Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 24
24 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tölvupóstur vinnur á Tölvupóstur vinnur sífellt á enda hand- hægt og hraðvirkt samskiptatól. Holberg Másson hefur unnið við nettengingar og tölvupóst í á annan áratug, meðal annars fyrir útgerðar- menn á Kamtsjatka. HOLBERG með yfirmönnum tölvudeilda Dalmoreproduct, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Rússlands, með 16.000 starfs- menn. Fyrir það fyrirtæki, sem gerir út um 100 skip, hannaði Netverk fjarskiptakerfi milli skrifstofu og skipa. HOLBERG Másson var meðal frumkvöðla í nettengingum tölva á íslandi, hefur unnið við slíkt að segja frá árinu 1981. Hann segist hafa komið inn í tölvunámið á rétt- an hátt, þ.e. með raungreinabak- grunn, sem hafí dugað honum vel. Heillaðist ekki af gataspjöldum Holberg segist fyrst hafa komist í tæri við tölvur 1974 þegar hann fór í tækniháskólann í New Mexico. „Þar voru menn látnir vinna við gataspjöld, sem heillaði mig ekki,“ segir Holberg og hlær við, „þó mér hafí fundist það áhugavert að vissu leyti. Ég fluttist til Albuquerque og þaðan til smábæjar Soccorro sem var skammt frá og fór að læra eðlis- fræði. í Albuquerque var smá versl- un sem seldi tölvur, sem menn þurftu að setja saman sjálfír. Einn vinur minn var eitthvað að snúast í kringum það, en við vorum svo blankir að við gátum ekki önglað saman fyrir vél, því ein tölva kost- aði svipað og eins vetrar nám.“ Holberg segist ekki geta gert sér grein fyrir því hvers vegna hann átti svo greiða leið inn í tölvuheim- inn. „Þetta lá einhvem veginn mjög vel fyrir mér. Þegar maður er búinn að læra eðlisfræði og kynnast raf- eindabúnaði þá eru tölvur ekki flók- in fyrirbæri. í dag er aftur á móti búið að setja svo mikið á milli notandans og tölvunnar að það er skiljanlegt að mönnum finnist þeir ekki vera í sambandi við það sem er að ger- ast. Áður fyrr var þetta allt svo gagnsætt og ég naut góðs af því að hafa komið með réttan bakgrunn inn í tölvur." Holberg segir að fram eftir níunda áratugnum hafí menn verið að átta sig á að tölvutæknin opnaði leið til að gera meira en þeir höfðu áður gert sér í hugarlund. „Á þeim tíma voru menn yfirleitt að hugsa um það helst hvernig nota mætti tæknina og hugbúnað- inn til að gera það betur og hraðar sem þeir höfðu gert áður, en núorð- ið eru menn famir að hugsa meira um það hvað þeir geta gert í dag sem þeir gátu ekki áður, eða datt ekki í hug að gera áður,“ segir Holberg. Tölvunetamaður Holberg hefur helst fengist við nettengingar og tók reyndar þátt í fyrstu víðnettengingunni hér á landi. „Þegar ég starfaði hjá RARIK 1982 vom tengdar saman fyrstu þijár sjálfstæðu tölvumar hér á landi, Háskólatölvan, RARIK-töl- van og tölva hjá Kristjáni Ó. Skag- fjörð. Þær vom tengdar með leigu- línu, búnaður fenginn að láni og settur upp tölvupóstur. Þetta var prófað í nokkra mánuði og virkaði vel. Við sáum í hendi okkar gagnið af þessari tengingu, en þetta var hinsvegar það dýrt að við gátum ekki réttlætt að halda því áfram, meðan ekki voru fleiri tölvur til að tengjast. 1986 var tengingin svo sett upp aftur. 