Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 23 Daufar langlokur MYNPOST Kjarvalsstaðir VIDEO-list Samsýning Opið kl. 10-18 alla dagatil 15. okt. Sýningarskrá kr. 450. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). SÍÐUSTU tvo áratugi eða svo hefur myndlistin tæplega tekið eins mikinn kipp á nokkru öðru sviði og orðið hefur í notkun myndbandsins, og video-list hefur orðið áberandi sem tjáningarform listamanna í kjöifar gjörninga og uppákoma af ýmsu tagi, sem ruddu þessu formi Frá styrktartónleikum Bandalags leikfélaga Tímarit • LEIKLISTARBLAÐIÐ, 2. tb]. þessa árs er komið út. Meðal efnis er: Bandalagsþing 1995; Listin að ,joggla“; Joe Orton; Pínlegasta at- vikið; Leiklist á Seyðisfirði; Fyrir ánægjuna eina; og Endasprettur. Blaðinu fylgir Einþáttungasafn Leiklistarblaðsins: Andinn eftir Stefán Jóhannes Sigurðsson. í kynningu segir að hér kveðji sér hljóðs nýtt vestfirskt leikskáld með bráðfyndnum þætti um ástir ósam- lyndra hjóna, áfengisböl og vín- anda. Leiklistarblaðið kemur út þrisvar til fjórum sinnum á ári. Það er ein- göngu selt í áskrift og kostar ár- gangurinn 1.200 kr. Útgefandi er Bandalag íslenskra leikfélaga, ritstjóri ogábyrgðar- maður Bjarni Guðmarsson. Stein- mark prentaði. veginn og hafa haldið áfram að þróast samhliða því. Þessi miðill hefur hins vegar aldr- ei náð þeim almennu vinsældum sem hefðbundnari listmiðlar hafa búið við, og því fremur þróast og sótt fram í afmörkuðum heimi lista- fólksins sjálfs, þó almenningur njóti daglega afsprengis þessarar listar, t.d. í formi tónlistarmyndbanda. Fyrir þessu má eflaust finna ýmsar ástæður, en takmörk miðilsins eru þar helst; forsenda video-listar er aðgangur að ákveðinni tækni, bæði til að skapa verkin sem og til að sýna þau. Loks er tíminn sem verk af þessu tagi krefjast af áhorfand- anum annar þröskuldur sem reynist mörgum óyfirstíganlegur. Listafólk hefur verið að vinna i þessum miðli mun lengur en ætla mætti af útbreiðslu verka af þessu tagi, og á vesturgangi Kjarvalsstaða er nú hægt að kynna sér nokkuð úrval af verkum þeirra listakvenna, sem fylltu fyrstu kynslóð video-lista- fólks, og er þá miðað við tímabilið 1970-75. Hér má segja að bæði sé um söguleg björgunarstörf að ræða, þar sem líkur eru á að margt af þessu elsta efni falli annars í gleymsku, eins og greinilega kemur fram í ritgerð JoAnn Hanley í sýn- ingarskrá, og hins vegar býður sýn- ing af þessu tagi einnig upp á gott tækifæri til að bera fyrri vinnubrögð og viðfangsefni saman við það sem mest er áberandi nú á dögum. Þessi sýning var upphaflega skipulögð af samtökum sjálfstæðra sýningarstjóra í New York, og hef- ur frá hausti 1993 ferðast víða um Kanada og Bandaríkin, og má ætla að nú sé ætlunin að dreifa henni enn frekar. Hér er um að ræða samantekt á videomyndum eftir tuttugu og eina listakonu, en alls er boðið upp á þrjátíu og fimm sjálf- stæð myndverk frá þeirra hendi, sem eru allt frá hálfri mínútu upp í tæpa klukkustund að lengd, þann- ig að af nógu er að taka fyrir áhuga- fólk um þennan listmiðil. Hins veg- ar er vart við því að búast að marg- ir hafi úthald til að sitja yfir öllu því sem hér getur að líta, en heildar- lengd efnisins mun nærri níu og hálf klukkustund, svo það væri gott dagsverk að skoða það allt. Renningar MYNPLIST Við llamarinn - llafnarfiröi MÁLVERK Sigríður Júlía Bjarnadóttir. Opið kl. 14-18 alla dagatil 1. okt. Aðgangur ókeypis LISTAMENN telja oft mikilvægt að finna sér ýmsar tilvísanir til að vinna út frá eða einkenna sín verk með. Slíkar tilvísanir virka oftar en ekki sem ljósker upplýsinga, vitar sem segja áhorfandanum eitthvað um hvaðan listamaðurinn er að koma í verkum sínum, og hvaða lykilatriði hann hefur kosið að takast á við í listinni. Gildi listsýninga felst