Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 16
16 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 E 17 •Hjarta tölvunnar er stýrikerfið og í einkatölvu- heiminum bítast nú þrjú stýrikerfi um hituna; Windows 95, OS/2 og Kerfi 8 frá Apple. Reyndar er þegar ljóst hvert stefnir, þ.e. hvert þessara kerfa verður ofaná, en það er ekki þar með sagt að það sé það besta í öllum tilfellum. Mikið er látið með Windows 95, sem vonlegt er, en OS/2 er vænlegur val- kostur og nýtt stýrikerfi fyrir Macinsoh frá Apple, Kerfi 8, er væntanlegt. Tækni &tölvur í Laugardalshöll Tækni & tölvur - inn í nýja öld heitir sýning Samtaka tölvusala sem sett verð- ur í Laugardalshöll í kvöld. Að sögn Brynjars Ragnarssonar eru tölvusalar að bregðast við upplýsingabyltingu síð- ustu fimm ára. í KVÖLD verður sett í Laugardals- höll sýningin Tækni & tölvur - inn í nýja öld, sem samtök tölvuseljenda standa fyrir, en samtökin skipa ACO, Apple-umboðið, EJS/Einar J. Skúla- son, Heimilistæki, Nýheiji, Tæknival og Örtölvutækni. Sýningin er stærsta tölvusýning sem haldin hefur verið hér hingað til Ráðgjafí sýningarhaldara er Brynj- ar Ragnarsson hjá Brynjar hönnun ráðgjöf. Hann segir að langt sé um liðið síðan haldin hafí verið yfirgrips- mikil tölvusýning hér á landi, síðast í Þjóðarbókhlöðunni fyrir ca. 5-7 árum. „Síðan þá er skollin á upplýs- ingabylting um heim allan,“ segir Brynjar, „með þvílíkum tilþrifum að nú er svo komið að tölvan er farin að gegna sífellt veigameira hlutverki í öllum starfsgreinum, á heimilum og á öllum stigum skólakerfisins. Forráðamönnum STS þykir því tímabært að bjóða fslensku þjóðinni á yfirgripsmikla tækni- og tölvusýn- ingu, nú þegar hlutir eins og alnetið, margmiðlun, sýndarveruleiki og víð- tæk upplýsingakerfi fyrir iðnað, versl- anir, skrifstofur og sjávarútveg eru að verða svo stór þáttur í daglegu lífi almennings. Það er ljóst að þörf fyrir sýningu af þessu tagi hefur verið fyrir hendi og sýningin mun bera sig vel. Strax í upphafi var hugmynd stjórnar STS að veija ágóða hennar í sérstakt draumaverkefni félagsins sem er lög- verndun hugbúnaðar á íslandi." Hátækni inn í nýja öld Brynjar segir að þema sýningarinn- ar sé sú hátækni sem muni fylgja okkur inn í nýja öld. „Sýningin mun ganga út á allt það nýjasta og áhugaverðasta í tölvuheim- inum s.s. tölvur, hugbúnað, upplýs- ingakerfi, alnet, tölvupóst, margmiðl- un, sýndarveruleika, CD-ROM, fræðsluefni, gagnvirka leiki, og fjöl- margt fleira á öllum mögulegum svið- um. Hún er hugsuð fyrir fyrirtæki, ijölskyldur og námsfólk á frama- braut. Sérstök áhersla verður lögð á fyrirtækin á föstudeginum með sér- stökum boðsmiðum frá sýnendum. Hátækni er undirstaða fyrirtækja framtíðarinnar," segir Brynjar. „Laugardagurinn og sunnudagur- inn verður hins vegar undirlagðir við- burðum við allra hæfi og áhersla lögð á fjölbreytta sýningu fyrir börn, ungl- inga og fullorðna á öllum aldri. And- dyri Laugardalshallarinnar verður sérstaklega hugsað fyrir börn og unglinga þar sem sýnendur munu bjóða upp á sérstök svæði fyrir gagn- virka leiki, fræðsluefni o.fl. tengt margmiðlun, skemmtun hverskonar og viðburði því tengdu.