Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 21
Helstu atriði samkomulagsins milli Israela og PLO
Kosningar eftir
rúma sex mánuði
Taba. Reuter.
SAMKOMULAGIÐ, sem samn-
ingamenn ísraela og Frelsissam-
taka Palestínumanna (PLO) náðu
á sunnudag, kveður á um að brott-
flutningur ísraelskra hermanna frá
Vesturbakkanum hefjist tíu dögum
eftir að samningurinn verður und-
irritaður í Hvíta húsinu í Washing-
ton á fimmtudag. Samkomulagið
er alls 400 blaðsíður og samkvæmt
því stendur fyrsti áfangi brott-
flutningsins í sex mánuði og 22
dögum eftir að honum lýkur verður
efnt til kosninga meðal Palestínu-
manna.
Embættismenn PLO sögðu að
90% Vesturbakkans yrðu undir
stjórn Palestínumanna þegar
brottflutningi ísraelsku hermann-
anna lýkur að fullu í júlí 1997.
Gaza-svæðið og Jeríkó á Vestur-
bakkanum hafa haft takmarkaða
sjálfstjórn í 16 mánuði. Hér verður
stiklað á helstu atriðum samkomu-
lagsins.
• í fyrsta áfanga brottflutnings-
ins verða hermenn fluttir frá sjö
borgum á Vesturbakkanum - Jen-
ín, Nablus, Tulkarm, Qalqilya,
Ramallah, Betlehem og hluta
Hebron - og frá 450 þorpum.
Honum lýkur eftir sex mánuði.
• ísraelskir hermenn halda þó
áfram uppi eftirliti í byggðum gyð-
inga á Vesturbakkanum. Alþjóð-
legir eftirlitsmenn verða tímabund-
ið í Hebron og ísraelar halda rétti
sínum til að vernda 400 gyðinga,
sem búa þar meðal 100.000 araba,
og ísraela sem koma þangað til
að skoða helga staði.
• Hermennirnir eiga ennfremur
að hafa eftirlit með vegum sem
gyðingar búsettir á svæðinu ferð-
ast um.
• Annar áfangi brottflutnings
hermannanna hefst eftir að lög-
gjafarsamkunda Palestínumanna
hefur verið kjörin og stendur í sex
mánuði.
• Samkomulagið kveður enn-
fremur á um að margir af þúsund-
um palestínskra fanga í ísraelskum
fangelsum verði látnir lausir í
þremur áföngum.
• Framtíð Jerúsalem, byggða
gyðinga og palestínskra flótta-
manna verður ákveðin í viðræðum
um „lokastöðu" Gaza-svæðisins og
Vesturbakkans sem heijast ekki
síðar en í maí á næsta ári. Gert
er ráð fyrir að viðræðunum ljúki
tveimur árum síðar.
• Um 12.000 palestínskir lög-
reglumenn hefja störf í áföngum
á Vesturbakkanum og heildarfjöldi
lögregluliðsins, að Gaza-svæðinu
meðtöldu, verður um 30.000.
• A þessum tíma fer stjórn Isra-
els með utanríkismál og eftirlit
með landamærum sjálfstjórnar-
svæðanna.
• 82 menn verða kjörnir í löggjaf-
arsamkundu Palestínumanna sem
ber ábyrgð á flestum öðrum svið-
um á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu.
• Gerðar verða sérstakar ráðstaf-
anir til þess að Palestínumenn, sem
búa í Austur-Jerúsalem, geti tekið
þátt í kosningunum. Palestínumenn
í Jerúsalem geta boðið sig fram svo
fremi sem þeir eigi ánnað heimili á
Gaza eða Vesturbakkanum.
• Eftirlitsnefnd verður skipuð
fulltrúum frá Evrópusambandinu,
Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkj-
unum, Rússlandi, Kanada, Egypta-
landi, Japan, Jórdaníu, Noregi,
Suður-Afríku, óháðu ríkjunum og
samtökum íslamskra þjóða.
• PLO lofar að beita sér fyrir
HERMENN FLUTTIR
ABROTT
Samningur ísraela og PLO frá
því á sunnudag kveöur á um aö
hefja eigi brottflutning ísraelskra
hermanna frá sjö borgum og 450
þorpum á Vesturbakka Jórdanar
90% Vesturbakkans veröa undir stjórn
Palestínumanna þegar brottflutningi
hermannanna lýkur í júlt áriö 1997
UBANONx
SYRLAND
Tulkarm 1
Qalqilya TS
/ ® ®
Ramallah / ' ®
Nablus
Jeríkó
Betlehem
Hebron
JORDANIA
Palestínumenn
hafa stjórnað
Gaza-svæðinu
og Jeríkó á
Vesturbakkanum
í 16 mánuöi
REUTER
afnámi tveggja greina í Palestínu-
sáttmálanum, sem kveða á um
tortímingu ísraels, innan tveggja
mánaða eftir að löggjafarsam-
kundan verður sett í fyrsta skipti.
Blendin viðbrögð við samkomulagi ísraela og PLO
Ýmist hrós fyrir hug-
rekki eða svikabrigsl
Damaskus. Reuter.
VIÐBRÖGÐIN við samkomulagi
ísraela og Frelsissamtaka Palest-
ínumanna (PLO) um að stækka
sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna
voru blendin í gær. Sumir fögnuðu
því sem tímamótasamkomulagi
sem bæri vott um hugrekki leiðtoga
ísraels og PLO en aðrir fordæmdu
það sem svik við málstað Palestínu-
manna.
