Morgunblaðið - 26.09.1995, Side 1

Morgunblaðið - 26.09.1995, Side 1
64 SÍÐUR B 218. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ILO-ráðstefnan um velferðarkerfið Skilningur á umbótum í lífeyrismálum Varsjá. Reuter. FULLTRÚAR verkalýðsfélaga á ráðstefnu ILO, Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar, í Varsjá í Póllandi fallast á að umbætur í lífeyris- og velferðarkerfinu séu óhjákvæmileg- ar. Var það haft eftir Colin Gillion, einum embættismanna stofnunar- innar, í gær en hann sagði að þeir væru hins vegar andvígir hækkun lífeyrisaldurs og breytingum á vinnutíma af ótta við að það gerði baráttuna við atvinnuleysið erfiðari. „Skilningur verkalýðsfélaga á aukinni fjölbreytni í lífeyrismálum hefur aukist mikið á fáum árum en þá er átt við að auk opinbera kerfisins komi til fijáls lífeyris- sparnaður," sagði Gillion, sem nefndi einnig að meðal hugmynda um hvernig létta skyldi lífeyrisbyrð- arnar væri að hækka aldursmörkin. Það hefði þó fallið í fremur grýttan jarðveg. Aðalumræðuefnið á ILO-ráð- stefnunni, sem sótt er af fulltrúum ríkisstjóma, vinnuveitenda og verka- lýðsfélaga í 48 löndum, er kreppan, sem nú ríkir í velferðarkerfí Evrópu- ríkjanna. Þótt ályktanir hennar séu ekki bindandi hafa þær jafnan haft mikil áhrif á stefnumótun í þessum efnum. Þetta er í fyrsta sinn, sem ráðstefnan er haldin utan Genfar og sú fyrsta eftir hrun kommúnis- mans í Austur-Evrópu. Alvarlegur vandi Gillion sagði, að ríkisstjórnir geti ekki lerrgur skotið sér undan því að takast á við lífeyrisvandann, sem aukist með hveiju árinu sem líður. Hann sé alvarlegur í allri álfunni og ekki síst í Austur-Evrópu þar sem lífeyrisaldur hefur lengi verið miklu lægri en á Vesturlöndum. Sem dæmi má nefna að í Búlgaríu er þriðjungur eftirlaunaþega undir sextugu. Reuter Arafat boð- ar palest- ínskt ríki Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sagði í gær að samkomulag Israela og PLO um takmarkaða sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkan- um myndi „án efa“ ryðja brautina fyrir sjálfstætt, palestínskt ríki. Viðbrögð araba við samkomu- laginu voru blendin og Arafat var ýmist vændur um svik við málstað Palestínumanna eða vegsamaður fyrir hugrekki. Helstu andstæðing- ar hans, leiðtogar Hamas-hreyfing- arinnar, sökuðu hann um uppgjöf og sögðu _ hann reyna að „helga hernám ísraela" á palestínsku landi. Arafat og Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra ísraels, undirrita samkomulagið í Washington á fímmtudag. Tíu dögum síðar hefst fyrsti áfangi brottflutnings ísra- elskra hermanna frá Vesturbakk- anum sem stendur í sex mánuði og að honum loknum verður efnt til kosninga á sjálfstjórnarsvæðinu. Mikil óánægja er með samkomu- lagið í Hebron og ungir Palestínu- menn giýttu þar ísraelska hermenn í gær. A myndinni nær hermaður einu palestínsku ungmennanna. ■ Ýmist hrós eða svikabrigsl/21 Andreotti fyrir rétt Palermo. Reuter. RÉTTARHÖLD yfir Giulio Andreotti, fyrrverandi forsæt- isráðherra Italíu, hefjast í Pal- ermo á Sikiley í dag en hann er sakaður um að hafa verið eins konar pólitískur guðfaðir mafíunnar. Andreotti kvaðst í gær geta tekið guð sér til vitn- is um, að hann væri saklaus. Andreotti, sem er einn kunn- asti stjórnmálamaður á Ítalíu og var sjö sinnum forsætisráð- herra, er sakaður um að hafa gætt hagsmuna mafíunnar