Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Tryggjum stöðugleikann Sveiflujöfnun í sjávar- útvegi - ráðstafanir í tíma í UMRÆÐUNNI um efnahags- mál hefur talsvert verið rætt og ritað um sveiflujöfnun í þjóðarbú- skapnum. Á heildina litið hafa efnistökin verið flókin og fræðileg. Það hefur fælt fólk frá umræðunni og gert það að verkum að hún hefur ekki fengið þann hljómgrunn sem skildi. Þessari grein er ætlað að útskýra sveiflujöfnun með ein- földum hætti og hvers vegna hún er nauðsynleg fyrir vöxt og viðgang þjóðarbúsins. Einkenni íslensks efnahagslífs Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslenskt efnahagslíf hefur í áranna rás einkennst af miklum sviptingum. Oftar en ekki hafa umskiptin átt rætur að rekja til verðsveiflna á sjávarafurðum á er- lendum mörkuðum eða breytinga á aflaföngum. Reynslan hefur kennt okkur að þegar vel árar til sjós, verð á sjávarafurðum er hátt og veiði mikil, þá leiðir það til hækk- andi launa og annarra kostnaðarl- iða í öðrum atvinnugreinum en bara .útgerð og vinnslu. Til að mæta auknum kostnaði er afurða- verð hækkað með þeim afleiðingum að skriða verðhækkana fer af stað og verðbólga rýkur upp. Launa- hækkanir renna út í sandinn. Von um raunverulega kjarabót var byggð á fölskum forsendum. Almennt gildir að þegar verð- bólga er meiri hér en í viðskiptalönd- unum þá þarf fýrr eða síðar að fella gengið. Fastgengis- stefna við skilyrði mis- ræmis_ í verðlagsþróun milli íslands og sam- keppnislandanna fær ekki staðist nema tak- markaðan tíma. Raun- in hefur verið sú að genginu hefur verið haldi föstu meðan sjáv- arútvegurinn þolir það en síðan er það fellt þegar afli minnkar eða verð á sjávarafurðum lækkar. Tvö dæmi Þorsteinn M, Jónsson Tökum dæmi af íslensku fyrir- tæki í iðnaði eða þjónustu sem keppir á heimamarkaði við inn- flutning. Nú hefst uppgangur í sjávarútvegi og laun og verð á aðföngum innanlands hækka þann- ig að framleiðslukostnaður eykst. Til að mæta auknum kostnaði þarf fyrirtækið að hækka verð á sínum afurðum, en af því að ekki er hrófl- að við gengi þá er verð á innfluttu samkeppnisvörunni óbreytt í krón- um talið. Þá liggur í augum uppi að samkeppnisstaða innlenda fram- leiðandans hefur versnað gagnvart þeim erlenda. Neytendur munu í auknum mæli kaupa innflutta vöru í stað þeirrar innlendu. Hlutfallið milli innlends verðlags og erlends mælt í krónum, raungengið, hefur hækkað. Sömu sögu er að segja af íslensk- um framleiðanda sem selur vöru á erlendan markað. Þeg- ar verðlag hækkar inn- anlands umfram það sem gerist í sam- keppnislöndunum neyðist útflytjandinn til að hækka verð í erlendri mynt. Það gerir hann i því skyni að fá fleiri krónur til að standa straum af kostnaðaraukanum við framleiðsluna. Sam- keppnisaðilarnir í út- löndum eru ósnortnir af hækkun á verði að- fanga og halda sínu verði óbreyttu. Þannig styrkist samkeppnis- staða þeirra. Sala hjá íslenska út- flytjandanum dregst saman en eykst hjá erlendu keppinautunum. Hvort tveggja, verri samkeppnis- staða útflutnings- og samkeppnis- greina, hefur síðan þau heildar- áhrif að auka innflutning og draga úr útflutningi. Þannig minnkar af- gangur eða eykst halli á viðskiptum við útlönd með tilheyrandi aukn- ingu erlendra skulda. Þetta er saga sem hefur endurtekið sig margoft í íslenskum