Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Undirbúningur vegna ríkjaráðstefnu ESB Tvö bandarísk stórblöð birta alla grein Unabombers Halldór hittir Agnelli 1 nóvember HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra mun 7. nóvember næstkom- andi eiga fund með Susönnu Agn- elli, ítalskri starfssystur sinni. Um- ræðuefnið verður undirbúningur ríkj- aráðstefnu Evrópusambandsins, en um næstu áramót tekur Ítalía við formennsku í ráðherraráði _ sam- bandsins. Á sama tíma tekur Island við formannsembætti í stofnunum EFTA og Evrópska efnahagssvæðis- ins; íslenzk stjómvöld stunda nú margvíslega upplýsingaöflun vegna ríkjaráðstefnunnar. Málefni hennar eru tekin upp með reglubundnum hætti innan EFTA og samstarfs Norðurlandanna. Westendorp fundar með EFTA-sendiherrum Carlos Westendorp, formaður hins svokallaða hugleiðingarhóps, sem undirbýr tillögur, sem leggja á fyrir ríkjaráðstefnuna, hélt í síðustu viku kynningarfund með sendiherr- um EFTA-ríkjanna í Brussel og Kjartani Jóhannssyni, fram- kvæmdastjóra samtakanna. West- endórp kynnti þar efni áfanga- skýrslunnar, sem hugieiðingarhóp- urinn skilaði nýlega. Reuter GÖRAN Persson, fjármálaráðherra Svía, fær klapp á bakið frá finnskum starfsbróður, Iiro Viinanen, á ráðherrafundi ESB. Svíum hrósað fyrir niðurskurð Brussel. Reuter. FJARMALARAÐHERRAR Evrópu- sambandsríkjanna luku á fundi sín- um á mánudag Iofsorði á viðleitni Svía til að skera niður ríkisútgjöld og uppfylla skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir þátttöku í myntbanda- lagi ESB-ríkja. Yfírlýsingar Görans Persson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, um að sænska þingið muni taka póli- tíska ákvörðun um þátttöku í mynt- bandalaginu, ollu hins vegar engum fögnuði hjá framkvæmdastjórn ESB. I yfirlýsingu fjármálaráðherra- fundarins, sem haldinn var í Bruss- el, segir að aðgerðir Svía til að ná niður halla á fjárlögum séu „áhrifa- rniklar". Aðhald að útgjöldum ríkis- sjóðs er sagt lykillinn að árangri og Svíar hvattir til að bregðast strax við, ef einhver merki sjáist um að útgjöld séu að fara úr böndunum. Göran Persson sagðist líta á yfir- lýsinguna sem staðfestingu þess að traust á sænsku efnahagslífi færi nú vaxandi á alþjóðavettvangi. Hann sagði að Svíþjóð gæti orðið á meðal fyrstu ríkjanna til að taka þátt í myntbandalagi ESB, sem búizt er við að gangi í gildi árið 1999. Pólitísk ákvörðun Hann tók hins vegar skýrt fram að það yrði sænska þingið, sem taka myndi pólitíska ákvörðun um það hvort Svíþjóð gengi í myntbandalag- ið. Þetta stangast á við túlkun fram- kvæmdastjómar ESB, sem lítur svo á að með því að staðfesta Maastricht- sáttmálann hafi Svíþjóð skuldbundið sig tii að taka þátt í myntbandalag- inu, uppfylli efnahagslíf landsins nauðsynleg skilyrði. Persson útilokaði að sænska ríkis- stjórnin myndi breyta efnahags- stefnu sinni á nokkurn hátt, þrátt fyrir að andstæðingar ESB-aðildar hefðu unnið á í Evrópuþingkosning- unum síðastliðinn sunnudag. Kröfur til banka verði auknar Brussel. Reuter. FJARMALARAÐHERRAR Evrópu- sambandsins hafa samþykkt að inn- leiddar verði hertar reglur sem skyldi banka til að hraða peningagreiðslum milli landa og banni að tvívegis verði rukkað um sömu þjónustuna. Karl Van Miert, samkeppnisstjóri Evrópusambandsins, sagði í síðustu viku að lagabreytingar þær sem framkvæmdastjórnin legði til, og ráðherraráðið hefur nú samþykkt, væru