Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 SIGURÐUR ÓSKARSSON + Sigurður Óskarsson, bóndi í Krossanesi í Skagafirði, var fæddur í Hamarsgerði í Lýtingsstaðahreppi 6. júlí 1905. Hann lést í Sjúkrahúsi Skag- firðinga 10. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 19. ágúst. FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 10. ágúst bárust okkur systrunum þær sorgar- fréttir að ástkær afi okkar væri lát- ^nn. Við fráfall hans er margs að minnast. Hann varð níræður 6. júlí sl. og hafði því náð háum aldri. En afi var ekki gamall í anda; hann gerði stöð- ugt að gamni sínu, ók mikið um sveitina og fylgdist fullur áhuga með því sem gerðist í kringum hann. Við bamabörn hans í Noregi minnumst hans með virðingu og hlýju. Þegar við komum í Krossanes í leyfum fagnaði hann okkur af ósvikinni gleði. Hann var svo já- kvæður, hló stöðugt og sagði ævin- lega: „Lofaðu stelpunum að gera eins og þær vilja,“ brosti síðan og deplaði til okkar auga. Okkur fannst sem afi bæri stöð- )j0ga. umhyggju fyrir okkur. Hann varð að fullvissa sig um að við borð- uðum nóg og okkur líkaði vistin hjá honum. Einkum voru kvöldin í Krossanesi yndisleg. Þá sat hann gjaman í stólnum sínum og fór með vísur og kvæði fyrir okkur. Hann naut þess líka að segja sögur frá liðnum dögum og þreyttist aldrei á að svara spurningum okkar bam- anna. Það mildar sorgina að við skulum hafa fengið að kynnast svo einstökum afa. Ástkær afi okkar var tryggðin sjálf í huga okkar barna- barnanna. Og þá minningu munum við varðveita sem okkar dýrasta djásn. Karmoy, 15. ágúst 1995, Anne og Marit Látinn er Sigurður Óskarsson, bóndi í Krossanesi, níræður að aldri. Þar er fallinn einn þeirra Skagfirð- inga sem settu svip á samtíð sína. Góður drengur og eftirminnilegur öllum sem hann þekktu. Sigurður var nýlega byijaður bú- skap í Krossanesi í Vallhólmi ásamt konu sinni, Ólöfu Ragnheiði Jó- hannsdóttur frá Löngumýri, þegar ég var sumarstrákur hjá þeim hjón- um. Þar varð síðan mitt annað heim- ili í fimm sumur. Daginn eftir að skóla lauk á vorin var ég kominn í Krossanes og oft var klipin vika eða hálfur mánuður af skólatíma á haustin til þess að geta komist í göngur og réttir. Sigurði og Ólöfu fæ ég aldrei fullþakkað hversu vel þau reyndust þessum vandalausa strák. Veganestið sem ég fékk þar hefur reynst öðru haldbetra. Ólöf, sem látin er fyrir nokkrum árum, var hin merkasta kona eins og hún átti kyn til. Umhyggjusöm og hlý og löngunin til að fræða og hafa þroskandi áhrif á aðra var henni í blóð borin. Skemmtilegri og betri t ‘ “ Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkaers eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS HALLDÓRSSONAR, Lynghaga14, Reykjavík, er lést 4. ágúst sl. Elín Guðbjörnsdóttir, Guðbjörn Björnsson, Júlíana B. Erlendsdóttir, Júlía Björnsdóttir, Gunnar Frímannsson, Anna Guðný Björnsdóttir, Gunnar K. Guðmundsson ög barnabörn. Hjartanlegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU ODDSDÓTTUR, Stigahlið 64. Sérstakar þakkirtil starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Skjóls fyrir góða umönnun. Birgir Rafn Gunnarsson, Auður H. Finnbogadóttir, Guðrún K. G. Gunnarsdóttir, Eriendur Erlendsson, Sígurður