Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 48
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍM 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kýlaveikibróðir greinst í 8 ám Laxar drepast NYLEGA fundust tveir dauðir fisk- ar í Víðidalsá í Steingrímsfirði. Við rannsókn fisksjúkdómadeildar Til- raunastöðvarinnar á Keldum kom í ljós að þeir höfðu drepist úr kýla- veikibróður. Gísli Jónsson fisksjúk- dómalæknir sagði að þessi veiki hefði fundist í átta ám hér á landi í sumar. Hún tengdist á engan hátt kýlaveikinni sem kom upp í Elliða- ánum í sumar. Kýlaveikibróðir er eitt afbrigði kýlaveiki, en hann er vægur sjúk- dómur samanborið við sjálfa kýla- veikina. Kýlaveikibróðir hefur vald- ið talsverðu tjóni í eldisstöðvum, en er haldið í skeíjum með bólusetn- ingu. Gísli sagði að um væri að ræða veiki sem væri að fínna í villt- um físki. Öðru hveiju gengi sýktur fiskur upp í árnar, en aðstæður þar ýttu undir sjúkdóminn og þess vegna dræpist hann. í fæstum til- fellum næði hann að smita aðra fiska í ánum. Ástæðan fyrir því að talsvert hefur fundist af fiski sem drepist hefur úr kýlaveikibróður í sumar er sú að vegna umræðunar um kýlaveikina í Elliðaánum eru veiði- menn mjög meðvitaðir um sjúk- dómahættu og senda allan grun- samlegan lax til greiningar. Gísli sagði enga ástæðu til að ætla að meira eða minna væri um kýlaveiki- bróður í laxveiðiám nú en undanfar- in ár. Yfír 100 laxar hafa greinst með kýlaveiki í Elliðaánum í sumar. Síð- ast í gær fundust tveir sýktir laxar í ánum. Skemmdi átta bíla UNGLINGUR skemmdi í fyrra- kvöld átta bíla, sem stóðu við Stakkahlíð. Lögreglan náði sökudólgnum, sem ekki er sak- hæfur, þar sem hann er aðeins 14 ára. Busamir tolleraðir NEMENDUR Menntaskólans í Reykjavík taka með viðhöfn á móti nýnemum, sem þeir kalla „busa“. Frá fornu fari hefur það tíðkast að tollera busana og eru þeir þar með innvígðir í heim framhaldsskólans, þessarar virðulegu skólastofnunar í gamla virðulega húsinu við Lækjargötu. „Gömlu“ nemend- urnir, þ.e.a.s. þeir, sem komizt hafa í gegnum eldskírn 3. bekkj- ar, hafa á síðustu árum klæðzt hvítum skikkjum við þessa gömlu athöfn, sem fram fór eft- ir hádegið í gær, busunum til hrellingar, en vonandi til eftir- minnilegrar ánægju. Sjö fyrirtæki flytja inn 26 tonn af imniim búvörum á lágmarkstollum Hæst borgað fyrir kalkún og kjúkling LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur lokið úthlutun tollkvóta á unn- um kjötvörum samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar um inn- og útflutn- ing landbúnaðarvara. Úthlutað var 26 tonnum til sjö fyrirtækja. Fyrirtækin ætla að borga samtals rúmar 2,2 milljónir króna fyrir að fá að flytja kjötið inn á lágmarkstoll- um. Hæstu tilboðin komu frá fyrir- tækjum sem ætla að flytja inn vörur unnar úr kalkún og kjúklingum. Samkvæmt GATT ber aðildarþjóð- um samningsins að heimila innflutn- ing á tilteknu magni af búvörum á lágmarkstollum. Þetta mark er núna 3%. Miðað við framleiðslu á kjöti hér á landi þýðir þetta að heimilt er að flytja inn um 26 tonn af unnum kjöt- vörum á þessum lágmarkstollum. Upphaflega sóttu 12 aðilar um að flytja inn um 150 tonn af unnum kjötvörum á lágmarkstollum. Þar sem sótt var um margfalt meira magn en heimilt var að flytja inn ákváðu stjórnvöld að nýta sér heim- ild í lögum til að óska eftir tilboðum í innflutninginn. Sjö fyrirtæki sóttu um innflutning á samtals rúmlega 61 tonni. Fyrirtækin ætla aö borga samtals rúmar 2,2 milljónir króna fyrir að fá aö flylja kjötið inn á lágmarkstollum Ráðgjafarnefnd um inn- og út- flutning á landbúnaðarvörum fjallaði um tilboðin í gær og komst að eftir- farandi niðurstöðu: Tilboð á bilinu 1-302 kr.