Morgunblaðið - 26.09.1995, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Móðir okkar,
frú AÐALBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Miklubraut 18,
Reykjavik,
lést í Borgarspítalanum 23. september.
Útför auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlaug Jóhannsdóttir,
Þorfinnur Jóhannsson,
Björn Jóhannsson.
t
Eiginmaður minn,
ERLENDUR VILHJÁLMSSON,
fyrrv. deildarstjóri,
Flyðrugranda 16,
lést þann 24. september.
Fyrir hönd aðstandenda.
Herdís Guðnadóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
INGUNN ÓFEIGSDÓTTIR,
Ljósvallagötu 30,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 24. september.
Grétar Árnason, Sigríður Sigurðardóttir,
Haraldur Árnason, Auður Gunnarsdóttir,
Guðrún Anna Árnadóttir, Ólafur G. Karlsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN ÞORBERGSDÓTTIR,
Fossagötu 14,
lést á Hvítabandinu að morgni 25. sept-
ember.
Sigurður Þórðarson, Þóra Gísladóttir,
Helga Þórðardóttir, Guðmundur Ingi Þórarinsson,
ömmubörn og langömmubörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR A. ERLENDSSON
Ijósmyndari,
Skeiðarvogi 25,
lést í Landspítalanum laugardaginn
23. september.
Auður Guðmundsdóttir,
Maria Guðmundsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Yngvi Högnason,
Sigrún Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Þorláksson,
Anna Dóra Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær afabróðir minn,
GUÐBJARTUR GUÐMUNDSSON
leigubifreiðarstjóri,
Njálsgötu 15a,
lést í Landspítalanum föstudaginn
22. september sl.
Útförin ferfram frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 2. október kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Helgi Guðmundsson.
JÓN EYJÓLFUR
EINARSSON
+ Jón Eyjólfur
Einarsson, pró-
fastur í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd,
fæddist í Langholti
í Andakílshreppi
15. júlí 1933. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 14. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Hallgríms-
kirkju í Saurbæ 23.
september.
ÞAÐ voru glæsileg
hjón sem tóku á móti
mér á heimili sínu í októbermánuði
á síðasta ári, þegar ég heimsótti
þau í fyrsta skipti. Enn man ég
hlýtt og vinalegt handtak þeirra,
þegar þau buðu mig velkomna. Ég
var komin á fund sr. Jóns E. Einars-
sonar prófasts sem umsækjandi um
Hvanneyrarprestakall. Ekki vissi ég
þennan dag, að ég yrði svo lánsöm
að fá að kynnast þeim hjónum bet-
ur. Svo varð og er ég innilega þakk-
lát fyrir þær stundir, sem ég hef
átt með þeim.
Það er ómetanlegt fyrir ungan
prest, að geta leitað til sér eldri og
reyndari prests. Þess hef ég notið
því ég hef getað leitað til sr. Jóns
og borið upp mín mál. Hann hafði
alltaf svör við spurningum mínum
og mikið var gaman að spjalla við
hann um menn og málefni. Hann
var hafsjór af fróðleik og kunni frá
mörgu skemmtilegu og fróðlegu að
segja.
Nú þegar ég hugsá með vinsemd
og þökk til sr. Jóns sendi ég Hug-
rúnu og börnum þeirra mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ég var svo gæfusöm, að mér
gafst tækifæri til að heimsækja sr.
Jón á sjúkrahúsið mánudaginn 11.
september. Alltaf tók hann mér jafn
hlýlega og alúðlega og brosti við
mér. Þessi stund sem ég átti með
prófastinum mínum hefur gefíð mér
mikið. Það var þroskandi reynsla,
að sitja með honum og tala við
hann. Finna hvað hann í raun og
veru hafði gefið mér mikið með
orðum sínum og hlýlegu viðmóti.
Það var yndislegt að sjá glampann
sem kom í augun hans þegar Hug-
rún birtist í dyrunum og sjá kær-
leikann milli þeirra.
Ekki vissi ég þennan dag, að
þetta yrði í síðasta skiptið, sem ég
hitti þau hjón saman. Ég er þakklát
Guði fyrir það, að ég gat kvatt sr.
Jón E. Einarsson prófast í Saurbæ
með hlýju handtaki og þakklæti í
huga.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Jón Eyjólfur Einarsson ólst upp
hjá foreldrum sínum í Reykholtsdal
og á unglingsárunum vann hann
við búskapinn, en hugur sveita-
drengsins stóð til mennta og hann
lauk landsprófi frá Reykholtsskóla
vorið 1953, tvítugur að aldri. Jón
hafði þá þegar mótaðar hugsjónir
og hugur hans stefndi hærra. Hann
settist í Menntaskólann á Akureyri
haustið 1955, en þá bar fundum
okkar saman í fyrsta sinn.
