Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NATO- æfing í Frakklandi FLUGHERIR frá sjö aðildar- löndum Atlantshafsbandalags- ins, NATO, hófu í gær fyrstu heræfingar bandalagsins í Frakklandi frá því að Frakkar drógu sig út úr Hernaðarnefnd þess fyrir 30 árum. Um 60 flug- vélar og um 1.000 hermenn taka þátt í æfíngunni sem standa mun í fjóra daga. Ciller biðlar til Föður- landsflokks TANSU Ciller, forsætisráð- herra Tyrklands, kvaðst í gær hafa óskað eftir því við leiðtoga Föðurlandsflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, að ganga til stjórnarsamstarfs en upp úr núverandi stjórnarsamstarfi slitnaði í síðustu viku. Býst Ciller við svari á morgun, mið- vikudag. Norðmenn í 7. sæti NOREGUR er sjöundi mesti olíuframleiðandi heims en á hverjum degi nemur framleiðsl- an um 2,7 milljónum fata af olíu. Mest framleiða Sádi-Arab- ar af olíu, um 8,9 milljón föt á dag. Belgar neita Zhírínovskíj BELGÍSK stjórnvöld hafa neit- að rússneska þjóðemissinnan- um Vladimír Zhírínovskíj um vegabréfsáritun til landsins. Ekki hafa 'verið gefnar opinber- ar skýringar á neituninni en Zhírínovskíj sótti um áritunina vegna heimsóknar sendinefnd- ar rússnesku Dúmunnar, sem hann situr í, til Belgíu. Bjerregaard gagnrýnd RITT Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins, var harðlega gagnrýnd í gær fyrir að þiggja fé fyrir greinaskrif. Samkvæmt reglum ESB mega fulltrúar í framkvæmdastjórn- inni ekki sinna öðrum störfum, hvort sem að þeir hljóta greiðslu fyrir eður ei. Mannfall á Sri Lanka TALSMENN Lækna án landa- mæra sögðu í gær að 68 manns hefðu látið lífið í loft- og sprengjuárásum hersins á Sri Lanka í Jaffna-héraði á eynni undanfarna daga. Af hinum látnu var að minnsta kosti helmingurinn börn undir 12 ára aldri. Vilja bróður Berlusconis í fangelsi SAKSÓKNARI í Mílanó krafð- ist í gær tveggja og hálfs árs fangavistar yfir Paolo, bróður Silvio Berlusconi,_ fyrrverandi forsætisráðherra Italíu. Paolo er ákærður fyrir að hafa mútað stjórnmálamönnum en hann stýrir fjármálaumsvifum fjöl- skyldunnar. ERLENT 16 ára gamall unglingur gekk berserksgang í frönskum smábæ Myrti fjöl- skyldu sína og tíu til viðbótar Reuter Sextán ára unglingur gekk berserksgang í tveimur þorpum í gær og myrti fjölskyldu sína og tíu manns til viðbótar. Hér sjást blóm- vendir við skrifstofu í bænum Cuers þar sem tvö fórnarlamba unglingsins, Erics Borels, létu lífið. Cuers, Frakklandi. Reuter. FRANSKUR táningur, sem talið er að hafi aðhyllst hugmyndir nýnasista, gekk berserksgang í smábæjunum Sollies-Pont og Cuers í Frakklandi um helgina, myrti stjúpföður sinn, 11 ára gamlan hálfbróður og móður sína með hamri og hafnaboltakylfu, skaut tíu manns til bana og framdi sjálfs- morð. Frakkar eru slegnir óhug vegna morðanna. Franska lögreglan sagði að drengurinn héti Eric Borel og hefði verið 16 ára. Borel myrti fjölskyldu sína í Sollies-Pont á laugardag, en líkin fundust ekki fyrr en síðar. í dag- renningu á sunnudag birtist hann í Cuers, sem er nokkra km í burtu, með riffil í hönd. Hann hóf að skjóta og kvaðst einn þorpsbúi fyrst hafa talið að drengurinn væri að sprengja púðurkerlingar eða skjóta á dúfur. Fljótt kom í ljós að hér var al- vara á ferð. „Þá sáum við mann, sem var særður fótsári," sagði sjónarvottur- inn. „Svipur morðingjans var frið- sæll og hann hlóð riffil sinn sallaró- legur á ný. Hann hélt í átt að ráð- húsinu, en sneri við til þess að ganga frá manninum, sem hann hafði sært á fæti.