Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 E 9
TÖLVAN er mikið þarfaþing, en
ekki óskeikul frekar en önnur
mannanna verk. Eftir því sem bún-
aður verður flóknari og forritin
lengri, alvanalegt er að línur í for-
riti hlaupi á milljónum, aukast lík-
urnar á því að eitthvað fari úrskeið-
is. í upphafi tölvualdar á íslandi
var algengt að heyra: „Eg get
ekki breytt þessu, það stendur í
tölvunni", eða „það er fast í tölv-
unni“ eða „þú færð borgað þegar
tölvan kemst í lag“ og þó oft hafi
það verið vegna kunnáttu- eða
viljaleysis, hafa flestir orðið fyrir
einhverri skráveifu af völdum galla
í forriti. Sem dæmi má nefna tíðar
bilanir í hugbúnaði Pósts og síma
og svo þykir það ævinlega frétt-
næmt þegar fólk sem komið er
yfir 100 ára aldurinn fer að fá
bréf frá umferðarskólanum Ung-
um vegfarendum.
Allt stærra í sniðum
Þótt gallaður hugbúnaður komi
oft illa við fólk hér á landi, verður
allt stærra í sniðum hjá milljóna-
þjóðum, þar sem slíkur galli getur
kostað tugmilljónir króna, eða
jafnvel mannslíf. Eftirfarandi upp-
talning er byggð á tölvutímaritinu
Byte, sem fagnaði fyrir skemmstu
20 ára afmæli sinu.
1988: Reikniskekkja í forriti sem
átti að fjölga sér sjálft inni á tölvu-
neti og eyða sér síðan varð til þess
að það ijölgaði sér 14 sinnum hrað-
ar en ætlað var í upphafi og fyllti
allar tölvur sem tengdar voru al-
netinu svo þær hrundu á fáeinum
klukkustundum. Það tók nokkrar
vikur að koma öllu í samt lag og
talið er að kostnaður vegna
hrekksins hlaupi á milljörðum.
Höfundur forritisins, Robert T.
Morris, sem samdi það sér til
skemmtunar, sagði að sér þætti
þetta leitt.
1988: í verksmiðju Black og
Decker í Northampton í Englandi
eyðilagði gallað forrit afrit af lag-
erupplýsingum fyrirtækisins og
síðan upplýsingarnar sjálfar. Fyrir
vikið þurftu starfsmenn fyrirtækis-
ANDREW
fyrir GSM farsíma
J. ÁSTVflLDSSON HF.
Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 552 3580
• Hraðhleðsla í bílinn fyrir
GSM farsíma
• Tæknilegir yfirburðir
• Lengir líftíma
rafhlaöna
• Leiðandi framleiðandi á aukahlutum
Skriplað á skötu
ins að klífa með fjallgöngubúnaði
himinháar stæður á lagernum til
að telja allt sem þar var inni.
1989: Tölva sem hélt utan um
skráningu afbrota í París sendi út
41.000 bréf til þeirra sem gerst
höfðu sekir um umferðarlagabrot
og sakaði þá um morð, mannrán,
fjárkúgun og vændi. Að sögn fran-
skra blaða urðu viðtakendur undr-
andi þegar þeir lásu ásakanirnar á
hendur sér.
1989: Breskur banki, sem ekki
hefur viljað láta nafns síns getið,
færði sem nemur 200 milljörðum
króna inn á reikninga viðskiptavina
sinna á einni klukkustund vegna
villu í hugbúnaði. Ekki var nokkur
leið að rekja hvert peningarnir fóru
og bankinn varð því að treysta á
að viðskiptavinirnir endurgreiddu
féð af eigin hvötum.
1990: Korritunarvilla í hugbún-
aði setti bandaríska símafyrirtækið
AT&T út af sporinu og gerði
óstarfhæft í níu klukkustundir með
þeim afleiðingum að 74 milljón
símtöl náðu ekki í gegn. Þetta er
mesti skaði sem orðið hefur vestan
hafs vegna galla í símaforriti.
1994: Flugvöllurinn í Detroit,
sem opna átti það ár, var sagður
fullkomnasti flugvöllur heims og
sérstaklega lögð áhersla á hve far-
angurskerfi hans væri fullkomið.
Næstu mánuðir voru martröð fyrir
flugvallarstjórnendur, því kerfið
var meingallað; tölvustýrðir 'vagn-
ar óku á veggi og hvern annan,
týndu farangri eða skiluðu honum
á kolranga staði. Á sjötta milljarði
króna var varið til endurbóta á
kerfmu en allt kom fyrir ekki. í
febrúar sl. var flugvöllurinn loks
opnaður með hefðbundnum færi-
böndum og starfsmenn sáu um að
taka farangurinn úr flugvélum og
koma til skila.
1995: Flutningafyrirtækið
bandaríska Federal Express kynnti
nýjan hugbúnað til að halda utan
um pakkasendingar snemma á ár-
inu og 15.000 fyrirtæki tóku bún-
aðinn i notkun. Við næstu mánaða-
mót á eftir komust þau að því sér
til hrellingar að málum var svo
háttað að 1. hvers mánaðar eyddi
forritið öllum færslum mánaðarins
á undan.
2000: 1. janúar árið 2000 má
búást við miklum hremmingum
tölvunotenda víða um heim. Þá
verða víða enn í notkun stórar
móðurtölvur sem telja árið 1900
sem 00 og byija því að reikna ald-
ur manna í mínus, eftirlauna-
greiðslur og fleira. Kostnaðurinn
við að fyrirbyggja þessi ósköp vex
mönnum í augum, en reyndar er
umdeilt hve áhrifin verða víðtæk.
Tími minnistaps er liðinn. Nú getur þú nýtt allt það minni sem tölvan þín hefur
- og í nýjum víddum.
Windows 95 er heimsviðburður á tölvumarkaði:
Einfaldara • þægilegra • hraðvirkafa • traustara • fjölhæfara.
Með nettengibúnaði fyrir alnet og fjölda af nýjum
frábærum hjálparforritum og möguleikum.
Ekkert forrit hefur verið reynsluprófað af
jafn mörgum, jafn víðtækt og í jafn langan tíma.
EINAR J. SKULASON HF
Grensásvegi 10, Sími 563 3000
Umboðsaðili fyrir Microsoft á íslandi
Endursöluaðilar:
Httmknl VI fnmttn
Væknival garoóÚOTrog J^T nýSj
OPIN KERFI HF
S§i BOOÐND © fgigr. ™°tA