Það voru glaðir og eftirvænting-
arfullir unglingar, sem settust í 3.
bekk MA þetta haust. Við komum
alls staðar að af landinu og flest
vorum við um það bil 16 ára göm-
ul. Nokkrir í hópnum voru þó nokk-
uð eldri, en einn var greinilega elst-
ur. Þetta var sveitapilturinn Jón
Eyjólfur Einarsson frá Kletti í
Reykholtsdal. Fas hans og fram-
koma var hins þroskaða og hugs-
andi manns. Sumum fannst að Jón
hlyti að vera miklu eldri heldur en
við flest vorum, enda var hann þá
22 ára gamall. Jón tók þó sannar-
lega fullan þátt í gamni og alvöru
hinna ógleymanlegu og þroskandi
unglingsára í MA. Fljótlega fund-
um við þó bekkjarsystkinin, að Jón
hafði þá þegar mótaðar hugsjóhir,
sem horfðu til krist-
innar trúrækni, holl-
ustu við land og þjóð
og mannbætandi
starfa og það duldist
engum, að þar fór
verðandi prestur og
Guðs þjónn.
Á kveðjustund sem
þessari reikar hugur-
inn til daganna í
heimavist MA, þar
sem við unglingarnir
ólum hver annan upp
og hver lagði fram
þann manngildissjóð
sem honum fylgdi úr
heimahúsum. Jón bjó alla tíð í
gömlu heimavistinni í skólahúsinu
og setti svip sinn á samfélag nem-
endanna sem þar bjuggu. Á mótun-
arárum sem þessum reynir á, að
vandaðir, sterkir og góðir stofnar
ráði stefnunni og móti atferli og
þroska. Þannig finnst mér einmitt
að hafi verið með þennan árgang
okkar frá MA og þar átti Jón drjúg-
an hlut að máli.
Við vorum 66 stúdentarnir, sem
settum upp hvítu kollana á Sal
MenntaskólanS' á Akureyri hin 17.
júní 1959. Glaðar og bjartar minn-
ingar voru að baki um félaga og
vini sem við höfðum kynnst, átt
samleið með fáein æskuár, í námi,
starfi og leik og bundist þeim bönd-
um vináttu og félagsskapar, sem
traustast eru knýtt í lífinu, en það
er einmitt á þessum árum ævinnar.
Þegar Þórarinn Björnsson skóla-
meistari kvaddi okkur, sagði hann
m.a. í skólaslitaræðunni:
„Þó að skólinn hafi frá upphafi
átt því láni að fagna að til hans
sækti margt úrvalsmanna og héðan
hafi farið margur fríður og mann-
vænlegur hópur, efast ég um, að
oft - eða jafnvel nokkru sinni -
hafi farið héðan í einni sveit jafn
margt traustra drengja. Það hefur
verið sálubót að kynnast slíkum
mönnum. Og það hefur verið hug-
arfró og hvíld að vita af ykkur inn-
an veggja skólans, að finna nálægð
ykkar. Jafnvel það að koma á her-
bergi sumra ykkar í heimavistinni
og sjá hirðusemi ykkar og reglu-
semi, hefir oft mýkt skap mitt og
vakið hinar betri kenndir. Fyrir
allt slíkt er ég ykkur persónulega
þakklátur. Og hinn harði kjarni 6.
bekkjar hefir verið skólanum eins-
konar öryggismúr. Þið hafið viljað
sæmd skólans og heill.“
Þessi orð skólameistara voru
ekki síst töluð til Jóns E. Einarsson-
ar, sem var alla tíð hinn fasti ör-
uggi persónuleiki, sem æðraðist
ekki eða hikaði, hvað sem fyrir
bar, hreinn og beinn í orði sem
æði. Hann varð sannarlega ein
vandaðra stoða í þessum óvenju-
lega samstæða og sterka árgangi
okkar, sem útskrifaðist vorið 1959,
þar sem hver studdi annan, allt frá
upphafi kynna haustið 1955 til
þessa dags. Jón hafði afburða tök
á íslenskri tungu, hann var
skemmtilega hagmæltur, hann rit-
aði gott mál og hann var snjall
ræðumaður og trúfastur kennimað-
ur kristinnar kirkju.
Við bekkjarsystkinin höfum
haldið vel saman í 40 ár og hist
reglulega, oftast á hverju ári. Mak-
ar okkar eru fyrir löngu orðnir hluti
hópsins og á hverju ári er tilhlökk-
unin mikil að hittast. Ég veit, að
við félagarnir minnumst þess þegar
þau Jón og Hugrún komu síðast á
bekkjarkvöld okkar. Hann var þar
enn einu sinni að verðleikum skip-
aður veislustjóri og hann fór þá á
kostum, var hrókur alls fagnaðar
og kastaði fram gamansömum
stökum að venju.
