Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 25

Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 25 Sannleikur- inn er sagna bestur Þjóðleikhúsið frumsýnir annað kvöld á Litla sviðinu leikritið Sannur karlmaður eftir þýska leikritaskáldið Tankred Dorst. Orri Páll Ormarsson fór á æfíngu og var leidd- ur í sannleikann um verkið - eða hvað? HVAÐ er satt og hvað er logið, er spurningin sem áhorfendum er látið eftir að svara að lokinni sýningu á leikritinu Sannur karlmaður eftir eitt ástsælasta leikritaskáld Þjóð- veija, Tankred Dorst. Má kaupa ást fyrir peninga og getur ástin breytt lygum í sannleik eða sannleika í lygar? „Hvernig getum við lifað? Öll leikrit mín spyrja þess,“ hefur Dorst sagt sjálfur. „Hvaða afl knýr okkur til dáða og glæpa, til sturlunar — hvaða myrka sveifla hugarfiugsins rekur okkur loks í stríð og endalok alls? Ekkert er öruggt og sannleik- ann, sem við leitum í lífi og skrif- um, er hvergi að finna.“ Sannur karlmaður er saga um ástir og örlög. Fernando Krapp er lífið holdi klætt: Ríkur, þróttmikill og ákveðinn — „hinn sanni karlmað- ur.“ Hann kvænist Júlíu, sem er falleg sem hugur himnaföður. Henni er hjónabandið þvert um geð í fyrstu en ástin lætur ekki að sér hæða. Engu að síður eru blikur á lofti og sannleikur, traust og af- brýðisemi eru ofarlega á baugi í æðisgengnu valdatafli elskendanna sem hlýtur að enda með uppgjöri. Gerir miklar kröfur María Kristjánsdóttir, leikstjóri, segir að Sannur karlmaður sé flók- ið verk. Dorst geri miklar kröfur til leikstjóra, leikenda og áhorfenda. „Grunnurinn í verkinu er þessi hríf- andi ástarsaga Femandos Krapp og Júlíu, en höfundurinn veltir að auki upp fjölmörgum spurningum um samskipti manna, einkum hvað varðar sannleikann: Getur sannleik- urinn minn komist til skila til ann- ars fólks og öfugt?" María segir að Sannur karlmaður eigi fullt erindi við íslendinga, en leikritið er byggt á smásögu sem spænski rithöfundurinn Miguel de Unamuno skrifaði á þriðja áratug aldarinnar. Sannarlega fjölþjóðlegt verk og segir María það við hæfi, enda séu viðfangsefni þess - ástin og sannleikurinn - fjölþjóðleg fyrir- bæri. „Við erum alltaf að glíma við ákveðnar lykilspurningar í lífinu og í þessu verki snýst lykilspurningin sennilega um það hvernig við getum lifað hvert með öðru.“ Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Fernandos Krapp. „Fortíð Fernandos er á huldu og það er eins og hann vilji gleyma æsku sinni," segir hann og vitnar í orð Fernandos í verkinu: „Ég er upp- runi ættar minnar“ og „ég er ég, það bjó enginn mig til.“ Ingvar segir að Fernando sé upptekinn af því að vera hann sjálfur og enginn ann- ar. „Hann er þar af leiðandi geysilega lok- aður og afneitar í sjálfu sér öllum tilfinningum. Tilfinningar eru, að hans mati, fyrir konur og veimiltítur." Stálin stinn Að sögn Ingvars leynir það sér þó ekki að Fernando hefur til- finningar. „Hann er ríkur og leitar því uppi fegurstu konu héraðs- ins. Þau gifta sig og hann fellur greinilega fyrir henni, þótt hann þori ekki að viðurkenna það. Júlía er ekki ein- ungis falleg, heldur einnig sterkur og sjálf- stæður karakter - hún hugsar. Það mætast því stálin stinn.