ákg Sláturfélag Suðurlands fær að flytja inn 1.200 kg af kæfu og borg- ar fyrir það 49.200 krónur, sem er 41 kr. á kg. SS flytur einnig inn 1.300 kg af vörum unnum úr svína- lærum fyrir 64.300 kr. eða 40 kr. á kg. Þá flytur SS inn 8 tonn af svína- skinku fyrir 448.000 kr. eða 56 kr. á kg. Islenskt-franskt hf. flytur inn 230 kg af pylsum fyrir 1.840 kr. sem er 8 kr. á kg. Fyrirtækið flytur einnig inn 590 kg af kæfu fyrir 5.160 kr., sem er tæplega 9 kr. á kg. Karl K. Karlsson ehf. fær að flytja inn 480 kg af kæfu á 2.400 kr., sem er 5 kr. á kg. Kjötumboðið hf. fær leyfi til að flytja inn 2.500 kg af unnum kalk- únavörum og borgar fyrir það 700.000 kr. eða 302 kr. á kg. Fyrir- tækið ætlar einnig að flytja inn 300 kg af svínaskinku fyrir 45.000 kr., sem er 150 kr. hvert kg. Stjarnan hf., sem er umboðsaðili fyrir Subway á Islandi, ætlar að flytja inn 2.000 kg af unnum kalk- únavörum fyrir 604.000 kr., sem er 302 kr. á kg. Fyrirtækið ætlar einn- ig að flytja inn 900 kg af unnum kjúkling fyrir 180.900 kr. eða fyrir 201 kr. á kg. Fyrirtækið mun flytja inn 400 kg af unnu svínakjöti fyrir 40.400 kr., sem er 49 kr. á kg. Þá mun Stjaman flytja inn 1.450 kg af vörum unnum úr nautakjöti og borga fyrir það 1.450 kr., sem er ein kr. á kg- Gunnar Kvaran hf. fær leyfi til að flytja inn 180 kg af unnum kjúkl- ing fyrir 5.400 kr., sem er 30 kr. á kg. Fyrirtækið mun einnig flytja inn 350 kg af vörum unnum úr nauta- kjöti fyrir 10.500 kr. eða um 30 kr. á kg. Þá fékk Lyst hf., sem er umboðs- aðili fyrir McDonald’s á íslandi, leyfi til að flytja inn 6.120 kg af vörum unnum úr kjúkling fyrir 61.200 kr., sem er 10 kr. á kg. Tilboðsgjafar borga 2,2 miiyónir Það verð sem að ofan greinir er það verð sem fyrirtækin eru tilbúin til að borga ríkinu fyrir að fá að flytja vörurnar inn. Þetta eru samtals 2.219.750 kr. og renna þær í ríkis- sjóð. Við verðið bætist síðan inn- kaupsverð vörunnar, lágmarkstollur og álagning. Svo dæmi sé tekið af unnum kalkún, sem Stjarnan hf. flyt- ur inn, er áætlað innkaupsverð hans um 300 kr. Við það bætist 204 kr. tollur og 302 kr. tilboðsgjald. Fyrirtækin Hagkaup, Nóatún, Bein dreifing, Rolf Johansen og Dreifíng óskuðu eftir því að fá að flytja inn unnar kjötvörur, en þau skiluðu ekki inn tilboðum þegar aug- lýst var eftir þeim. Morgunblaðið/Þorkell Riðuveiki í Vatnsdal Yfir 1500 fjár skor- ið í A-Hún RIÐUVEIKI hefur fundist í kind frá bænum Ási í Vatns- dal í Austur-Húnavatnssýslu. Á bænum eru 623 kindur og fylgja þeim á 11. hundrað lamba. Búið að Ási er annað stærsta fjárbú í Austur- Húnavatnssýslu. Riðuveika kindin frá Ási kom fram í Víðidalstungurétt í Vestur-Húnavatnssýslu síð- astliðinn sunnudag. Kindinni var umsvifalaust lógað og send í rannsókn að Keldum. Staðfestar niðurstöður um riðuveikina lágu fyrir í gær. Tvær kindur riðuveikar Nýlega fannst einnig riðu- veiki í kind frá stærsta fjár- búinu í héraðinu, Stóru-Giljá, þar voru yfír 900 fjár. Á þess- um tveimur bæjum voru síð- astliðinn vetur samtals um 1550 fjár- Vegna tveggja riðuveikra kinda, sem nú hafa fundist, þarf að skera meira en 5% af fjárstofni Austur- Húnvetninga. Skorið í annað sinn Þetta er í annað sinn sem riðuveiki kemur upp að Ási. Allt fé var skorið þar 1987 og lömb tekin að nýju haustið 1990. Fénu verður nú öllu slátrað og fullorðna féð urð- að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.