Síðastliðið vor kom í ljós, að ill-
vígur sjúkdómur hafði grafið um
sig í líkama Jóns og varð skjótt
ekkert við ráðið. Jón æðraðist ekki,
heldur tók hörðum örlögum með
sínum meðfædda sálarstyrk og
trúnni á hinn hæsta höfuðsmið. Á
þessum erfiða tíma naut hann sem
fyrr styrks eiginkonu sinnar og fjöl-
skyldu.
Hugur okkar Sjafnar hefur oft
verið hjá Jóni síðan í vor og við
höfum sent honum hlýjar og heitar
bænir okkar um styrk honum til
handa í baráttunni við hið óumflýj-
anlega. Ég veit að svo hefur verið
með fleiri vini þeirra hjóna úr hópn-
um_ okkar frá MA.
Ég tek mér að lokum ljóð Ás-
mundar Jónssonar frá Skúfsstöðum
í munn, þegar hann kvaddi kæran
vin sinn hinstu kveðju:
Far þú í friði
frændi og vinur,
falinn alheims föðurarmi.
Sjáumst aftur
þá sól er úr hafi.
Heilsumst aftur fyrir árröðli.
Skúli Jón Sigurðarson.
Við ótímabært fráfall sr. Jóns
Einarssonar, prófasts í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd, koma upp í hug-
ann fjölmargar minningar frá
kynnum okkar og samstarfi á
mörgum sviðum sem staðið hefur
með nokkrum hléum í meira en
fjóra áratugi.
Ég kynntist honum fyrst á þing-
um Ungmennasambands Borgar-
fjarðar meðan við vorum báðir ung-
ir menn og kappsfullir. Ekki fóru
þó skoðanir okkar á málum ætíð
saman og minnir mig að við höfum
deilt af talsverðu kappi um mark-
mið og leiðir. Þá kynntist ég vel
málafylgju hans og rökfimi. Stuttu
eftir þetta hvarf hann úr héraði til
náms og var því ekki næstu ár virk-
ur í félagslífi hér, en alltaf fannst
mér stundin góð þegar fundum bar
saman og ánægjulegt að fylgjast
með námsferli hans og þátttöku í
félagslífi stúdenta. .
Eftir að hann vígðist prestur að
Saurbæ fjölgaði fundum. Svipaðar
aðstæður í uppvexti og hugsunar-
hætti heima fyrir höfðu ásamt
starfinu í ungmennafélögunum og
þeirri félagshyggju sem þar ríkti
mótað hjá báðum það lífsviðhorf,
að við áttum í mörgum efnum and-
lega samleið og meginlífsskoðun
okkar féll í svipaðan farveg. Því
lágu leiðir saman í starfi innan
Framsóknarflokksins.
Mest og nánast varð þó sam-
starf okkar í skólanefnd Reykholts-
skóla á þeim árum þegar baráttan
fyrir tilveru þeirrar merku skóla-
stofnunar var hvað hörðust. í því
starfí var sr. Jón bæði ótrauður og
fylginn sér og brýndi okkur félaga
sína, forystumenn í héraði og þá
sem með umboð þess fóru á Ál-
þingi til stuðnings við skólann og
var ósínkur á tíma sinn og hugsun
í þágu málefna hans.
Formaður fræðsluráðs Vestur-
lands var hann á árunum 1978 til
1982.
Undir forystu hans hélt ráðið
uppi öflugu starfi með heimsóknum
í skóla og öflun upplýsinga um
húsnæði og aðstöðu skólanna.
Hafði hann frumkvæði að því að
árlega var á haustdögum efnt til
fundar með alþingismönnum kjör-
dæmisins og þeim kynnt ástand
húsnæðismála skólanna og bent á
hver þörfín væri fyrir fjárveitingar
til nýbygginga, en einnig hvar hún
væri brýnust. Þessir fundir og þær
skýrslur sem fyrir þá voru unnar
höfðu mikil áhrif ekki aðeins á
Alþingi heldur einnig í sveitar-
stjórnum sem hljóp kapp í kinn að
ráða bót á því sem betur mátti
fara og fræðsluráð hafði bent á.
Er minnst á þetta hér sem dæmi
um það með hvaða hætti hann
sinnti þeim verkefnum sem hann
tók að sér og hve sýnt honum var
um að fínna farvegi til þess að
koma málum fram.
Síðast en ekki síst minnist ég
starfs hans fyrir Sögufélag Borgar-
fjarðar en hann var framkvæmda-
stjóri þess frá 1977 til 1990 og
vann mikið og gott starf fyrir félag-
ið og átti stóran þátt í því að koma
útgáfustarfí þess og fjárhag á
traustan grundvöll.
Fyrir það stendur félagið og
raunar héraðsbúar allir í mikilli