Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 31
MINNINGAR
+ Þorsteinn fædd-
ist í Reykjavík
27. september 1918.
Hann lést á Land-
spítalanum 9. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Brynjólfur
Þorsteinsson,
bankaritari, d. 27.
júní 1945, og Þuríð-
ur Guðmundsdótt-'
ir, húsfrú, d. 22.
október 1948. For-
eldrar Brynjólfs
voru Þorsteinn Erl-
ingsson, skáld, d.
28. september 1914, og Guðrún
Jónsdóttir, d. 1. maí 1960. For-
eldrar Þuríðar voru Guðmund-
ur Guðmundsson, verslunar-
maður, d. 23. nóvember 1945,
og Dagbjört Grímsdóttir, d. 21.
maí 1950.
Eiginkona Þorsteins Brynj-
ólfssonar var Lára Lárusdóttir,
f. 12. júlí 1927, d. 17. janúar
1989. Foreldrar Láru voru Lár-
us Guðbjartur Guðmundsson í
Krossnesi í Grundarfirði, d. 25.
NÚ ER látinn bróðursonur minn,
Þorsteinn Brynjólfsson, nærri 77
ára að aldri. Brynjólf föður hans
eignaðist móðir mín árið 1898, um
tveimur árum áður en foreldrar
mínir Guðrún Jónsdóttir og Þor-
steinn Erlingsson, skáld, hófu bú-
skap í Reykjavík. Hann varð kjör-
sonur pabba míns og skráður Þor-
steinsson. Brynjólfur ólst upp með
okkur Svanhildi systur minni og að
loknu prófi í Verslunarskólanum
starfaði hann fyrst við verslun en
varð síðar bankaritari. Um tvítugs-
aldur kvæntist hann ágætri konu,
Þuríði Guðmundsdóttur. Hinn 27.
september 1918, á afmæli föður
míns, eignuðust þau son, sem skírð-
ur var Þorsteinn í höfuðið á honum.
Þegar Þorsteinn Brynjólfsson
fæddist var ég sjö ára. Hef ég fylgst
með honum og haft náið samband
við hann síðan. Hann kom mjög oft
á æskuheimili mitt og hafði ég
mjög gaman af snáðanum. Þegar
hann hafði aldur til fór hann í Versl-
unarskólann eins og faðirinn og
lauk þar fullnaðarprófi. Hann hefur
lengst af starfað hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, fyrst sem skrifstofu-
maður og síðar sem fulltrúi.
Hann kvæntist ágætri dugnaðar-
konu, Láru Lárusdóttur, árið 1951
og eignuðust þau tíu börn. Hún lést
úr illvígum sjúkdómi í ársbyrjun
1989, svo nú hefur hann verið ekk-
ill í rösk sjö ár og að mestu leyti
séð um sig og heimilið sjálfur, enda
eru börnin flest flutt að heiman
fyrir alllöngu og hafa stofnað eigin
heimili.
Fyrir nokkrum árum var Þor-
steinn skorinn upp vegna blæðandi
magasárs og var hluti magans tek-
inn. Síðan hefur hann átt við þrálát-
ar meltingartruflanir að stríða,
meira að segja garnastíflur sem
nokkrum sinnum hefur þurft að
lagfæra með uppskurði. Talið er að
þessar stíflur hafi stafað af sam-
vöxtum milli þarmanna sem mynd-
ast hafi eftir magasársuppskurðinn.
Hinn 31. ágúst síðastliðinn var
Þorsteinn lagður inn á Landspítal-
ann með þarmastíflu sem fljótlega
var lagfærð með uppskurði. En eft-
ir aðgerðina varð honum mjög
þungt fyrir bijósti og átti erfitt með
að anda. Það hafði safnast mikill
vökvi fyrir í lungunum og þurfti
oft að dæla miklu upp. Ekki var
það nóg, því súrefni mældist of lítið
í blóði. Þá var gripið til þess ráðs
að setja hann í öndunarvél og var
hann með lyfjum látinn sofa þar.
Gefinn var vökvi og næring í æð.
Á meðan hann var í vélinni, nær
apríl 1946, og Sig-
urlaug Skarphéð-
insdóttir, d. 11. jan-
úar 1942. Börn Þor-
steins og Láru eru
tíu, barnabörn 20
og eitt barnabarna-
barn. Börnin eru:
Þuríður, f. 9. apríl
1951, Lára Sigur-
laug, f. 9. septem-
ber 1952, Guðrún,
f. 15. apríl 1954,
Bryndís, f. 3. októ-
ber 1955, Brynjólf-
ur Már, f. 2. júlí
1957, Dagbjört, f.