“ Skaut á allt sem hreyfðist „Hann skaut á allt, sem hreyfð- ist,“ sagði annað vitni. Auk hinna látnu særðust átta manns alvarlega og barðist einn þeirra, lítill drengur, fyrir lífi sínu. Guy Guigou, bæjarstjóri Cuers, sagði að rannsóknarlögregla hefði fundið myndir af Adolf Hitler og nýnasistabækur og -bæklinga í herbergi Borels. í dagblaðinu France-Soir sagði að einnig hefðu fundist veggspjöld, sem vegsömuðu þriðja ríki Hitlers Borel var allajafna svartklædd- ur og hafði mikinn áhuga á skot- vopnum og hermennsku. France- Soir hafði eftir sálfræðingi einum, Jacques Leyrie, að augljóst væri að Borel hefði þjáðst af hastarleg- um geðklofa. Sjálfsmorð hans eft- ir blóðsúthellingarnar bæri því vitni. Þættir Solzhenítsyns í sjónvarpi lagðir niður Moskvu. Reuter. RUSSNESKA ríkissjónvarpið hef- ur ákveðið að leggja niður þætti nóbelsverðlaunahafans Alexanders Solzhenítsyns og ástæðan er sögð sú að þeir hafí notið lítilla vinsælda samkvæmt könnunum meðal áhorfenda. Eiginkona Solzhenít- syns, Natalja, sagði í gær að beitt hefði verið aðferðum, sem minntu á tíma Sovétríkjanna, til að múl- binda gagnrýnendur Kremlveija. „Ég fékk þetta staðfest í dag,“ sagði Olvar Kakútsjaja, yfírmaður deildar sem annast framleiðslu 15 mínútna þátta þar sem Solzhenít- syn hefur rætt skoðanir sínar tvisv- ar á mánuði. „Þeir segja að þetta sé vegna lítilla vinsælda sam- kvæmt könnunum en við fáum þær reglulega og vinsældirnar hafa farið vaxandi," bætti Kakútsjaja við. Þættirnir hafa verið sýndir seint á kvöldin frá því Solzhenítsyn kom aftur til Rússlands í maí í fyrra eftir rúmlega 20 ára útlegð í Bandaríkjunum. Hánn hefur notað þættina til að veita Rússum ádrepu vegna hnignandi siðferðis og gagn- rýna stefnu stjórnarinnar. Natalja Solzhenítsyn sagði að kveikjan að því að því að þátturinn var bannaður hefði verið grein í dagblaðinu Ísvestíu, þar sem sagt var að rithöfundurinn væri ekki samstíga Rússlandi nútímans. „Þetta minnir á tíma kommún- ista, þegar dagblöðin voru notuð sem stórskotalið til að undirbúa almenning undir árásir," hafði fréttastofan Itar-Tass eftir henni. Of gagnrýninn? Kakútsjaja kvaðst telja að yfir- menn sjónvarpsins hefðu ákveðið að þagga niður í Solzhenítsyn vegna gagnrýni rithöfundarins á stefnu stjórnarinnar í málefnum Tsjetsjníju og Rússa sem búa í öðrum fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Solzhenítsyn hefur í þáttunum lagt til að Rússar heim- ili uppreisnarhéraðinu Tsjetsjníju að öðlast sjálfstæði. „Ég tel að þessi ákvörðun teng- ist nýlegum ræðum hans. Hann hefur verið gagnrýninn á margt,“ sagði Kakútsjaja. Þættirnir hafa verið teknir upp í bókaherbergi Solzhenítsyns og mörgum áhorfendum þykja þeir leiðinlegir, framkoman hrokafull og málin sem hann tekur fyrir lítt áhugaverð. Mál Alains Juppe Vinir og ráðgjafar Powells á móti forsetaframboði Vara við eitruðu and- rúmslofti stjórnmálanna Ástæða sögð til saksóknar París. Reuter. FRANSKA dagblaðið Le Monde skýrði frá því í gær að yfírmaður stofnunar, sem beitir sér gegn spill- ingu í stjómkerfinu, hefði komist að þeirri niðurstöðu að ástæða væri til saksóknar vegna máls Alains Juppe forsætisráðherra, sem lét Parísarborg lækka íbúðarleigu sonar síns. Blaðið sagði að