“ Sjö mánaða undirbúningnr Brynjar segir undirbúningur að sýningunni hafi hafist í mars síðast- liðnum og því staðið í sjö mánuði. „Væntingar voru strax miklar og því ákveðið að ganga hreint til verks, panta Höllina og byija að fullu undir- búning og kynningu fyrir væntanleg- um sýnendum. Allt hefur gengið að óskum; sýnendur eru 75 á 14.000 fermetrum, í í anddyri, aðalsal og í nýju viðbyggingunni. Hátt í 50 manns hafa stafað við að koma sýningunni á legg og munu starfa við hana á meðan hún er opin og líklega eru um 600 manns á vegum sýnenda við undirbúning og uppsetningu. Starfs- fólk sýnenda á sýningunni sjálfri verða um 240 og á vegum sýningar- stjórnar um 20.“ Hátíðaropnun í dag Davíð Oddsson forsætisráðherra opn- ar sýninguna formlega með ávarpi kl 16 í dag og sérstakri tölvutengdri athöfn. Sýningin verður síðan opin almenningi föstudag, laugardag og sunnudag, frá kl. 10.00 til kl. 18.00. BARATTAN UM VÖLDIN EINKATÖLVA væri ekki til mikils nýt ef ekki kæmi til stýrikerfið; hugbúnaður sem stýrir tölvunni, tekur við boðum og beiðnum frá öðrum forritum og kemur til skila, skammtar minni og vinnslurými og gætir þess að eitt forrit sé ekki að kássast upp á annað. Slík kerfi hafa verið legíó í sögu einkatölv- unnar og þó eitt hafi náð yfirgnæf- andi yfirburðum er fjarri lagi að valdabaráttunni sé lokið; hún er harðari nú en nokkru sinni og fer harðnandi. Allt byijaði með DOS Þegar fyrsta einkatölvan kom á markað frá IBM studdist hún við stýrikerfi sem hét einfaldlega Disc Operating System, en var skamm- stafað DOS. DOS varð ekki endi- lega fyrir valinu vegna þess að það væri það besta sem til var á mark- aðnum, á þeim tíma voru til ýmis fullkomnari stýrikerfi fyrir smát- ölvur, þar á meðal CP/M, en sagan segir að þegar stjórar IBM vildu ræða við hönnuð þess vegna einka- tölvunnar nýju kaus hann frekar að fara í veiðitúr. Þeir sneru sér þá til Bill Gates og fyrirtækis hans og Pauls Allens, Microsoft, og fýrir vikið varð Bill Gates á endanum ríkasti maður Bandaríkjanna. Frá upphafi var DOS takmarkað um margt, og eftir því sem tölvur urðu öflugri og notendur gerðu meiri kröfur urðu gallar stýrikerfis- ins æ meiri fjötur um fót. Meðal annars til að svara þeim galla setti Microsoft á markað Windows, en líka til að svara samkeppni frá Apple, sem bauð upp á stýrikerfi á Macintosh-tölvum sínum sem var og er um margt fyrirmynd annarra stýrikerfa í myndrænum og auð- skildum notendaskilum. Segja má að Microsoft hafi slegið Apple endanlega út af laginu þegar Windows 3.0 kom á markað. Þó það hafi verið gallað í mörgu var það gríðarlegt skref í átt að myndræn- um notendaskilum og mörgum fannst sem þeit' hefðu himinn hönd- um tekið. Um þetta leyti voru IBM og Microsoft í samstarfi um hönnun á nýju stýrikerfi sem átti að færa IBM aftur völdin á tölvumarkaðn- um; fullkomið 32 bita fjölvinnslustý- rikerfi sem gerði líka kleift að keyra öll gömul forrit. Ur því samstarfi slitnaði, meðal annars vegna deildra meininga um uppbyggingu kerfisins, hvort það ætti að vera framhald á Windows eða eitthvað nýtt. IBM fékk í hend- urnar það sem þegar hafði verið gert, en Microsoft hélt áfram þá braut sem það hafði