Gunnarsson, Elín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þökk fyrir samúð og vinarhug við fráfall og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURBJÖRNS PÉTURSSONAR frá Hjalteyri. Guð blessi ykkur öll. Jónina Árnadóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Þórður Valdimarsson, Snjólaug Sigurbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson, Valrós Sigurbjörnsdóttir, Halldór Guðmundsson og barnabörn. Lokað Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi verður lokaðureftir hádegi mánudaginn 28. ágúst vegna útfarar LAUFEYJAR PÁLSDÓTTUR. Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi. MININIINGAR húsbónda en Sigurð get ég ekki hugsað mér. Hann var fullur af fjöri, spaugsamur og bráðsnjall hagyrð- ingur og hafa sumar vísur hans orð- ið landfleygar. Hann var einstaklega verklaginn og velvirkur maður og gott að læra af honum rétt vinnu- brögð. Mikill skerpumaður var hann, t.a.m. var hann hinn ágætasti sláttu- maður. Gaman var að sjá þá á teign- um Sigurð á Brenniborg og Sigurð Óskarsson. Það voru tilþrifamikil vinnubrögð. Áður en hann hóf bú- skap stundaði hann plægingar um árabil eins og bræður hans sumir. Minnast gamlir menn þess hversu vel honum fór það verk úr hendi. Alkunnugt er hversu góða hesta Sig- urður átti og hversu snjall hestamað- ur hann var. í byijun vélaaldar átti hann mikinn þátt í að vekja skag- firska hestamennsku til vegs á ný. Hann var stofnandi hestamannafé- lagsins Stíganda og formaður þess um langt árabil og nú á efri árum heiðursfélagi þess svo sem verðugt var. Ég fékk að njóta hinna góðu hesta Sigurðar og minnist margra góðra spretta á rennisléttum vall- lendisbökkum Hólmsins. Þá réð fák- ur ferð. Sigurður var einkar vinsæll maður og valdi sér skemmtilega menn að vinum. Nágrannar hans, sem elskir voru að hestum og kunnu að meta gaman, voru tíðir gestir á sumar- kvöldum að loknum önnum dagsins. Þeir komu ríðandi á gæðingum sín- um og Ólöf bar þeim kaffi með bros á vör og blik í auga. Stundum var lögg í glasi. Ég minnist Gísla í Mikl- ey, Dúdda á Skörðugili, Bjössa á Krithóli, Óla í Álftagerði og Reimars á Löngumýri. Allt kátir karlar. Þá var hlegið dátt í suðurstofunni í gamla bænum, sagðar sögur, kvið- lingaar látnir fjúka og rætt um hesta. Og að Iokinni dvöl reið hús- bóndinn á gæðingi sínum, Stóra- Blesa eða Litla-Blesa út í bjarta sumarnóttina. Mikill vinur Sigurðar um árabil var Páll Sigurðsson, oft kenndur við Fornahvamm. Þeir tveir munu hafa á tímabili farið með ferðamenn um Kjöl. Hygg ég að þeir hafí verið forgöngumenn um slíkar ferðir. Ymislegt sagði Sigurð- ur mér frá þessum ferðum. Margt gerðist þar skemmtilegt. Smalamennska, réttardagar, söngur og glaðværð. Allt eru þetta sólskinsblettir endurminninganna og þar er Sigurður í Krossanesi ætíð fremstur meðal jafningja. Sigurður var góður bóndi og hirti vel búfénað sinn. Stórt bú hafði hann þó aldrei, en notadijúgt, enda hygg ég að metnaður hans hafi ekki beint í þá átt að verða stórbóndi og ríkismaður. En hann sá vel fyrir sín- um, var góður faðir dætrum sínum þremur og konu sína elskaði hann og virti. Líf hans var gott og far- sælt og hann geislaði frá sér sól- skini og birtu. En hann var orðinn þreyttur. Eiginkona hans var horfin, heilsan að bila og hann var orðinn einn. Krossanes vildi hann þó ekki yfirgefa. Þar var hans heimur. „Nóttlaus voraldarveröld, þar sem víðsýnið skín.