Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 E 13 Jón Ragnar leggur áherslu á að þar sem uppbygging kerfisins sé biðlari/miðlari sé sveigjanleki þess mun meiri og einfaldara að bæta við möguleikum: það birtast þá einfaldlega fleiri möguleikar á viðmótinu sem notandinn sækir til sparisjóðsins. Einkabanki Landsbankans Landsbankinn hefur boðið upp á svonefndan Einkabanka, en í honum má millifæra af viðskipta- reikningi yfir á hvaða reikning sem er og greiða þannig gíróseðla og greiðsluseðla víxla og skuldabréfa. Einnig er hægt að fá heildaryfirlit yfir öll viðskipti við bankann, hve- nær sem er er hægt að sjá stöðu bankareikninga, þar á meðal gjaldeyrisreikninga, og prenta út yfírlit. Einnig má fá í Einkabank- anum upplýsingar um gjalddaga og greiðslustöðu víxla og skulda- bréfa, bæði eigin skulda og skulda- bréfa sem viðkomandi á í inn- heimtu. í Einkabankanum má einnig reikna út greiðslubyrði lána og fá frekari uppplýsingar um íjár- málaleg atriði, vexti inn- og útl- ána, gengi gjaldmiðla, gengisþró- un síðustu tólf mánaða og eldra gengi allra banka og sparisjóða á Islandi. Einnig fylgir aðgangur að þjóðskrá. Að sögn Brynjólf Helgasonar hyggst Landsbankinn sýna nýjan hugbúnað, svokallað Einkabók- hald, á tölvusýningunni í Laugar- dalshöll, en það kerfi, sem skrifað er í gluggga umhverfi, er væntan- legt á næstu vikum. I kerfinu má gera greiðsluáætlanir, gera greiðsluáætlun heimilisins, reikna út greiðslubyrði lána og haldið utan um ýmis útgjöld heimilisins. íðar er svo fyrirhugað að notendur geti tengst Einkabankanum. Heimilisbanki Búnaðarbankans Búnaðarbankinn hefur boðið viðskiptavinum bankans hugbún- að til að halda utan um íjármálin, svonefndan Hómer, en í honum má meðal annars halda fullkomið heimilisbókhald, gera fjárhags- áætlanir, reikna út greiðslubyrði mismunandi lána, færa úreikninga lána yfir á íj'árhagsáætlunina og reikna út ávöxtun mismunandi sparireikninga. Hómer má setja upp á tölvu sem er með 386 örgjörva eða öflugri, 4 Mb minni er lágmark, 1,7 Mb þarf af rými á harða disknum og Windows 3.1 eða hærra. Forritið er ekki hægt að afrita af disknum, en uppsetning er einföld og að mestu sjálfvirk. Um Hómer inn í Heimilisbankann Hómer er skrifaður í gluggaum- hverfi og keyrir undir Windows, en úr honum má síðan tengjast inn á heimilisbanka Búnaðarbankans, sem verið er að kynna um þessar mundir. í Heimilisbankanum er hægt að framkvæma allar helstu bankaaðgerðir, til að mynda milli- færa inn á reikninga í hvaða banka sem er, skoða hreyfingar reikn- inga, greiða gíróseðla og greiðslu- seðla, fá yfirlit yfir greiðslur, fá yfirlit yfir innistæðulausa tékka, fá viðskiptayfirlit yfir heildarvið- skipti við bankann, fá upplýsingar úr nafnaskrá, sem er byggð á þjóð- skrá, fá upplýsingar um skráð gengi gjaldmiðla í Búnaðarbank- anum og senda starfsmönnum bankans skilaboð. Sitthvað meira er mögulegt eins og að sjá stöðu reikninga annarra fjölskyldumeð- lima, ef þeir gefa leyfi sitt fyrir því, hægt er að sjá stöðu á greiðslukortareikningi og yfirlit yfír reikninginn. Allar skjámyndir er hægt að prenta út. Búnaðarbankinn notar beinlínu- tengingu