markað með Windows 3.0. IBM setti síðan á markað OS/2, sem heiti þess átti meðal annars að vísa til PS/2 tölvul- ínu fyrirtækisins, sem byggði á því sem fyrirtækin höfðu unnið í sam- einingu og hefur þróað það enn frek- ar. Microsoft setti á markað Windows NT, sem einnig sótti í samstarf fyrirtækisins og IBM, og síðar Windows 95, sem er framhald Windows 3.x línunnar. Apple hefur farið halloka í þessum slag, meðal annars tapað markaðshlutdeild síð- ustu ár, en hyggst svara fyrir sig með því að selja stýrikerfið eitt sér, þannig að í framtíðinni getur not- andi keypt þá vél sem honum finnst henta best og síðan valið sér hvaða stýrikerfi sem er. Leiða má sterk rök fyrir því að OS/2 frá IBM og Kerfi 7 frá Apple séu um margt betri og traustari stýrikerfi en Windows 95, en mark- aðurinn hefur þegar greitt atkvæði sitt; markaðshlutdeild OS/2 og Kerfis 7 er áþekk, 8—9% af einka- tölvumarkaðnum, en Windows 3.x er með um 60% markaðarins á sínu bandi, og nánast allir þeir eiga eftir að skipta yfir í Windows 95 ef að líkum lætur. Kynnt með húllumhæi Windows 95 var kynnt með meiri hamagangi en dæmi eru um með hugbúnað fyrir skemmstu og sala á stýrikerfinu hefur gengið að óskum; fyrir stuttu var búið að selja yfir milljón pakka af Windows 95, og spáð að salan eigi eftir að fara vel yfir þijár milljónir fyrir áramót. Windows 95 er í grundvallarat- riðum frábrugðið Windows 3.1 og 3.11 sem margir þekkja. Sá munur sem mestu máli skiptir fyrir öiyggi og áreiðanleika stýrikerfísins er að það tekur völdin í tölvunni þegar það er ræst, en fyrri útgáfur á Windows voru ræstar eftir að búið var að ræsa upp á tölvunni DOS. DOS stýrikerfi er þó ekki langt undan, því ýmislegt því tengt fylgir til að tryggja að unnt sé að keyra eldri forrit. Helsta nöldur vegna Windows 95 hefur reyndar verið vegna þessa, vegna þess að Windows 95 er ekki hreint 32 bita stýrikerfi, heldur eru hluta þess 16 bita. Þrátt fyrir það á forritið að vera traustara en eldri útgáfur Windows og hefur reyndar komið fram í prófunum að svo sé. Ymislegt annað gerir Windows 95 fysilegan kost, þó ekki sé það eins fullkomið og margur vonaðist eftir. Einn helsti höfuðverkur PC tölvu- notenda hefur verið að bæta við jaðartækjum, þ.e. að setja í tölvuna hljóðkort, mótaid, leikjakort eða geisladrif svo dæmi séu tekin. Með- al helstu kosta Windows 95 er nýr Sýnendur í Laugardalshöll 29. september til 1. október 1995 Örygglsgangur aö brunaslöngu EXIT Skrlfstofugangur SKÝRR Landsbanki Rafiðnaðar- íslenska islensk islands skólinn menntanetið forritaþróun 106 105 103 102 101 Strengur / Hemra Effemm 957 Morgunblaðiö 100 99 98 56 L.U.K.R. 158 Fjölform | eo NAT llq r :él u Kerfis- gerðln ___54 11 IX Prentsmiðjan Póstur Oddi og sími 62 61 Apple-umboðið 95 rlFutækni- ig Islands Tölvu- miðstöð Sparí- sjóðanna 96 V 50 NAT Símvirkinjn -Simtæki 45 Hugvaki 44 Náms- gagna- stofnun x ui 42 VlS/ Tölvur 74 75 Nútíma samskipti 64 73 Ráðhug- Mlðlui búnaður Handt ækur 65 72 Hans Huglis Nauðs t yn ACO Petersen Sigurt ieir 66 71 Vinnu- eftirlit FACO ríkisins 68 70 Hugvirki Qlan 92 T.B. Tæknibúnaður 91 90 89 87 86 Marg- miðlun Tölvuskóli Reykjavikur Rauði dregillinn