“ Ég kveð þennan kæra vin minn og velgjörðarmann með söknuði, en ann honum hvíldar að loknum löng- um starfsdegi. Skyldmennum hans sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurjón Björnsson. -4- Jón fæddist á ' Neðri-Brunná, Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, þann 19. maí 1922. Hann lést í Reykjavík 18. ágiist síðastliðinn. Hann var yngstur þriggj^ systkina hjónanna Elíasar Guðmundssonar og Ragnheiðar Guðmundsdóttur. Jón átti tvær syst- ur, Onnu Margréti, f. 6. desember 1913 og Maríönnu Ingibjörgu, f. 13. júní 1916, d. 10. ágúst 1991. Jón ólst upp á Neðri-Brunná til þriggja ára aldurs er fjölskyldan flutti suður á Vatnsleysuströnd, að Brunnastöðum og fáum árum síðar til Hafnarfjarðar, en for- eldrar Jóns byggðu þar hús við Selvogsgötu númer 16. Jón kvæntist Olöfu Jónsdóttur hinn 2. ágúst 1953. Ólöf fædd- ist á Svarfhóli I Laxárdals- hreppi, Dalasýslu, 6. apríl 1923, d. 20. desember 1992. Ólöf var dóttir hjónanna Jóns Arnasonar frá Jörfa í Haukad- al og Kristínar Guðbjargar Ólafsdóttur frá Stóraskógi. Þeim hjónum varð tveggja NONNI frændi er dáinn. Sannar- lega var ég ekki viðbúinn þessu, en móðir mín hafði deginum áður verið að segja mér frá því, að hún hafði þá nýverið talað við bróður sinn og hann leikið á als oddi og sagt henni frá ferðum sínum um landið og hvað framundan væri. Enn einu sinni er okkur sýnt, að við vitum aldrei hvaða óvæntir atburðir geta raskað áætlunum okkar eða leitt þær til lykta með skyndilegum hætti og opnað þá gröf er hulin er sjónum okkar. Ég tel mig muna fyrst eftir Nonna er ég var rúmlega þriggja ára, hann var þá að kenna mér að þekkja stafina. Ekki skal það rakið hér frekar, en þó er mér minnisstætt er ég klikkaði á ákveðnum staf, að frændi kleip mig í putta þar til strákurinn sagði æ og var þá komið rétt svar. Hvorki fyrr né síðar beitti hann frænda sinn neinum „fanta“tökum enda slíkt ekki til í hans huga. Mér fannst reyndar á vissu tíma- bili er ég sótti fundi hjá KFUM að Nonni frændi væri af þeim sem ég þekkti sá er líkastur væri Jesú. Orð eru til alls fyrst, segir mál- tækið, en hugurinn er upphaf allr- ar breytni og áform undanfari allra verka. Eg hygg að Nonni hafi aldrei byijað á því að tala um áform sín fyrr en hann var búinn að hugsa og kryfja málið til mergj- ar. En hugsunin snerist ekki fyrst og fremst um hluti sem hægt var að smíða úr tré eða járni eða kaupa fyrir peninga. Hans hugsun sner- barna auðið: Jón Kristinn, f. 8. febr- úar 1953, og Ari, f. 8. ágúst 1956. Jón Kristinn er kvæntur Sesselju Ingólfsdóttur. Þeirra börn eru: Helga, f. 10. maí 1971, hennar dóttir Silja Kristín, Gerð- ur, f. 18. mars 1973, Ólafur, f. 24. október 1983 og Sif, f. 6. september 1986. Ari er kvænt- ur Láru Hrönn Árnadóttur. Þeirra börn eru: Ágúst Ingi, f. 18. júní 1979, Daníel Már, f. 20. febrúar 1987 og Ólöf Brynja, f. 12. maí 1992. Eftir að hafa lokið námi við Samvinnuskólann hóf hann störf hjá Jóni Loftssyni hf., síðan rekstur matvöruversl- ana allt til ársins 1972, fyrst í Hafnarfirði, en frá 1965 í Reykjavík. Er hann hætti því hóf hann á ný störf hjá