Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Annað sögnkvöld vetrarins í KVÖLD verður annað sögu- kvöld vetrarins í Kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum. Sögukvöld eru samstarfs- verkefni Rithöfundasam- bands íslands og Kaffileik- hússins og er tilgangur þeirra að fá fólk til þess að koma saman og hlýða á sögur og rækta um leið sagnahefðina. Sögukvöldin verða annan hvem miðvikudag í allan vet- ur. Sagnamenn og -konur fyrsta sögukvöldsins verða; Gunnar Gunnarsson rithöf- undur, Halldóra Geirharðs- dóttir leikkona, Hildur Finns- dóttir prófarkalesari og Sig- urður Valgeirsson ritstjóri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Verðlaunabækur í enskri þýðingn Englar alheimsins og Meðan nóttin líður SKALDSOGURNAR Englar al- heimsins eftir Einar Má Guð- mundsson og Meðan nóttin líður eftir Fríðu A. Sigurðardóttur eru komnar út í enskri þýðingu hjá Mare’s Nest í London í bóka- flokknum Shad Thames. Bemard Scudder er þýðandi Engla al- heimsins, en Meðan nóttin líður er þýdd af Katjana Edwardsen. Skáldsögurnar eru báðar verðlaunabækur. Einar Már fékk Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1995 fyrir Engla alheimsins og Fríða 1992 fyrir Meðan nóttin líður. í kynningn forlagsins er lögð áhersla á harmrænan og ljóð- rænan þátt Engla alheimsins ásamt fyndni í lýsingu utan- garðsmanns í samfélaginu. Með- Einar Már Friða Á. Guðmundsson Sigurðardóttir an nóttin líður er sögð lýsa lífi kvenna fyrr og nú, einkum harðri tilveru kvenna genginna kynslóða um leið og spurt sé um sjálfsmynd nútímakonu. Áður hefur skáldsaga Einars Más, Eftirmáli regndropanna, komið út hjá sama forlagi. LEIKHÓPURINN við Iðnó. Trjójudætur Tragedía Evrípíd- esar í þýðingu Helga Hálfdanarsonar HVUNNDAGSLEIKHÚSIÐ hóf fyrir skömmu æfingar á „einum magnaðasta harmleik heimsbók- menntanna", eins og komist er að orði í kynningu. Er hér um að ræða Trójudætur Evrípídesar sem margir segja áhrifamestu lýsingu á stríði þjóða og þeim skelfingum sem ævinlega fylgja í kjölfarið. I sýningunni taka þátt um 30 manns; leikarar, söngvarar, dans- arar, hljóðfæraleikarar og mynd- listar- og tæknimenn. Sýningar munu fara fram í Iðnó Leikstjóri er Inga Bjamason, tónskáld er Leifur Þórarinsson, hljómsveit stjórnar Óskar Ingólfs- son, dansstjóri er Lára Stefáns- dóttir, mynd og búninga gera Asdís Guðjónsdóttir og Gerla. I stærstu hlutverkum em þau Bríet Héðinsdóttir, Helga E. Jóns- dóttir, Sigrún Sól Ólafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnsteinsson og Hinrik Ólafsson. Kórhlutverkið sem að hætti grískra harmleikja er viða- mikið er í höndum leikara og söngvara, þ.á m. em Lilja Þóris- dóttir, María Ellingsen, Kolbrún Erna Pétursdóttir, Guðrún Þórð- ardóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Esther Guðmundsóttir, Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þórhallsdótt- ir, Jóhanna Linnet o.fl. Fmmsýning verður um miðjan október. „Að frumsýningu lokinni (og fáeinum aukasýningum) mun Hvunndagsleikhúsið halda áfram að vinna verkið og byggja á þeirri reynslu sem fengist hefur - því leiklist af þessu tagi er eilíf, enda- laus leit. Verður stefnt að „stór- sýningu" á Trójudætmm að við- bættum Jötninum (einnig eftir Evrípídes, í þýðingu Helga) í skjóli Listahátíðar í Reykjavík í júní 1996.