T.O.K. Lindin Búnaðarbankinn Örtölvutækni B.T.Tölvur 88 3 E CO </> fslandsbanki Heimilistæki 76 77 78 a. §> 79 80 85 Miðlun/ Gula-línan Hugbúnaður Nýherji 34 40 38 36 Reuter Tölvu- myndir Skíma EXIT A* a ■o -» & \ 33 32 30 29 28 Radíóstofan Hugur Bóksala stúdenta Opin kerfi / Skyggnir / Strengur VISA Island Leikjabás í boöi sýnenda Leikjabás íboði sýnenda Upplýsingar Framtiðar sýn Þekking r S ecuricode 3 Securitas island Anddyri -t- staðall. Plug and Play, eða PnP, sem á eflaust eftir að verða ráðandi í tölvuheiminum í ljósi yfirburða markaðsstöðu Microsoft. Plug and Play þýðir að Windows 95 grand- skoðar tölvuna og þegar síðan tengja á nýtt jaðartæki sér stýri- kerfið um það að • mestu hjálp- arlaust. Þessu hefur verið hagan- lega komið fyrir í Apple, sem gat haldið skikki á slíku í ljósi þess að það var eina fyrirtækið sem fram- leiddi Macintosh-tölvur og hefur verið öfundarefni margra PC manna í gegnum tíðina. Annað sem telst til bóta, þó ekki sé það komið nema hálfa leið í raun, en að nú má kalla skjöl eins löngum nöfnum og hvern og einn lystir, en forðum varð að hafa þann hátt á að velja átta stafa heiti með þriggja stafa viðskeyti og mátti ekki nota íslensk tákn. Þannig má skrifa „Grein um stýrikerfi fyrir tölvublað" en ekki grnsttbl.doc, eins og forðum. Þetta er þó ekki komið nema hálfa leið, eins og getið er, því vegna kröfunnar um að hægt sé að nota eldri forrit þá heitir skjalið lengra nafninu í Windows 95, en önnur stýrikerfi og eldri gerðir forrita sjá DOS-heiti. Þetta telja sumir sem um hafa fjallað mikinn galla, en aðrir léttvægt smámál. Fjölmargt ann- að er til þæginda- auka sem fengið er meðal annars frá Kerfi 7, til að mynda má nú sjá skjöl á skjáborðinu og um leið hvaða forrit vistaði þau hægt er að hafa diskadrifin sem táknmyndir á skjáborðinu, rusla- fata er kominn á skjáinn sem hægt er að draga skjöl í og svo mætti lengi telja. Allar líkur verður að telja á því að flestir skipti úr Windows 3.x yfír í Windows 95, sérstaklega þegar 32 bita forrit fara að streyma á markaðinn, því þá fyrst fer Windows 95 að stinga eldri gerðir af. 32 bita forrit eru hraðvirkari, og stöðugri í vinnslu og hægðarleikur að keyra mörg slík í einu, því hvert fær sitt sérstaka rými í minninu. Vandinn með 16 bita forritin er aftur á móti að þau eru keyrð í sama rými, sem gerir að verkum að þau geta rekist á og jafnvel dregið alla tölvuna með sér svo það verður að endur- ræsa hana. Fullkomið 32 bita stýrikerfi OS/2 var eins og áður segir upp- haflega samvinnuverkefni Micro- soft og IBM, en á endanum tók IBM það að sér og þróaði áfram. Ekki hefur gengið of vel að vinna því sess þó það sé að mörgu leyti það stýrikerfí sem menn eru enn að bíða eftir að Microsoft sendi frá sér. Ólíkt Windows 95 er OS/2 fullkomið 32 bita stýrikerfi, sem þýðir að það er stöðugra í - flestu tilfellum en Windows 95, og ræð- ur við fullkomna fjöl- vinnslu, þ.e. að keyra mörg forrit í einu án þess að þau séu að taka vinnslutíma hvort frá öðru. Þar sem OS/2 byggir á sömu grunnhugmynd og Windows að mörgu leyti er það fullfært um að keyra Windows og DOS hugbúnað. Windows-hugbúnað keyrir OS/2 álíka eða hægar