Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 37

Morgunblaðið - 26.09.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRIÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR + Friðbjörg Jóns- dóttir fæddist á Kálfsskinni á Ár- skógsströnd 25. ág- úst árið 1900 og ólst upp hjá foreldrum sinum í Sörlatungu í Hörgárdal. Hún lést í Landspítalan- um 19. september síðastliðinn. Hún giftist Sigurði Ingi- mar Helgasyni sem lést árið 1940. Þau eignuðust þrjú börn, Sigríði Urðar Úu á Grundarstígnum. Heimili þeirra var sem segull á fjölda fólks, sem var að spretta fram í tónlist þess tíma sem markaði spor í söguna. Þar var vettvangur skap- andi skoðanaskipta. Óhjákvæmilega veitti maður athygli þessari skarp- greindu konu sem alltaf var viljug til að leggja til málanna sannfæringu sína, þegar við lögðum á ráðin. Hún stóð þar alltaf keik, stundum sposk á svip en alltaf með í einlægum áhuga sínum á viðfangsefninu. Vi- van er manni ógleymanleg í þeirri atburðarás. Þáttur hennar er svo stór þegar upp er staðið. Svo margt í framgöngu Vivan varð til þess að þrátt fyrir árafjölda frá föðurlandinu datt ekki úr minni manns persóna hennar, svo at- kvæðamikil sem hún var. Enn fínnst mér hún í hugskotinu nálæg. Hún var uppfull sjálfstrausts, treysti vel öðrum, þó afgerandi lífinu sjálfu. Það er synd að sjá slíku trausti brugðist. Tilhugsunin víkur ekki frá mér. Eitt sinn sótti hún stóran vina- hóp sinn til kirkju. Tilefnið var skírn dótturinnar. Hún var elsk að fólki og hafði hæfileikann til að þjappa saman vinunum. Vivan duldi engan, hvar sem hún fór, ást sína á Urði Úu, stúlkunni sem hún ætlaði að koma til manns með myndarlegum hætti. Stúlkan sú var hjartanu hennar kærast. Ekki renndi mig nokkurn grun í hvorki þá né nú að klukkan skyldi hringja henni núna, svo ungri. Ég rita þetta sem örlítinn þakklætis- vott og til að kveðja hinsta sinni góðan vin minn. Harmur allra henn- ar vina er mikill, en þó hjóm eitt í samanburði við það sem lagt er á hennar nánustu. Þeim sendi ég samúðarkveðjur. Vivan, minning þín lifir. Magnús Guðmundsson. Dáinn, horfinn! - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfír. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gep. (Jónas Hallgrímsson.) Haustið 1972 hittist sundurleitur hópur ungmenna í fyrsta sinn í Versló. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman í tvö ár við ærsl og kæti. Við vorum ólík og hvert með sín sérkenni og þar var Vivan eng- in undantekning. Hún var sjálfstæð og fór sínar eigin leiðir, hvatvís og skemmtileg. Umburðarlynd og vænti þess sama af öðrum. Við eigum öll góðar endurminn- ingar frá þessum árum og erfitt er að þurfa að kveðja svo snemma. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Við sendum dóttur Vivan, Urði Úu, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk til að kom- ast yfir þessa miklu sorg. Bekkjarsystkini VÍ. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Þér er þökkuð samfylgdin og beðið blessunar á vegi eilífðarinnar. Sigríður Ebenesardóttir, Jón H. Þorbergsson. • Fleiri minningargreinar um Vivan Hrefnu Óttarsdðttur bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. Freyju, f. 1931, d. 1970, Ingimar Erlend, f. 1933 og Birgi, f. 1937. Sambýlismað- ur Friðbjargar frá 1947 og til dauðadags hennar var Þór Ingimarsson. Þau bjuggu á Framnesvegi 27 í Reykjavík. Útför Friðbjargar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 15. FYRIR rúmum 95 árum fæddist lítil stúlka í norðlenskri sveit. Hún ólst þar upp með bræðrum sínum tveimur við ástríki foreldranna. Hún var góðum gáfum gædd og þráði að menntast, en fyrir stúlkur var naumast um slíkt að ræða á þeim tíma. Þess í stað varð hún stoð og