Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 4
4 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ UPPLVSINGBTŒKNI MEÐAL frumheija í upplýsinga- tækni á íslandi er Skýrslutæknifé- lag íslands, sem hefur starfað að öllu sem viðkemur upplýsingatækni frá 1968, sem telst hár aldur miðað við hversu ung grein upplýsinga- tæknin er. Félagið var stofnað af fólki sem starfaði við og hafði áhuga á notkun skýrslugerðarvéla sem þá voru óðum að komast í notkun. Á þeim tíma var orðið tölva ekki almennt notað, en talað um skýrslugerðarvélar, skýrsluvélar, rafreikna og rafeindareikna meðal annars. Eitt aðalverkefni félagsins hefur verið fræðslumál. Framan af hélt félagið ýmis námskeið en hefur síð- ustu árin einkum staðið fyrir ráð- stefnum og styttri fundum auk blaðaútgáfu. Ýmsar hefðir skapast Svanhildur Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Skýrslutæknifélags íslands, segir að ekki sé bundið í lög félagsins með hvaða hætti ráð- stefnu; og fyririestrahald skuli vera. Ýmsar hefðir hafi þó skapast á undanförnum árum og til að mynda sé svonefndur ET-dagur haldinn í byijun desember. „Aðsókn hefur sífellt aukist," segir Svanhild- ur, „og síðasta ET-dag, sem fékk heitið „Upplýsingasprengjan", voru þátttakendur 161, en á ET deginum var fjallað um ainetið, margmiðlun, talgervil fyrir blinda, skjalastjóm- unarkerfi og rafræn viðskipti." Svanhildur segir að svonefnd hugbúnaðarráðstefna í fyrrihluta maímánaðar sé líka að verða árleg- ur viðburður. „Síðasta hugbúnaðar- ráðstefna hét „Gerð notendaskila og aðlögun kerfisþróunarlíkana". Þar flutti Magnús S. Magnússon sálfræðingur erindi um atferlis- mynstur og gagnvirk viðmót, Þor- valdur Óttar Guðlaugsson og Reyn- ir Harðarson fjölluðu um mikilvægi grafískrar hönnunar í nýjum miðl- um. Marta Kristín Lárusdóttir flutti fróðlegt erindi um mat á notenda- skilum, Daði Öm Jónsson talaði um gæðakerfi í hugbúnaðargerð og hugbúnaðarverkfræði, ekki bara fyrir þá stóru var umræðuefni Sæ- mundar Sæmundssonar. Oft hefur líka verið haldin stór ráðstefna á fyrstu dögum septem- bermánaðar þar sem reynt hefur verið að ná sambandi við helstu Frumherji í upplýsingatækni Skýrslutæknifélag íslands hefur starfað að tölvum frá því 1968 og dregur nafn sitt af því að þá köll- uðust þær skýrslu- vélar Svanhildur lóhannesdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir það ávallt hafa starfað á breiðum grundvelli og látið málefni greinarinnar íheild til sín taka. alþjóðlega strauma og fengnir til landsins erlendir fyrirlesarar. 7. september sl. var haldin ráðstefnan Margmiðlun í alvöru. Þar talaði Cynthia Rudge frá Kanada um margmiðlun „í starfi", Juergen Obermann frá Cisco Systems flutti erindið Margmiðlun á neti, draum- sýn eða veruleiki og Anders Herlov frá HP í Danmörku fjallaði um kröf- ur margmiðlunar til staðametsbún- aðar. Að lokum fjallaði Hallgrímur Thorsteinsson um margmiðlun á íslandi." Auk þessa má nefna fjölmargt annað, þar á meðal var filjað upp á þeirri nýbreytni að halda morg- unráðstefnu sem virtist falla í góðan jarðveg hjá félagsmönnum. Einnig hafa verið haldnir þrír hádegisfund- SVANHILDUR Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags Islands. ir. Einn var til að mynda um staðal- inn ÍST32, Almennir skilmálar um útboð og verksamninga vegna gagnavinnslukerfa og annar um breytingar á rekstri Pósts og síma og enn annar fundur um