þjóðarbúskap eins og glöggt má sjá af viðvarandi við- skiptahalla og skuldasöfnun í út- löndum. Annar fylgikvilli mikilla og óvæntra sviptinga í rekstrarskil- yrðum, eins og hér hefur verið lýst, er minni áhersla á vöruþróunar- og markaðsstarf, sem er í eðli sínu langtímaverkefrii. Þegar framtíðin er hjúpuð óvissu þá takmarkast sýn við þröng tímamörk. Menn veigra sér við að leggja útí mikla vinnu íslendingar hafa ekki ráð á því að endurtaka hagstjórnarmistök enn á ný, segir Þorsteinn M. Jónsson, og spilla þannig stöðu okkar gagnvart erlendum keppinautum. og kostnað sem getur farið í súginn fyrirvaralítið. Þetta hefur án efa staðið vexti íslenskra fyrirtækja og sókn þeirra á erlenda markaði fyr- ir þrifum. Hlutverk sveiflujöfnunar Sveiflujöfnun gegnir því hlut- verki að koma í veg fyrir að verð- hækkunarskriða fari af stað í kjöl- far uppsveiflu í sjávarútvegi.Þann- ig er komið í veg fyrir að sam- keppnisstaðan versni. Sveiflujöfn- un kemur líka fyrirtækjum í sjávar- útvegi til góða með því að viðhalda dýrmætum stöðugleika og skapa traust á framtíðina, sem hvetur fyrirtæki til dáða í vöruþróunar- og markaðsstarfi. Sveiflujöfnunin gengur þannig fyrir sig að þegar hagur vænkast í sjávarútvegi er hiuti af tekjuauk- anum sem þá myndast lagður til hliðar í sérstakan sjóð. Þar situr hann eftir í stað þess að ’feka út í hagkerfið og hleypa af stað skriðu verðhækkana. Þegar svo á móti blæs í sjávarútvegi kemur til greiðslu úr sjóðnum, sem auðveldar fyrirtækjum að takast á við andbyr- inn. Þannig minnka sveiflurnar í þjóðarbúinu og aðrar atvinnugrein- ar geta stundað öflugt uppbygging- arstarf óháð genginu í sjávarút- vegi. Sveiflujöfnunarhugmyndin er ekki ný af nálinni. Tvívegis hafa verið settir á laggirnar verðjöfnun- arsjóðir í því skyni að draga úr efnahagssveiflum. í báðum tilfell- um hafa inn- og útborganir við verðþróun sjávarafurða á erlendum mörkuðum. Reynslan hefur nú kveðið upp sinn dóm um að verði- jöfnun ein sér dugar ekki. Það er reginmunur á verðjöfnun annars vegar og tekjujöfnun hins vegar. Inngreiðslur eða útborganir úr sveiflujöfnunarsjóði þurfa að mið- ast víð verðmæti en ekki bara verð. Annars er hætta á að sjóðurinn virki öfugt. Til dæmis má ímynda sér þá stöðu að verð fari hækkandi á meðan að verðmæti aflans fer minnkandi af því að aflinn dregst það mikið saman. Þá kemur til inn- borgunar samkvæmt reglum en til að jafna sveiflur ætti frekar að greiða úr sjóðnum við þessar að- stæður. Lokaorð íslendingar hafa ekki ráð á því að endurtaka hagstjórnarmistök enn eina ferðina. Við megum ekki oftar spilla stöðu okkar gagnvart erlendum keppinautum og koma þannig í veg fyrir aukna hagsæld og öflugra atvinnulíf í eigin landi. Búa þarf svo um hnútana að tiltæk- ar séu leiðir til að takast á við vandann þegar hann ber að garði. Það væri slæm búsýsla að sofna á verðinum. Höfundur er hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins. Windows Upgrade Windows 95 ki*. 8.500,- Geisladrif frá kr. 12.900,- Afritunarstöðvar 800 MH kr. 22.900,- Með 2x gcisladrifi kr.19.900,- Hljóðkort, 16 bita víðóma kr. 8.600,- Við enim f Mörkinni 6. Sími 588 2061 - Fax 588 2062 BGÐEIND Mtm More 486 66 MHz tölvur Frákr. 96.175,- More Pentíum tölvur Frákr. 123.478,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.