með upphringisambandi, þ.e. að notandinn tengist bankan- um og framkvæmir aðgerðir í skjá- hermi, líkt og er með tengingu íslandsbanka og Landsbanka. TOLVUFRAMLEIÐENDUR hafa gert ýmsar tilraunir með tækni og tölvur í gegnum tíðina og eðlilega hafa ekki allar tek- ist sem skyldi. •Fyrsta Apple tölvan fyrir fyr- irtæki kom á markað 1980 og kallaðist Apple III. Hún þótti mikill gallagripur og lífdagar hennar ekki margir. Á meðal þess sem Apple ráðlagði eigend- um tölvunnar var að láta hana reglulega detta niður á borð úr nokkurra sentimetra hæð til að skorða lausa tölvukubba. Deild- in sem bar ábyrgð á hönnuninni var leyst upp 1984. •Önnur Apple tölva, Lisa, lifði ekki lengi heldur. Þegar hún kom á markað 1983 þótti hún byltingarkennd, enda var hún með 1 Mb í innra minni, 2 Mb af ROM og 5 Mb harðan disk og notendaskilin voru grafísk. Verðið var aftur á móti geypi- hátt, 10.000 dalir. Þegar fyrsta Macintosh-tölvan kom á markað kostaði hún um 2.500 dali og gekk af Lisu dauðri. Síðustu 2.700 Lisu-tölvurnar voru grafnar í uppfyllingu 1989. •Digital var eitt þeirra fyrirtækja sem hugðist hagnast á einkatölvu- byltingunni með því að selja tölvu sem keyrt gæti MS-DOS forrit en væri ekki PC samhæfð. Rainbow tölva Dec var slíkrar gerðar, en hún varð meðal annars fræg fyrir það að ekki var hægt að forsníða diska tölvunnar í diskadrifinu; not- endur neyddust til að kaupa diskana af Digital á upp- sprengdu verði. Saga Rainbow var öll 1985. •IBM setti PCjr tölvur á mark- að og ætlaði að skáka Apple Macintosh með þægilegri og handhægri heimilistölvu. Verð- ið varð þó til að fæla kaupendur frá, sem keyptu sér frekar öflugri tölvu með almennilegt lyklaborð. 1985 var framleiðslu hennar hætt. •Sagan af Osborne tölvufyrir- tækinu hefur orðið mörgum framleiðendum lærdómsrik. í upphafi níunda áratugarins setti Adam Osborne á markað fyrstu ferðatölvuna sem náði almennri hylli, Osborne 1.1984 lýsti Osborne nýrri tölvu sem hann væri að setja á markað, Osborne II, og fyrir vikið datt niður sala á Osborne I, sem fyr- irtækið átti fullt vöruhús af. Þegar Osborne II seinkaði svo um nokkra mánuði varð sjóð- þurrð þjá fyrirtækinu og það fór á hausinn. Timasparnaður a kassa: • Engar handskrifaðar sölunótur/ávísanir. • Ekki þörf á að hringja eftir úttektarheimildum • Styttri afgreiðslutími. • • Segulræmulestur tryggir stóraukið öryggi: Þekkir kortnúmerið 1 Skráir færsluna. ■ Þekkir heimildarmörk og gildistíma. Mikill vinnusparnaður: • Sjálfvirkt dagsuppgjör og innsending færslna. • Ekki þörf að flokka sölunótur (VISA/EUROCARD) • Skipting sölunótna og framsal ávísana úr sögunni. • Aldrei aftur samlagning sölunótna / ávísana • Bunkun sölunótna og ávísana úr sögunni. • Samdráttarblöð heyra sögunni til. • Aldrei aftur týndar eða gallaðar sölunótur. • Gallaðar/ númerslausar sölunótur úr sögunni. • Ekki fleiri ferðir í bankann/sparisjóðinn með sölunótur eða ávísanir. • Allur póstur vegna kvittana og leiðréttinga á mótteknum sölunótum eða ávísunum heyrir sögunni til. RÁS-ÞJÓNUSTAN Álfabakka 16, 109 Reykjavík, Sími: 567-4966, Fax 567-4944 VISA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.