Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Af hverju ofbeldissamband? FLESTIR sem eiga að baki of- beldissamband heid ég að óski þess heitast að lenda aldrei í slíku aftur. Næst ætlar karlmaðurinn að finna skilningsríka konu og konuna dreymir um „rnjúkan" karlmann. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Fyrr en varir veldur nýja konan karlmanninum ómældum vonbrigð- um, en sú fyrrverandi kemst að því að þessir „mjúku“ höfða ekkert til hennar. Henni finnst þeir litlausir og óspennandi og áður en hún veit af er hún komin með gömlu kunn- uglegu týpuna upp á arminn og sagan endurtekur sig. Um slík sambönd hefur margt verið skrifað, frægust er líklega metsölubókin „Konur sem elska of mikið“. Fyrir unnendur svart/hvítra mynda af veruleikanum hljómar það eflaust vel að í ofbeldissamböndum séu karlmennirnir vondir en kon- umar of góðar. Þegar við hins veg- ar skoðum myndina í lit kemur í ljós að veruleikinn er töluvert flókn- ari. Hvers vegna laðast sumar konur að karlmönnum sem misbjóða þeim á alla lund, þrátt fyrir einlæga þrá eftir hinu gagnstæða, og hvers vegna eru sumir karlmenn fastir í mynstri kúgunar og ofbeldis, þrátt fyrir að þeir líði fyrir eigin eyðilegg- ingu? Ég þarf vart að taka fram að í svo stuttri grein er einungis hægt að bregða upp nokkrum litbrigðum af ofbeldissamböndum. Fjölbreyti- legt litróf þeirra myndi fylla Morg- unblaðið í margar vikur. Goðsögn um sterka karlmenn Ofbeldissamband byggist á trú beggja á að karlmaðurinn sé kon- unni fremri og mikilvægari. Skyn- semin kann að segja þeim að bæði eigi jafnan rétt, en ómeðvitað finnst báðum það óhugsandi. Ómeðvitað ganga þau bæði út frá því að karl- maðurinn sé sterkur og hafinn yfir þörf fyrir konuna og vegna þarfa sinna sé konan veik- geðja og honum síðri. I samskiptum við kon- una leitar karlmaður- inn stöðugt staðfest- ingar á styrk sínum sem honum finnst vaxa í öfugu hlutfalli við styrk konunnar. Með þetta í huga mætti ætla að ef karl- maðurinn hefði konuna algjörlega á sínu valdi og hún færi að öllum óskum hans væri of- beldi úr sögunni. Þetta er jú réttlæting margra ofbeldis- manna; að þeir beiji konurnar ein- göngu vegna þess að þær séu svo erfiðar. En þar kemst ofbeldismaðurinn í mótsögn við sjálfan sig. Honum finnst skilyrðislaus þægð og undir- gefni ekki eftirsóknarverð — til þess að trúa á yfirburði sína þarf hann að finna fyrir þeim. Þess vegna sækist hann eftir að finna fyrir mótstöðu og óhlýðni en þó innan þeirra marka sem hann getur sætt sig við. Hann vill að valdi hans sé ögrað til þess að hann geti brotið óhlýðnina á bak aftur. Tak- mark hans er því ekki skilyrðislaus undirgefni, heldur hæfíleg mótstaða sem hann getur sigrast á og þann- ig fundið fyrir yfirburðum sínum. Ef konan hlýðir öllum óskum karlmannsins og sýnir engan sjálf- stæðan vilja glatar hún gildi sínu í hans augum. Þá er ekkert líf í sam- bandi þeirra. Eina úrræði karl- mannsins er þá að skapa mótstöðu með því að auka kröfurnar til henn- ar í þeirri von að hún muni ein- hvern tíma streitast á móti. Þetta ferli leiðir þau í algerar ógöngur því stöðugt er gengið lengra og lengra. í alvarlegustu tilvikum getur lífi kon- unnar verið stefnt í hættu, en einnig getur kúgun karlmannsins verið svo algjör að kon- an hafi ekki neinn sjálfstæðan vilja eftir. í þannig ásigkomulagi er hún karlmanninum einskis virði. Það liggur í augum uppi að sjálfsánægja karlmanns sem þarf á svívirtri konu að halda til þess að geta fundið til eigin yfirburða ristir ekki djúpt. En bar- smíðar og lítilsvirðing þjóna enn öðrum tilgangi. Með því að bijóta niður sjálfsvirðingu kon- unnar dregur karlmaðurinn úr lík- um á því að konan yfirgefí hann. Best f alda leyndarmál ofbeldismannsins, segir Sæunn Kjartans- dóttir, er vanmáttar- tilfínning hans. Niðurlægð kona gerir sér ekki von- ir um að geta lifað sjálfstæðu lífi og hún væntir þess ekki að sér sé sýnd virðing. Á bak við kúgun karl- mannsins býr geysileg þörf hans fyrir konuna, þörf sem hann afneit- ar kyrfilega. Á yfirborðinu er karlmaðurinn sjálfsöruggur og ánægður með sig. Hann virðist algjört hörkutól, því að hann fyrirlítur þarfir, veikleika og tilfínningar konunnar. