að vera hægt að fínna Nýja-testamentið inni í fangaklef- um en vonandi sjá það sem fæstir þar. Við gefum hjúkrunarfræðing- um og sjúkraliðum eintak af bók- inni þegar þeir útskrifast og öll tíu ára börn fá Nýja-testamentið að gjöf frá félaginu. Við förum í alla skóla á landinu á haustin og af- hendum bömunum bókina. Þetta höfum við gert frá árinu 1954 þannig að nú ættu flestir íslending- ar á aldrinum 10-52 ára að eiga eitt eintak af Nýja-testamentinu. Samtals hefur félagið gefið yfir 240.000 eintök. Félagsmenn ijár- magna bókakaupin að mestu leyti sjálfir en njóta þó stuðnings nokk- urra velunnara." - Hvernig ætlar Gídeonfélagið á íslandi að halda upp á afmælið? „Við höfum gefið út bók, Það er ég sem sendi þig, þar sem fímmtíu ára saga Gídeonfélagsins er skráð af sr. Sigurði Pálssyni, fram- kvæmdastjóra Hins íslenska Bibl- íufélags. Hann talaði m.a við nokkra þeirra manna sem stofn- uðu félagið á sínum tíma. Við höfum einnig látið gera veggplatta í tilefni afmælisins. Síðan verður haldin hátíðarsamkoma í aðalsal KFUM og KFUK við Holtaveg á al'mælisdaginn, 30. ágúst klukkan 20.30. Þar flytja ávörp þeir sr. Sigurður Sigurðarson vígslubisk- up og Björn Bjarnason mennta- málaráðherra meðal annarra. Hefur gefið yfir 240.000 eintök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.