Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 E 19
IB.".SMBFBETTIB
•Leiðir til að læsa tölvufærsl-
um eru mikið í umræðu um
þessar mundir, enda skiptir
slíkt miklu máli vegna verslun-
ar á alnetinu. Fyrir átján árum
lýstu þrír tölvufræðingar, sem
störfuðu við að finna upp hug-
búnaðarlás fyrir tölvusam-
skipti, því yfir að þeir væru
búnir að finna óskeikula leið
til að læsa tölvugögnum og
skoruðu á aðra tölvufræðinga
að reyna að brjóta upp setn-
ingu sem þeir höfðu læst.
Tölvufræðingur við rannsókn-
amiðstöð Bell símafyrirtækis-
ins, Aijen K. Lenstra, tók
áskoruninni 1993 og í maí 1994
tilkynnti hann að honum hefði
tekist að lesa úr RSA-129, sem
svo var kölluð eftir heiti fyrir-
tækis upphafsmannanna og
þess að lykillinn að gátunni
var 129 tákna. RSA neyddist
til að greiða fyrir 100 dala
verðlaunin sem lofað hafði
veri hverjum þeim sem tækist
að leysa gátuna.
Til að leysa þrautina hafði
Lenstra myndað eins konar
ofurtölvu á alnetinu, fengið til
liðs við sig um 600 aðstoðar-
menn og látið 1.600 tölvur
vinna verkið, en hver tölva
reiknaði hluta verkefnisins.
Þó tekist hafi að brjóta upp
þetta fullkomna læsingu á
texta, segja tölvuspekingar að
ekki sé ástæða til að óttast því
önnur slíka átta mánaða/1.600
tölvu atlaga færi ekki fram
hjá neinum og að auki er 126
tákna læsing löngu úrelt; í dag
nota menn 516 til 1024 tákna
Iæsingu. Til að bijóta upp 1024
tákna læsingu þyrfti 3x10"
MlPS-ár, en MIPS er skamm-
stöfun fyrir milljón aðgerðir á
sekúndu.
SKJÁVARPI frá Sharp.
Skjávarpar
og -plötur
til Há-
skólans
FYRIR skemmstu var gerður samn-
ingur á milli Háskóla íslands og
Skrifbæjar um kaup Háskólans á
skjávörpum og skjáplötum frá
Sharp til að nota við kennslu í
ýmsum deildum háskólans að und-
angengnu útboði hjá Ríkiskaupum.
Um er að ræða búnað sem gerir
notandanum kleift að tengja tölvu
og myndbandstæki við skjávarp-
ana/skjáplöturnar sem síðan varpa
myndinni á tjald.
Búnaðurinn verður settur upp nú
á haustönn og fyrir vikið verða
glærur óþarfar í Háskólanum og
framsetning öll faglegri. Skjávarp-
arnir, sem eru með innbyggðan ljós-
gjafa, standa ýmist á borði eða eru
hengdir í loft og geta verið állt að
sautján metra frá tjaldinu. Stærð
myndarinnar getur verið allt að
hálfur áttundi metri hom í horn.
Skjáplöturnar eru notaðar með
hefðbundnum myndvörpum, en líkt
og með skjávarpann má jafnt tengja
þær myndbandstæki eða tölvu.
Allar PC samhæfðar tölvur má
tengja búnaðinum og Macintosh
tölvum, aukinheldur öll helstu
myndbandakerfi, PAL, SECAM og
NTSC. Einnig má tengja búnaðinn
hljóðkerfi, en annars er innbyggður
magnari og hátalarar.
FRÁ Töframyndum Hans Petersen í Kringlunni.
Tölvuunnar
myndir
FRAMFARIR í grafíkvinnslu í
tölvum eru gríðarlegar og nýt-
ast ekki bara þeim sem vinna
á tölvur, því nýjasta tækni í
meðferð ljósmynda hentar vel
ef gera á við mynd eða lag-
færa. Hans Petersen hefur
komið sér upp tækjabúnaði til
að þjónusta viðskiptavini sína
betur, hvort sem um er að
ræða áhugaljósmyndara eða
atvinnumenn, og kynnir um
þessar mundir tækni sem gerir
kleift að koma tölvumyndum
yfir á Ijósmyndafilmu, sem síð-
an er hægt að nota eins og
hveija aðra filmu.
Meðal þess sem Hans Peter-
sen býður viðskiptavinum er
að breyta ljósmyndum í tölvu,
til að mynda skipta um ba-
grunn, eða bæta úr skák ef
eitthvað hefur farið úrskeiðis
í myndatökunni, prenta tölvu-
gögn á pappír eða glærur,
færa upplýsingar og/eða
myndir á CD-ROM diska, koma
filmum yfir í tölvutækt form
og fleira mætti nefna.
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WIND0WS
FRÁBÆR ÞJÓNUSTA
gn KERFISÞRÓUN HF.
Fákaleni 11 - Sími 568 8055
Hátúnl 6 A, sími 561-4040, fax 561-4005
SÍNWIRKINN
'i, Símtctfq h.f.
kynnir...
SINWIRKINN
Simtetíq. hf
Nitsuko Venus
Ný fullkomlega ISDN
samhæfð símstöð
- óendanlegir möguleikar.
Plantromics
höfuðheyrnartól
• Létt og meðfærileg
• Ótrúlegur tímasparnaður
• Engin vöðvabólga
Hymax símkerfið
- fyrir stærri og smærri fyrirtæki
• Langlínulæsingar
• Hringiflutningur
• Skilaboðakerfi
• Kallkerfi
• o.fl. o.fl.
í tilefni sýningarinnar
í Laugardagshöll;
AT&T 3242 CSM
á frábæru tilboðsverði
kr. 39.900
* í bás nr. 50
• Þyngd 270 g.
• Símaskrá 60 númer
• Rafhlaða: 18 klst. í biðstöðu