Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 6
6 E FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ævintýra- landid mikla Veraldarvefurinn er sú hlið alnetsins sem mesta athygli vekur. Qlan hf. er búin að koma þar fyrir vefgrunni með fræðsluefni um Reykjavík. sér aðstæður í Reykjavík áður en hann leggur af stað. Hann vill sjá myndir af mannlífí og áhugaverðum stöðum og byggingum; hann vill kanna gistimöguleika, skoða sig um á hótelum, gistiheimilum, kynna sér verðlag og jafnvel senda fyrirspurn- ir eða bóka herbergi. Hann vill kynna sér menningarlíf borgarinn- ar, söfn, gallerí, leikhús og tónleika á meðan á dvöl hans stendur. Hvem- ig er veitingahúsaflóran í Reykjavík? Er indverskur veitingastaður þama? Hvernig er næturlífið? Hann vill geta skipulagt útsýnisferð í næsta nágrenni, jafnvel leigt sér bíl og skroppið í veiði. Svo em auðvitað ferðaskrifstofur í Reykjavík sem sérhæfa sig í að taka á móti erlend- um ferðamönnum og liðsinna þeim - hann kemst í beint samband við þær. Hann er Rotary-félagi og vill komast á fund í Reykjavík. Býður hótelið uppá alnettengingu svo hann geti fylgst með framvindu mála heima á skrifstofunni gegnum fist- ölvuna sína og unnið svolítið ef með þarf? Ef ekki, hvar er þá alnetssam- band í Reykjavík? Allsherjar leiksvið Það er nákvæmlega þetta sem við emm að fást við - smíða eitt allsheijar leiksvið á alnetinu sem heitir „This is Reykjavík" og svarar öllum spurningum ferðamannsins. Þetta getur líka verið viðskiptalegs eðlis. Maðurinn vill komast í sam- band við fyrirtæki í sams konar „bransa“ og hann er sjálfur í og sendir fyrirspurnir á undan sér og bókar fund. Svona er lengi hægt að haida áfram, en hér hefur verið dregin upp mynd af dæmigerðri notkun alnetsins. Við hefðum allt eins getað fylgt eftir þýskum hjón- um sem dreymir um hestaferð yfir Kjöl. Á „This is Iceland", sem Qlan er með í smíðum, geta þau fengið skýra og lifandi leiðarlýsingu á al- netinu með innskotum í sögu úti- legumanna á fjöllum, upplifað stemmninguna á kvöldvöku í smala- mannaskála gegnum vídeó/hljóðbút o.s.frv. Þetta er alnetið í mínum huga. Ævintýralandið mikla, upplýsinga- brunnur og sameign mannkyns. Hér eigum við íslendingar að reisa okkur áberandi'turn sem rís uppúr og sést víða að. Innrétta hann skipulega og skemmtilega. Hann þarf að vera heillandi fyrir augað og bjóða uppá gagnvirka þátttöku gesta. Við verðum að vera höfðing- legir gestgjafar á Netinu eins og annars staðar, vera stolt af landi og þjóð. Alnetið er alveg ný vídd í fjölmiðl- un. Ef við náum réttum tökum á þessum fjölmiðli, opnast okkur tækifæri sem aldrei fyrr. Ótal tæki- færi sem geta hleypt nýju lífi í efna- hagslíf okkar og velferð. Rödd okk- ar heyrist jafnvel og rödd milljóna- þjóða á alnetinu. Hér höfum við sömu möguleika og aðrir. Við verð- um að nýta okkur þá,“ segir Tómas að lokum. Slóð This is Reykjavik er: ,, http://qlan.is/reykjavik EINN af óteljandi möguleikum veraldar- vefsins er land- og ferðakynning og úti í heimi hafa ýmsir reynt fyrir sér með að koma upp vefgrunni með fræðsluefni. Hér á landi hefur Qlan - Internet auglýsinga- stofu þróað þessa hug- mynd og útfært og er búin að opna vefgrunr