13. janúar 1960, Guðmundur
Helgi, f. 10. desember 1962,
Geir, f. 9. september 1964,
Rúna Björg, f. 8. apríl 1966, og
Sigrún, f. 30. september 1967.
Þau búa öll í Reykjavík, nema
Dagbjört í Mosfellsbæ og Sig-
rún á Djúpavogi.
Þorsteinn starfaði sína starf-
sævi hjá Rafmagnsveitu Reylga-
víkur. Útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
inn að búast við því að hann mundi
komast yfir þetta þegar mér barst
fregnin um andlát hans að kveldi
þess 9. september.
Læknir sem hafði stundað hann
tjáði mér að dauðaorsökin hefði
greinilega verið hjartabilun. Komið
hefðu í ljós stíflur í kransæðum og
drep í hjartavöðvanum.
Þrátt fyrir veikindi og andstreymi
var Þorsteinn yfirleitt hress og kát-
ur, laus við að kvarta og barma
sér. Hann sagði oft við mig að
ástæðulaust væri að vola eða kveina
á meðan maður væri verkjalaus og
gæti farið ferða sinna.
Hann var glaðlyndur, rólegur
maður fastur fyrir og ákveðinn í
skoðunum og mikið snyrtimenni.
Við og aðrir þeir sem þekktu Þor-
stein munum sakna hans mjög.
Við Þórdís og börn okkar sendum
börnum hans, barnabörnum og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Við biðjum Þorsteini guðsbless-
unar á þeim leiðum sem hann nú
hefur lagt út á. Blessuð veri minn-
ing hans.
Erlingur Þorsteinsson.
Og nú fór sól að nálgast æginn,
og nú var gott að hvfla sig,
og vakna upp ungur einhvern daginn
með eilífð kringum þig.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta bamið sitt;
hún býr þar hlýtt um bijóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var
þótt brosin gloðu sofi þar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Ég kynntist Þorsteini Brynjólfs-
syni fyrir um 25 árum síðan. Þá
var hann á besta aldri. Við urðum
fljótlega góðir vinir þrátt fyrir nokk-
urn aldursmun. Þegar ég lít til baka
yfir farinn veg minnist ég margra
ánægjustunda er við áttum saman
bæði á heimili þeirra hjóna Þor-
steins bg Láru Lárusdóttur, en hún
lést 17. janúar 1989, langt um ald-
ur fram, og á heimili okkar Þuríðar
dóttur þeirra. Hinn 6. október 1951
kvæntist hann Láru Lárusdóttur frá
Krossnesi í Grundarfirði. Þau hófu
búskap í Reykjavík og bjuggu
lengst af á Holtsgötu 21 og síðar
á Hagamel 48. Þorsteinn starfaði
allan sinn starfsaldur hjá Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur, lengst sem full-
trúi, eða í rúm 40 ár. Börn þeirra
hjóna urðu tíu. ÖIl börn Þorsteins
hafa stofnað eigið heimili. Þorsteini
var annt um velferð barna sinna
og fylgdist vel með þeim eftir að
Lára kona hans dó. Og barnabörnin
sem komu oft í heimsókn til afa
nutu ástúðar hans. Hafa þau mikið
misst. Það gefur að skilja að oft
hefur róðurinn verið þungur að sjá
svo stórum hópi farborða. Lá Lára
heitin ekki á liði sínu en hún vann
mikið utan heimilis þegar bömin
voru yngri. Á heimili þeirra hjóna
var gott að koma. Þar var gestrisni
mikil. Heimilið stóð ávallt öllum
ættingjum og vinum opið, þeir sem
í ijarlægð bjuggu gátu komið hve-
nær sem var og hvemig sem á stóð
í mat og til gistingar. Þorsteinn var
ekki allra, eins og sagt er, en sann-
ur vinur vina sinna. Hann var mjög
vel greindur og minnugur, ættfróð-
ur og fylgdist vel með málum líð-
andi stundar. Hann var ákaflega
skemmtilegur í viðræðum og hnittin
tilsvör hans komu oft á óvart. Hann
var ákveðinn í skoðunum á þjóðmál-
um, eitilharður sjálfstæðismaður,
sá mesti sem ég hef hitt á lífsleið-
inni og svo fylginn sér í skoðunum
sínum og rökfastur að menn sem
voru á vinstri væng stjómmálanna
flúðu undan honum. Þorsteinn hafði
mikinn áhuga á knattspyrnu enda
mikill Valsmaður og fylgdist grannt
með sínum mönnum á knattspyrnu-
vellinum. Hann átti heitt og stórt
hjarta. Ef til vill fann hann stundum
of mjög til í stormum sinnar tíðar.
