Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDI íslendinga hefur flutt af landinu það sem af er ársins i von um betri afkomu. Skýringanna er að ltíita víða, en Hildur Friðriksdóttir og Gunnar Hersveinn komust að raun um að mikill hluti þessa fólks er barnafólk með meðallaun og á aldrinum 30-45 ára. Það bindur litlar vonir við að efnahagur þeirra vænkist hér á landi. Fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa flutt frá land- inu en til þess á undanförnum árum og ekk- ert bendir til að sú þróun snúist við. Fram til 1. ágúst eru brottfluttir íslenskir rík- isborgarar umfram aðflutta 643, en á öllu árinu í fyrra voru þeir 861. Frá árinu 1990 eru brottfluttir íslenskir ríkisborgarar 2.031 umfram aðflutta. Hins vegar hefur erlendum ríkisborgurum á íslandi fjölgað um 624 á sama tíma. Aðallega er rætt um að námsmenn, hámenntað fólk, iðnaðarmenn og ófaglært fólk flytji úr landi en engar tölur eru til um hvern hóp um sig, nema um bótaþega. Síðan samningur um Evrópskt efnahagssvæði (EES) tók gildi 1. janúar 1994 hefur Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytis gefið út vott- orð fyrir fólk á atvinnuleysisbótum. Sú breyting hefur orð- ið á að nú mega bótaþegar vera þijá mánuði erlendis í leit að atvinnu á fullum bótum, en engar tölur eru til um hversu mörgum hefur tekist að fá vinnu eða hversu margir hafa snúið heim aftur. Til skrifstofunnar leita einnig þeir sem þurfa á staðfest- ingu um starfsreynslu að halda. Allt árið í fyrra voru gefin út 115 vott- orð fyrir fólk sem flutti bætur með sér en fram til 1. ágúst 1995 hafa 139 manns fengið slíkt vottorð. Hins vegar fengu 198 vottorð um starfsreynslu allt árið í fyrra en fyrstu sjö mánuði þessa árs var samsvarandi tala orðin 249. Langflestir leita til Danmerkur eða samtals 211 manns af 388, sem er heildarfjöldi vottorðsþega Vinnumálaskrifstofu. Til Svíþjóðar hafa leitað 99 og 44 til Noregs. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hversu margir námsmenn eru inni í tölum um brottflutta og að- flutta. Tölur frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) sýna einungis hversu margir sækja um nám erlendis án þess að greina á milli „hvort umsækjendur eru að hefja nám eða hvort þeir hafa verið búsett- ir úti um tíma. En samkvæmt þeim 1.822 umsóknum um námslán erlendis er ásóknin meiri til Danmerkur og Svíþjóðar en í fyrra. í tölum um aðflutta og brottflutta má ekki gleyma þeim sem fara í framhaldsnám en treysta sér ekki til að auka skuldabyrði sína með auknum námslánum. í staðinn fara þeir út á styrkjum eða kom- ast í námsstöður. Birgir Björn Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri BHMR, kveðst ekki hafa tölfræðileg gögn um flutninga félagsmanna sinna, en segir að fyrirspurnir hafi aukist bæði á EES-svæðinu og í Bandaríkjunum. „Við finnum að fólk sem er í námi og rannsóknarstörfum erlendis skilar sér æ verr heim. Sumir skila sér en dvelja aðeins stuttan tíma heima,“ sagði Birgir Siguijónsson. MEÐAL almennra laun- þega eru iðnaðarmenn líklega fjölmennastí fag- hópurinn sem flytur af landi brott um þessar mundir og ligg- ur leiðin aðallega til Danmerkur og Noregs. Uppgangur er einna mestur í Noregi og þar var atvinnuleysi 6,0% árið 1993, en Danir bjuggu við 12,1% atvinnuleysi sama ár og Svíar við 8,2%. Orð Þórs Ottesen, fram- kvæmdastjóra Rafiðnaðarsambands- ins, renna stoðum undir þá fullyrð- ingu, að uppbvgging sé mest í Nor- egi, því það sé eina landið þar sem ekki er atvinnuleysi í greininni. Hann veit ekki um neinn nýlega sem farið hefur þangað. „Staðreyndin er sú að þeir sem hafa farið til Danmerkur og Svíþjóðar virðast hafa komist í vinnu við sitt fag.“ í sama streng tekur Þorbjöm Guð- mundsson hjá Samiðn, en undir fé- lagið heyra langflest félög bygg- inga-, málmiðnaðar- og garðyrkju- manna. Hann segir að fyrirspurnir hafi aukist frá fyölskyldufólki að undanfömu. „Þetta ástand sem við höfum verið að upplifa hófst með umfjöllun fjölmiðla um uppbyggingu í Noregi eftir flóðin í vor, en þá kom fram að fjölcH smiða vantaði til landsins.