Stjórnvöld í Sýrlandi, Líbýu, íran
og hreyfingar róttækra Palestínú-
manna lýstu samkomulaginu sem
uppgjöf af hálfu Yassers Arafats,
leiðtoga PLO, sem myndi valda
aukinni spennu og ofbeldi á Gaza-
svæðinu og Vesturbakkanum.
Ráðamenn á Vesturlöndum og
bandamenn þeirra í Miðausturlönd-
um hrósuðu hins vegar leiðtogum
Ísraels og PLO fyrir hugrekki og
sögðu samkomulagið marka tíma-
mót.
Samkomulagið náðist í bænum
Taba í Egyptalandi á sunnudag
eftir langar og erfiðar viðræður
Arafats og Shimons Peres, utanrík-
isráðherra ísraels. Samkomulagið
felur í sér að takmörkuð sjálfstjórn
Palestínumanna á Gaza-svæðinu
og Jeríkó á Vesturbakkanum ,nær
einnig til annarra staða Palestínu-
manna á Vesturbakkanum nema
Austur-Jerúsalem.
Hóta vopnaðri baráttu
Hægrisinnaðir ísraelar for-
dæmdu samkomulagið og sögðu
það stefna öryggi ísraels í hættu.
Leiðtogar Hamas, helstu and-
stæðingar Arafats, lýstu sam-
komulaginu sem svikum við mál-
stað Palestínumanna sem „færðu
Israelum allt sem þeir vildu ...
ekkert sjálfstæði fyrir Palestínu-
menn“. Þeir sögðust ætla að snið-
ganga kosningar sem samkomu-
lagið kveður á um.
Leiðtogar tveggja róttækra
hreyfinga Palestínumanna, Al-
þýðufylkingarinnar fyrir frelsi Pal-
estínu og Lýðræðisfylkingarinnar
fyrir frelsi Palestínu, gáfu út sam-
eiginlega yfírlýsingu þar sem sam-
komulaginu er lýst sem „hættulegu
afsali réttinda Palestínumanna sem
þjóðar". Þeir sögðust staðráðnir í
að halda áfram vopnaðri baráttu
gegn yfirráðum ísraeia.
Sýríendingar sögðu að sam-
komulagið gæti leitt til frekari
spennu á svæðum Palestínumanna
og íranir spáðu því að það myndi
efla andstæðinga PLO meðal Pal-
estínumanna. Líbýska fréttastofan
JANA lýsti samkomulaginu sem
„nýju skrefi í átt að frekari tilslök-
unum gagnvart óvinum araba og
málamiðlun um réttindi Palestínu-
araba, niður blekkingarleið hins
svokallaða friðar“.
„Sigur fyrir Arafat“
Arababandalagið sagði hins veg-
ar samkómulagið skref í rétta átt
og leiðtogar arabaríkja, sem hafa
friðmælst við fsraela, töldu það
marka tímamót. „Eg tel árangur
þeirra sigur fyrir Arafat og samn-
ingamenn hans,“ sagði Hosni Mub-
arak, forseti Egyptalands.
Warren Christoper, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, kvað
samkomulagið „til marks um hug-
rekki og staðfestu leiðtoga ísraels
og PLO og hversu öfiug aðferð
beinar samningaviðræður eru við
lausn flókinna vandamála".
Nokkrir fréttaskýrendur vöruðu
þó við því að samkomulagið gæti
leitt til aukins ofbeldis af hálfu
öfgamanna úr röðum ísraela og
Palestínumanna sem vilja hindra
friðarsamninga. „Því meiri sem
árangurinn af friðarumleitununum
verður því meira gera andstæðing-
ar þeirra til að stöðva þær og blóðs-
úthellingar eru eina leiðin til þess,“
sagði ítalska dagblaðið La
Republica. „Við ættum því að búa
okkur undir fréttir af fleiri hörmu-
legum atburðum."
I SEPTEMBER
í hverjum mánuði frá september fram í
apríl verður sérstakt PLÚS-tilboð mánaðarins
auglýst í fjölmiðlum.
PLÚS-afsláttur nemur
100® kr.
fyrir handhafa almennra VISA-korta.
2000 kr. f.hjón/ferðafélaga.
fyrir handhafa Farkorta V3SA.
4000 kr. f.hjón/ferðafélaga.
fyrir handhafa Gullkorta VISA.
6000 kr. f.hjón/ferðafélaga.
Lágmúla 4: sími 569 9300,
Hafnarfiröi: stmi 565 2366, Keflavík: sími 421 1353,
Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: simi 462 5000
- og hjá umboðsmönnum um land alll.
4 orí
Frábær ný sólarparadís
við Mexíkóflóa
Glóðheitir dagar, blá-
tærar öldur og hreinar
strendur.
Vönduð gisting.
Glæsilegir golfvellir.
Hagstætt bílaleiguverð.
3000 kr. Gull-plús. Innifalið:
flug, gisting og flugvallarskattar.
Tilboðið gildir til 30. september.
Verð frá
71.510
á manninn m.v. 2 í íbúð á
Santa Maria í 2 vikur.
V/SA
•vjs/'iti NvioiíV3Nis*ionv vismiij