“ Halldóra Björnsdótt- ir, sem leikur Júlíu, segir að henni. þyki skemmtilegt að brosa að lífinu og hinum hefðbundnu leiðum sem fólk velji. „Þrátt fyrir það lendir hún sjálf í hringiðunni, eftir að hún kynnist Fernando Krapp, þar sem hún er svo óheppin að verða ást- fangin af manninum sem hún ætlar ekki að verða ástfangin af.“ Halldóra segir að Júlía sé ævin- týrakona. „Hún hefur heitar óskir og þrár sem reynist erfitt að upp- fylla. Hún er líka dreymin og held- ur oft að lífíð sé eins og hún vill hafa það.“ Hilmar Jónsson leikur sálufélaga Júlíu, Juan, geðþekkan greifa sem má muna sinn fífil fegri. „Hann venur komur sínar á heimili herra og frú Krapp og hrífst af Júlíu,“ segir Hilmar. „Að hans mati er þessi greinda og fallega kona van- rækt af eiginmanni sínum. Honum finnst hún því eiga betra skilið." Hilmar segir að greifmn sé nokk- urskonar Don Juan - fágaður kvennamaður. „A ákveðnum punkti í verkinu er gefið í skyn að þau Júlía hafí farið yfir strikið hvað velsæmi varðar. Það verður til þess að Fernando Krapp grípur inn í atburðarásina." Morgunblaðið/Halldór GREIFINN (Hilmar Jónsson) hrífst af hinni íðilfögru Júlíu (Halldóra Björnsdóttir). FERNANDO Krapp (Ingvar E. Sigurðsson) ber ekki tilfinningar sinar á torg enda „sannur karlmaður". FAÐIR Júlíu (Rúrik Haraldsson) leggur mikla áherslu á að dóttir hans giftist efnuðum manni. Fjórði leikarinn í sýningunni er Rúrik Haraldsson, sem er í hlut- verki föður Júlíu. Þá bregða þeir Ingvar og Hilmar sér í gervi geð- lækna í einu atriði. Virkilega gaman María leikstjóri lýkur lofsorði á leikarana í leikritinu og segir að það hafi verið óvenju skemmtilegt að vinna með þeim. „Þetta er í fyrsta skipti sem mér hefur þótt virkilega gaman að vinna í íslensku leikhúsi. Stór orð en engu að síður sönn.“ Tankred Dorst fæddist í Þýska- landi fyrir réttum sjötíu árum eða um líkt leyti og smásaga Miguels de Unamuno, sem Sannur karlmað- ur byggist á, kom út. Fyrstu leikrit hans þóttu draga dám af „Comme- dia dell’arte", en síðar hefur hann skrifað heimildaleikrit sem einkenn- ast af þjóðfélagsgagnrýni. Má þar nefna Toller um skáldið róttæka Ernst Toller og Eiszeit um samband Knuts Hamsun við nasista. Verk Dorst hafa notið mikillar hylli í Þýskalandi og víðar, sérstak- lega á síðustu árum. Hafa þau ver- ið tíðir gestir á fjölum leikhúsa á Norðurlöndum, en Sannur karlmað- ur, sem er í hópi vinsælustu leikrita Dorst, er það fyrsta sem tekið er til sýninga hér á landi. Bjarni Jónsson þýddi verkið, Ás- mundur Karlsson sér um lýsingu og Helga Rún Pálsdóttir búninga. Leikmynd er eftir Óskar Jónasson og danshöfundur er Ástrós Gunn- arsdóttir. Sannur karlmaður verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins annað kvöld. (•PR, &steinar *PR Pípugeröinh/ Verksmiðja: Sævarhöfða 12 112 Reykjavík Sími: 587 2530 Fax: 587 4576 Dagana 5.-8. október gefst einstakt tækifæri á að kaupa hellur og steina á góðu verði. PR Pípugerðin tekur til og býður mikið úrval af umframframleiðslu og lítilsháttar gölluðum vorum. • Hellur af ýmsum stærðum og gerðum • Steinar í stéttar, innkeyrslur og hleðslur Vörurnar eru til sýnis og sölu á athafnasvæði PR Pípugerðarinnar við Sævarhöfða. Grípið tækifærið, komið, skoðið og gerið góð kaup á hellum og steinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.