en Windows sjálft, en DOS keyrir OS/2 aftur á móti hraðar og markvissar en DOS sjálft, og auglýsingavígorð IBM, betra DOS en DOS, á fullkomlega við í þessu tilfelli. IBM er enn að þróa OS/2 og þannig kom á mark- að fyrir nokkru OS/2 Warp, sem er mjög endurbætt útgáfa, og síðan Warp Connect, sem gefur mögu- leika á öllum hugsanlegum net- tengingum. Ekki skiptir minna máli að OS/2 gerir minni kröfur til minnis og afls en Windows 95. Þannig gerir Warp ekki kröfu til meira minnis en 4 Mb, en þó Mic- rosoft haldi því fram að Windows 95 megi hæglega keyra með 4 Mb af minni þá er raunhæfara að tala um 8 Mb lágmark. Eins og getið er í upphafi hefur Microsoft þegar sigrað í stýrkerfa- slagnum; nánast allar tölvur sem seldar hafa verið hér á landi undan- farin ár hafa verið með DOS og síðustu árin Windows líka. Eftir nokkra mánuði verða nánast allar tölvu sem seljast með Windows 95. Það er gríðarlegt skref fram á við fyrir þá sem setið hafa uppi með DOS og Windows 3.x fram til þessa, en eflaust eiga margir eftir að reyna fyrir sér með OS/2 og sjá líkast til ekki eftir því. Nýtt Kerfi fyrir Macintosh Einn helsti kosturinn við Windows 95 er að það tekur mikið frá Macintosh stýrikeríinu, sem yfirleitt er kallað Sy- stem, eða Kerfi, numen. aftan við sem segir til um út- gáfuna. Kerfi 7.5, sem er einna algengast í Macint- osh-tölvum í dag, er fullkomið 32 bita stýrikerfí, eins og OS/2 og þó Apple hafí farið halloka í slagn- um við Microsoft og PC samhæfð- ar tölvur, er það enn í fullu fjöri, hefur lækkað verulega verð á tölv- um, leyfir nú öðrum að framleiða Macintosh samhæfðar tölvur, og undirbýr nýja útgáfu á stýrikerf- inu fyrir Macintosh, Kerfi 8, sem felur í sér ýmsar eftirtektarverðar nýjungar. Kerfi 8 er væntanlegt um mitt ár 1996 og eru breytingarnar á því allmiklar, meðal annars verða grundvallarbreytingar gerðar á arkitektúr stýrikerfisins til að gera það öruggara og bæta vinnslu tölv- unnar töluvert. Að sögn Apple-manna munu af- köst tölva sem nota Pow- erPC-örgjörvann batna til muna þar sem 95% af hinu nýja stýri- kerfi munu full- nýta PowerPC- örgjörvann. Gjörbreytt útlit Sú breyting sem notendur munu taka fyrst eftir er að útlit kerf- isins er gjör- breýtt. Reyndar verður ekki hægt að tala um eitthvað eitt „Makkaumhverfi“ því notandinn getur valið milli margra. Sérhver notandi á þannig að geta valið sér v' -íiuumhverfi. Ef margir nota sömu tölvuna er auðvelt að skipta á milli t.d. þess umhverfis sem hentar frekar bömum og þess sem hentar fullorðnum. Kerfið mun spyija sérhvern not- anda ýmissa spurninga í fyrsta skipti sem hann notar kerfið og komast þannig að því hve langt á tölvubrautinni hann er kominn og stilla kerfisumhverfið eftir því. I hvert sinn sem tölvan er ræst spyr tölvan notandann að því hver hann sé og setur síðan upp stillingar notandans og skilar honum inn í kerfið þar sem hann hætti að vinna síðast, þó ekki alla leið inn í forritið sem seinast var unnið í. Kerfi fyrir aðrar tölvur líka Kerfi 8 er einnig hannað með það í huga að það sé keyrt á tölvum frá fieiri framleiðendum en Appie, en slíkar tölvur eru þegar farnar að berast á markað. Flestum finnst