Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 45

Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 45 BREF TIL BLAÐSINS Yíkveipi og bílahúsin Frá Stefáni Haraldssyni: KENNSLUDAGURINN sem Vík- vetji nefndi í pistli sínum 6. septem- ber síðastliðinn tókst vel, ijölmargir ökumenn komu og nýttu sér tilboð- ið um leiðbeiningar og kennslu og nutu síðan veðurblíðunnar á göngu um miðborgina. Greinarhöfundur lýsti því hvernig hann notaði bílahús daglega meðan hann bjó í Þýskalandi en af ein- hvetjum ástæðum ekki í Reykjavík. Þetta er þekkt fyrirbæri, þeir sem hafa ekið bíl erlendis hafa flestir notað slíka þjónustu á ferðum sín- um en segjast jafnframt nota bíla- húsin í Reykjavík minna en efni standi til. Kostir ökumanna við val á bílastæði í miðborginni eru fjöl- margir en vaninn ræður líklega ferðinni hjá mörgum okkar. Þeim sem kunna að vilja breyta til má benda á að notendur bílahúsanna eru upp til hópa fólk sem kýs að vetja tíma sínum til annars en að hringsóla í bílastæðisleit. Staðsetning Staðsetning bílahúsanna í Reykjavík er óþijótandi umræðu- efni og auðvitað væri best að hver húseigandi byggði nægilega mörg stæði á sinni lóð til samræmis við þörfina hvetju sinni. Það er hins vegar dýrt í framkvæmd, þó erlend- is þyki kannski ekki tiltökumál að endurbyggja heilu hverfin til aðlög- unar' að breyttum aðstæðum, til - dæmis aukínni notkun einkabíla. í Reykjavík hafa þijú af sex bílahús- um verið byggð í tengslum við aðr- ar opinberar byggingar til að auka nýtingu þeirra og draga úr stofn- kostnaði, dæmi um þetta eru Vest- urgata 7, Ráðhúskjallarinn og Vita- torg. Staðsetning þeirra er hagstæð með tilliti til tenginga við stofn- brautir og mjög hóflegrar göngu- fjarlægðar frá verslun og þjónustu. Traðarkot við Hverfisgötu og Berg- staðir við Bergstaðastræti eru mjög vel staðsett, enda sjálfstæðar bygg- ingar helgaðar bílastæðaþjónustu, og Kolaportið við Kalkofnsveg er mjög vel í sveit sett með tilliti til akandi umferðar. Húsin eru tiltölu- lega lítil hvert fyrir sig og þeim er dreift um miðborgina til að stytta göngufjarlægðir eins og kostur er, í stað þess að byggja eitt eða tvö stærri hús og spara þannig stofn- kostnað. Bílahúsin í Reykjavík eru því staðsett og hönnuð með tilliti tii íslenskra aðstæðna og í anda þeirrar stefnu að miðborgin eigi að vera fyrir fólk fyrst og fremst, en einkabíllinn í mikilvægu aukahlut- verki. Tæknin Þegar bílahúsin voru hönnuð og byggð var seðlameðhöndlun í sjálf- sölum dýrari og ófullkomnari en hún er í dag, og reynsla af rekstri sjálfsala sem tóku íslenska seðla var slæm. Tækninni hefur fleygt fram, en búnaðurinn er ennþá nokk- uð dýr auk þess sem nokkrir kostir varðandi samræmt myntkort hafa verið til athugunar. Vissulega eru greiðsluvélar í bílahúsum víða er- lendis gerðar fyrir mynt og seðla, að ónefndum greiðslukortum ýmis- konar. Að þessu leyti stöndumst við ekki samanburð, en óhætt er að draga fram önnur atriði sem eru okkur hagstæðari: verði þjón- ustunnar í bílahúsum í Reykjavík er ákaflega í hóf stillt, meðan að- staða og aðbúnaður allur eru eins og best gerist. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í „seðla- væðingu", en vandamálið liggur í fjármögnun svo kostnaðarsamra breytinga. Meðan andstaðan gegn íjárfestingu í bílastæðum er svo mikil sem raun ber vitni er ákaflega erfitt að koma við eðlilegri end- urnýjun, þróun og uppbyggingu. Þess vegna verðum við líkast til enn um sinn að láta okkur nægja að geta greitt þjónustu í bílahúsum með 5, 10 og 50 krónu mynt í Vesturgötu 7, Bergstöðum og Vita- torgi, en tekið skal fram að í Ráðhúskjallara, Kolaporti og Trað- arkoti eru vaktmenn sem fúslega taka peningaseðla sem greiðslu fyr- ir veitta þjónustu. STEFÁN HARALDSSON, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. NÁTTÚRULEGT i 180 töflur hciuá tur cá HaLtu þér hraustum í vetur með MULTI VIT Fæst i heilsuverslunum, apótekum og heilsuhillum matvöruverslana. Úhei eilsuhúsiö Skótavörðustíg & Kringlunni LTI VI FJÖLVÍTAMÍN MEÐ STEINEFNUM Guli miðinn tryggir gæðin Þegar þú tekur irm MULTI VIT ert þú aö innbyróa 11 steinefni, 12 vítamín og 22 valin bætiefni. Dagleg neysta byggir upp likamann og stuólar að hreysti og góóri heilsu. í frumskógi vítamína og bætiefna getur verió erfitt að velja rétta glasió. Gtösin meó gula mióanum tryggja að þú fáir vönduð náttúruleg bætiefni, sem sett eru saman meÓ þarfir íslendinga aó leiðarljósi. J-{eimiLisiðnaðarsfLóLinn XauJdsvecji 2., sími 551 7800 Námskeið í október og nóvember 1995 Kennt er mánudaga til fimmtudaga milli kl. 19.30—22.30 V 5 i BALDÝRING 27. sept.-29. nóv. miðvikudaga, lOskipti. Elínbjört Jónsdóttir. BÚTASAUMUR 16. okt.—13. nóv. mánudaga kl. 18-21. Bára Guðmundsdóttir. DÚKAPRJÓN 31. okt.-28. nóv. þriðjudaga, 5 skipti. Ragna Þórhallsdóttir. FATASAUMUk Jólaföt á börn og matrósaföt. 20. nóvM. des. mánudaga og miðvikudaga. Herdís Kristjánsdóttir. HROSSHÁRSSPUNI 3 daga námskeið, ótímasett. Skráning stendur yfir. Sigurlaug Jóhannesdóttir. JURTALITUN 15. nóv.-7. des. miðviku- og fimmtudaga, 8 skipti. Guðrún Kolbeins. KEMISK LITUN 18. okt.-8. nóv. miðvikudaga, 4 skipti. Guðrún Kolbeins. LITAFRÆÐI 2. okt.-16. okt. inánu- og fimmtudaga, 8 skipti. Guðrún Guðmundsdóttir. MYNDVEFNAÐUR 28. sept.-16. nóv. fimmtudaga, 8 skipti. Unnur Jónsdóttir. PRJÓN- OG PRJÓNATÆKNI 26. sept.-24. okt. þriðjudaga, 5 skipti. Ragna Þórhallsdóttir. PRJÓNAHÖNNUN 7. nóv.-5. des. þriðjudaga, 5 skipti. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir. PÁPPÍRSGERÐ 2. okt.-30. okt. mánudaga, 5 skipti. Þorgerður Hlöðversdóttir. SPJALDVEFNAÐUR Ótímasett, skráning stendur yfir. ÚTSKURÐUR 17. okt.-14. nóv. þriðjudaga, 5 skipti. Bjarni Kristjánsson. ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR 3. okt.-5. des. þriðjudaga, lOskipti. Vilborg Stephensen og Oddný Kristjánsd. FYRIRLESTRAR í NORRÆNA HÚSINU 21. októbcr: Umeldsmíði. 30. september: kl. 14.00-16.00 Handverk í nútímasamfélagi - Ingólfur Ingólfsson, lektor í KHÍ - Án þekkingar ú handverkinu deyr menningin. Allar upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans í síma 551 7800 mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00-15.00. •f í } í I 5 } í í I •} í } >, i Ji

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.