stytta foreldra sinna við búskapinn og kunni því raunar vel. Það kom gjarnan í her.nar hlut að smala og sitja yfir kvíaánum. En fjöllin í Hörgárdalnum eru bæði há og brött og það þurfti kapp og staðfestu til að smala þau. Það kom líka fljótt í ljós að litla stúlkan átti þessa eig- inleika í ríkum mæli. Hún sigraði fjöllin ofan við Sörlatungu á sama hátt og hún síðar á ævinni sigraði önnur og mun torfærari fjöll. Friðbjörg lýsti æskuárum sínum í sveitinni sinni af mikilli hlýju en líka af kímni sem hún átti næga. Mér er sem ég heyri hana segja: „Árin sem ég var smali voru mín bestu ár. Þá leið mér vel, einni með sjálfri mér og tíkinni minni við smalakofann minn með nóg og gott nesti frá henni mömmu minni. Já, þá var nú margt brallað. Ég stalst meira að segja til að mjólka eina kúna upp í mig heilt sumar.“ Og hún hlær dátt að tilhugsuninni. Ég fann glöggt að þá lifði hún ham- ingjurík ár, þar átti hún minninga- sjóð sem hún sótti í þegar erfiðleik- ar steðjuðu að. Örlögin ætluðu Friðbjörgu annað og torveldara hlutverk en að hlaupa um fjöllin, þeysa um á Hnokka sín- um og tala við blómálfana. Á fer- tugsaldri stendur hún uppi allslaus ekkja með þijú lítil börn. Þá kom sér vel að hafa sterk bein því ekki kom til mála af hennar hálfu að leita á náðir hins opinbera, enda fáir sjóðir að sækja í. Með ótrúleg- um kjarki og dugnaði tókst henni að eignast þak yfir höfuðið, litla kjallaraíbúð í fyrstu en loks ágæta íbúð á hæð á Framnesvegi 27. Hún sagði líka frá þessari baráttu með nokkru stolti og ánægju, og hún hló að því hvernig hún upp á eigin spýtur samdi við fasteignasalana og lét aldeilis ekki snúa á sig. Þá var Friðbjörg í essinu sínu. Ég held LCGSTCINDR að í raun og veru hafi hún haft dálítið gaman af þessari glímu, enda stóð hún þar uppi sem sigurvegari. Það var önnur glíam sem erfiðara var að sigra, en það var glím- an við heilsuleysi og dauða. Sigurð mann sinn missti hún á unga aldri og einkadóttir hennar, Sigríður Freyja, þessi góða og gáfaða stúlka, veiktist alvarlega á unglingsá- rum og mátti líða mikl- ar raunir uns hún lést 37 ára göm- ul. Friðbjörg brást ekki fremur en endranær. Hún stóð við hlið hennar eins og klettur alla hennar þrauta- göngu og miðlaði af styrk sínum. Það er raunar það sem Friðbjörg gerði alla tíð, hún miðlaði öðrum. Hennar stærsta gleði var að gefa, sama þótt hún hefði ekki alltaf mikið handa á milli. Þess naut ég ekki síður en aðrir. Hún sýndi mér alla tíð sömu hlýjuna og höfðings- skapinn, það skipti hana engu þótt staða mín í fjölskyldu hennar breyttist. Fyrir það og ótal margt annað vil ég þakka af alhug. Friðbjörg hlýtur að verða öllum sem kynntust henni minnisstæð. Hún var óvenju heilsteypt og traust manneskja og þess nutu jafnt yngri sem eldri. Hún sýndi unglingum og vandamálum þeirra meiri skilning en flestir af hennar kynslóð og átti trúnað þeirra margra. Aldursmun- urinn kom þar ekki að sök. Hún gerði glöggan greinarmun á réttu og röngu og breytti eftir því. Hún dæmdi fólk eftir manngildi þess og heiðarleika og leit ekki á stöðu eða stétt. Hún átti þá lífsorku sem lét ekki erfiðleika og böl vinna bug á meðfæddri kímnigáfu. Hún kunni að hlæja smitandi hlátri sem hreif mann með. Síðustu æviárin urðu Friðbjörgu erfið. Hún var farin að heilsu, en eins og áður kaus hún að bjarga sér sjálf og gat dvalið á heimili sínu að heita mátti til síðustu stundar, dyggiiega studd af skyldmennum sínum og ekki síst af Þór sem var lífsförunautur hennar siðari hluta ævinnar. Höfðingskona hefur kvatt, langri og erfiðri ferð um torfleiði er lokið, og þá er gott að koma heim og hvílast. Hún átti örugga trúarvissu, góða heimvon. Þess vegna sam- gleðjumst við henni. Mig langar að lokum að tilfæra orð sem hún sagði oftar en einu sinni þegar hún heimsótti mig í ' sveitina, við ferðuðumst saman og hún leit yfir landið. „Æ, mér hlýnar allri innan þegar ég kem í sveitina, það er eins og að koma heim.