Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarstjórn samþykkir hækkun á fargjöldum Strætisvagna Akureyrar Hækkunin að meðaltali 12% Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson SAMÞYKKT var í bæjarstjóm Akureyrar í gær breyting á far- gjöldum Strætisvagna Akureyrar en þau munu hækka að meðaltali um 12%. Framkvæmdanefnd Akureyrar- bæjar lagði til á fundi á mánudag að fargjöld fullorðinna hækki úr 80 krónum í 90, fargjöld barna 6-15 ára hækki úr 30 krónum í 35. Þá lagði nefndin til að 20 mið- ar fullorðinna hækki úr 1.280 krónum í 1.400 krónur, 25 miða kort framhaldsskólanema hækki úr 1.100 krónum í 1.200 krónur, 20 miðar aldraðra hækki úr 550 krónum í 500 krónur og 20 miða kort fyrir böm hækki úr 400 krón- um í 450 krónum. Meirihluti bæj- arstjómar samþykkti tillögur nefndarinnar á fundi sínum í gær, en hækkunin tekur gildi 1. októ- ber næstkomandi. Fargjöld SVA hækkuðu síðast 1. janúar 1993. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, lagði til að hækkun á gjaldskrá Strætisvagna Akur- eyrar yrði vísað til gerðar fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár, en sú tillaga var felld á fundi bæjar- stjómar. Fram kom í máli hans að ákveðin fargjöld SVA séu lægri en hjá Strætisvögnum Reykjavík- ur, en ekki væri fyllilega hægt að bera gjöldin saman þar sem minni þjónusta sé í boði á Akureyri, til að mynda væri enginn akstur um helgar á Akureyri. Forstöðumaður SVA hefur ósk- að eftir meiri hækkun fargjalda en samþykkt var í bæjarstjórn, m.a. vegna olíuverðshækkunar, launabreytinga og hækkunar á þjónustu og varahlutum og sagði Sigurður að þá ósk yrði að taka til skoðunar við gerð næstu fjár- hagsáætlunar. Hann sagði nauð- synlegt að skoða málefni strætis- vagnanna gaumgæfilega, hvort ekki væri hægt að draga úr rekstr- arkostnaði og fjölga notendum vagnanna. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, taldi að koma þyrfti meira til móts við þá sem mest notuðu vagnana. Iðja, félag verk- smiðjufólks Leiðrétting á laun lág- launafólks Á ALMENNUM félagsfundi í Iðju félagi verksmiðjufólks á Akureyri og nágrenni sem haldinn var á sunnu- dag var tekið undir ályktun útifund- ar verkalýðsfélaganna í Eyjafirði í síðustu viku. Bent er á að komi ekki til uppsagnar samninga nú þegar verði að koma veruleg samanburðar- leiðrétting á laun láglaunafólks strax. „Fundurinn telur rétt að upplýsa forsætisnefnd Alþingis um að frá 1989 hafa laun iðnverkafólks hækk- að um 12.556 krónur á mánuði með- an þingmenn hafa fengið 45.839 króna hækkun auk annarra fríðinda. Ef þetta ér stefnan til að rétta hag þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu þá hefur hörmulega til tekist," segir í ályktun félagsfundar Iðju. Þóknun fyrir stjórnarstörf á vegum Akureyrarbæjar Bæjarfulltrúi vill lækka þóknunína Morguriblaðið/Hilmar T. Harðarson Kiðagil tekin í notkun BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti í gær að þóknun fyrir störf í bæjarstjóm og nefndum verði ekki hækkuð nú, en hún verði tekin til endurskoðunar við gerð fjárhagsá- ætlunar fyrir næsta ár. Þóknun fyr- ir stjórnunar- og nefndarstörf hjá Akureyrarbæ hefur tekið mið af þingfararkaupi. „Eigum að byija á okkur“ Nokkrar umræður spunnust á fundi bæjarstjórnar í gær um þókn- un þessa og sagði Oddur Halldórs- son, Framsóknarflokki, þá meðal annars að besta mál væri ef sam- þykkt yrði að lækka laun bæjarfull- trúa. Hann sagði menn í nefndum bæjarins fá ágætis laun fyrir sína vinnu. „Við erum að koma hérna saman og fara fram á að aðrir spari, við eigum að byija á okkur,“ sagði Oddur og benti á að ákvörðun um að taka ekki launahækkun til sam- ræmis við þingfararkaupið bæri keim af því að menn hefðu ekki þorað að hækka laun sín vegna neikvæðrar umræðu um launa- hækkun alþingismanna. Misskilningur meðal fólks Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, kvaðst hafa orðið vör við misskilning meðal fólks um laun bæjarfulltrúa, en margir héldu að kjörin væru svipuð, bæjarfulltrúar fengju sömu kostnaðargreiðslur og