valdsvið og verkefni tölvunefndar. Á þessum fundum voru þeir fengnir til að halda inngangserindi sem best voru taldir þekkja til málanna og sátu þeir svo fyrir svörum í umræðutíma í lok fundar." Ráðstefnur meðal annars Svanhildur tínir fleira til úr starf- semi Skýrslutæknifélagsins, þar á meðal að fyrir fjórum árum hélt félagið ráðstefnu um tölvunotkun í námi og sóttu hana fjöldamargir kennarar og skólastjómendur víðs- Vaskhugi hf. Forritið Vaskhugi er fullkomið bókhaldsforrit sem hentar flestum rekstri, eins og dæmin hér að neðan sýna. Um þúsund aðilar nota Vaskhuga um allt land. Vaskhugi kemur tilbúinn til notkunar og krefst ekki sérstakrar tölvu- eða bókhaldskunnóttu. Það skiptir öllu máli hvað notendur Vaskhuga segja: „Kossauppgjörið meö Vaskhuga tekur mun styttri tíma en áður og ég fæ til dæmis stöðu ó Visa, Euro og öðrum reikningum hvenær sem er. Uppgjör á vsk. og ársins liggja alltaf fyrir. Vaskhugi er frábært hjálpartæki og vel þess virði að láta aðra sjoppueigendur vita af þvi." Jóna Þórðardóttir, Söluturninum Vesturgötu, Reykjavík. „Við völdum Vaskhuga vegna þess að það var einfalt að byrja að nota strax. Þetta er einn pakki með öllu. Verkefnabókhaldið hentar okkur prýðilega til að fylgjast með verkefnum sem verið er að vinna að. Launkerfið og sölukerfið spora okkur einnig mikinn tíma." Þröstur Kristjánsson, skrifstofustjóri, Trefjum hf., Hafnarfirði. „Við höfum notað Vaskhuga siðan 1992 með ágætum, einkum til að skrifa út sölureikninga og fylgjost með birgðum. Við erum mjög ánægð með kerfið og getum hikloust mælt með þvi." Kristbjörg Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri, Tré-X búðarinnar, Kópavogi. Hringið og fáið sendar upplýsingar Vaskhugi hf. um öll kerfin í Vaskhuga. Skeifunni 7, sími 568 2680. vegar af landinu. Fyrir rúmu ári var þráðurinn svo tekinn upp og haldin ráðstefnan „Tölvur og nám ’94“ sem var jafnframt opin sýning þar sem sýndur var hugbúnaður sem hentar í skólastarfi frá ýmsum fyrirtækjum og ýmis forrit sem kennarar og aðrir einstaklingar hafa samið fyrir skólastarf. „Á þessa ráðstefnu og sýningu mættu 142 þátttakendur,“ segir Svanhild- ur, „og mátti sjá að þörfin er mikil fyrir slík markaðstorg hugmynda og aðferða um upplýsingatækni í kennslu." Hefur Skýrslutæknifélag íslands hug á að gera skólamál að reglulegu umfjöllunarefni þó svo að ekki séu margir skólar með að- ild að félaginu. Þegar er hafinn undirbúningur að skólaráðstefnu sem halda á árið 1996. Ýmislegt annað er á döfínni. Næsti hádegisfundur verður hald- inn 5. október nk. Verður þar fjall- að um Windows 95 frá ýmsum hlið- um. Þar flytja erindi Sigvaldi Óskar Jónsson og Marinó G. J'ljálsson. í undirbúningi er síðan ráðstefnan „Öryggi og Intemet", sem væntan- lega verður haldinn síðari hluta októbermánaðar. Verið er að leggja drög að hádegisfundi um höfundar- réttarmál sem alltaf þurfa að vera í umræðunni. Svanhildur segir að ráðstefnur og hádegisfundir séu öllum opnir sem skrá sig á tilskildum tíma, en þátttökugjald sé alla jafna lægra fyrir félagsmenn en utanfélags- menn. Stöðlunarmál Stöðlunarmál hafa verið snar þáttur í starfí félagsins að sögn Svanhildar. „Á fyrstu starfsárunum var mikið starf unnið í tveimur nefndum sem fjölluðu um stöðlun, önnur um stafatöflur og hin um hnappaborð. Má segja að eiginlega öll vinna hér á landi við stöðlun hafi farið fram hjá Skýrslutæknifé- laginu