þar sem fræðast má um Reykjavík og hvac þar sé á seyði. Forsvarsmaður Qlunnar um þetta mál er Tómas Jónsson grafískur hönnuður. Hann segist snemma hafa heillast af tölvutækn- inni og sókn Qlunnar sé ekki nema rökrétt framhald. Endurfæddist í þessum skemmtilega hönnunarheimi Tölvubyltingin hefur óvíða haft eins mikil og afgerandi áhrif og í grafískri hönnun, og Tómas segist hafa heyrt af þeirri þróun á sínum tíma án þess að renna í grun hvern- ig þetta myndi snerta hann. „Ég fékk mér síðan tölvu og fór að vinna í frábærum teikni- og myndvinnslu- forritum og þvílík upp- lifun! Ég hreinlega end- urfæddist í þessum skemmtilega hönnunar- heimi. Tölvan reyndist nýtt verkfæri sem ruddi út af borðinu hefð- bundnum og stöðnuðum vinnuaðferðum. Fjöl- breytnin, nákvæmnin, hraðinn og möguleik- arnir sem nú buðust heilluðu mig uppúr skónum." Hann segir að Guð- mundur Ragnar kunn- ingi hans hafi fyrstur bent honum á alnetið og lýst fjálglega. Tómas segist hafa tekið því með fyrirvara framan af en látið sannfærast og nú eru þeir Guðmundur samstarfs- menn á Qlunni - Intemet auglýs- ingastofu og búnir að setja upp vefgrunn sem kallast upp á ensku This is Reykjavík. Ferðamaður á leið til Reykjavíkur Tómas segir að þeir hafí reynt að setja sig í fótspor ferðamanns á leið til Reykjavíkur. „Hann er tengdur við Veraldarvefinn heima hjá sér eða í vinnunni og vill kynna 'l'ómas Jónsson # ■ „ m Ný þjónusta Postsog sttna Æ Innhringiaögangur að Háhraöaneti áhrabanet Margþætt þjónusta Pósts og síma er til sýnis á sýningunni TÆKNI & TÖLVUR inn í nýja öld sem opnar í dag, 28. september í Laugardalshöllinni. Vertu í sambandi! Gagnanet ,: v -> ahólf »■*** MSSa ««« 1 RteMlteteil ar»Ef M. 1 rmt | i isn 1 Í*H HOTELS CStyHótel Orand Hótel Reytapdk Hótel Leiftn EiOasari Hótel S»ea HótolBoie HðtelLind Soandte HotelEija HótelHolt Hótelóðinsvó ScaaiÉ Hotel Loftteair HótelHSfði Hótel Reykjavfk SjómannaheimfliS Ctídn Hótelbtsnd Geisladiskana inn á netið TÖLVUGEISLADISKAR, svo- nefndir CD-ROM diskar eru mik- ið þarfaþing, enda má geyma á þeim gríðarlegt magn upplýs- inga. Æ algengara verður að fyrirtæki kaupi sér geisladrif og tengi tölvuneti fyrirtækisins til þess að starfmenn hafi aðgang að ýmsum upplýsingum, til að mynda varahlutalistum, síma- skrám, alfræðibókum og ýmsum upplýsingum öðrum. Það kallar þó á flókinn og dýran vélbúnað og ýmisleg óþægindi. Fyrir skemmstu kynnti Stac fyrirtækið banda- ríska nýja lausn á þessum vanda, þ.e. að afrita geisladiskinn í heilu lagi inn á netið svo allir geti nálgast upplýsingarnar þar. Diskunum þjappað saman Eins og áður er getið kemst mikið magn upplýsinga fyrir á geisladisk, rúm 600 Mb, og fæst- ir geta séð af slíku plássi. Stac, sem frægt varð fyrir þjöppunar- forrit sín fyrir nokkrum árum, hefur þó séð við því með því að pakka sama upplýsingunum á disknum um allt að 1,8:1. Sér- stakur hugbúnaður er síðan keyrður upp í vélum notenda sem líkir eftir CD-ROM drifi. Þetta hefur í för með sér að margir notendur geta verið að nota sömu gögnin á mun meiri hraða en áður hefur þekkst, allt að 20 föld- um hraða, en geisladrif eru al- mennt seinvirk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.