alþingismenn, en svo væri ekki. Guðmundur Stefánsson, Fram- sóknarflokki, sagði þóknun fyrir stjórnunarstörf á vegum bæjarins ákveðna prósentu af þingfararkaupi og hann hefði fremur kosið að þeirri reglu yrði haldið áfram. Miðað við umræðu síðustu daga væri leiðinlegt að vera bendlaður við starfskjör al- þingismanna. Það væri hins vegar ekki betra að fresta málinu, drepa því á dreif, fyrr eða síðar yrði að taka á því „og það er ekkert betra síðar,“ sagði hann. NÝR leikskóli, Kiðagil hefur ver- ið tekin í notkun á Akureyri og bætir hann úr brýnni þörf fyrir aukið leikskólarými í bænum. í fyrstu verður þó aðeins hluti hússins notaður undir leikskól- ann, því Giljaskóli, sem er nýr grunnskóli á Akureyri hefur fengið inni í húsnæðinu tíma- bundið. Myndin var tekin við opnun leikskólans á dögunum en þar ávarpaði Hugrún Sigmundsdótt- ir leikskólasljóri viðstadda. Atvinnumálanefnd óskar eftir skýrslu um umfang atvinnuleysis Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Heimsforseti Kiwanis- á fundi eyfirskra klúbba ATVINNUMÁLANEFND Akur- eyrar hefur farið fram á það við stjómarnefnd vinnumiðlunar að hún láti vinna skýrslu um ýmis atriði atvinnuleysisskráningar og atvinnuleysisskránna, en nefndinni þykir brýnt að auk þess sem fyrir liggi upplýsingar um umfang at- vinnuleysis verði aflað upplýsinga um hagi þess fólks sem er án at- vinnu. Meðal þess sem nefndin óskar eftir eru upplýsingar um hvort skráning atvinnuleysis hafí breyst undanfarin tvö ár, hvort einstakl- ingar eða hópar sem ekki voru skráðir áður láti skrá sig nú, hvort algengt sé að einstaklingar á at- vinnuleysisskrá séu skráðir að hluta atvinnulausir, hve einstakl- ingar hafi verið lengi á atvinnu- leysisskrá og hvort og þá í hve miklum mæli um sé að ræða ein- staklinga á atvinnuleysisskrá sem hafí að einhveiju eða verulegu leyti skerta starfsgetu. Vill nefndin gjarnan eiga sam- starf við stjómamefnd vinnumiðl- unar um gerð slíkrar skýrslu og væntir þess að við gerð hennar verði hægt að varpa frekara ljósi á umfang og eðli þess vanda sem við er að glíma í atvinnulífi bæjar- ins. HEIMSFORSETI Kiwanishreyf- ingarinnar, Eyjólfur Sigurðsson heimsótti á dögunum félaga sína í Eyjafirði og hélt fund með kiwan- isklúbbunum Kaldbak og Emblu á Akureyri, Hrólfi á Dalvík og Súl- um í Olafsfirði. Þar kynnti hann áætlanir hreyf- ingarinnar á næsta ári og spjallaði almennt um starfsemi hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópu- búi gegnir þessu æðsta embætti Kiwanishreyfingarinnar. Myndin er tekin á fundinum. Kór Glerárkirkju Vetrar- starfið hafið VETRARSTARF Kórs Glerárkirkju er nýlega hafíð, en um 50 félagar eru í kórnum. Starfsemin verður með líku sniði og undanfarna vetur. Kórnum er skipt í þijá sönghópa sem skiptast á að syngja í athöfnum en á stórhátíðum syngur allur kór- inn. Ráðgert er að halda tvenna tón- leika í vetur, aðventutónleika í des- ember og tónleika með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í dymbilvik- unni, þar sem flutt verður Sálu- messa Mozarts, en æfingar á því verki hófust í vor. Æfingar eru tvisv- ar í viku, á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum kl. 20.00 í safnaðarsal Glerárkirkju. Kórinn fór í fyrstu utanlandsferð sína sumarið 1992 og er þegar haf- inn undirbúningur að þeirri næstu þó ekki sé búið að tímasetja hana. Hægt er að bæta við söngfólki í allar raddir, þó sérstaklega í sópran og bassa og er þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í starfí kórsins bent á að snúa sér til kórstjórans, Jóhanns Baldvinssonar í Glerár- kirkju. Hj*artasj*úklingar gefa hálfa millj*ón FÉLAG hjartasjúklinga á Eyja- fjarðarsvæðinu sem fagnaði 5 ára afmæli sínu um liðna helgi færði Kristnesspítala hálfa millj- ón króna að gjöf í tilefni af þess- um áfanga. Féð rennur til upp- byggingar á sundlaug sem notuð verður við endurhæfingardeild spítalans, en dágóð upphæð hef- ur þegar safnast í sundlaugar- sjóðinn eða nógtil að hefja fram- kvæmdir við laugina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.