Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 30
30 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingakerfið Askur ALLMARGIR þekkja Ferðavak- ann, enda voru fyrstu standarnir með snertiskjám settir upp 1992. Á þeim mátti fá ýmsar upplýs- ingar sem viðkomu ferðamennsku á nokkrum tungumálum. Snemma á þessu ári tóku Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgar, Skýrr, við reksti Ferðavakans, breyttu nafni hans í Ask, fjölguðu stöndunum úr 10 í 25 og tengdu svonefndri Þjóð- braut upplýsinga hjá Skýrr, sem gefur aukna möguleika á að miðla fréttum, veðri, gengi og mörgu fleiru. Skýrr og Fjarhönnun hyggj- ast þróa Ask áfram og markaðs- setja erlendis, en Askur hefur ver- ið starfræktur meðal annars í Sví- þjóð undanfarin tvö ár og þótt reynast vel. Snertiskjárinn á Aski er í raun nettengd útstöð, en að auki fylgir standinum sími og prentari. Mikil vinna var lögð í að hafa framsetn- inguna sem einfaldasta og skýr- asta til að auðvelda upplýsingaleit- ina. Askur byggir á fjórum upplýs- ingasviðum. Aðal Asks hingað til hefur verið upplýsingar til ferða- manna, en í standinum má finna upplýsingar um gistingu, söfn, áhugaverða staði og samgöngur svo sitthvað sé nefnt. Upplys- ingarnar eru á fimm tungumál- um; auk íslensku eru þær á ensku, þýsku, frönsku og norsku. í Aski má einnig nálgast almennar upp- lýsingar frá opinberum aðilum eins og eyðublöð, fundagerðir, áætlanir stætisvagna og margt fleira. Þriðja upplýsingasviðið er kynningarefni og upplýsingar frá fyrirtækjum. Það fjórða er svo alnetið, en Askur er á alnetinu með öllu þeim möguleikum sem það gefur. I tilefni afflutningi verslunar okkar að Suðurlandsbraut 12 bjóðum við 15% afslátt af öllum SHARP faxtœkjum til 21. október. • Faxtæki • • Ljósritunarvélar • Sjóðvélar • Skjáplötur • Skjávarpar • Reiknivélar • Laserprentarar • Skipuleggjarar • GSM símar SKRIFBÆR H F. Suðurlandsbraut 12 Nýtt símanúmer 533 2100 Nýtt faxnúmer 533 2105 Kennslubækur um tölvufræði Baldur Sveinsson hefurverið afkasta- mikill tölvubókahöf- undur og -útgefandi. Hann segist hafa far- ið að skrifa slíkar bækur og gefa út vegna þess að enginn annar hafi gert það. TÖLVUKENNSLA við Verzlunar- skólann er mikil og fjölbreytt, eins og kemur fram annar staðar í blað- inu, og töluverð útgáfa tölvubóka er í tengslum við þá kennslu, þó ekki sé á vegum skólans. Höfund- ur bókanna og útgefandi er Baldur Sveinsson, sem einnig kennir við Verzlunarskólann. Baldur Sveinsson segist hafa skrifað kennslubækur í tölvufræð- um í á annan áratug, og hafa gefið út ellefu bækur, um Access, Excel, Windows og BASIC. „í öll- um tilfellum vantaði bækur þegar hefja átti kennslu í fræðunum," segir hann, „og engar bækur sjá- anlegar.“ Hann segist hafa fengist við tölvur síðan 1980 og kennt á þær allan þann tíma. Baldur kennir við Verzlunarskólann stærðfræði og tölvunotkun. Nýjasta bók Baldurs er Litla bókin um Windows 95 sein hann skrifaði á tveimur vik- um eftir að ákveðið var að setja Windows 95 á allar PC tölvur skólans og því skorti tilfinnanlega handhæga kennslubók. „Aðalat- riðið er að hafa bókina einfalda og ódýra,“ segir Baldur, „og því er bókin ekki nema 57 síður með fjölda skýringarmynda, en þó rúmast allt sem byljandi þarf að vita í bókinni." Um síðustu áramót kom út bókin Microsoft Access 2 sem Baldur skrifaði með Þórði Hauks- syni, en Access er öflugt gagna- grunnskerfi sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Baldur segir að bókin verði reyndar úrelt í haust, því þá kemur út 32 bita útgáfa af Access fyrir Windows 95, Acc- ess 7, þó eflaust eigi bókin eftir að nýtast mörgum fram á næsta ár, því ekki muni allir skipta strax yfir í Windows 95. I dag kemur út bók um Excel 7 eftir Baldur, en hann hefur skrifað bækur um útgáfur 3, 4. 5 og nú 7 af Excel. „Bókin urn- Exc- el 5 kom út fyrir réttu ári,“ segir Baldur, „en þó Excel 7 sé ekki mikið breytt að getu, það vinni þó eðlilega mun hraðar sem 32 bita forrit, eru töluverðar útlits- breytingar og því fór mikif'vinna í að skipta um allar skjámyndir í dæmum í bókinni, til að tryggja að þær væru réttar.“ ISDN ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN S FYRIRTÆKI - STOFNANIR z o | Nú styttist 1 að Póstur og sími opni fyrir ISDN þjónustu, z o CZ> Z O c/3 i r o cz> ■ Z Q 22 i z o 22 ■ z Q <*> i Z Q cz> Z Q Hafíð þið kynnt ykkur hvað ISDN hfefur upp á að bjóða? Gagnaflutningar ehf. munu bjóða ISDN lausnir fráfyrirtœkjum eins og Hewlett-Packard, Ascend Communications og Combinet. Einnig munu Gagnaflutningar leggja sitt af mörkum til að sem flestir séu í stakk búnir til að leggja sitt eigið mat á notkunarmöguleika þessarar nýju þjónustu með því að bjóða upp á: • Ráðgjöf • Kynningar / • Námskeið (Fyrstu verða haldin í viku 49 n.k.) Hafið samband við okkur í síma 567 1000 ogfáið nánari upplýsingar. Z •Fyrir ári var afleysingamað- 22 ur að ræsta skrifstofu for- stjóra breska símafyrirtækis- d ins British Telecom. Hann rak — augun í að forstjórinn hafi límt Z miða með leyniorði sínu á tölv- ® uskjáinn til að gleyma því ekki, T settist við skjáinn og náði í q símanúmer bresku konungs- 22 fjölskyldunnar, símanúmer j Johns Majors forsætisráðherra O Bretlands og símanúmer nokk- 7 urra yfirmanna bresku leyni- Z þjónustunnar MI5 sem eru vit- § anlega mjög leynileg símanúm- j. er. Hann seldi The Independ- q ent fréttina um kæruleysi yfir- — mannsins, en í millitíðinni z komst einhver í skrána og setti § hana á alnetið. Þar gat hver 7 sem vill lesið skrána, þar til § starfsmenn leyniþjónustunnar rákust á hana og eyddu henni snimmhendis. Engum sögum d fer af því hve margir hringdu 7 í drottninguna eða forsætis- z ráðherra. o 7 #Margir hafa eflaust tekið eft- z ir því að fremst í hveiju .exe ® forriti eru bókstafirnir MZ. - ISDN ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - ISDN - I§DN - IjSDN - RSDN -JSDN - Þeir eru upphafsstafir í nafni forritarans Marks Zbinowskis, sem hefur þannig öðlast eins- konar ódauðleika, að minnsta kosti á meðan menn nota enn DOS forrit, en Zbinowski er forritari hjá Microsoft og tók þátt í leggja grunninn að veldi þess á stýrikerfamarkaðnum. •HhHMMHHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.