Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 35 MINNINGAR nefndum og ráðum fyrir bæjarfé- lag sitt, Garðabæ. Skammt hefur verið stórra högga á milli og nú er litla fjöl- skyldan af Lynghaganum öll, en Lóló var einkabarn foreldra sinna. Móðir hennar, Friðbjörg, lést í mars 1994 og Sigurður lést í sept- ember 1994, en þá var Lóló nýkom- in úr skurðaðgerð og enn í sjúkra- húsi, og nú, ári síðar er hún öll. Kynni okkar hjóna við þau Lóló og Mumma hófust í júní 1978, er við vorum í sumarfríi á Ítalíu ásamt tveimur af þremur börnum okkar. Kynntumst við þar sjö hjón, sem einnig voru þar í sumarfríi með börn sín. Náði þessi hópur sérlega vel saman þó ólíkur í mörgu væri og það svo vel að ætíð síðan hefur hópurinn komið saman þrisvar á ári, þ.e. að vetri til á þorrablóti, til skiptis heima hvert hjá öðru, við skötuát á Þorláksmessu og svo í útilegu einu sinni á sumri. Þá strax, 1978, var tekin frá ákveðin helgi sumars, — helgin fyrir verslunarmannahelgina — er skyldi vera helgin fyrir útileguna okkar og ekkert fengi því breytt. Þannig áttu allir að vita fyrirfram að viðkomandi var upptekinn þessa ákveðnu helgi hvers sumars. Ég má til með að nefna það, að Agga, mikil og góð vinkona Lóló- ar, gaf þessum hópi okkar nafnið „Ítalíupakkið" fyrir margt löngu og höfum við allar götur síðan kallað okkur þessu nafni og verið stolt af. Nú í sumar í síðustu útilegunni sem haldin var á Lækjarbakka í Skagafirði lét vinkona okkar, Lóló, það ekki aftra sér að mæta, þótt komin væri í hjólastól nokkru áður. Veikindi sín ræddi Lóló tæpi- tungulaust við okkur og vissi fyrir löngu hvert stefndi. í júníbyrjun sagði hún okkur eftir læknum sín- um að „nú væri ekkert meira hægt að gera“. Lóló sagðist þá þegar vera búin að taka þá ákvörðun að lifa einn dag í einu og reyna bara að njóta hans sem best og það gerði hún svo sannariega meðan stætt var. Þessi kona var einstök og var okkur sem til þekktum ímynd hreystinnar fyrir veikindin og fannst okkur því lyginni líkast að hún — þessi kona — skyldi veikj- ast af þessum skelfilega sjúkdómi sem alltof marga leggur að velli, þrátt fyrir miklar framfarir lækna- vísindanna hin síðari ár. Lóló var útivistarkona, sífellt úti að ganga, skokka eða hlaupa, á skíðum, að synda eða jafnvel ganga á íjöll. En, eins og máltækið segir, eng- inn veit sína æfina fyrr en öll er. Nú hafa tvö skörð verið höggvin í litla hópinn okkar, Ítalíupakkið. ívar Arnórsson lést af slysförum í apríl 1994 og nú er Lóló okkar farin. Sem sagt, við erum byrjuð að týna tölunni og væri því hægt að segja eitthvað á þessa leið: Hópurinn er byijaður tölunni að týna tveir eru þegar gengnir á Almættis fund. Við skiljum þetta ekki, það sjálfsagt á að sýna hve sáralitlu ráðum þó dveljum hér um stund. Og nú er okkar vinkona, hún Lóló fallin frá sem frískust var og hraustust allra kvenna. Tilganginn með þessu er tæpast hægt að sjá nú tómlegt er, - ég legg nú frá mér penna. (I.G.) Við kveðjum þessa elskulegu vin- konu okkar og biðjum eiginmanni hennar, börnum og tengdabörnum Guðs blessunar í þeirra miklu sorg. Hanna, Ingólfur Gíslason og fjölskylda. Sjá, móðir jörð ber gylltan geislahjúp. Um gesti hennar flæðir Ijós og ylur, og um þá lykst hið mikla megindjúp, sem mannleg augu sjá, en enginn skilur. Og fleiri stjömur fírðin bláa hylur en fjöll og dalir eiga blóm og strá. Og andi guðs mun yfirskyggja