síðan oft í því hversu vel gestir fínna fyr- ir þessum lykilatriðum í verkunum og hvort þau ná að koma fram þeirri listsýn, sem listamaðurinn er að leit- ast við að tjá. Sigríður Júlía Bjarnadóttir út- skrifaðist frá Kennaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1988, og hélt þaðan til framhaldsnáms til San Francisco. Hún hefur áður tekið þátt í tveimur samsýningum, en hér mun á ferðinni fyrsta einkasýning hennar. Sú tilvísun sem Sigríður Júlía Bjarnadóttir hefur kosið sem yfir- skrift þessarar sýningar er orðið „Renningar". í hugum flestra vísar það fyrst og fremst til formsins; orðabókin skilgreinir renning sem mjóa rekaviðarspýtu, eins og lista- konan bendir á í örlitlum inngangi. En hún bætir síðan við: „Þessir renningar eru spýtur, strigi, olíulitir og hugrenningar. Hugrenningar um hluti, merkingar, hugsun og framrás lífsins. Hugsun án orða hlýtur að koma langt að, jafnvel lengra en rekaviðarspýta.“ Þessi samlíking við renninga er skýr þegar litið er yfir sýningarsal- inn; heildin er samtengd í forminu. Hvert verk er langt og mjótt, líkt og málaður strigarenningur í tré- ramma, og þessi formfesta gengur jafnvel svo langt að eitt málverkið beygir fyrir horn, ef svo má að orði komast. Hvaða hugrenningar eiga að koma fram í verkunum er hins veg- ar öllu óljósara. Myndirnar eru mál- aðar með grófum hætti þar sem lag- skipting litanna hylur yfirborð þess- ara litlu flata, án þess að einstakir litatónar nái að geisla á þann veg sem vert væri; formnotkun er ein- feldningsleg og ber ekki með sér skýrar merkingar, hvort sem um er í ítarlegri ritgerð sinni í sýning- arskrá rekur Ann-Sargent Wooster sögu upphafs video-listarinnar vest- anhafs og þróun hennar hjá ýmsum þeim listakonum, sem hér eru kynntar, og bendir m.a. á þær miklu tækniframfarir sem hafa orðið til að skapa listafólki möguleika til sköpunar, sem fáa hefði dreymt um fyrir tveimur áratugum. Um leið er vert að hafa í huga að ýmsar af þeim nýjungum sem almenningur þekkir úr kvikmyndum og tónlistar- myndböndum voru fyrst þróaðar af listafólki á þessu sviði, og þann- ig hefur videolistin snert almenning meira en flestir gera sér grein fyrir. í svo viðamikilli sýningu er ekki réttlætanlegt að ræða mikið um einstök verk, enda skal fúslega við- urkennt að undirritaður gaf sér ekki heilan vinnudag til að skoða úrvalið. í sýningarskrá er hins veg- ar að fínna stuttar lýsingar á mynd- böndunum, og þar má auðveldlega velja það sem menn vilja skoða nánar. Hér skiptir viðhorf listafólksins miklu um hvernig áhorfendur taka verkunum. Þar sem kímnigáfan er höfð með í ráðum verður útkoman oft bæði skemmtileg og boðskapur- inn sterkur (eins og t.d. í verki Mörthu Rosler, „Semiotics of the Kitchen" og í verkum Ilene Seg- alove), en þar sem listakonumar taka sjálfar sig og boðskapinn of alvarlega verður útkoman hreinlega leiðinleg, einkum ef hin formræna uppbygging er ekki heldur til mik- illa bóta. Því miður eru verkin í seinni flokknum mun fleiri hér en í þeim fyrri. Það er erfitt að hugsa sér að margir hafi áhuga á að horfa á langlokuverk eins og „What a Wo- man Made“ eftir Mako Idemitsu, „Raumsehen und Raumhören" eftir Valie Export eða „Mumble“ eftir Lyndu Benglis, og þegar við bætast athuganir á formrænum möguleik- um miðilsins og afar persónulegar (en ekki alltaf áhugaverðar) frá- sagnir frá hendi listakonunnar verð- ur heildarsvipur sýningarinnar fremur daufur, svo ekki sé meira sagt. Slíkt úrval verka er ekki til þess fallið að vekja áhuga hinna ókunn- ugu á þessu listformi, sem getur þó verið gjöfult og ríkulegt ef vel er á haldið, eins og mátt hefur sjá á ýmsum sýningum innlendra lista- manna á þessu sviði á undanförnum árum. Upphafið sem getur að líta hér er þannig fremur söguleg