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þetta yfirborð er tilbúningur einn. Best falda leyndarmál ofbeldis- Sæunn Kjartansdóttir manns, fyrir honum sjálfum jafnt sem öðrum, er vanmáttartilfinning hans og áköf þörf fyrir umönnun sem brýst til dæmis fram á yfírborð- ið þegar hann upplifir sjálfstæði eða höfnun konunnar. Barsmíðar vegna afbrýðisemi standa í beinu sam- hengi við erfíðleika ofbeldismanns við að horfast í augu við þörf hans fyrir konuna. Hann getur ekki af- borið að finna fyrir smæð sinni og óöryggi. Með hnefann á lofti leitast hann við að útrýma eigin sársauka og viðhalda sjálfsblekkingu um „karlmennsku" sína. Goðsögn um veikar konur Á tímum jafnréttisumræðu fínnst mörgum ótrúlegt að konum finnist karlmenn vera þeim fremri og mik- ilvægari. Engu að síður er það upp- lifun margra kvenna. Þó að skyn- semin segi þeim að þær eigi jafnan rétt og karlamir sem þær búa með, hafa þær undir niðri allt aðra af- stöðu til sjálfra sín. Þær hafa verið aldar upp við það viðhorf að aðrir skipti meira máli, þær séu misheppnaðar, hafi lítið til brunns að bera og eigi fyrst og fremst að gera öðrum til hæfis. Kona með slíkan bak- grunn er eins og sniðin fyrir kúgara. Hún hefur álíka mikið álit á sjálfri sér og karlmaðurinn sem kúgar hana. Hún er viss um að það sé eitthvað að henni, þó að hún viti ekki nákvæmlega hvað það er, og þess vegna lýtur hún stjórn karl- mannsins. Það er of vægt til orða tekið að segja að það sé vegna þess að hún kunni hlutverkið, heldur snertir samband hennar við ofbeld- ismanninn kjamann í sjálfsvitund hennar. Hún veit ekki hver hún er nema í kúgandi samskiptum. En er konan eins hjálparvana og hún virðist vera? Rétt eins og karl- maðurinn geymir leyndarmál um eigin þarfir og ósjálfstæði á bak við grímu sjálfsöryggis, á konan sitt leyndarmál. Hennar leyndarmál er að hún býr yfir mun meiri styrk og sjálfstæði en hún skynjar eða sýnir. Hún heldur í þá blekkingu að karlmaðurinn sé sjálfstæður og sterkur, þvi hún óttast að ef hún fyndi fyrir smæð hans myndi hann glata gildi sínu í hennar augum og valda henni óbærilegu óöryggi. Gagnstætt karlmanninum, sem getur ekki afborið þörf sína fyrir konuna, getur konan ekki horfst i augu við að hún þarfnist ekki karl- manns sem kúgar hana. Hún trúir ekki á eigin styrk vegna þess að hún hefur lært að hegða sér eins og hún sé veikgeðja og ósjálfstæð. Það hljómar kaldhæðnislega, en helsta von konunnar liggur í mót- stöðunni sem karlmaðurinn krefst stöðugt af henni. Reiðin getur gefið henni styrk til þess að losa sig und- an ofbeldinu, en án hispurslausrar sjálfskoðunar er hins vegar hætta á að hún losi sig úr einu ofbeldis- sambandi til þess eins að fara í það næsta. Viðurkenning jafningja Kjarni ofbeldissambanda er van- máttug viðleitni til að mynda náin tengsl. Af því að karlmaðurinn af- neitar og fyrirlítur þörf sína fyrir tengsl fullnæg- ir hann henni á dulbúinn hátt með því að undiroka konuna. Hann reynir að tryggja sér hollustu hennar með því að svipta hana frelsi og gerir það gjarnan á svo ofsafeng- inn hátt að engan grunar hversu óöruggur og hræddur hann er í raun. Konan leitar aftur á móti tengsla við karlmanninn með því að skipa sér