Þegar ég með þessum fátæklegu
orðum kveð tengdaföður minn vil
ég bera fram þakklæti fyrir allt sem
hann gerði fyrir mig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðmundur Kr. Þórðarson.
t
Móðir mín,
ÞÓRA,
er dáin.
Ég þakka ást og hamingju mín fyrstu ár.
Marie.
Ergoterapeut,
ÞÓRA GESTSDÓTTIR,
fædd 26.02.1948 í Reykjavík,
Wilkensvej 16C,
2000 Frederiksberg,
Danmörku,
lést 08.09. 1995.
Útför hennar var gerð frá Hyltebjerg-kirkju, Vanlose,
og jarðsett í garðinum við Roskildevej 59 þann 1 5. september.
Þökkum samúð og hlýhug.
Marie Vigdís Madsen, Finn Madsen,
Kristín Jónsdóttir, Vita Madsen, Ófeigur og Sverrir Gestssynir,
Kirsten Barslund, Helle Langberg, Lone Frimodt, Jytte Baarstrom,
Iris Boa, Helle Findt, Karin Pannicelli, Kirsten Grube, Anna Eriksen,
Inge Zimmermann og fjölskylda, Svíþjóð, Susanne órslykke,
Alf Hoj Madsen, Ivar Christensen, Henrik Olsen, Tine Rosenbeck,
Gitte Hojgaard, Jorgen Moller Madsen, Kirsten Skot Hansen,
Hanne, Áse, aðrir vinir og vandamenn.
ÞORSTEINN
BRYNJÓLFSSON
fimm sólarhringa, voru gerðar
margar rannsóknir á blóði, lungum,
hjarta, æðum og fleiru. Ég hafði
samband tvisvar eða oftar daglega
við lækna eða hjúkrunarfræðinga
sem önnuðust Þorstein og var far-
►<-
MflHHHEHG
^lll
ERFISDRYKK[AN
Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 *'
Ástkærir synir okkar og bræður,
FINNUR BJÖRNSSON,
KRISTJÁN RAFN ERLENDSSON
og SVANUR ÞÓR JÓNASSON,
fórust í flugslysi þann 14. sepember sl.
Minningarathöfn fer fram í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 21. sept-
ember kl. 15.00.
Jarðarförin fer fram á Patreksfirði laugardaginn 23. september
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á björgunar- og hjálpar-
sveitir.
Björn Gislason, Sigríður Sigfúsdóttir,
Þorsteinn Björnsson, Sóley Karlsdóttir,
Anna Lilja Björnsdóttir,
Erlendur Kristjánsson, Sigríður Karlsdóttir,
Sigríður Filippía og Kari Ottar Erlendsbörn,
Jónas Sigurðsson, Elsa Nfna Sigurðardóttir,
Sunna María Jónasdóttir.
GUÐBJÖRG SKAFTADÓTTIR,
Sólheimum 23,
lést 18. september.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 25. september kl. 15.00.
Þeir, er vildu minnast hennar, láti Orgel-
sjóð Langholtskirkju njóta þess.
Kristín Gunnlaugsdóttir, Sig. Haukur Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR,
sem lést í Sjúkrahúsinu á Hvamms-
tanga 17. september sl., verður jarð-
sungin frá Hvammstangakirkju nk. laug-
ardag, 23. september, kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Sjúkrahúsið á Hvammstanga.
Ragnar Björnsson, Sigrún Björnsdóttir,
Jónfna Þórey Björnsdóttir, Halldór Sigurgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
■ SIGURBJARGAR
PÉTURSDÓTTUR
frá Laugum,
Sugandafirði.
Ósk Axelsdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson,
Þórir Axelsson, Guðrún Ásgeirsdóttir,
Sigríður E. Aðalbjörnsdóttir,
Ólöf Aðalbjörnsdóttir, Guðmundur Svavarsson,
Kristjana S. Aðalbjörnsdóttir, Sigurgeir Arngrfmsson,
Jóhannes S. Aðalbjörnsson,
Eydís Aðalbjörnsdóttir, Þorkell Logi Steinsson
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
HREFNA GEIRSDÓTTIR,
Hraunteigi 19,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 22. séptember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
vinsamlega bent á líknarfélög.
GeirTorfason,
Ingveldur Ingólfsdóttir.