Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 11 FRÉTTIR Hjólreiðamenn í hrakningum á Laugaveginum ÞAÐ var glaðbeittur hópur hjólreiðamanna sem lagði af stað frá Landmannalaugum. Sváfu úti í snjókomu og 5-6 stiga frosti Morgunblaðið/Karl Gíslason AÐSTÆÐUR til að hjóla voru mjög slæmar mestalla leiðina og því neyddust sexmenningarnir til að teyma hjólin við hlið sér. HÓPUR hjólreiðamanna lenti í hrakningum á Laugaveginum, leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur, um síðustu helgi. I hópnum voru sex ungir menn og neyddust þeir til að leggjast til svefn undir berum himni í 5-6 stiga frosti. Karl Gíslason, einn hjólreiðamannanna, sagði að litlu hefði munað að ferðin riði tveim- ur ferðalanga.nna að fullu. Piltarnir, sem flestir eru vanir útivistarmenn, lögðu af stað frá Landmannalaugum um kl. 11 á laugardag. Karl sagði að þeir hefðu fljótlega lent í snjókomu sem hefði valdið þeim erfiðleikum við að hjóla. Þeir hefðu þó komist í Hrafntinnusker á tveimur og hálfum tíma. Stóran hluta leiðar- innar hefðu þeir þurft að teyma hjólin. „Á leiðinni niður að Álftavatni gekk okkur vel þar sem við gátum hjólað á um 10 kílómetra kafla í þokkalegu færi. Þegar þangað var komið stóðum við frammi fyr- ir þeirri spurningu hvort við ætt- um að halda inn í Emstru eftir góðum vegi eða halda áfram Laugaveginn. Við tókum vitlausa ákvörðun þegar við ákváðum að halda áfram Laugaveginn,“ sagði Karl. Villtir í myrkri og snjókomu Hópurinn kom í skálann í Botn- um um kl. sex. Þrátt fyrir að þreyta væri kominn í suma var ákveðið að halda áfram frekar en að gista í skálanum. Karl sagði að hópurinn hefði fljótlega lent í vandræðum eftir að hann fór úr skáianum. Það hefði verið orðið dimmt um kl. átta. Menn hefðu átt í erfiðleikum með að greina stikur á leiðinni vegna myrkurs og snjókomu. Þrátt fyrir að um vana hjólreiðamenn væri að ræða var aðeins einn með ljós á hjólinu og urðu þeir að spara það. „Á þessum kafla leiðarinnar byrjuðum við að villast þannig að þessir 48 kílómetrar, sem eru á milli Landmannalauga og Þórs- merkur, urðu að um 65 kílómetr- um í okkar ferð. Síðasti spottinn er rúmlega 15 kílómetrar, en við þvældumst um og fórum um 30 kílómetra. Um kl. 4 um nóttina vorum við orðnir mjög hraktir og kaldir. Einn var sérstaklega illa haldinn, kaldur og kvartaði undan verk í maga. Annar var það kaldur að röddin var drafandi. Við sáum því að við gætum ekki haldið áfram nema að hvíla okkur. Við vorum ekki með neina svefnpoka eða tjald, en við komum okkur þétt fyrir í skjóli bak við klett og lág- um þar í tvo klukkutíma í 5-6 stiga frosti,“ sagði Karl. Þegar birti áttaði Karl sig á því hvar hann var staddur og hélt hópurinn þá áfram för og kom í Þórsmörk um kl. 8 um morguninn. Karl sagði að það hefði ekki verið auðvelt að koma hópnum af stað aftur. Sumir hefðu ekki treyst sér til að halda áfram. Skildu hjólin eftir Fyrr um nóttina tóku piltarnir ákvörðun um að skilja hjólin eft- ir, en Karl sagðist vera sannfærð- ur um að þeir hefðu ekki komist í Þórsmörk ef þeir hefðu þurft að draga þaú með sér alla leið. Hann sagði að reyndar hefðu sumir átt í erfiðleikum með að sætta sig við að þurfa að skilja hjólin eftir, en flest eru þetta mjög dýrmæt fjallahjól. Dýrasta hjólið kostar yfir 200 þúsund krónur. Freyr Franksson keyrði hópinn í Landmannalaugar og fór síðan til að taka á móti honum í Þórs- mörk. Áætlað var að hann myndi koma þangað fyrir myrkur. Freyr og Karl höfðu rætt um að Freyr léti björgunarsveitir vita ef hóp- urinn hefði ekki skilað sér fyrir kl. 3 um nóttina. Freyr sagðist hafa ákveðið að kalla björgunar- sveitir