skör lægra. Hún gerir ekki ráð fyrir að geta verið til í augum hans nema að hún lagi sig algjörlega að vilja hans. í sambandi jafningja þrífst hvorki kúgun né undirgefni. Það byggist á gagnkvæmri viðurkenningu á að bæði séu sérstök og sjálfstæð, en þau þurfi engu að síður hvort á öðru að halda. Ofbeldissamband er óravegu frá þessari fyrirmynd. Til þess að nálgast hana þurfa bæði að líta í eigin barm, en það er grund- vallaratriði að karlmaðurinn þroski með sér getu og hæfileika til að bera sína eigin veikleika og erfiðu tilfinningar í stað þess að reyna að beija þær úr konunni. Höfundur er hjúkrunarfræðingvr og sálgreinir. karlar gegn OFBELD) ÞEGAR fjallað er um ofbeldi í samfélaginu er umræðan jafnan óljós og sjaldnast er komist að raun- hæfri niðurstöðu, enda er hér oft um flókið samspil ýmissa og ólíkra þátta að ræða. Sumir þessara þátta eru beinlínis tilkomnir vegna þeirrar þjóðfélagsmyndar sem við lifum í, en aðrir eiga sér stað þrátt fyrir hana. Ofbeldi getur verið margvís- legt, s.s. líkamlegt, andlegt, kynferð- islegt, ógnanir, hótanir, lítilsvirðing, einangrun eða sjúkleg afbrýðisemi. Hugtakið hefur jafnan verið skil- greint með margvíslegum hætti. Ein skilgreiningin er sú að það sé hvers konar virk eða óvirk hegðun gagn- vart öðrum er kallar fram andlega og/eða Iíkamlega vanlíðan og hefur þannig hamlandi áhrif á and- lega/félagslega stöðu og þroska ein- staklingsins. Þegar reynt er að skoða hveijar eru helstu ástæður ofbeldis er líklegt að fólk komist að raun um að rót ofbeldisins er'ekki bara ein heldur bæði margar og flóknar. Margir arf- gengir þættir hafa t.d. verið tilnefnd- ir sem frambærilegar ástæður of- beldis. En sem betur fer hafa hundr- uð rannsókna víða um heim varð- andi tengsl Iíffræði og ofbeldis leitt til þeirrar niðurstöðu að ekkert mynstur kveði greinilega á um að hægt sé að ákveða með nægilega áreiðanlegum hætti að erfðafræði- legir þættir orsaki ofbeldislegar til- hneigingar. Við teljum okkur vita mikið um félagsfræðilega þætti of- beldis, því þá er tiltölulega auðvelt að mæla og þeir hafa verið mældir í langan tíma. En hvað vitum við í raun? Við athugun kemur í Ijós að við vitum heil- mikið um það sem í raun skiptir tiltölulega litlu máli. Við vitum þó að samanburður afbrot- atíðnisyfirlita okkar við útlönd er okkur enn til- tölulega hagstæður. Miðað við mörg önnur lönd með sambærilega þjóðfélagsmynd er morðtíðni hér á landi miklu mun minni, nauðganir eru mörgum sinnum algengari víð- ast hvar annars staðar og tíðni vopnaðra rána er nú orðin svo algeng víða erlendis að mörgum óar við. Það er því til mikils að vinna fyrir okkur ef við viljum draga úr líkum á að slík þró- un geti orðið hér á landi þegar fram líða stundir. Við vitum að samfélög mörg hver eru ólík hvert öðru hvað ofbeldist- íðni og tegundir ofbeldis snertir, enda aðstæður mismunandi frá ein- um stað til annars. Almennt má þó segja að því minni sem samfélagið er, því betur á að vera hægt að draga úr ástæðum, áhrifum og tíðni ofbeld- is. Við vitum að yfirgnæfandi meiri- hluti, meira en 90%, af þeim sem handteknir eru fyrir ofbeldisglæpi, eru karlmenn og það þrátt fyrir gíf- urlegar breytingar á hlutverkaskip- an kynjanna síðustu áratugi. Lítil breyting hefur orðið á þessu svo lengi sem afbrotaskrár hafa verið haldnar. Við vitum að opin- berar tölur sýna að til- tölulega hátt hlutfall ofbeldisverka er framið af tiltölulega ungu fólki. Fólk á seinni hluta annars tugar og á byijun þess þriðja er miklu mun líklegra til þess að verða handtekið vegna ofbeldis en það sem er yngra eða eldra. Við vitum að opinber ofbeldisafbrotayfirlit, eins há og þau í raun eru, vanmeta raunveru- lega tíðni