þar til Staðlaráð íslands tók að hlutast til um stöðlun á sviði upplýsingatækni, en það hafði þá samráð við SÍ. Nú fer vinna við stöðlun fram á vegum Fagráðs í upplýsingatækni, en Skýrslutækni- félag íslands var einn af stofnaðil- um þess og hefur átt mann í stjóm þar frá upphafi. Stærsta stöðlunarverkefnið má þó segja að hafi verið Tölvuorða- safnið. Skýrslutæknifélag íslands hefur alla tíð lagt rækt við íslensk- un hugtaka í upplýsingatækni. Orðanefnd félagsins hóf störf skömmu eftir stofnun félagsins. Var fljótlega farið að prenta út lista yfir þau þýdd orð sem nefndin hafði tekið til umíjöllunar. Fyrsta form- lega útgáfan kom út 1974 undir heitinu „Skrá yfír orð og hugtök varðandi gagnavinnslu". Árið 1984 var gefin út fyrsta útgáfa Tölvu- orðasafns. Ritstjóri var Sigrún Helgadóttir og útgefandi íslensk málnefnd. Og orðanefnd Skýrslu- tæknifélagsins lét ekki þar við sitja því 1986 kom Tölvuorðasafnið út í aukinni og endurbættri útgáfu í rit- röð íslenskrar málnefndar. Nú er verið að vinna að nýrri útgáfu og hefur verið ráðinn ritstjóri til verks- ins.“ Starf á breiðum grundvelli Svanhildur segir Skýrslutæknifé- lagið og látið málefni greinarinnar í heild til sín taka og þannig átti félagið á sínum tíma frumkvæði að lagasetningu um meðferð persónu- upplýsinga í tölvum. Á félagsfundi árið 1975 vakti Elías Davíðsson athygli á nauðsyn slíkrar lagasetn- ingar. Lögin voru sett árið 1981, lög um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamál- efni. Tölvunefnd starfar samkvæmt þessum lögum og tilnefnir Skýrslu- tæknifélagið einn fulltrúa í nefnd- ina. Af ofangreindu má sjá að verk- svið Skýrslutæknifélags íslands er afar breitt sem endurspeglast í sam- setningu félagsins. í félaginu eru nær öll fyrirtæki og stofnanir sem vinna að upplýsingatæknimálum svo og skólar og mörg stór og smá fyrirtæki sem nota tölvur og hug- búnað. Svanhildur segir að lokum að Skýrslutæknifélagið hljóti ávallt, vegna samsetningar sinnar, að líta fremur á heildarhagsmuni en hags- muni einstakra hópa og má þá benda sérstaklega á tölvunefnd, starf á vegum félagsins við stöðlun og Tölvuorðasafnið. “ Ný nettölva á aiafvirði Lawrence Ellison, stjórnarformað- ur Oracle, þykir yfirlýsingaglaður og er gjarnan fréttaefni í blöðum sem íjalla um tölvuiðnaðinn. Fyrir skemmstu vakti hann þannig venju fremur athygli þegar hann lýsti því yfir að einkatölvan væri „afk- árajegt apparat“. Önnur merkileg yfírlýsing kom frá Ellison fyrir nokkrum dögum þegar hann lýsti því að Oracle, sem fram til þessa hefur helgað sig hugbúnaðargerð, myndi senda frá sér á næsta ári nýja gerð af net- tölvu, sem seld yrði á spottprís. Ellison segir Oracle stefna að því að koma á markað tölvu sem sé lítið annað en skjárinn og lykla- borðið og er ætlað að vera einskon- ar útstöð á alnetinu. Ekkert geymslurými verður á tölvunni, enda segir Ellison það sitt mat að einkatölvan sé fáránlega gamala- dags fyrirbæri og standi í raun í veginum fyrir gagnaflutningi. Við sama tækifæri veittist Ellison að Microsoft og sagði að eitt það afk- áralegasta sem hann hefði séð um dagana hafi verið þegar fólk þusti í verslanir til að kaupa Windows 95, „úreltan hugbúnað fyrir úrelta tækni“. Oracle hyggst framleiða hugbúnað fyrir nettöivurnar nýju, en Eilison segir að hver tölva verði seld á um 500 dali, um 35.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.