Jóni Loftssyni hf. og var þar, þar til starfið var lagt niður. Útför Jóns Ólafs Elíassonar verður gerð frá Háteigskirkju mánudaginn 28. ágúst kl. 13.30. ist ekki síður um fólk, um fjöl- skylduna, eiginkonuna og synina tvo, konur þeirra og börn. Allt sitt æviskeið beindi Nonni göngu sinni inn á réttar brautir. Og hafi hann nokkru sinn vikið af þeirri braut hefur hann leiðrétt stefnuna strax. Honum hefur verið ljóst, að til þess að komast í snertingu við hin sönnu manngildi tilverunnar væri það í samfélagi við aðra menn. Móðir Nonna, Ragnheiður, ólst upp í Hvítadal hjá hjónunum Önnu Margréti og Jóni Þórðarsyni. Þar voru einnig Stefán skáld og Jón Samúelsson sem dó tæplega tví- tugur að aldri. Stefán skáld frá Hvítadal orti um fóstbróður sinn, Jón Samúelsson, ljóð, samtals 16 erindi, og leyfi ég mér að nota annað erindi annars kafla ljóðsins sem lokaorð. Ég veit að þeir sem þekktu Nonna munu vera mér sammála um það, að orð skáldsins frá æskustöðvunum eigi hér vel við. Og engum glaðar heimur hló, og hugvit þitt var dæmafátt. Ég kynntist úrvalsæsku þó með eld í blóði og vökumátt. En þú gafst öllu líf og lit, svo leikið var þitt smíðavit. Af starfsþrá rík var höndin hög, og hugsýn glögg á eðlislög. Kæru vinir og frændur, Jón Kristinn og Ari, við Lilla biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur, eig- inkonur ykkar og börn á þessari kveðjustund. Ragnar S. Magnússon. JÓN ÓLAFUR ELÍASSON KRISTÍN ÞÓRARINSDÓTTIR •+• Kristín Jónína Þórarins- ■ dóttir var fædd í Ólafsvík 4. júlí 1921. Hún lést á sjúkra- húsi Akraness 17. ágúst sl. og fór útförin fram 26. ágúst. KÆR FRÆNKA okkar er látin. Margar góðar minningar koma upp í hugann er við minnumst Stínu Þór, eins og hún var alltaf kölluð. Minnumst við gestrisni hennar er við komum til Ólafsvíkur. Heimili hennar var ávallt öllum opið og gaf hún sér ailtaf tíma til þess að setj- ast niður og ræða málin sem jafn- ingi okkar. Hún var okkur sem önn- ur amma bæði af hlýju og alúð. Jafnframt minnumst við góðra stunda á heimili foreldra okkar í Hafnarfirði, þar sem hún var tíður getur enda mikil og sterk tengsl þar á milli. í tilefni sjötugsafmæli henn- ar fyrir nokkrum árum komum við henni gleðilega á óvart með því að birtast hjá henni í sveitasælunni í Húsafelli og eyddum þar yndislegum degi. Fyrir tveimur árum var svo haldið í fyrsta skipti ættarmót í Ól- afsvík, mættum við þar með mikinn spenning því þetta er ansi stór hóp- ur afkomenda systkinanna Elíasar, Hrefnu, Guðmundar, Helgu, Stínu og Óla. Stína naut sín til fullnustu og var mjög gaman að hitta alla, því marga af þeim höfðum við ekki séð í mörg ár. Það var gaman að fylgjast með því hvernig hún naut lífsins seinni árin, þrátt fyrir lasleika í mörg ár og að hafa misst hverl systkini sitt á eftir öðru. Fyrir nokkru átti hún því láni að fagna að eignast góðan og traustan vin og veitti hann henni margar gleði- stundir fram til síðasta dags. Með þessum fáu orðum þökkum við systurnar samfylgdina í gegnum árin. Vottum við börnum hennar, fjölskyldum þeirra, Óla bróður henn- ar og Hilmari okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Margrét Agnarsdóttir og Kolbrún Indriðadóttir, Hafnarfirði. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.