Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ , Morgunblaðið/Golli MEÐ LAXÍFRUM- SKÓGIUNDIRBOÐA msnmnmimiF Á SUNNUDEGI ►Ragnar Hjörleifsson er fæddur og uppalinn Borg- firðingur, hann leit sína fyrstu skímu 20. febrúar 1960 og ólst upp að Heggsstöðum í Andakíl. í dag er hann búsettur á Akranesi ásamt eiginkonu og börn- um og starfi hans er að reka matvælafyrirtækið Eðal- fisk í Borgarnesi. Það hefur verið mikill uppgangur í fyrirtækinu undir sljórn Ragnars. eftir Guðmundur Guðjónsson Ragnar fór hefðbundna skólaleið í barnæsku og getur fyrst um Iðnskólann sem marktæka stoppistöð. Þaðan lauk hann sveinsprófi í bif- vélavirkjun. Eftir að hafa lokið því námi hóf hann að nema rekstrar- tæknifræði við Tækniskólann. Árið 1985 lauk hann því námi frá Tækniskólanum í Óðinsvéum í Danmörku. Á árunum 1985 til 1988 starfaði hann sem iðnaðar- ráðgjafi Vesturlands, en það var staða sem starfaði í anda Iðn- tæknistofnunar, en var á snærum sveitarfélaganna. 1989 var hann ráðinn til Eðalfisks sem ráðgjafi, en það liðu ekki margar vikur uns honum var boðin staða fram- kvæmdastjóra. Hvað er af Eðal- fiski að segja á þeim árum? Tók við slæmu búi... „Þegar ég hóf störf hjá Eðal- fiski var staðan vægast sagt slæm og ef til vill hreinlegast að segja að fyrirtækið hafi verið á barmi gjaldþrots. Fyrstu verkefni mín voru fólgin í því að leita eftir auknu hlutafé og semja um skuld- ir. Þetta hefur verið erfíður tími lengst af og ég er ekki frá því að fyrirtækið hafí lengi liðið fyrir hversu illa það stóð á sínum tíma. Það tekur alltaf langan tíma að byggja upp traust og tiltrú ef ein- hverju sinni hefur skort á slíkt,“ segir Ragnar. Vissir þú að hveiju þú gekkst? Ragnar svarar: „Það má alla veg- ana segja að ég hafí mátt vita það, fyrstu vikurnar var ég ráð- gjafí og fékk þá pata af ástand- inu. En það var svart, það er ekki spurning, jafnvel verra en ég átti von á. Þegar kominn var grund- völlur til að halda starfinu áfram var strax farið í að undirbúa mark- aðssókn bæði innanlands og utan. Stefnan var sett á Bandaríkin. Á báðum markaðssvæðunum hefur náðst þannig árangur að fyrirtæk- ið hefur ekki einungis náð að snúa hinni óheillavænlegu þróun við, heldur hefur salan á erlendum markaði aukist um ríflega 100 prósent milli ára frá árinu 1993.“ Hvað er um Ameríkumarkaðinn að segja? „Frá byijun hefur áherslan hvað varðar fjárfestingu í erlendum mörkuðum verið í Ameríku. Unnið hefur verið með dreifíngarfyrir- tækinu C & M Foods Inc. í New York og heildsala í Boston, en C & M hefur unnið athyglisvert upp- byggingarstarf og komið okkar reykta laxi í margar af virtustu verslunum þar vestra. í byijun árs 1994 var reyktur lax samþykktur inn í nýja verslunarkeðju sem er með 25 verslanir á Manhattan og í lok árs 1994 í aðra keðju með 86 verslanir, þannig að heildar- fjöldi verslana með lax frá Eðal- físki er nú yfír 300 talsins þar sem við vorum fyrir í tæplega 200 búðum. Þetta dreifingarfyrirtæki hefur verið að leita að fleiri áhugaverð- um vörutegundum frá íslandi til dreifingar sem henta í þeirra dreif- ingarkerfí," segir Ragnar og held- ur áfram: „Segja má að þetta sé árangur margra ára markvissrar markaðs- uppbyggingar á þessum slóðum. Á sama tíma og gildi Bandaríkjadoll- ars var lítið, var að sama skapi lágt skilaverð. Á móti kemur, að nú þegar byijunarörðugleikar eru að baki eru skilyrði öll mun hag- stæðari hvað varðar söluverð á Bandaríkjadollar.“ Hvert skal halda? Úr því að skilyrðin eru nú hag- stæðari en áður og staða fyrir- tækisins vel trygg, stendur kannski til að færa út kvíarnar og leita á ný markaðssvæði? „Þvert á móti, ekki í stöðunni. Við þurfum ekki að koma okkur upp nýjum samböndum, heldur er mun brýnna að rækta vel þau sam- bönd sem fyrir eru. Við erum vel samkeppnisfærir hvað varðar verð og gæði og fyrirsjáanleg er mikil söluaukning áfram næstu árin í Bandaríkjunum." Af hveiju segir þú það? „Bæði hafa viðtökurnar sem vara okkar hefur fengið verið slík- ar að full ástæða er til bjartsýni, gæði vörunnar hafa yfírstigið allar hindranir á markaðnum, og til að tryggja aukinn framgang erum við að stofna til vörukynninga í þeim verslunum sem laxinn okkar er seldur í. Átakið er í samvinnu við C & M sem sér um framkvæmd málsins í New York, en við skipu- leggjum það og verkefnisstjórinn er íslenskur. Verkefnið, þar sem vörumerki okkar í New York, Ice- land Supreme, verður kynnt, hefst 14. september og stendur fram í nóvember. Kynningin verður í 55 búðum og stendur yfir í þijá daga í hverri búð. Þetta er verkefni upp á 3,7 