þá, sem ætla sér að heyra það og sjá, sem vizka hans og veldi öllum dylur. Það gnæfir ofar gáfum dauðlegs manns að geta skynjað leyndardóma hans. (Davíð Stefánsson.) Hún Lóló okkar er dáin. Við íbú- ar Grenilundarins í Garðabænum erum felmtri slegnir og djúp sorg okkur í hjarta. Hún sem alltaf var svo glöð og hress og drifkraftur í öllu sem gert var. Ekki er langt síðan við héldum hina árlegu grillveislu okkar hér í götunni. Auðvitað mætti hún þótt bundin væri við hjólastól. Fram á síðustu stundu hélt Lóló virðingu sinni og reisn. Elsku Guðmundur, Sigurður, Einar og Margrét. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og hjálpa í þessari miklu sorg. Ibúar Grenilundar. Núna þegar ég horfi á eftir vin- konu minni, Ólöfu Sigurðardóttur, í faðm Guðs almáttugs er eins og ég sitji í tómarúmi. Eg hef fylgst með hetjulegri baráttu Ólafar sem var í rauninni stutt en samt svo ótrúlega löng og stWing. Það var erfitt að standa álengdar og sjá hana berjast til hinstu stundar og vita jafnframt að mannlegur máttur gat engu fengið áorkað henni til hjálpar. Ólöf Sigurðardóttir var engri manneskju lík. Alls staðar var hún í fararbroddi. Þessi litla, fallega og granna kona var full af lífskrafti og það geislaði af henni hvar sem hún fór. Ólöf átti alltaf annríkt en þrátt fyrir það gaf hún sér góðan tíma fyrir okkur vinkonurnar og var ætíð fyrst manna að rétta hjálpar- hönd, jafnt í gleði sem sorg. Þegar ég horfi til baka yfir farinn veg með ðlöfu ber hæst góðar og hlýjar minningar um þennan ein- stæða vin. I fyrstu Reykjavíkur- maraþonhlaupunum undirbjuggum við okkur saman með því að skokka vítt og breitt um Garðabæinn, okk- ur til ánægju og heilsubótar. Hin seinni ár varð þestamennskan snar þáttur í lífi Ólafar og fjölskyldu hennar og mun samveran með hest- unum lengi lifa í minningunni. Gönguferðir um hálendi Islands voru enn eitt áhugamál Ólafar. Þrátt fyrir fjöll og firnindi lét hún lofthræðsluna ekki á_sig fá þegar á hólminn var komið. Á Fimmvörðu- hálsi fetaði hún einstigið yfir Katta- hrygg skref fyrir skref af öryggi. Þetta er aðeins lítið dæmi en er enn einn vitnisburðurinn um að uppgjöf og dugleysi voru ekki til í orðabók Ólafar Sigurðardóttur. Við fórum saman i okkar síðustu gönguferð fyrir aðeins fáeinum vik- um með okkar góða TBK-hópi. Ólöf gekk þessa síðustu ferð frekar af vilja en mætti en þar, eins og ætíð í lífí hennar, var hún í fylkingar- bijósti. Hugurinn bar hana hálfa leið. Að leiðarlokum bið ég algóðan Guð að blessa_ minningu minnar kæru vinkonu, Ólafar Sigurðardótt- ur. Guð gefi elskulegum eiginmanni og börnunum þremur styrk í þeirra sorg. Ingibjörg Haraldsdóttir. Þann 1. september 1964 hóf störf hjá Almennum tryggingum hf. ung og myndarleg stúlka, Olöf Sigurðardóttir. Þótt hún væri að- eins tæplega 17 ára gömul vakti hún athygli, því hún var ákveðin og dugleg. Hún var ráðin til vélrit- unar og skrifaði um árabil flest þau bréf sem frá mér fóru. Seinna fékkst hún aðallega við bókhald og störf því tengd. Ólöf, eða Lóló, eins og hún var ávallt kölluð, vann síðan með okkur næstu 12 árin, en þá lét hún af störfum til þess að helga sig uppeldi barna sinna. Ekki átti það við Lóló að sinna eingöngu heimilisstörfum og þess vegna gerðist hún bréfberi í Garðabæ, þar sem hún átti heimili sitt. Það fannst okkur dæmigert fyrir Lóló, því krafturinn og dugn- aðurinn