“ Ég veit að nú er Friðbjörg heima, þar sem hlýja, friður og gleði rík- ir. Ég votta sonum Friðbjargar, Btómastofa Fríðfimts Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öil kvöld tíl Id. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. 1 I. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 37 - fjölskyldum þeirra og Þór innilega samúð. Jóhanna Steinþórsdóttir. „Ég er nú ekki mikið fyrir glannaskap, en mér leiðist að vera á eftir þessum asskotans draug- um.“ Þessi orð sagði amma í einni af árlegum ökuferðum okkar þegar við vorum krakkar. Henni gramdist seinagangur bílstjórans á undan á leið yfir Lyngdalsheiði. Þessi orð segja meira um hana en mann grunar. Glampinn í augun- um, sposkur svipurinn, húmorinn, og hjartahlýjan er myndin af þess- ari konu sem nú er ekki með okkur lengur. Spenningurinn við að fá hana í heimsókn austur í afmælismánuðin- um ágúst og sýna henni síðustu jarðabætur í leggjabúinu eða nýj- ustu drullukökuuppskriftina í drullubúinu var alltaf jafn mikill. Þessi barnslegi spenningur var af nákvæmlega sömu rótum runninn og tilfmningin sem maður fann fyr- ir þegar maður var orðinn eldri og sat hjá henni í eldhúsinu. Þó það væru aðrir hlutir sem stóðu hjart- anu nær þá en áður var það alltaf það sama í fari hennar sem fékk mann til að líða vel. Hæfileiki henn- ar til þess að skilja og setja sig inn í vandamál ömmubarna sinna var ekki minni en örlæti hennar þegar á þurfti að halda. Ekki var þar að *''' fínna að kynslóðabilið háði henni. Þótt hún væri jafngömul þessari öld hafði hún viðhorf sem margir helmingi yngri en hún mættu óska sér að hafa. Það vafðist heldur ekki fyrir henni að vera hreinskiptin og meiningu sína sagði hún umbúða- laust, jafnvel þannig að sumir kippt- ust við. Við hveiju var að búast við frá manneskju sem hálf níræð stóð sveitt í því að þvo gluggana hjá sér á þriðju hæð — að utan. En æfin var orðin löng. Erfíðleik- arnir og sár missir margra sem - stóðu henni nær hafa örugglega sett mark sitt á þessa sterku konu og gert hana að manneskju með stórt hjarta sem hafði ýmigust á sjálfsvorkunn. Það er erfítt að viðhafa einhver kveðjuorð en það er eftirlifendum huggun að hún yfirgaf þennan heim sátt við það hlutskipti. Hún var að fara yfír í þann næsta sem hún sagði okkur á unga aldri að hún hefði séð inn í; og sá var miklu betri og fagurri en þessi. Steinþór, Steinunn og Freyja. t EINAR JÓNSSON, dvalarheimilinu Hlíð, áður Eyrarvegi 35, Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 22. september. Jónina Sigmundsdóttir, börn og tengdabörn. t Bróðir okkar, RÍKARÐUR GESTSSON, Bakkagerði, Svarfaðardal, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 23. september. Systkini hins látna. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORLÁKUR ÞÓRARINSSON, Viðihvammi 21, Kópavogi, er látinn. Stella Ragnheiður Sveinsdóttir, Jón Hafþór Þoriáksson, Helga Elínborg Jónsdóttir, Auður Jónsdóttir, Ari Elberg Jónsson. Lokað Lokað verður í dag milli kl. 12-16 vegna jarðafarar ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR. Málarameistarinn, Síðumúla 8. Lokað Lokað verður hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, þriðjudaginn 26. september frá kl. 13.00-15.00 vegna útfarar ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Lokað vegna jarðarfarar HELGA EYJÓLFSSONAR verður skrifstofa Sölu varnarliðseigna lokuð í dag, þriðju- daginn 26. september, milli kl. 13-15. Sala varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.