1984 til 85 vaknaði áhugi á að auka upplýsingastreymi varðandi verkefni og lagerstöðu RARIK og þá var tekin sú ákvörðun að byggja upp tölvunet um landið, sem var eitt fyrsta verkefnið þar sem tölv- umar voru hér og þar um landið og svo tengdar saman, en áður var málum yfirleitt svo háttað að byggt var á miðlægri vél í Reykjavík sem allir tengdust. Ég hætti hjá RARIK 1985 og fór að vinna hjá ítölu við það verkefni að tengja saman verkfræðistofur víða um land og tengjast síðan aðil- um eins og Landsvirkjun, Orku- stofnun og Háskólanum. Það vom tengdir saman mjög margir aðilar á næstu árum, meðal annars SKÝRR og síðan kom það verkefni að setja upp net fyrir útibú Útvegs- bankans og vinna í ráðgjöf fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Meðal verkefna sem vom unnin þar á þess- um tíma var að setja saman kerfí sem gæti haldið utan um upplýs- ingar um afla frá ýmsum stöðum á landinu, og vigtarkerfí sem safnaði upplýsingum um landaðan afla víða á landinu. 1988 tengdum við Itölu TCP/IP neti Hafrannsóknastofnun- ar, en Hafrannsóknastofnunir. hafði frumkvæði að því að koma á alnet- tengingu við útlönd, og ítala var fyrsta hlutafélagið sem tengdist alnetinu 1988. 1990 var nafni Itölu breytt í Netverk, sem ég og fjöl- skylda mín eigum saman. í millitíð- inni var þó stofnað fyrirtækið Is- net, sem átti að einbeita sér að nettengingum og þjónustu, en það gekk ekki upp m.a. vegna hindrana í fjarskiptalögunum fyrir fyrirhug- aðri þjónustu ísnets. Aðrir hafa prófað ýmislegt s.s. upplýsinga- dreifingu í gegnum Teletext búnað, sem er svipaður og Skjávarp, en byggir á að notendur tengjast mið- stöð með tölvum sínum. Svipað er að ganga í dag með veraldarvefn- um, þ.e.a.s. dreifíng upplýsinga á tölvuneti. Eitt af mörgum vanda- málunum er smæð markaðarins, en mörg dæmi eru um að menn hafa gefist upp á verkefnum hér á landi vegna hennar, en önnur verkefni hafa einmitt gengið vegna þess að menn hafa sótt á erlenda markaði." Nýjungarnar koma í litlum fyrirtækjum „Það er algengt að þessar nýj- ungar komi í litlum fyrirtækjum, stærri fyrirtækin hafa ekki verið tilbúin til þess að taka þá áhættu að fara út í ný verkefni. Litlu fyrir- tækin hafa reynt það en oft verið vanmetin vegna þess að þau hafa ekki haft nægt fjármagn, það er svo lítið áhættuíjármagn í umferð hér. ísnet átti að fara út í EDI verk- efni, pappírslaus viðskipti. Við stofnuðum EDI félag íslands og Icepro nefnd sem fjallar um bætt verklag í viðskiptum og starfar inn- an stjórnarráðsins. Við unnum með áhugavert verkefni 1991, ÍSEDI ’91, og í tengslum við það fór tollur- inn í gang með pappírslausar toll- skýrslur, sem var fyrsta verkefnið hér á þessu sviði. Það hefur fengist ágætis reynsla og þekking á þessu, en þetta er ekki komið eins langt af stað og menn höfðu vonast til í upphafi. Ein af ástæðunum fyrir því að EDI er ekki komið lengra er hve tölvu- póstur er lítið notaður hér á Iandi. Við gerðum því átak í að fá menn til að nota tölvupóst og í dag sjáum við mikla grósku í tölvupóstþjón- ustunni m.a. í gegnum Skímu, SKÝRR og Póst'og síma, sem eru allir með gáttir og þjónustu beinlín- is við tölvupóst og ekki skal gleyma Inetnet á íslandi hf. sem veitir tölvupóstþjónustu á þjónustuneti sínu. Ég geri ráð fyrir því að það verði miklu meiri notkun á tölvu- pósti framundan en hingað til, fyrir- tæki eru farin að nota tölvupóst af fullri alvöru og það er mjög mikill áfangi, en tölvupóstur er mun betra verkfæri og ódýrari í rekstri en t.d. fax.