heim- ild en lifandi þáttur þeirrar listar, sem nú er sköpuð í þessum miðli um allan heim. Eiríkur Þorláksson að ræða hús, horn, skálar eða báta. Loks er titill eins og „Þetta er eins og far eftir straujárn en eru bátar“ (nr. 12) ekki líklegur til að fá marga til að velta fyrir sér mögulegum dýpri merkingum verksins um fram- rás lífsins - með slíku væri ef til vill seilst of langt í því að leita að innihaldi og merkingu fyrir mynd- verk, sem ná ekki að standa á eigin verðleikum. Þekkilegustu verkin hér forðast slíkar vangaveltur, og einfaldir litir og leikir forma ná að ráða framvind- unni í myndunum „Krummi" (nr. 6) og „Án titils“ (nr. 10) án nokkurrar þarfar á frekari skýringum. Hér nýtur verklag listakonunnar sín best, á sama tíma og litatónarnir verða tærastir. Þessi sýning verður helst eftir- minnileg fyrir formið, hina löngu og mjóu renninga málverksins. Lista- konan mun vonandi fylgja henni eft- ir í hinni eilífu leit að jafnvægi forms og innihalds, sem myndlistarmenn eru sífellt að takast á við; verkin tvö, sem hér eru nefnd að ofan benda til að þar kunni hún að finna ýmis- legt, sé betur að gáð. Eiríkur Þorláksson HREINAR SNYRTIVÖRUR - Þú færð ekkert betra - ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136 Upplýsingamiðstöð myndlistar UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ myndlistar hefur tekið til starfa. Að henni standa menntamálaráðuneytið, Samband ís- lenskra myndlistarmanna og Mynd- stef. Samstarfssamningur hefur ver- ið undirritaður milli þessara aðila og verkefnisstjórn skipuð til að hafa umsjón með verkefninu. í henni sitja Þórunn J. Hafstein, fyrir hönd ráðu- neytisins, formaður, Sólveig Egg- ertsdóttir, fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna, og Knútur Bruun, fyrir Myndstef. Hlutverk upplýsingamiðstöðvar- innar er að koma á fót og reka gagnabanka um íslenska myndhöf- unda og verk þeirra og um íslenska myndlistarviðburði til kynningar inn- anlands og utan í samvinnu við hags- munasamtök myndlistarmanna. Upplýsingamiðstöð myndlistar skal ekki síður afla og miðla upplýsingum um sýningarframboð, söfn, náms- framboð, vinnuaðstöðu, styrki, samninga og útboð og þannig þjóna myndiistarmönnum við vinnu sína. Hrafnhildur Þorgeirsdóttir bóka- safns- og upplýsingafræðingur hefur verið ráðin starfsmaður Upplýs- ingamiðstöðvar myndlistar frá 1. september 1995. Aðaláhersla verður í fyrstu lögð á gagnasöfnun og að skipuleggja miðlun og upplýsinga- streymi jafnt að og frá Upplýsingam- iðstöð myndlistar. Þessi gögn verða síðar notuð til kynningar og upplýs- inga fyrir listneytendur og listamenn jafnt innanlands sem utan. Upplýsingamiðstöð myndlistar verður fyrst um sinn til húsa áð Þórsgötu 24, sími 5627711. Opið kl. 12.30-16. INTERNET NÁMSKEIÐ, 12 klst. Kynning á uppbyggingu og sögu Internetsins, tölvupósti og veraldarvefnum. Fariö í helstu þætti Netscape fyrir vefinn og Eudora fyrir póstinn. Farið í skráarflutning með FTP og IRC samtalsrásirnar. Farið í noktun Telnet til að tengja saman tölvur. Finger notað til að leita að tölvum og notendum. Gagna leitað. Með námskeiðinu fylgir bók um Internetið og frí áskrift í einn mánuð að Trekneti, sem veitir alhliða Internet þjónustu. Upplýsingar og skráning í síma 561 6699. Tölvuskóli Revkjavíkur Borgartúni 28, sími 561 6699. Hvergi meira úrval til af hjónarúmum frá Evrópu og Ameríku en hjá okkur. Sjón er sögu ríkari Teg: Anm danskt hjénarúm úr baÍkL 140x200cm með komfort fjaðradýnum kr. 76.220,- 180x200cm með komfort fjaðradýnum kr. 85.920,- Náttborð kr. 16.060,- stk. Staðgreiðsluaf sláttur eða góð greíðslukjör fDEma)b/er ISLANDI Danskur smekkur er "dejlig' V/SA MMMSi EUROCARD Húsgagnahöllinni S: 587 1199 - Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.