Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 14
14 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ D TÖLUUTONLIST D Tónlistin er í f remstu röð Tölvur og tónlist eiga saman að mati Eyþórs Arnalds sem segir að tónlistin sé ævinlega fyrst til að nýta sér tæknina. eFyrsti Intel-örgjörvinn, 8086 kom á markað í júní 1978, sem var með 16 bita reikningsgetu, 16 bita gagnagrunni og 29.000 smárum. Vinnslugetan var innan við 1 MIPS, milljón aðgerðir á sekúndu, en vinnsluhraðinn var 4,77-10 MHz. # Ari síðar kom önnur útgáfa á markað, 8088, sem var með 8 bita gagnagátt, 4,77-8 MHz. Þessi örgjörvi var notaður í fyrstu IBM PC samhæfðu tölvuna. ei982 sendi Intel frá sér 80286 örgjörvann, sem var með 16 bita reikningsgetu og 16 bita gagna- gátt. Smárar voru 134.000 og Vinnslugetan 1 til 2 MIPS, vinnsluhraðinn 6-12 MHz. e80386 örgjörvinn kom ámarkað síðla árs 1985, en hann var með 32 bita reikningsgetu og 32 bita gagnagátt. Smáramir vom 275.000 og vinnslugetan 6-12 MIPS, vinnsluhraðinn 16-33 MHz. ei989 kynnti Intel nýjan ör- gjörva, 486DX, sem var með 32 bita gagnagátt, 32 bita reiknings- getu og innbyggðan reikniör- gjörva. Smáramir vom orðnir 1,2 miHjónir, og vinnslugetan 20-40 MIPS. Vinnsluhraðinn var 25-50 MHz, en Intel hefur komið honum upp i 100 MHz. ePentium örgjörvi Intel var stærra stökk í örgjörvasmíð en fyrirtækið hafði tekið fran að þessu; reikningsgetan var 32 bita og gagnagáttin 64 bita, smáranir 3,2 milljónir og vinnslugetan var komin upp í 100-200 MIPS, vinnsluhraðinn í 60-133 MHz. elntel P6 örgjörvinn, Pentium Pro, kemur í haust en á honum em smáramir 5,5 milljónir, reikn- ingsgeta 32 bita og gagnagáttin 64 bita og vinnsluhraðinn 133-150 MHz. Reikningsgetan er frá a.m.k 300 MIPS, en prófunum er ekki að fullu lokið. TÖLVUR eru til margra hluta brúklegar og hafa til að mynda orðið æ meira áberandi í tónlist. Framan af var aðalmálið vera sem „tölvulegastur", þ.e. að hljóðin væru sem gervilegust eins og til að undirstrika að þau væru komin úr rafeindatóli. Með tímanum hafa menn síðan lært að nota tölvuna sem slíka í tónlist og í dag má segja að hún sé viðurk.ennd sem hljóðfæri út af fyrir sig. Eyþór Arnalds hefur verið áber- andi í íslensku tónlistarlífi í mörg ár og síðustu ár hefur hann snúið sér æ meir að tölvugerðri tónlist. Hann stofnaði meðal annars OZ hljóð með OZ hf. „og fékk góða menn með í lið. Þetta er ein af mörgum deildum OZ,“ segir Eyþór, „sem allar eru stafrænar, en OZ hljóð er fjárhagslega sjálfstæð. Ég er náttúrulega tónlistarmaður en ég sé um talsvert af margmiðlunar- þætti OZ og kemur þar til þekking á hreyfimyndagerð og það að hafa stýrt upptökum á hljómplötum og þáttagerð o.fl., m.a. unnið mynd- band ársins 1990 og 1991.