ekki út um nóttina vegna þess að veður í Þórsmörk hefði ekki verið mjög slæmt. Hann sagðist hafa vonast eftir að hóp- urinn hefði gist í skálum á leið- inni. Frank sagði þessa ferð lær- dómsrika. Þrátt fyrir að um vana menn væri að ræða og þrátt fyrir að ekki hefði verið um neitt af- takaveður að ræða hefði mátt litlu muna að stórslys yrði. Formaður Félags fasteignasala um kaup Húsnæðisnefnd- ar á notuðum íbúðum Erfitt vegna af- skriftar- reglna JÓN Guðmundsson, formaður Fé- lags fasteignasala, segist telja mjög erfitt fyrir fasteignamarkaðinn að selja notaðar íbúðir inn í félagslega íbúðakerfið vegna þeirra afskriftar- reglna sem gildi í kerfinu, en Hús- næðisnefnd Reykjavíkur auglýsir nú í fyrsta skipti beinlínis eftir notuðum íbúðum til kaups vegna félagslega íbúðakerfisins. Jón sagðist telja að afskriftar- reglurnar kæmu í veg fyrir að Húsnæðisnefndin gæti verslað á hinum hefðbundna fasteignamark- aði, þar sem markaðurinn muni trúlega ekki sætta sig við það verð sem kerfið hafi upp á að bjóða. Til dæmis um þetta tók hann tveggja herbergja íbúð, en'sam- kvæmt gildandi reglum má slík íbúð ekki vera stærri en 70 fermetr- ar og má ekki kosta meira en um 5,9 milljónir ef um nýja íbúð er að ræða. Áfskriftir miðist síðan við þetta nýbyggingarverð, en miðað sé við 1% afskrift á ári. Verð 10-15 ára gamals húss sé lægra sem þessu nemi og að auki sé ástand eignanna tekið út af tæknideild Húsnæðisstofnunar og það geti orðið til þess að verðfella eignirnar enn frekar. „Þótt þeir séu að bjóða eigendum þessara eigna nokkurs konar stað- greiðslu held ég samt að það verði mjög erfitt fyrir Húsnæðisnefndina að kaupa á hefðbundnum fast- eignamarkaði,“ sagði Jón. Hærra lánshlutfall Hann sagði að þó væri þetta sennilegast frekast hægt í Reykja- vík, þar sem fjölbreytni fasteigna- markaðarins væri mest, en erfiðara í öðrum sveitarfélögum. Hann sagði að fasteignasalar fögnuðu því að sjálfsögðu að fleiri kaupendur kæmu inn á þennan markað. „Hins vegar vildum við frekar að stjórnvöld kæmu til móts við þetta fólk og lánuðu hærra hlutfall þannig að við gætum smátt og smátt lagt þetta félagslega kerfi af. Það er ósk okkar,“ sagði Jón. EKTA HANDHNÝTT AUSTURLENSK TEPPI EMÍRf. JL-húsinu. ^ Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. Sáust í kíkivið innbrot ÞRÍR piltar á aldrinum 15 og 17 ára voru handsamaðir eftir að þeir höfðu brotist inn í söluturn við Breiðumýri á Álftanesi í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði sá íbúi á Álfta- nesi til piltanna við iðju sína þegar hann var að svipast um með sjónauka. Tilkynnti hann lögreglunni um innbrotið og voru piltarnir handsamaðir á innbrotsstað. Þeir munu ekki hafa komið við sögu hjá lög- reglunni áður. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ ✓ Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst i námi? ✓ Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? ✓ Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt Við einhverri ofangreindra spuminga skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestramámskeið. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091. HRAÐLJBírrRARSKÓUNN Námskeið fyrir þá sem vilja lengra: NútímaForritun VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 36 klst námskeið, kr. 44.900 stgr. hk 95091 Dagskrá: • Undirbúningur forritunar, greining og hönnun • Fonitun með VisualBasic • Access og notkun hans við VisualBasic foiTÍtagerð Námskeið á fímmtudögum og laugardögum Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 Raðgreiðslur Euro/VISA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.