“ Nýjar bækur Höfðað til gamansemi ÚT ER komin ljóðabókin Kvæði úr Guarantínu. Höfundur er Ragnar G. Kvaran. Hann er Reykvíkingur og var lengi flugstjóri hjá Loftleið- um, en síðar í Bíafraloftbrú og eftir það vítt um heim. Hjá Cargol- ux var hann flug- stjóri í átján ár, þar af yfirflug- stjóri í átta ár. Hann gefur sjálfur út bók sína, sem er sett og myndskreytt af honum sjálfum. „Kvæðin eru háttbundin, en sund- urleit að efni og er ætlað að höfða fremur til gamansemi en naflaskoð- unar,“ segir í kynningu. Fjöldi síðna er 109. Verð 2.190 kr. Dreifing íslensk bókadreifing. ------» ♦ ♦---- • INNGANGSFYRIRLESTRAR um sálkönnun eftir Sigmund Freud. íslensk þýðing er eftir Sig- urjón Björnsson sem einnig ritar inngang. Inngangsfyrirlestrar Sig- mundar Freuds eru meðal þekkt- ustu ritverka hans og það sem oft- ast er leitað til þegar menn vilja vitna í kenningar hans. í þessu mikla riti gerir Freud grein fyrir öllum meginatriðum hinna víð- frægu kenninga sinna. þarert.a.m. að fínna draumakenningu hans og hafa sumir sagt að það sé besta greinargerðin frá hans hendi. Inngangsfyrirlestrarnir hafa verið þýddir á fjöldamörg tungu- mál, á sum oftar en einu sinni. í þessari íslensku þýðingu er ritið gefið út í tveimur bindum. í fyrra bindinu, sem hér birtist og er 254 bls. að lengd, er að finna fyrir- lestra hans um sálfræðilegar skýr- ingar á mistökum ásamt drauma- kenningunni. Þetla ersjötta ritið sem Bók- menntafélagið hefur gefið út íbóka- flokknum Sálfræðiriit að undirlagi og í þýðingu Siguijóns Björnssonar. Bókin kostar 2.485 kr. Flóttinn mikli Aðkoma upp góðum kvartett TÓNLIST Bústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkowsky léku verk eftir Beethov- en, Schubert og Brahms. Sunnudag- inn 17. september 1995. TÍMINN er í sinni framvindu sjálf þróunin og það sem á vantar ein- hverju sinni mun ná alsköpun síð- ar, eins og af sjálfdáðum. Þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarmennt- un íslendinga á liðnum árum, var vel virkur stengjakvartett nokkuð sem lengi var beðið eftir. Nú hefur tíminn unnið sitt verk og líklega á hann það eitt eftir, að skapa starfs- skilyrðin fyrir blómlegt starf á þeim vettvangi og það mun gerast með tímanum. Tíminn leikur stórt hlutverk fyrir samspilshóp eins og strengjakvart- ett, því leitin að samvirkni í leik og tónstöðu og skilningur á skáld- skap tilfinninganna tekur sinn tíma og þarf að þroskast samhliða ald- urstíma flytjendanna. Í dag má segja, að nú sé lag og tími kvart- ettsins sé runninn upþ og á næstu árum mun Kammermúsíkklúbbur- inn sjá draum sinn rætast, að ekki þurfi að draga erlenda tónlistar- menn upp að okkar köldu og brim- sorfnu ströndum, svo heyrast megi til þeirra sem ortu í fíngerðan vef stroktónlistarinnar. Á tónleikunum sem hér um ræð- ir er að verða til strengjakvartett, sem líklegur er til góðra hluta og þar sem Reykjavíkurborg hefur lagt til fé, væri ekki úr vegi að ríkið stofnaði til sams konar starfsskil- yrða, því ekki þurfa íslendingar mikið kaup, til að gera það sem gera þarf. Hvað sem þessu Iíður, var flutningur þess ónefnda strengjakvartetts, sem systurnar Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkowsky skipa, á köflum mjög góður og nú var víða vel slípað, þar sem órói æskunnar réði áður miklu. Mátti oft heyra fallega íhugun og dvalið við, þar sem viðkvæmni ríkir í tónmáli meistaranna. Tónleikamir hófust á strengja- kvartett nr. 8 en sá er op. 59, nr. 2, annar af þremur, sem Beethoven samdi 1806 ogtileinkaðir eru rússn- enska sendiherranum í Vínarborg, Rasumovshy prins. í