hlaut að krefjast fleiri verkefna. Árið 1986 hóf hún aftur störf hjá Almennum og hrósuðum við happi að fá hana aftur til sam- starfs. Hún vann síðan hjá Al- mennum og síðar Sjóvá-Almennum tryggingum allt til þess að hún lést þann 17. september sl. Lóló giftist ung Guðmundi Ein- arssyni, rafvirkjameistara, og áttu þau 3 börn. Á það hjónaband bar aldrei skugga og þau stóðu saman í blíðu og stríðu. Á síðari árum var hestamennskan áhugamál þeirra og tók Lóló þátt í því af þeim krafti og áhuga sem einkenndi allar hennar gerðir. Þau hjónin keyptu ásamt vinafólki jörðina Skamm- beinsstaði IV, í Holtahreppi og þar sköpuðu þau frábæra aðstöðu til hestamennsku og útilífs. Ekki eru nema 3 vikur síðan Lóló dvaldi þar næturlangt. Fyrir u.þ.b. ári kenndi Lóló sér meins sem því miður varð ekki við ráðið. Þetta síðasta ár var henni erfitt, en aldrei heyrðum við sam- starfsmenn hennar hana æðrast né votta fyrir biturð út í örlögin, sem vissulega voru grimm svona ungri og duglegri konu sem svo margt átti ógert. Hún mætti til vinnu allt til hins síðasta og eftir að hún gat ekki lengur gengið lét hún aka sér í hjólastól. Þannig var Lóló og þannig munum við minn- ast þessarar konu, sem lét ekkert buga sig. Fyrir hönd forráðamanna Sjóvá- Almennra færi ég fjölskyldu henn- ar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ólafar Sigurð- ardóttur. Ólafur B. Thors. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“, þessi orð komu upp í huga okkar þegar Lóló féll frá langt fyr- ir aldur fram, þessi yndislega mann- eskja sem yljaði manni oft um hjart- arætur með nærveru sinni. Okkur langar til að þakka henni fyrir allar þær stundir sem við átt- um með henni, bæði sem börn og fullorðin. Skilur hún eftir mikið tómarúm í hjörtum okkar en jafn- framt skemmtilegar minningar um yndislegar stundir. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn) Elsku Mummi, Margrét Björg, Siggi, Einar Gunnar, Hrafnhildur og Nicola, megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Valur Valsson og Hildur Valsdóttir. Lóló hefur kvatt okkur í bili eft- ir hetjulega baráttu við krabba- mein. Þó að við sem höfum unnið með henni í svo mörg ár höfum gert okkur grein fyrir að baráttan var erfið þá er kveðjustundin mjög erfið og margar minningar leita á hugann. Það er með söknuði í hjarta og sorg sem við minnumst hennar með nokkrum orðum. Lóló var ótrúlega sterk í veikind- um sínum og talaði raunsætt’um þau, þó að hún vissi að brugðið gat til beggja vona. Um tíma virt- ist sem hún hefði betur í barátt- unni og fylltist hún þá krafti og hélt áfram ótrauð að sinna sínum fjölmörgu áhugamálum. Núna er okkur ofarlega í huga baráttan sem hún háði síðastliðið ár en minningar okkar með henni ná mörg ár aftur í tímann og þá er margs að minnast. Við minn- umst hennar fyrir að láta aldrei deigan síga, hún hafði ákveðnar skoðanir á öllum málum, var stað- föst án þess að vera ósanngjörn. Það er afar erfitt að skrifa um Lóló í þeim anda sem hún hefði helst viljað sjálf og án þeirrar við- kvæmni sem óneitanlega leitar á hugann. Hún var svo laus við alla sjálfsvorkunn og það er öruggt að hún vill ekki að við sem eftir erum hérna i þessum heimi minnumst hennar öðruvísi en með gleði. Það sópaði að henni hvar sem hún kom og sérstaklega komum við til með að muna eftir síðustu árshátíð, þangað sem hún kom mjög stuttu eftir