milljónir." En á þá ef til vill að nýta með- byrinn til að fjölga vöruflokkum? „Nei, áherslan er og verður á að byggja upp það sem við erum að gera og umfram allt að forðast að vera að gera of mikið í einu. Sóknarfærin liggja í því að ná markaðsaukningu þar sem við höfum þegar hreiðrað um okkur. Vel má vera að eitthvað verði skoðað nánar í framtíðinni, en fyrst um sinn eru áherslurnar skýrar." Nú eru fleiri að keppa á sama markaði, hvernig er samkeppnin? „Það er enginn öruggur og því verða menn að vera á tánum. Við erum að keppa við Norðmenn, Skota, Kanadamenn og Chilebúa og það sem þeir eru að senda á markaðinn er af ýmsum gæða- flokkum og ekki allt boðlegt. Það eru undirboð og djöfulgangur. Sannkallaður frumskógur. Það er mikilsvert að skapa sér góða ímynd því það er eins og stór hluti neytenda í Bandaríkjunum hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað góður reyktur lax getur verið góð- ur!“ . Ekki sama vara Rifsós í Kelduhverfi, ein af örfá- um kvíaeldisstöðvum landsins, sér Eðalfiski fyrir öllum sínum fiski. Ragnar er spurður hvort nokkru sinni hafi komið upp sú hugmynd að vinna fremur villtan hafbeitar- < lax? . „Það verður að segjast eins og er, að reyktur hafbeitarlax og reyktur kvíalax er ekki sama var- an og ég ætla ekki að standa upp og segja að önnur varan sé betri en hin. Þetta er hvort tveggja Atlantshafslax, en það er munur á stinnleika, fitumagni, lit og bragði. Ég geri mér grein fyrir , því að ímynd villta laxins er sterk á íslandi og í Evrópu, en í Banda- ríkjunum er því öfugt farið. Við ( getum vel unnið og reykt hafbeit- arlax og reykjum raunar mikið af laxi fyrir stangaveiðimenn, enda er fyrirtækið miðsvæðis í einu mesta laxveiðihéraði landsins. Málið er einfaldlega að ef við ætl- uðum að byggja á hafbeitarlaxi yrðum við að koma upp lager og reykja frystan fisk megnið af vetr- inum. Fiskur tapar alltaf einhveiju | af gæðunum við frystingu og við ( kusum að vinna fremur með fersk- an lax og því varð kvíafískur fyrir valinu.“ Tölur... Hvað með hagnað, veltu, fram- leiðslutölur og þess háttar? Ragnar blaðar í pappírum og segir svo: „Síðasta ár var það besta til þessa. Þá varð hagnaður hjá fyrirtækinu 4,7 milljónir, en velta án virðisaukaskatts var upp á rúmar 112 milljónir. Af því er útflutningur upp á 52 milljónir og um 50 tonn af fullunnum reyktum og gröfnum laxi. Samsvarandi veltutala frá 1993 var tæplega 70 milljónir og 1992 var veltan á svip- uðum nótum. Þetta hefur verið sígandi upp á við, en sveiflan sem varð 1993 til 1994 stafar ekki síst af því að þá snarbatnaði dollarinn. Við erum að tala um 50 tonn eða svo til Bandaríkjanna. Fram- leiðslan fyrir innanlandsmarkað er svipuð, 50 til 60 tonn. Auk þess er vörusamsetningin nokkuð önnur hér heima. Við erum vissu- lega með okkar reykta og grafna lax, en við erum einnig með eigin línu af áleggssalötum. Það byijaði með tilraunastarfsemi, til að full- nýta hvern lax prófuðum við að setja á markaðinn laxasalat. Það er skemmst frá að segja að það I gekk svo vel að við bættum fimm tegundum við, ítölsku salati, skinkusalati, hangikjötssalati, rækjusalati og túnfiskssalati. Þessar vörur eru í verslunum víða um land og við höfum verið að sækja í okkur veðrið í dreifingu þeirra. Á þessum vettvangi gildir ferksleikinn og til að skera okkur úr höfum við eitt fyrirtækja í þess- j ari framleiðslu tekið upp á því að framleiða salötin í bökkum með álfilmum yfir. Það tryggir betri geymslu bæði fyrir og eftir að bakkinn er opnaður. Þessu hefur verið vel tekið og þarna er einnig meðbyr,“ segir Ragnar. En hvað með aðra markaði, t.d. útboð. Og hvað með Evrópu? „Við höfum tekið þátt í útboðum og munum gera það eftir því sem aðstæður leyfa. Við náðum þannig til dæmis samningi um að sjá I skemmtiskipalínunni Carribian Cruise . fyrir öllu þeirra hráefni. Við misstu það síðan aftur, en ætlum að ná því á ný í næsta út- boði. Hvað Evrópu varðar gildir öðru máli. ESB er íslenskum fyrirtækj- um í reyktum laxi erfitt vegna 13 prósent tolla sem breytast ekki með EES-samningunum. Því hefur óverulegur hluti framleiðslu Eðal- | físks farið til landa innan ESB. Þó er verið að vinna með hollensku fyrirtæki, UB & S, sem er að byggja upp markaðssambönd í Beneluxlöndunum, og í krafti gæða á okkar reykta laxi bendir allt til þess að hægt sé að byggja upp álitlegan markað þó svo að verndarmúrar séu vissulega erfið- ir. Þá má geta þess, að reglulega hafa smáar sendingar farið á önn- ur lönd, s.s. Sviss, svo eitthvað sé nefnt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.