kvartettinum notar Beethoven rússneskt þjóðlag, sem birtist í þriðja þætti og er form- skipanin eins og í fúgu, sem lýkur á skörun stefjanna. Þessi formskip- an kom ekki nógu vel fram en að öðru leyti var kvartettinn vel flutt- ur. Næst á efnisskránni var einþátt- ungur í c-moll eftir Schubert, glæsi- legt verk, sem var hressilega flutt, en í þessum þætti er sérkennilega spunnið úr fallandi ferli í laghæfum moll. Lokaverkið var fyrsti strengjakvartettinn eftir Brahms op. 51, nr. 1, stórkostlegt verk sem þykir sérlega stílfast. I heild var kvartettinn vel leikinn, sérlega þó annar og þriðji þáttur, en merkja mátti þreytu og minnkandi einbeit- ingu í síðasta þættinum. Tónleikarnir í heild voru góðir og eiga flytjendurnir margt til áð koma upp góðum kvartett. Styrk- leikahlutföllin voru stundum um of, en styrkur er afstæður og í mjög sterkum leik þarf að vera á varð- bergi varðandi tónstöðuna. Tónninn í kvartettinum var oft sérlega fall- egur og mjúkur og þarf ekki miklu við að bæta, nema þá helst í túlkun og að ofgera ekki í styrk, til að þessum ágætu flytjendum takist að koma upp góðum strengjakvartett. Jón Ásgeirsson KVIKMYNPIR Bíóborgin/ Sagabíó/ Nýja Bíó Kcf I a vík Hundalíf „101 Dalmatians" ★ ★ ★ Leikstjóm: Wolfgang Reitherman, Hamilton S. Luske og Clyde Geron- imi. Lcikstjóri íslenskrar talsetning- ar: Om Amason. Upptökustjóm: Júlíus Agnarsson. íslenskar raddir: Felix Bergsson, Þórhallur Sigurðs- son, Pálmi Gesfcsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Óm Ámason ofl. Walt Disney. 1961. Gamla Disneyklassíkin Hundalíf eða „101 Dalmatians" frá 1961 hefur verið sett í dreifingu á ný um heiminn og m.a. á íslandi þar sem hún hefur fengið íslenskt tal. Er hún þriðja Disneymyndin sem Sambíóin sýna með íslensku tali á eftir Aladdín og Konungi ljónanna og er óhætt að segja að talsetning- in sé afar vel heppnuð í Hundalífí enda margir leikaranna komnir með góða þjálfun í talsetningu bíómynda og hafa gott lag á túlk- un ævintýrapersónanna, sem skipta höfuðmáli í öllum Disney- teiknimyndum. íslensku leikararn- ir gæða hið skemmtilega ævintýri um hundana hundrað og einn frískleika og fjöri undir leikstjórn Arnar Árnasonar og lifa sig inní söguna og skapa verulega góðar persónugerðir í takt við myndirnar. Hundalíf er eiginlega æsispenn- andi flóttadrama á við það besta sem gerist í leiknum myndum. Fimmtán dalmatíuhvolpum er rænt af klaufalegum og spaugileg- um útsendurum dæmigerðrar Di- sneynornar og þeir fluttir á bú- garð uppi í sveit þar sem fyrir eru 84 aðrir samskonar hvolpar en nornin ætlar að drepa þá og nota feldinn í pels handa sér. Foreldrar hvolpanna 15 komast að því með hjálp vina sinna úr dýraríkinu hvar þá er að fínna og úr því verður æsispennandi eltingarleikur. Hundalíf er óvenjuleg að því leyti að það er ekki mikið sungið í henni og er raunar ekki nema eitt lag í allri myndinni. Að öðru leyti eru allir gömlu Disneytöfr- arnir til staðar, þeir sömu og virka enn í nýju myndum fyrirtækisins, sem fara sigurför um heiminn. Hér er húmor og spenna í sögu um baráttu góðs og ills, hraði í frásögn, grimmd og hlýja og hell- ingur af skemmtilegum smærri hlutverkum sem fylla út í myndina og gera hana að afbragðsgóðri skemmtun þar sem fjölskyldusam- heldnin sigrar að lokum eins og alltaf. Það má ætíð ganga að þess- um töfrum vísum í Disneyteikni- mynd, gamalli og nýrri. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.