til komnar sökum þess að ýmislegt viðgengist á þessu sviði við- skipta sem væri með öllu óþolandi. Hann gat þess að í hinni nýju tilskip- un væri lagt til að bankar yrðu skyld- aðir til að sjá til þess að greiðsla milli landa væri innt af hendi innan fimm vikudaga. Bankinn sem veitti greiðslunni viðtöku myndi síðan verða skyldaður til að koma upphæð- inni til þess sem hún væri ætluð á einum degi. Skaðinn bættur í tilskipupinni er einnig gert ráð fyrir því að bönkum verði gert að greiða sektir standi þeir sig ekki í stykkinu. Er þá átt við að viðtakandi fái greidda vexti, tefjist greiðsla í meðförum banka. Tilskipunin kveður einnig á um að bannað verði með öllu að rukka tvívegis inn upphæð vegna flutninga á fjármunum. Er þá vísað til þess að banki sem sendir tiltekna greiðslu og sá banki sem við henni tekur geti ekki báðir krafið sendanda og viðtakanda um greiðslu fyrir þessa þjónustu. Hefur lofað að láta af banatilræðunum Washingfton. Reuter. TVÖ af helstu dagblöðum Banda- ríkjanna birtu í gær 35.000 orða áróðursgrein gegn nútímaiðnsam- félagi sem óþekktur launmorðingi, svonefndur Unabomber, ritaði. Maðurinn hefur á 17 ára ferli sín- um banað þremur mönnum með bréfsprengjum og sært 23. Hann hótaði fleiri tilræðum ef ekki yrði orðið við þeirri kröfu hans að greinin yrði birt og mæltu Janet Reno dómsmálaráðherra og Louis Freeh, yfirmaður alríkislögregl- unnar FBI, með því að látið yrði undan kröfunni. Rannsóknir lögreglunnar, sem leitað hefur mannsins, hafa lítinn árangur borið en talið er að hann hafi stundað nám í vísindasögu seint á áttunda áratugnum, senni- lega í Chicago en flutt til Utah og síðar til norðurhluta Kaliforníu. Umrædd blöð eru The New York Times og The Washington Post sem áður höfðu birt stutta útdrætti úr greininni en það nægði ekki Unabomber. Lee Douglass, talsmaður dómsmálaráðuneytis- ins, sagði þó að birting útdráttar- ins hefði haft í för með sér „fjöl- margar vísbendingar í sambandi rannsókn málsins og er þeim nú fylgt eftir“. Grein tilræðismannsins birtist nú sem sérstakt, átta blaðsíðna aukablað í þriðjudagsútgáfu The Washington Post en á vegum beggja blaðanna. Ráðamenn þeirra tveggja munu hafa átt Reuter TEIKNING sem bandaríska lögreglan hefur látið gera eftir lýsingum sjónarvotts sem talið er að hafi séð Unabomber. langa fundi þar sem þeir ræddu hvort láta ætti undan hótunum Unabombers, einnig hittu þeir lög- reglumenn og þau Reno og Freeh að máli sl. miðvikudag en féllust loks á að birta greinina. Kostnaðinum við birtinguna, 30.000-40.000 doiiurum, verður skipt jafnt milii blaðanna og lögð er áhersla á að birtingin verði ekki notuð sem fordæmi síðar. Arthur Sulzberger yngri, útgef- andi The New York Times, lýsti þeim vanda sem blöðin stóðu frammi fyrir. „Við birtum þetta og hann myrðir ekki fleira fólk, það væru býsna góð skipti. Við birtum þetta og hann heldur áfram að myrða fólk, hveiju höfum við þá tapað? Kostnaðinum við birt- inguna?" sagði hann. Boðar afturhvarf „Iðnbyltingin og afleiðingar hennar hafa valdið mannkyninu miklum hörmungum,“ segir í upp- hafi greinar Unabombers. Hann hvetur til uppreisnar um allan heim gegn nútímasamfélagi. Höf- undurinn fordæmir fijálslynt fólk, íhaldsmenn og vinstrisinna, boðar afturhvarf til „óspilltrar náttúr- unnar“, segist óttast það sem ger- ist þegar einræðisherrar komist yfir kjarnorkuvopn og varar við því að ráðamenn muni beita að- ferðum