“ Það sem ýtir undir iðnaðarmenn að reyna fyrir sér annars staðar er að engin uppgrip eru framundan. Hjá smiðum hafa til dæmis aldrei verið fleiri á atvinnuleysisskrá en í sumar, en Þorbjöm segir að það sé ekki sá hópur sem leiti út heldur þeir sem hafi vinnu. „Við fáum skýr svör frá fólki, sem segir að ekkert sé framundan, það búi við mjög ótrygga vinnu, lágan kaupmátt og sjái ekki neina breytingu á næstu mánuðum. Það hafi engu að tapa,“ segir hann og bætir við að flestar stéttir hafi skrifað undir kjarasamn- ing til tveggja ára og því séu litlar líkur á breytingum. EN DRÝPUR smjör af hveiju strái á hinum Norðurlöndun- um? Flestir þeir sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að þeir bæru meira úr býtum eftir venjulega dagvinnu en hér heima, minni streita væri á fólki, ekki væri litið á menn sem aumingja þótt þeir ynnu einung- is dagvinnu, barnabætur væru hærri og ekki tekjutengdar. Auk þess mætti nefna veðurfarið. Af samtölum við nokkra íslend- inga sem búið hafa lengi í Danmörku kemur í ljós að þeir telja sig almennt hafa það betra en ekki væri þó allt til bóta. Menn mættu ekki loka aug- unum fyrir félagslega umhverfinu eins og að læra nýtt tungumál, kynn- ast nýrri þjóð, starfsvenjum og kerf- inu. Þá væru fjarvistir frá ættíngjum og vinum mörgum erfiðar. „Hugur- inn er alltaf heirna," sagði Valdimar Hallgrímsson þrátt fyrir að hafa búið 11 ár í Danmörku ásamt fjöl- skyldu sinni og vegnað vel. FJðLSKYLDUR Á FLÓTTA Helga Guðmundsdóttir, sem vann til skamms tíma sem upplýsingafulltrúi í Jónshúsi, kveðst ekki hafa orðið vör við straum íslendinga nema þá sem lent hefðu í vandræð- um. „Fólk sem flytur frá íslandi varar sig ekki alltaf á því að vinnan er ef til vill ekki samfelld," sagði hún. „Það getur verið að að- eins betra sé að að búa hér, en þetta er ekkert „gósenland" og ég upplifi ekki þennan mun sem fólk á íslandi er að tala um.“ EIN þeirra sem hefur reynslu af búsetu í Danmörku er Auður Matthíasdóttir, sem starfar nú hjá flölskyldu- deild Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkur. Af eigin reynslu taldi hún ekki mikill mun á að búa hér eða í Danmörku. Hún er félagsráðgjafi og er í dag- legum samskiptum við fólk sem leitar aðstoðar. „Ég hef orðið vör við fleiri fyrirspurnir að undanförnu frá fjölskyldufólki sem er að velta fyrir sér möguleikum á hinum Norðurlöndunum og einhverjir eru farnir af landi brott," sagði hún en benti jafnframt á að ekki þýddi að ætla sér einungis að dveljast í landinu til lang- frama og vera á bótum. „Það er af sem áður var,“ sagði hún. Auður tók fram að þeir sem færu utan væru ekki endilega þeir sem hefðu það slæmt. Sumir væru í leit að þægilegra lífi ög ástæðan væri ekki endilega atvinnu- leysi heldur léleg laun. Til dæmis vantaði fólk til starfa í heimilishjálp hjá Félagsmálastofnun og í fiskvinnslu. Annar félagsráðgjafi, sem hefur mikil samskipti við atvinnulausa, taldi þá leið félagsmálaráðherra að vekja athygli á lausurn störfum úti á landi með auglýsingum varhugaverða. ',,í raun gæti það riðið fjölskyldum í Reykjavík að fullu að flytja út á land í fískvinnslu sökum þess hve launin eru lág og kostnaðarsamt er að flytja. Sá kostur að fara út á bótum í atvinnuleit er í raun ekkert síðri. Stjómvöld ættu því að leita annarra ráða í atvinnumálum," sagði hann. INGVI Öm Kristinsson, framkvæmdastjóri peninga- málasviðs Seðlabankans, er einn þeirra sem álítur að auðveldara sé fyrir barnafjölskyldur að búa á Norður- löndum, því þar sé stuðningur hins opinbera meiri en hér á landi. Hann telur íslensk stjórnvöld hafa verið nokkuð djörf í breytingum til dæmis á vaxta- og barnabótum og skattstiganum, sem höggvi nærri barnafólki á aldrin- um 35-45 ára. „Þessi hópur er að taka á sig töluvert miklar byrðar," segir hann og nefnir að undan- gengin kynslóð hafí hlað- ið upp miklum eignum en skuldabyrði kynslóð- anna hafi ekki að sama skapi verið jafnað. í sam- bandi við húsnæði bendir hann einnig á að vaxta- bótakerfið á íslandi sé tekjutengt, þannig að 6% af tekjum skerði bæturn- ar og virki því í raun sem viðbótarskattur. Hins vegar séu vaxtagjöld vegna íbúðarkaupa víð- ast hvar á Norðurlöndum frádráttarbær frá skatti. Hann nefnir að þeir sem hafí