Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 213. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jafntefii enn Ahorf- endur púuðu SJÖTTU skákinni í heimsmeist- araeinvígi þeirra Garrís Kasp- arovs og Viswanathans Anands lauk með jafntefli í gær eftir 28 leiki. Skákin þótti æsispennandi og voru áhorfendur svo óánægðir með, að hún skyldi ekki tefld áfram, að þeir púuðu á þá. Það var Kasparov, sem bauð jafnteflið, í mjög tvísýnni stöðu og þáði Anand það að bragði. Þá hafði hann fórnað skiptamun fyrir peð og var með tvö sam- stæð frípeð. Kasparov hafði hrók fyrir riddara. Reuter Einka- væðingu mótmælt ÁR ER liðið síðan Bandaríkja- menn steyptu herstjórninni á Haiti og komu aftur til valda kjörnum forseta landsins, Jean- Bertrand Aristide. Voru al- mennar þingkosningar á Haiti á sunudag en þótt úrslitin verði ekki kunngerð fyrr en eftir viku er því spáð, að flokkur forsetans muni fá 80% at- kvæða. Ekki er þó allt með kyrrum kjörum í landinu því að mikil óánægja er með einka- væðingaráætlanir sljórnarinn- ar og var þeim mótmælt í höf- uðborginni, Port-au-Prince, í gær. Reuter Litskrúðugar SAS-vélar SAS-flugfélagið kynnti í fyrra- dag nýjan lit eða skreytingu á flugvélum sínum í innanlands- flugi í Svíþjóð. Eru vélarnar rauðar eins og sjá má með hvít- um skellum í flugvélarmynd og þótti sumum, sem mættu á kynn- inguna á Landvetter-flugvellin- um í Gautaborg, sem litagleðin væri jafnvel einum um of. Utgerðar- og sjómannafélög í Færeyjum Kvótakerfið burt - eða flotanum lagt Þ6rshSfn. Morgrunblaðið. að kvótalögunum verði breytt þannig, að auðveldara verði en nú er að framselja kvóta en á það vilja færeyskir sjómenn og útgerð- armenn ekki fallast, síður en svo. Klárast kvótinn á þremur mánuðum? Þá kemur það líka til, að mikiu meira hefur veiðst af þorski við Færeyjar á síðustu vikum en á sama tíma í fyrra. Nýtt kvótaár hófst 1. september sl. og haldi veiðin áfram óttast margir, að þorskkvótinn verði uppurinn í nóv- emberbyijun þegar enn lifa allt að níu mánuðir af kvótaárinu. Ivan Johannesen, sem fer með sjávarútvegsmál í landstjóminni, vildi ekkert segja um kröfur sjó- manna í gær og kvaðst ekki hafa séð þær enn. FÉLÖG sjómanna og útgerðar- manna í Færeyjum settu iand- stjóminni þá úrslitakosti í gær, að verði kvótakerfið ekki afnumið inn- an sex vikna, muni öllum flotanum verða lagt. Þetta er í fyrsta sinn, sem öll 11 hagsmunafélögin í fær- eyskum sjávarútvegi sameinast um kröfugerð á hendur stjórnvöldum. Félögin benda á, að þau hafi aldrei samþykkt núgildandi kvótalög, sem séu að þeirra mati ómöguleg í alla staði. Aðalástæð- an fyrir tímasetningu kröfugerð- arinnar nú er hins vegar sú, að 27. þ.m. munu fulltrúar land- stjórnarinnar og dönsku stjórnar- innar koma saman til að ræða framtíðarfyrirkomulag á sam- bandi landanna. Eftir dönskum heimildum er haft, að Danir muni krefjast þess, Hart lagt að forsetum Króatíu og Bosníu á fundi í Zagreb Heita að stöðva sókn gegn Serbum Sarajevo. Reuter. FRANJO Tudjman, forseti Króatíu, fyrirskipaði í gær sveitum króatíska hersins að hætta hernaðaraðgerð- um í norðvesturhluta Bosníu eftir viðræður við Richard Holbrooke, sendimann Bandaríkjanna. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, hét einnig að gera það sama. Vestrænir stjórnarerindrekar og embættismenn Sameinuðu þjóð- anna óttuðust að bardagarnir í norðvesturhluta Bosníu gætu grafið undan friðarumleitunum en á fundi í Zagreb, sem Holbrooke átti með forsetum Króatíu og Bosníu, féllust þeir á að hætta sókninni. Áður hafði Strobe Talbot, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj anna, hvatt Króata til að binda enda á bardagana og Malcolm Rifkind, ut- anríkisráðherra Bretlands, tók í Flutningur þunga- vopna frá Sara- jevo gengur vel sama streng og sagði við fulltrúa Bosníustjórnar, að árás á Banja Luka gæti valdið „gífurlegum hörmungum" og knúið Serbíustjórn til að skerast í leikinn. Þungavopn flutt brott Átökin í Norðvestur-Bosníu virt- ust ekki hafa áhrif á serbneska umsátursliðið við Sarajevo og voru embættismenn Atlantshafsbanda- lagsins vongóðir um að Bosníu- Serbar lykju brottflutningi þunga- vopna áður en frestur til að aflétta umsátrinu rennur út í kvöld., Harðir bardagar geisuðu enn í gærmorgun sunnan og. vestan við Banja Luka og biðu tveir danskir friðargæsluliðar bana og sjö særð- ust, þar af einn alvarlega, í sprengjuárás á bæinn Dvor. Tillögu Ghalis hafnað William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hafnaði í gær tillögu Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þess efnis að herlið á vegum NATO tæki við hlutverki friðargæsluliðsins í Bosníu hvort sem samið yrði um frið á næstunni eða ekki. Perry sagði að Banda- ríkjamenn myndu ekki senda her- menn til Bosníu fyrr en samkomu- lag næðist um varanlegan frið. ILO segir kreppu ríkja í félagslega kerfinu í Evrópu Endurskilgreina þarf hlutverk ríkisvaldsins FJÁRMÖGNUN félagslega kerfís- ins í Evrópu verður æ erfiðari á sama tíma og þörfín fyrir það hefur aukist. Kemur þetta fram í skýrslu frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, ILO, en skýrslan verður rædd á ráðstefnu, sem hefst í Varsjá í Pól- landi í dag. Skýrði BBC, breska ríkisútvarpið frá þessu í gær, en í skýrslunni segir ennfremur, að óhjákvæmilegt sé að endurskil- greina hlutverk ríkisins gagnvart félagslega kerfinu. 1 ILO-skýrslunni segir, að vel- ferðarríkið hafí orðið til í Evrópu en glími nú við sívaxandi vanda- mál. Fólk lifi lengur en áður og líf- eyrisútgjöldin vaxi ár frá ári. Þeim sé hins vegar ekki hægt að velta yfir á þær kynslóðir, sem yngri eru. Eftir því sem meðalaldur þjóðanna hækki aukist líka útgjöld til heil- brigðismála og atvinnuleysið hefur aukið þörfina fyrir aðstoð. Eftirlit og stjórnun í skýrslu Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar er sagt, að félagslega kerfið í Evrópu sé í kreppu en Col- in Gillion, sem sinnir félagslega tryggingakerfinu hjá ILO, segir, að þótt óhjákvæmilegt sé að endurskil- greina hlutverk ríkisins þurfi breyt- ingin ekki að vera mjög róttæk: „Ríkið verður eftir sem áður að láta sig miklu skipta fyrirkomulag lífeyris- og heilbrigðismála en það verður að gera það fremur með því að stjórna og hafa eftirlit með markaðs- og samkeppnisöflunum en að annast þjónustuna sjálft,“ sagði Gillion.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.