gegn pólitísku liðsinni hennar á Sikiley. Er það haft eftir mafíumönnum, sem gengið hafa til liðs við lögregluna, en Andreotti segir, að um sé að ræða samsæri gegn sér. Stjórnvöld í Bosníu fallast á að taka þátt í friðarviðræðunum í New York Rússar krefjast aðildar að yfirstjóm gæsluliðs Sariyevo, Moskvu. Reuter. SENDIMENN Bandaríkjastjórnar fóru til Sarajevo í gær og tókst þeim að telja þarlend stjórnvöld á að taka þátt í fyrirhuguðum samn- ingaviðræðum Bosníu, Króatíu og Serbíu/Svart- fjallalands er hefjast eiga í New York í dag. Varnarmálaráðherra Rússlands, Pavel Gratsjov, sagði í gær að Moskvustjórnin ætlaði að leggja til að Atlantshafsbandalagið, NATO, og Rúss- land skiptust á um yfirstjórn væntanlegs friðar- gæsluliðs í Bosníu ef friðarsamningar tækjust. Gratsjov sagði að Borís Jeltsín forseti myndi bera tillöguna upp á fundi hjá Sameinuðu þjóðun- um í næsta mánuði. Verið er að leggja síðustu hönd á áætlanir um fjölþjóðlegan liðsafla og gert ráð fyrir að yfirstjórn verði á hendi NATO. Ný sókn Króata? Fulltrúar Serbíu fara með samningáumboð Bosníu-Serba í New York og sakaði Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, leiðtoga Serb- íu á sunnudag um að vilja halda opnum leiðum til að stofna ríki allra Serba, Stór-Serbíu. Heimildarmenn telja nú að Bosníu-Króatar búi sig undir að hefja nýja sókn með aðstoð liðs úr Króatíuher gegn Bosníu-Serbum í norður- hluta Bosníu. Þar tryggir mjó landræma aðflutn- ingsleiðir Serba til yfirráðasvæða þeirra í vestri, þ. á m. borgarinnar Banja Luka. Múslimar ætla að halda áfram sókn sinni í norðri og segjast hafa fundið þar fjöldagröf rúm- lega 500 múslima sem Serbar hafi myrt, senni- lega 1992. Fulltrúar SÞ gátu ekki staðfest sann- leiksgildi þessara fullyrðinga í gær. Anand sigraði NIUNDU skákinni í einvígi þeirra Viswanathan Anands og Garrí Kasp- arovs lauk með sigri þess fyrrnefnda eftir 35 ieiki. Brutust út mikil fagnað- arlæti meðal áhorfenda þegar úrslitin lágu fyrir en öllum hinum skákunum hefur lokið með jafntefli. Anand þótti tefla skákina mjög glæsilega og hann fórnaði meðal annars skiptamun í 25. leik. Með sigri sínum hefur honum líka tekist það, sem Anatólí Karpov tókst aldr- ei, en það er að sigrast á Schevening- en-afbrigði Sikileyjarvarnarinnar hjá Kasparov. ♦ Reuter Fjallið byltir sér SÉRFRÆÐINGAR sögðu í gær að engin ástæða væri til skelf- ingar vegna eldsumbrota í fjall- inu Ruapehu á Nýja-Sjálandi. Fjallið hefur gosið ösku en í gær virtist sem umbrotunum væri að linna. Gosið er sagt tign- arlegt og mátti sjá hraunhnull- unga á stærð við bíla slettast upp á gjárbarminn. Flugumferð hefur verið stöðvuð upp í allt að 9.145 m hæð yfir austur- og miðhluta Norðureyjar þegar skýjað er og að næturlagi. Flug- vélum er sögð stafa hætta af öskuskýjum, sem greinast vart með berum augum eða á ratsjá og geta skemmt vélar og drepið á þeim. Tveimur flugvöllum, sem eru um 200 km frá Ru- apehu, var lokað. Eldfjallið, sem er 2.800 m hátt, er í skíðalandi og hefur þurft að loka þremur skíðasvæðum. Að minnsta kosti 337 manns hafa látið lífið í eld- gosum á Nýja-Sjálandi á undan- förnum 150 árum. Þar af fórust 150 manns þegar járnbrautar- brú eyðilagðist í eldgosi í Ru- apchu 1953 rétt áður en Well- ington-Auckland-hraðlestina bar að.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.