sálfræðinnar og líffræð- innar til að breyta mannskepn- unni. Ennfremur varar hann við umhverfisspjöllum, pólitískri spill- ingu, fíkniefnum og heimilisofbeldi og telur nútíma tæknisamfélag vera ósamrýmanlegt frelsi. „Menn tæknihyggjunnar eru að fara með okkur í fífldjaft ferðalag sem enginn veit hvar endar,“ seg- ir hann og telur að eina lausnin sé að eyða samfélagskerfi nútím- ans. Listin að segja ekki neitt í mjög löngu máli Engar uppljóstran- ir í bók Genschers Bonn. Reuter. ENGINN stóð Hans-Dietrich Genscher á sporði í utanríkisráð- herratíð hans í því að gefa út loðnar yfirlýsingar og segja ekk- 'ert í löngu máli. Nú hefur Gensc- her skákað sjálfum sér, löndum sínum til mikillar armæðu. End- urminningar hans eru nýkomnar út og bera þær nafnið „Endur- minningar“ (Erinnerungen). Þykir bókin, sem er 1.088 blaðs- íður, einstök fyrir það að þar eru engar uppljóstranir og ekkert nýtt kemur fram. Gagnrróendur finna Genscher það helst til foráttu að honum hafi ekki tekist að losa sig við þann löst, sem telst helsti kostur stjórnarerindrekans. Getur aldrei sagl, sannleikann „Hann getur nánast aldrei sagt sannleikann eins og hann blasir við honum vegna þess að einhver vina hans gæti móðg- ast,“ sagði í vikuritinu DerSpieg- el í dagblaðinu Siiddeutsche Zeitung var rifjað upp að Marg- aret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, hefði leyft lesendum að skyggnast inn í hugarheim sinn í endurminning- um sínum, en sagt að Genscher veitti engin svör um það hvað búið hefði að baki ákvörðunum sínum og stefnumótun. Genscher var utanríkisráð- herra frá 1974 til 1992 og er nú 68 ára. Hann hefur bók sína á því að taka fram að hér sé hvorki á ferðinni sögubók, né úttekt á utanríkisstefnu þeirra 18 ára, sem hann réði ferðinni. „Svo yfirgrips- mikil frásögn er enn ekki tímabær," skrifar Genscher og er skáletrunin hans. Ekki styggðaryrði Það má því búast við meiru síðar, en kurteisin, sem að þessu sinni ræður ríkjum, er slík að ekki er sagt styggð- aryrði um nokkurn mann. Það er helst að illa sé talað um Thatcher, sem skapaði sér sérstaka óvild í Bonn með vantrausti sínu í garð Þjóð- veija. Annars er lofið slíkt að sérstakan skjallskýranda þarf til þess að koma auga á það í orða- flaumnum hvenær hann er að tala um nána vini. Genscher var utanríkisráð- herra í kanslaratíð Willys Brandts, Helmuts Schmidts og Helmuts Kohls. Genscher ber iof á Kohl, en gerir ekki mikið úr afrekum hans, einkum á samein- ingartímanum 1989-90, þegar kanslarinn stal sviðsljósinu frá utanríkisráðherranum. Hann vík- ur ekki orði að því þegar Kohl setti hnefann í borðið eftir að Genscher lét að því liggja að til greina kæmi að Austur-Þýskaland stæði fyrir utan Atl- antshafsbandalagið eftir sameiningu Þýskalands. „Ekki er hægt að bægja frá sér þeim grun að Genscher sé að reyna að koma fram hefndum,“ sagði í umsögn blaðsins Welt a m Sonntag þar sem reynt var að gera grein fyrir því að Genscher virt- ist velja og hafna í frásögn sinni. Einnig hefur verið til þess tek- ið að Genscher segir að Hollend- ingar hafi átt upptökin að því að Evrópubandalagið viðurkenndi sjálfstæði Króatíu og Slóveníu, en ekki Þjóðveijar og hann minn- ist hvergi á þá gagnrýni Banda- ríkjamanna og Breta á níunda áratugnum að hann væri full gjarn á að miðla málum í sam- skiptum við Sovétmenn. Hans-Dietrich Genscher

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.