“ Tölvan lengi viðurkennd Eyþór segir að tölvan hafí verið viðurkennd af þröngum hópi vís- inda-tónlistarmanna um áratuga- skeið. „Má þar nefna Morton Sub- otnick og Milton Babbit í Banda- ríkjunum og Pierre Boulez sem stofnaði IRCAM í París. í engu listformi hefur stafræn tækni ver- ið eins mikilvæg og í tónlist. Sem dæmi má nefna að CD-ROM, sem heimurinn er að taka andköf yfir, er upphaflega staðall fyrir tónlist. Listirnar voru staðnaðar í aldir hvað varðar tækni, fá ný hljóðfæri eða aðferðir til myndsköpunar komu fram. Á 20. öld komu síðan fútúrist- ar, dadaistar, rafmagnsmenn eins og Léon Theremin, kvikmyndin og elektróníkin og þannig fór mannkynið í gegnum iðnbylting- una og rafbyltinguna á einu bretti. Þegar þessu var lokið kem- ur ný tækni og nýtt tæknitímabil: Tölvuöldin." Allt rennur saman Margir hafa orðið til að kvarta yfir „sálarlausri tölvutónlist", en aðrlr andmælt, þar á meðal Björk Guðmundsdóttir, sem sagði í við- tali fyrir skemmstu að ef ekki væri sál í tölvutónlist væri það vegna þess að engin sál hafi verið í þeim sem samdi, „lifandi" hljóð- Viltn hafa það svart/hvftteðaílit? HP Desk Jet bleksprautuprentarar BOÐEIND Við (tuiii f Miirkinni (í • Sfmi 588 2061 • Fax 588 2002 HP 850F HP 1200F 11P 10001! kr. 58.900 kr. 97.000 kr. 149.900 HP 4L/ML HP 4Plus kr. 44.900 kr. 179.900 HP5P kr. 115.500 HEWLETT ' PACKARD Viðurkenndur söluaðili Þjónusta og ábyrgð Morgunblaðið/Kristinn EYÞÓR Arnalds. færaleikur sé engin trygging fyrir einu eða neinu. Eyþór tekur í sama streng. „Tölvan sem slík lýtur eins og önnur verkfæri/hljóðfæri hinu forna lögmáli; rusl inn verður rusl út; veldur hver á heldur. Skil á milli tækja eru alltaf að hverfa; sími, tölva, sjónvarp, myndband, ritvél, reiknivél, allt er þetta að renna saman. Sama á við um hljóð- færi, með tölvutækninni renna hljóðfæri, upptökutæki og þá flytj- andi og skapandi saman í eitt. Tónskáld t.d. geta mótað hug- myndir sínar milliliðalaust eins og málarar og rithöfundar.“ Með aukinni tæknivæðingu hef- ur lagasmiður og flytjandi fengið á sig nýja mynd, er ekki bara eins manns hljómsveit, heldur eins manns upptökugengi líka, útgef- andi og hvaðeina, til að mynda breski tónlistarmaðurinn Aphex Twin. Eyþór segir að menn eins og þýska tónskáldið Karlheinz Stock- hausen og landar hans í Kraftwerk sem meðal helstu spámanna tölvu- tónlistar, „þeir ruddu brautina. Nú er grasrótin helst að spretta á einmitt þessu sviði, bílskúrarnir víkja fyrir svefnherbergjunum hjá unglingum sem semja sína eigin tónlist." Alnetsútgáfa Alnetið kemur oft við sögu þeg- ar tölvutónlist ber á góma, enda hentugur vettvangur til að gefa slíka tónlist út. Víða eru starfandi öflugir tónlistarbankar og margar hljómsveitir til sem gefa eingöngu út á alnetinu. Alsiða er og að hljómsveitir eigi sér heimasíður, þar sem fræðast má um hljómsveitina, fá af henni myndir og sækja lagstubba. Eyþór tekur undir það að alnetið sé spennandi vettvangur fyrir tónlist- arútgáfu. „Tengsl manna eru allt- af mikilvæg en þessi möguleiki er gríðarlega spennandi og enn og aftur er það tónlistin sem er fyrst til að nýta sér stafræna tækni." Nýtt íslenskt tölvutímarit ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Hemra hf. hefur gert samning við alþjóðlega útgáfufyrirtækið International Data Group, IDG, um útgáfu tölvutímarits fyrir hérlendan markað og verður það að_ grunni íslensk útgáfa PC World. í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu segir að Hemra hf. sé í tengslum við Iceland Review-útgáf- una og er Haraldur J. Hamar aðaleig- andi beggja. Unnið hefur verið að málinu um alllangt skeið. Þetta verð- ur mánaðarrit og kemur fyrsta tölu- blaðið út í nóvemberlok. Stærsti útgefandi tölvutímarita í heiminum IDG er stærsti útgefandi tölvu- tímarita í heiminum og teygir anga sína víðar um lönd og álfur en flest önnur útgáfufyrirtæki. í nafni fyrir- tækisins, sem hefur höfuðstöðvar í Boston, eru gefnir út 240 titlar í 68 löndum í öllum heimsálfum. Auk PC World má nefna Macworld, Comput- erworld, InfoWorld, Multimedia World , CIO og fleiri af útbreiddustu og þekktustu tímaritum á þessu sviði og öðrum á vegum IDG. Flest út- breiddustu tölvutímarit á Norður- löndum byggja á sama grunni með samstarfi við IDG. Þá rekur fyrirtækið fréttastofu og starfrækir sjálfstæða rannsóknarm- iðstöð í Kalifomíu og mun íslensk útgáfa væntanlega hafa aðgang að öllum niðurstöðum hennar. Þar er meðai annars um að ræða saman- burð á vélbúnaði og hugbúnaði frá hinum ýmsu fyrirtækjum. „Rík áhersla verður þó lögð á að týnast ekki í smátriðum tækninnar," segir í fréttatilkynningunni, „heldur að upplýsa lesendur sem best um alla þætti upplýsingabyltingarinnar. Með þessum einstæða samningi í ís- lenskri tímaritaútgáfu verður ört stækkandi hópi íslenskra tölvunot- enda tryggðar áhugaverðar fréttir, greinar, úttektir, viðtöl o.fl. á ís- lensku um það sem efst er á baugi í heiminum hveiju sinni. Hið nýja rit á að höfða til sem flestra tölvunot- enda, hvort sem er í leik eða starfí. En þótt af nógu sé að taka úti í hinum stóra heimi mun athygli rits- ins ekki síður beinast að því sem er að gerast hér á landi. Grannt verður fylgst með þróun markaðarins jafnt hvað varðar hugbúnað og vélbúnað. Fylgst verður með hvað það er sem hinar ólíku atvinnugreinar nota af búnaði og þá hvemig. Góður gaumur gefinn að íslenskum hugbúnaðarfyrirtækjum Góður gaumur verður gefinn að íslensku hugbúnaðarfyrirtækjunum og að sjálfsögðu fólkinu að baki þeim. Leitast verður við að flytja stjómend- um fyrirtækja sem almenningi það nýjasta sem verða má til leiðbeining- ar í gegnum vélbúnaðar- og hugbún- aðarfrumskóginn - m.ö.o. þá verður upplýsingabyltingunni, eins og hún birtist hér landi, gerð ítarleg skil. Með þessari starfsemi opnast jafn- framt ný gátt fyrir íslensk hugbúnað- arfyrirtæki. Ritstjórn blaðsins mun reglulega senda fréttir og greinar á ensku um markverða hluti sem ger- ast í þessum geira hér á landi inn á hina alþjóðlegu fréttaþjónustu IDG sem ritstjórnir hinna 240 blaða og tímarita um allan heim hafa aðgang að og nýta. Þegar tíðindi gerast hér í tölvu- og hugbúnaðarmálum er því tryggt að heimurinn fær að fylgjast með. Vonast er til að gott samstarf takist um þennan þátt í starfsemi útgáfunnar og að hann reynist gagn- legur." Ritstjóri Tölvuheims hefur verið ráðinn Styrmir Guðlaugsson og ráðgjafi ritstjórnar Marinó G. Njáls- son tölvufræðingur. Bylgja B. Sig- þórsdóttir verður auglýsingafulltrúi ritsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.