mjög erfiðan og mikinn upp- skurð. Hún var svo glæsileg að engum sem ekki vissi hefði dottið í hug að hún hefði verið að gera nokkuð erfiðara en við hin, síðustu vikurnar. Það var svo aðdáunar- vert að hún ætlaði að lifa eins og hún mögulega gat best þrátt fyrir veikindi. Hún hafði gaman af því að ferðast og núna í vor bauðst henni að fara til Parísar og auðvit- að fór hún með vinkonum sínum og skemmti sér hið besta. Núna er hún lögð af stað í ferðalagið sem við öll leggjum af stað í einn dag- inn. Við hefðum öll viljað njóta návistar hennar svo miklu lengur en það er næsta öruggt að hún hefur auga með okkur og ef ein- hver möguleiki er þá reynir hún að háfa hönd í bagga með því sem við hérna megin erum að aðhaf- ast. Hvort sem það er hægt eða ekki óskum við henni góðrar ferðar og biðjum guð að aðstoða hana við að feta sig í nýjum heimkynnum. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið .... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu ...“ (Óþekktur höfundur.) Við biðjum guð að styrkja Mumma, Sigga, Einar Gunnar, Margréti, Hrafnhildi og Nicolu í sorg þeirra og söknuði. Guð blessi minningu Lólóar. ^ Samstarfsfólk í bókhaldi Sjóvár-Almennra. Lóló var góður félagi sem hefur kvatt okkur langt um aldur fram. Við starfsmennirnir hjá Sjóvá- Almennum vorum svo heppin að njóta starfskrafta hennar innan stjórnar starfsmannafélagsins um nokkurra ára skeið. Þegar kom að því að sameina tvö starfsmannafé- lög var hún ein þeirra sem þar komu að máli, það var ekki auð- velt verk að sameina tvö mjög ólík félög og móta stefnu nýs félags, en það tókst með sóma og njótum við nú öll ávaxta starfans. Hún átti sæti í fyrstu stjórn félagsins og nutum við öll góðs af krafti hennar og dugnaði. Ég man þegar hún minntist á það við mig að taka sæti sitt í stjórninni, þá þótti mér það nokkuð erfitt verkefni að reyna að feta í fótspor hennar, því hún hafði ótrúlega starfso'rku og lét aldrei sitja við orðin tóm, nei, Lóló hún framkvæmdi. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur, hún vann verkið af eldmóði og sætti sig ekki við minna en árang- ur. Þótt hún sæti ekki lengur í stjórn Starfsmannafélagsins hætti hún ekki að gefa okkur hinum góð ráð og vera virkur félagi í starfi félagins. Hún fór í ferðalög með okkur og í íeikhúsið og tók þátt í flestu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var skemmtilegt að umgangast Lóló, bæði í vinnu og utan. Hún var alltaf kát og sá broslegar hliðar á flestum málum, sagði ákaflega skemmtilega frá og oftar en ekki gerði hún grín að sjálfri sér. Við dáðumst öll að henni í veikindum hennar, hún tókst á við sjúkdóminn af sama eldmóðin- um og einkenndi hana og þó að við heyrðum stundum að henni liði illa, þá hélt hún áfram baráttunni alveg fram á síðasta dag. Við þökk- um Lóló alla vinnuna sem hún lagði á sig fyrir félagið okkar, samver- una og allar minningarnar sem hún skilur eftir og við geymum í hjört- um okkar. Við sendum Mumma, Sigga, Einari Gunnari, Margréti, Nicolu og Hrafnhildi okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau á erfiðum stundum. F.H. SSAT, María Richter. Degi hallar og sautjándi dagur septembermánaðar að kvöldi kom- inn, lágskýjabakkinn liggur yfir borginni eftir annars bjartan og fallegan dag.. Farfuglarnir fögru hafa hópað sig saman og fljúga í þremur hópum yfir Vífilstaðavatn- ið og