það eflaust til bóta að í nýja kerfinu er mun auð- veldara að meðhöndla tölvuna ef hún frýs. Ekki þarf lengur að ræsa upp allar viðbætur þótt vélin frjósi, heldur eingöngu þann hluta sem fraus. Rekstur viðbóta er reyndar ein helsta orsök fyrir því að Macint- osh-tölva frýs, því hinar ýmsu við- bætur eru skrifaðar af mörgum mismunandi hugbúnaðarframleið- endum. í dag þurfa hugbúnaðar- framleiðendur ekki að láta viðbæt- urnar uppfylla neina staðla, geta teygt og togað kerfið að vild. Marg- ar viðbætur geta af þessum orsök- um leitt til togstreitu milli viðbóta. Frá og með kerfi 8 er þetta úr sög- unni, því hugbúnaðarframleiðendur verða þá að nota hugbúnað að náfni „PatchManager“ til að skrifa við- bætur og á notkun hans að koma í veg fyrir viðbótaárekstra. í Kerfí 8 þarf notandinn ekki að bíða eins lengi eftir tölvunni og í dag því S senn verður hægt að afrita margar skrár, tæma rusl- ið og ræsa hugbúnað. Not- andinn mun einnig finna mun á hversu miklu sneggri tölvan verður að svara öllum innslætti frá hnappaborðinu og músinni þó svo að einhver vinnsla sé í bak- grunni. Kerfið 7.x getur ekki unnið með meira en 4GB diskrými í einu. Það er mikið fyrir ritvinnslu, en lítið fyrir kvikmynda- og hljóðvinnslu. Nýja kerfíð getur aftur á móti unn- ið með meira en 256 þúsund GB. Endurbætt sýndarminni Kerfi 8 býður upp á verulega endurbætt og hraðvirkt sýndar- minni sem alltaf er virkt og fyrir vikið er unnt að keyra fulla útgáfu af Kerfí 8 með öllum viðbótum og ræsa eins mörg forrit og þörf krefur þó ekki sé nema 8 Mb minni í tölv- unni, þó vinnsla tölvunnar verði vit- anlega hægari eftir því sem forritin verða fleiri. QuickDraw Gx og QuickDraw 3D eru hlutar af Kerfí 8 sem þýðir að allir prentreklar verða að vera GX- prentreklar og letur sem ekki er af GX Type 1 gerð er ekki hægt að nota undir Kerfi 8. Apple ætlar að mæta þessu með því að láta GX prentrekil fylgja kerfinu, en hann notar PDD-skrár og LaserWriter 8.x prentreklana, þannig að notend- ur eiga ekki að þurfa að óttast að lenda í vandamálum með prentara sína. Miklar líkur eru á að kerfí 8 verði eingöngu gert fyrir Power Macint- osh tölvur, reyndar hefur Apple ekki enn tekið ákvörðun um hvort kerfi 8 komi út fyrir 68040-örgjör- vann. það ætti að vera mögulegt að færa þær útlitsbreytingar sem verða með Kerfi 8 yfir á fyrri kerfi, en aftur á móti er ljóst að það yrði mjög dýrt fyrir Apple að láta um skrifa Kerfi 8 svo að það gangi á 68040-örgjörva og því harla ólíklegt að svo verði. Windows 95 hefur vinninginn Windows 95 hefur vinninginn þó ekki sé það vegna tæknilegra yfir- burða. Stríðinu er þó fráleitt lokið. því útgáfa af OS/2 fyrir RISC ör- gjörva á eftir að keppa við væntan- lega útgáfu á Kerfí 8 og þar verður Windows 95 fjarri góðu gamni, því það er hannað fyrir x86 örgjörva og getur því ekki unnið á RISC. Ekki má svo gleyma samstarfí IBM, Apple og fleiri að nýju stýri- kerfí sem fyrirtækin ætla að kynna á næstu árum og heitir Pink, en þeir sem til þekkja segja það bylting- arkennt að öllu leyti. Það verður þó að telja óliklegt að Microsoft hafí sagt sitt síðasta orð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.