“ Tölvupóstur flýtir vinnslu „Tölvupóstur leyfir vinnubrögð sem flýta fyrir vinnslu mála, hann leyfír þér að auka hraða í samskipt- um á milli aðila, auðveldar flokkun og vinnslu gagna, hann auðveldar að framsenda og senda upplýsingar á dreifíngarlista, að hafa ýmislegt sjálfvirkt, margt sem ekki er hægt í faxi, sem er tölvuvædd pappírs- samskipti. Ég held líka að eftir þvi sem fólk notar tölvupóstinn meira og treystir honum sé brautin greið fyrir ÉDI viðskipti í kjölfarið. í dag vinnum við við tölvupóst- kerfí. Við erum með umboð fyrir slíkt kerfí, höfum skrifað hugbúnað fyrir tölvupóst og veitum þjónustu fyrir tölvupóst og pappírslaus við- skipti. Sem dæmi má nefna að ný- verið skiluðum við af okkur gáttum og póstkerfí fyrir SKÝRR og Póst og síma, við höfum unnið ýmis verk- efni fyrir Póst og síma, unnið fyrir Reiknistofu bankanna vegna ÉDI samskipta, fyrir Tryggingastofnun ríkisins og nokkur önnur verkefni á svipuðu sviði fyrir aðra. Síðan tókum við svo að okkur uppbygg- ingu á tölvuneti og tölvupóstverk- efni í Rússlandi." IVflög spennandi verkefni Holberg segir að Rússlandsverk- efni Netverks sé á Kamtsjatka skaga í Austur-Síberíu. „Við höfum verið að læra á þann markað og það er mjög spennandi mál. Við höfum flutt úr landi hug- og vélbún- að vegna verkefnisins, þekkingu okkar og vinnu og höfum fengið greiddar fyrir tæpar 20 milljónir króna. Við erum búnir að gera samninga um töluvert fleiri verk- efni, en þó til séu undirritaðir samn- ingar er eins víst þarna fyrir austan að ekkert verði úr sumum verkefn- anna. Ástæðan fyrr því að Rússarnir leituðu til okkar á sínum tíma var að þeir vildu að við settum upp EDI samskipti, en við erum ekki enn komnir að því þrátt fyrir alla vinn- una sem við erum búnir að vinna. Þetta var eins og þeir hefðu viljað kaupa sér bíl, en engir væru vegirn- ir, engar bensínstöðvar og enginn með bílpróf eða viðgerðarkunnáttu. Við erum smám saman að byggja upp tölvusamkipti og vonumst til að geta komið á EDI samskiptum í vetur. Rússarnir eru mjög áhuga- samir, fylgjast vel með og vilja fá allt það nýjasta, en þeir eiga eftir að stíga mörg skref í átt að því sem þeir vilja. Tíu viðskiptavinir á Kamtsjatka Við erum nú með tíu viðskipta- vini á Kamtsjatka höfum komið okkur upp umboðsmönnum sem við gerum ráð fyrir að eigi eftir að gera_ rekstrargrundvöllinn traust- ari. I framhaldi af þessu höfum við verið að ræða við fyrirtæki í Vladivostok og Moskvu. Kostnaður við markaðs- og sölustarf hefur verið mjög mikill en er nú að byija að skila sér. Kosturinn fyrir okkur er að hafa stærri markað til að selja þekkingu og búnað sem við erum að bjóða, við höfum líka gott Foreldrar! - Kennarar! Fjölbreytt úrval kennsluforrita og íslandshandbókin á margmiðlunardiski til sýnis í bás Námsgagnastofnunar í Laugardalshöll. Kennsluforrit auka færni og kunnáttu barna og ungmenna. • Forritin hafa að bjóða skemmtilega leiki, keppni, fróðleik og þjálfun. Forritin henta öllum aldursflokkum og tengjast flestum námsqreinum grunnskólans Sljámynd úr (orrilinu FjársjóSurinn. Kennsluforrit Námsgagnastofnunar fást í Skólavörubúðinni Laugavegi 166 • 105 Reykjavík • Sími 552 8088 • Fax 562 4137 HLUTAFELÖG UMSÝSLA HLUTASKRÁR Hlutvls er forrit fyrir Windows til aö halda utan um vinnslu meö hlutaskrá hlutafélaga, t.d. hlutafjáraukningar, jöfnun, arö o.fl. Meö Hlutvís er hægt aö prenta út flesta papplra tengda umsýslu hlutaskrár, s.s. hlutabréf, arösávlsanir, fundarboö, atkvæöaseöla o.m.fl. Á meöal félaga sem nota kerfiö eru Eignarhaldsfélagiö Alþýöubankinn hf., Kælismiöjan Frost hf., Globus-Vélaver hf., Einar J. Skúlason hf., Keflavíkurverktakar, o.fl. HUGLIST HF HUGLIST HF SÍMI 588-1020 KNARRARVOQI 4 FAX 568-8583 104 REYKJAVIK NETFANG huglist@centrur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.