Heiðmörkina. Þeir stefna í suður til hlýrri en framandi landa. Ég horfi á eftir þeim með sökn- uði, því ég veit að flug þeirra núna er tákn um að enn eitt sumarið sé á enda runnið. Þar sem ég stend og fylgi flugi fuglanna er ég alveg ómeðvitaður um það að á sömu stundu hefur Lóló vinkona mín verið kölluð til sinnar ferðar, þeirrar ferðar sem okkur öllum er búin. Eins og vor- boðinn hefur hún lokið sínu sumri, svo alltof stuttu lífshlaupi, sem þó veitti okkur sem hana þekktum bæði birtu og yl. Ég held að hún hefði ekki ætlað mér að flytja um sig hefðbundin eftirmæli með upptalningu þess hverra manna hún var, eða hvað hún gerði heldur frekar hvernig hún var, og hvað hún var okkur vinum sínum og kunningjum. Hún hafði alla tíð verið lifandi tákn lífsorku og hreysti. Að njóta útivistar og íþrótta var henni sjálf- sagður hluti tilverunnar. Því var það ótrúlegt áfall er hún fyrir ári síðan greindist með alvarlegan sjúkdóm sem nú hefur sigrað. Hún var ekki bara glæsileg og falleg kona heldur var hún einstak- ur persónuleiki. Hún var hreinskil- in og greind, ásamt því að hafa góða frásagnarhæfileika og kunni að hlusta á aðra. Við verðum mörg * sem komum til með að sakna góðu spjallstundanna yfir kaffibolla við eldhúsborðið hennar. Það er örugg- lega hveijum sem henni kynntist kunnuglegt að heyra spurt þegar rætt var hvað ætti að gera, eða hvort ætti að gera eitthvað, „hef- urðu talað við Lóló?“, eða „hvað sagði Lóló?“ Það var sama hvar hún kom, hún var alltaf hornsteinn þess samfélags sem hún gaf sig að. Samt var hún að eðlisfari hlé- dræg og hélt sig til baka, en aðrir úrðu til að ýta henni fram. Hún hafði mjög mikinn metnað til að gera allt vel sem henni var trúað fyrir. Mér finnst hún hafi verið sem rós í hnappagati þeirra félaga sem hún starfaði með og þau voru mörg. Það var skrítið hve ótrúlega stór hópur fólks gat staðið í skugga svo lágvaxinnar konu. Þótt Lóló sé látin mun minning- in um hana ylja um ókomin ár og fyrir það vil ég þakka. Elsku Mummi, Siggi, Einar og Margrét Björg. Megi Guð veita ykkur styrk til að bera sorg ykkar fram á veg minninganna — minn- inga um eiginkonuna og móðurina ■ bestu, sem ykkur svo mikið gaf. Ingjaldur Ásvaldsson. Elsku frænka min, hún Lóló, er dáin. Það er mikill harmur þegar fólk í blóma lífsins fellur frá og manni 'finnst svo mörgu ólokið í þessu lífi. í þeim ljúfu minningum sem ég á um hana hvarflar hugur- inn helst til æskuáranna og fram yfir unglingsárin, þegar ég var svo oft gestkomandi á heimili foreldra hennar. Þetta tímabil einkenndist af glaðværð og gáska sem varð síðan ríkjandi í lífi hennar þar til yfir lauk. Ólöf, eða Lóló eins og _ hún var oftast kölluð, var einka- barn frænda míns, Sigurðar Guð- mundssonar og Friðbjargar Ólafs- dóttur. Sorgin sótti Lóló og fjöl- skyldu hennar heim, þegar móðir hennar lést fyrir um tveimur árum og nú hefur Lóló orðið þeim sama sjúkdómi að bráð. Einnig er rétt ár síðan faðir hennar lést. í gegn- um þessa erfiðleika og allt fram á það síðasta hélt hún reisn sinni og fágun sem og svo mikilli mildi. Þér er þökkuð samfylgdin, elsku frænka mín, og bið ég þér blessun- ar á eilífðarinnar vegi. Ég bið Guð að gefa eiginmanni, börnum og tengdabörnum styrk, því missir þeirra er mikili. Brynjólfur Lárentsíusson. • Fleirí minningargreinar um Ólöfu Sigurðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.