ofbeldis, sérstaklega of- beldi innan fjölskyldna. Við vitum að bestu sjúkdómsrann- sóknir staðfesta að í mesta lagi Tiltölulega hátt hlutfall ofbeldisverka, segir Omar Smári Ár- mannsson, er framið af ungu fólki. megi rekja örfá prósent af orsökum alls ofbeldis til sálfræðilegra sjúk- dóma. Við vitum að ekki má horfa fram hjá þróunarferlinu sem allir verða að ganga í gegnum, flestir með góð- um árangri, en aðrir með miklum erfiðleikum. Þar er fjölskyldan horn- steinninn. Áhrif atvinnuleysis á for- eldra hefur t.d. mikil félagsleg áhrif. Og ekki má gleyma miklum áhættu- þætti þegar rætt er um fjölskylduna og börn, en það eru áhrif mynd- banda og sjónvarps og hversu ímynd þess og boðskapur hefur breyst á tiltölulega fáum árum, eða bara frá þeim tíma þegar fólk, sem nú eru ungir foreldrar, var að alast upp. Við vitum að stöðugleiki skiptir máli. Því meira rót á samastað barna á meðan þau eru að alast upp, því verra fyrir barnið. Við vitum að skortur á leiðsögn fullorðinna getur leitt til vanrækslu. Áætlað er að u.þ.b. tíundi hluti barna fái slæma tilsögn frá foreldum. Við rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að '/) af þeim sem komu við sögu afbrota einu sinni eða tvisvar fengu slæma leiðsögn í æsku og svo var einnig um 3/4 af þeim sem komu oftar en tvisvar við sögu ofbeldis- mála. Það sjónarmið að foreldranir beiti sjálfir ákveðni, aga og hæfileg- um viðurlögum, ef út af er brugðið, virðist skila meiri árangri en að hóta slíkum börnum skólastjóranum, lög- reglunni eða öðrum utanaðkomandi. Því fleiri aðilar, sem styðja foreldra í þeirri viðleitni sinni, því betra fyrir börnin. Þar hafa íþróttafélögin og annað heilbrigt félagsstarf mikið að segja. Við vitum mikið um téngslin á milli ólöglegra vímuefna og ofbeldis. En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að samhengið á milli eins löglegs vímugjafa - áfengis - og ofbeldis er alls ekki hafið yfir gagn- rýni. Bróðurpart alls ofbeldis hér á landi má rekja til áfengisvandamála eða áfengisháttsemi geranda. Því fyrr sem unglingur byijar að drekka áfengi því meiri líkur eru á að hann verði ofbeldisfullur á fullorðinsárum. Það ei vitað að flest ofbeldisverk eru framin innan veggja heimilanna þar sem konur og böm em í flestum tilvikum þolendur. Því miður em hlutfallslega fá slík mál kærð til lög- reglu. Að safna upplýsingum um afbrot og ofbeldi er einungis fyrsta skrefið í þeirri viðleitni að vilja hafa áhrif á og stjórna tíðni þess. Spurningum eins og af hveiju er algengara að karlmenn sýni af sér ofbeldi en kven- menn er enn ósvarað. Hveijar eru ástæðurnar og hver er skýringin? Hinar einföldu skýringar eru 'ekki fullnægjandi. Ef okkur tekst að skilja hvað liggur að baki hegðun ofbeldismannsins er meiri von til þéss að okkur takist að stjórna, tak- marka eða koma í veg fyrir ofbeldi í framtíðinni. Þá er miðað við að hinar ytri aðstæður verði því hag- stæðar. Enn vitum við ekki nægilega mikið til þess að geta komið alveg í veg fyrir ofbeldi eða hvernig við eigum að stöðva það ef það er einu sinni byijað. Við vitum þó að ef reyna á að draga úr líkum á ofbeldi í okkar annars friðsamlega samfélagi þurfa allir að leggjast á eitt og fordæma hvers kyns ofbeldi í hverri þeirri mynd, sem það þekkist. Enginn á nokkru sinni að þurfa að sætta sig við að þurfa að búa við ofbeldi, hvorki á heimili sínu né annars stað- ar. Þar sem gerendur eru oftast karlar stendur þeim næst að aðhaf- ast eitthvað í málinu. Það geta þeir t.d. gert með þvi að taka einarða afstöðu gegn hvers konar ofbeldi í samfélaginu. Höfundur er nðstoðaryfirlög- regluþjónn í Keykjnvík. Orsakir ofbeldis Ómar Smári Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.