fengið lán frá LÍN eftir 1983 standi illa að vígi, því lánin séu til styttri tíma og tekjuviðmiðanir séu hærri. „Ég sé ekki betur en verið sé að dreifa skulda- byrðinni ójafnt á milli kynslóða og tel að þetta sé fólkið sem er að gefast upp og vill flytja." UNDIR þessi orð tekur fertugur maður, sem nú í ágúst fékk óvæntan glaðning frá LÍN eða hitt þó heldur. Hann kveðst hafa unnið mikla yfirvinnu í fyrra en tekjutengda afborgunin miðast við árstekjur fyrra árs og hann hafí ekki gert sér grein fyrir hversu há greiðslu- byrðin yrði. „Ég fékk bréf þar sem mér er gert að greiða 75.000 kr. fyrir 15. september og það er mun st'ærri biti en ég hafði gert ráð fyrir. í viðbót við álagningu og stórminnkaðar vaxtabætur vegna breyttra reglna var þetta kornið sem fyllti mælinn," sagði hann og kvaðst vera að leita sér að skattaskjóli innanlands eða utan. Þau hjón greiddu 474.000 kr. í vexti af lánum vegna húsnæðiskaupa árið 1993 og fengu þá fullar vaxtabæt- ur, kr. 203.548. Árið 1994 voru vextir af lánum vegna húsnæðiskaupa 452.000 kr. en vegna breyttra reglna það ár lækkuðu bæturnar niður í 64.278 kr. „Hefðu gömlu reglumar gilt hefðu bæturnar orðið 232.064 kr.,“ sagði þessi heimildarmaður og kvaðst ekki skilja hvernig hægt væri að koma svona illilega aftan að fólki. „Það á eflaust eftir að sýna sig um áramótin að gjaldþrot Morgunblaðið/Sverrir MIKILL annatími hefur verið í búslóðaflutningum að undanförnu. Hér má sjá starfsmenn Samskipa ljúka við að fylla einn gáminn. heimila verði mörg á árinu,“ sagði hann. Það skal tekið fram að hjónin voru samanlagt með sömu tekjur og jafnháar skuldir bæði árin. Að mati Ingva Arnar Kristinsson- ar er skattkerfið einnig orðið býsna grimmt hér á landi. „Fólk greiðir tæplega 42% í skatt og þeir sem lenda í hátekjuskatti borga 5% til viðbótar, auk Iífeyrissjóðsiðgjalds sem er 4%,“ segir hann og telur að skattbyrðin í heild sé léttari á Norð- urlöndum fyrir barnafólk. ott-iaii viúioouu pi 01V.0001 Viu iv lagsvísindadeild H.í. rannsakaði fyrir nokkrum árum samband nettó brott- flutnings fólks og kaupmáttarþróun- ar. Kom í ljós^ að kaupmáttur fylgdi hagsveiflu. Áberandi samdráttar- tímabil varð í kringum 1950, 1960, 1968-70 og 1974-75. „Tengsl voru á milli þess, að þegar umtalsverð kjaraskerðing hafði orðið samhliða efnahagssamdrætti, fylgdi markverð sveifla í brottflutningi ári síðar. Þessi regla virðist hafa gilt frá stríðsárum til 1980, en þá varð sambandið mun veikara. Þess má geta að þá fækk- aði tækifærum á Norðurlöndum," sagði hann. Stefán telur _að ein af ástæðum brottflutnings íslendinga nú gæti verið aukið atvinnuleysi og stöðnun síðustu ára. Hann nefnir að mögu- leikinn til að vinna sig út úr skuldum með uppgripavinnu á sjó og í bygg- ingariðnaði sé orðinn harla lítinn. MIKLAR umræður áttu sér stað í þjóðfélaginu fyrir síðustu alþingiskosningar um þrönga fjár- hagsstöðu heimilanna. Alþýðusam- band Islands birti til dæmis útreikn- inga sem sýndu að jaðarskattar geta verið 80% hjá fjögurra manna flöl- skyldu með 125-210 þúsund krónur í tekjur. Þá viðurkenndu margir stjórn- málamenn í kosningabaráttunni að skatta- og bótakerfið væri komið á ystu nöf. Bent var á að fólk þurfi fyrst að greiða beina skatta, svo óbeina og loks skerðist bætur vegna tekna. Síðustu krónurnar í launa- umslagi fjölskyldunnar eru því ekki margar. Sagt hefur verið að íslenska skattkerfið sé orðið svo flókið að sérfræðingar einir geti reiknað út ráðstöfunartekjur fólks. Sá efnahagsbati sem orðið hefur á Islandi að undanförnu hefur ekki skilað sér til launþega. Fréttir af góðæri í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð virðast hafa vakið upp gamla drauminn um að búa í útlöndum. Það virðist því vera að rætast sem stjóm- málamenn óttuðust, að afkomu- möguleikar og ráðstöfunartekjur séu komnar á ystu nöf og fólk því til- búið að láta á það reyna hvort það komist betur af annars staðar. Alvarlegasta umhugsunarefnið er kannski að fjölskyldufólk með meðal- tekjur, sem hefur verið þess umkom- ið að greiða skatta til samfélagsins hingað til, er nú að leggja á flótta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.