Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 E 29 Hafsjór af upplýsingum á veraldarvefnum SKJÁMYND af heimasíðu Hafsjávar. ALNETIÐ er í flestu handhægari vettvangur fyrir upplýsingamiðlun og æ fleiri upplýsingasalar færa sig þangað inn með afurðir sínar. Það á meðal er hugbúnaðarfyrirtækið Strengur hf. sem fært hefur upplýs- ingabankann Hafsjó í heild yfir á alnetið. Hafsjór er upplýsingakerfi sem miðlar margvíslegum gögnum til notenda sinna með tölvusamskipt- um og hefur rekstur þess gengið vel. Með því að færa Hafsjó yfír á alnetið verða öll samskipti við upp- lýsingabankann einfaldari og ódýr- ari auk þess sem notendaskil eru í samræmi við myndrænt útlit Windows. Þá geta nú allir tengst upplýsingabankanum sem aðgang hafa að alnetinu og þeim íjölgar stöðugt, ekki síst hér á landi. Miklu fé varið til breytinganna Strengur hf. er stærsta hugbún- aðarhús íslands í einkageiranum og hefur fyrirtækið varið miklu fé í þessa breytingu á Hafsjó. Átta manns hafa unnið að þessu verk- efni undanfama mánuði og réð Strengur m.a. hönnuði til að sjá um útlit gagnabankans á alnetinu. Á tímum hraða og aukinnar sam- keppni er mikilvægt að hafa auð- veldan og skjótan aðgang að upp- lýsingum sem nýtast fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum við hverskyns ákvarðanatöku. Streng- ur hf. hefur boðið áskrift að upplýs- ingabankanum Hafsjó um sex ára skeið, en Hafsjór miðlar m.a. þjóð- skrá, færð á þjóðvegum, veðri, flugáætlunum, gengi gjaldmiðla, vísitölum og verðbólgu erlendis til notenda sinna. Hafsjór veitir jafn- framt möguleika á að tengjast gagnasafni Morgunblaðsins, blaði dagsins ásamt blaði síðustu sex útgáfudaga. Aðgangur að upplýsingabankan- um Hafsjó hefur fram til þessa ver- ið bundinn við mótaldasamskipti við móðurtölvu hjá Streng, en með því að færa gagnabankann yfir á alnet- ið opnast allar gáttir. „011 samskipti við Hafsjó verða nú mjög einföld og þægileg fyrir notandann auk þess sem þau verða margfalt ódýrari. Þessu til viðbótar verður einfaldara að færa upplýs- ingar úr gagnabankanum yfir á tölvu áskrifanda Hafsjávar eða beint út á prentara. Þá verða not- endaskil öll grafísk og því birtast upplýsingamamar á skýrari hátt en áður,“ segir Jón Öm Guðbjarts- son, markaðsstjóri Strengs, í sam- tali við Morgunblaðið. Tveir hönnuðir, Börkur Amarson og Dagur Hilmarsson hjá Mynda- smiðju Austurbæjar, hafa stýrt út- litshönnun kerfisins og séð til þess að valmyndir séu skýrar og auð- veldi notendum að nýta sér þær víðtæku upplýsingar sem þama liggja. „Miðlun upplýsinga og aðgangur að þeim getur ráðið miklu um af- drif fyrirtækja. Það er því afar mikilvægt að gögn í upplýsinga- banka sem Hafsjó séu rétt og upp: færð reglulega,“ segir Jón Öm. „í Hafsjó em upplýsingamar upp- færðar sjálfkrafa um leið og breyt- ingar verða og því getur notandi treyst því að hann lesi nýjar og hárréttar upplýsingar hveiju sinni. Þannig getur notandi t.d. séð hvort flugvélum seinkar frá áætluðum tímum og fengið nýjan flugtíma um leið og breytingar verða í- Keflavík eða á Reykjavíkurflugvelli. Á svip- aðan hátt má sjá nákvæmlega hversu margir bílar háfa ekið yfir Holtavörðuheiði síðustu tíu mínút- umar og hvemig viðrar á heiðinni til aksturs," sagði Jón Öm jafn- framt í samtalinu við Morgunblaðið. Upplýsingamar í Hafsjó era af margvíslegum toga og geta því nýst mjög stórum hópi notenda. Þannig er t.d. hægt að skoða nýtt gengi gjaldmiðla eða skyggnast til baka og skoða gengi nokkur ár aftur í tímann. Hafsjór hefur þá sérstöðu að birta gengi frá Dow Jones, en þannig má sjá allar breyt- ingar sem verða á gengi á alþjóðleg- um gjaldeyrismörkuðum. Þá er auð- velt að leita að einstaklingum, fyrir- tækjum, bifreiðum og skipum í Hafsjó. Hafsjór er jafnframt kjörinn vett- vangur fyrir þá sem vilja kynna sér stöðu íslenskra fyrirtækja því upp- lýsingabankinn birtir lykiltölur fjöl- margra fyrirtækja ásamt öðram gögnum um rekstur þeirra og af- komu. Gögnin berast frá Talna- könnun hf. Þessar upplýsingar geta t.d. reynst dtjúgar fyrir þá aðila sem hyggja á viðskipti með hlutabréf en Hafsjór sýnir einnig öll viðskipti sem fram fara á Verðbréfaþingi íslands. Þá era allar helstu vísitölur skráðar í Hafsjó og einnig fram- færsluvísitölur í helstu viðskipta- löndum íslendinga." Kvótagögn meðal annars Hafsjór hefur um langt skeið verið notaður af stjómendum fyrir- tækja í sjávarútvegi og fiskvinnslu enda hafa ýmis gögn kerfisins verið sniðin fyrir aðila í þessum atvinnu- rekstri. í því sambandi má nefna ýmiss konar kvótagögn, en í Hafsjó má t.d. kalla fram kvóta skipa þar sem fram kemur úthlutaður kvóti, kvóti fluttur á milli skipa, ónýttur kvóti síðasta árs og aflamagn. Þá sýnir Hafsjór heildarmagn sem komið er á land af hverri físktegund og hlutfall af úthlutuðum kvóta. í Hafsjó er auk þess hægt að bjóða í fisk á fiskmörkuðum. „Núorðið er fátítt að menn fómi lífínu við miðlun upplýsinga líkt og Grikkinn Feidipídes gerði þegar hann hljóp um 40 kílómetra leið frá Maraþon til Aþenu til að boða sigur í stríði við Persa. En þótt fáir leggi jafn mikið á sig og hann við að boða tíðindi getur tilvist fyrirtækja engu að síður ráðist af miðlun og móttöku upplýsinga. Það er ljóst að með tengingu við upplýsinga- bankann Hafsjó fá fyrirtæki, stofn- anir og einstaklingar aðgang að mjög víðtækum upplýsingum sem geta reynst afar dýrmætar og ráðið miklu um hvaða leiðir eru famar í rekstri eða hvaða ákvarðanir eru teknar þegar mikið liggur við,“ sagði Jón Öm í samtalinu við Morg- unblaðið. Slóðin á Hafsjó er: http//www.strengur.is/hafsjor More 486 66 MHz tölvur Frá kr. 96.175,- Frakr. 127.044,- More Pentíum tölvur Frakr. 123.478,- Wimlmvs 95 kr. 8.5ÖÖ,- Með 2x geisladrifi kr.19.900,- Viðerum íMörkinni 6 Geisladrif frá kr. 12.900,- Afrilunarstöðvar 800 MB kr. 22.900,- llljóðkort, 16 bila vfðóma kr. 8.000,- . Sfmi 588 2061 . Fa\ 588 2062 BOÐEIND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.