yfirmaðurinn, Bernard Challe, hefði komist að þeirri niðurstöðu að slík hegðun gæti falið í sér ólögleg afskipti af opinberri stjórnsýslu. í skýrslu Challe er þó Juppe ekki nefndur á nafn og yfírvöld eru ekki skyldug til að fara eftir henni. Þingmenn Sósíalistaflokksins höfðu óskað eftir skýrslunni og Jacques Toubon dómsmálaráðherra, sem reyndi án árangurs að víkja Challe frá í vikunni sem leið, kvaðst á sunnudag ætla að virða skýrsluna að vettugi ef mælt yrði með saksókn. Juppe var aðstoðarborgarstjóri Parísar á þessum tíma og varð for- sætisráðherra í maí í ár. Washington. The Daily Telegraph. NÁNIR vinir og ráðgjafar Colins Powells hafa varað hann við því að reyna að verða forseti Bandaríkj- anna og segja að andstæðingarnir muni tæta hann í sig í slag þar sem kynþáttafordómar verði efst á baugi. Þetta er haft eftir blaðamanninum Bob Woodward, sem frægur varð fyrir að fletta ofan af Watergate- hneykslinu fyrir tveim áratugum. Vitað er að eiginkona Powells, Alma, er mjög andvíg framboði hans, hún óttast að hann verði myrtur. Meðal þessara ráðgjafa er Thomas Griscom, sem var á sínum tíma hátt- settur í Hvíta húsinu í tíð Ronalds Reagans forseta. Griscom mun hafa tjáð Powell að Bandaríkjamenn, eink- um í suðurríkjunum, væru „sennilega ekki reiðubúnir" að kjósa yfír sig forseta úr röðum blökkumanna. „Af öllum mönnum ert þú sá sem ég vildi helst að bryti niður múra kynþáttafordómanna. Jafnframt vil ég ekki verða vitni að því að þú verðir sjálfur brotinn niður meðan það er að gerast“, sagði Griscom. Ýmsir vinir hershöfðingjans fyrr- verandi eru sagðir óttast að allt umtalið um líkur á framboði og hetjudýrkunin stígi honum til höf-- uðs. Hann hafi ávallt lagt áherslu á að skorast ekki undan því að gegna þeim störfum sem Bandaríkin krefj- ist af borgurum sínum. Eðlislæg varkárni hans láti því ef til vill und- an síga og hann helli sér í forseta- slaginn. Talið er að mikilvægustu ráðgjaf- ar Powells séu Richard Armitage, sem barðist í Víetnamstríðinu og var um hrið aðstoðarvarnarmálaráð- herra, og Kenneth Duberstein, sem var skrifstofustjóri Reagans síðustu mánuðina í Hvíta húsinu. Duberstein er sagður hafa sannfært Powell nokkurn veginn um að framboð utan flokka myndi ekki duga til sigurs. Til að vera sannfærandi yrði slíkur frambjóðandi að vera án allra tengsla við valdakerfið í Washington og hershöfðinginn væri einmitt dæmigerður fyrir andstæðuna, þá sem þekktu valdakerfið innan frá. „Ekki þess virði“ Alma Powell mun hafa beðið Arm- itage um að ráðleggja hershöfðingj- anum fyrrverandi að hugsa ekki um framboð og er Armitage sagður hafa orðið við þeirri ósk. „Þetta er ekki þess virði,“ sagði hann við Pow- ell. Sagði Armitage að pólitískt and- rúmsloft væri orðið svo eitrað í land- inu að jafnvel strangheiðarlegir menn með mikið þrek gætu slcaðað mannorð sitt. I æviminningum sínum, sem nú seljast eins og heitar lummur,.segir Poweli að hann hafí stundum notað þá aðferð að „leka“ með vandlega dulbúnum hætti í fjölmiðla því sem hann vildi koma þannig óbeint á framfæri við almenning. Menn velta því fyrir sér hvort sú sé einnig raun- in að þessu sinni. Hann vilji ef til vill með þessu annaðhvoct viðhalda áhuganum á vangaveltum um for- setaframboð en líklegra sé að hann vilji draga úr væntingum fólks um að af því verði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.