Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR PIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 25 Sannleikur- inn er sagna bestur Þjóðleikhúsið frumsýnir annað kvöld á Litla sviðinu leikritið Sannur karlmaður eftir þýska leikritaskáldið Tankred Dorst. Orri Páll Ormarsson fór á æfíngu og var leidd- ur í sannleikann um verkið - eða hvað? HVAÐ er satt og hvað er logið, er spurningin sem áhorfendum er látið eftir að svara að lokinni sýningu á leikritinu Sannur karlmaður eftir eitt ástsælasta leikritaskáld Þjóð- veija, Tankred Dorst. Má kaupa ást fyrir peninga og getur ástin breytt lygum í sannleik eða sannleika í lygar? „Hvernig getum við lifað? Öll leikrit mín spyrja þess,“ hefur Dorst sagt sjálfur. „Hvaða afl knýr okkur til dáða og glæpa, til sturlunar — hvaða myrka sveifla hugarfiugsins rekur okkur loks í stríð og endalok alls? Ekkert er öruggt og sannleik- ann, sem við leitum í lífi og skrif- um, er hvergi að finna.“ Sannur karlmaður er saga um ástir og örlög. Fernando Krapp er lífið holdi klætt: Ríkur, þróttmikill og ákveðinn — „hinn sanni karlmað- ur.“ Hann kvænist Júlíu, sem er falleg sem hugur himnaföður. Henni er hjónabandið þvert um geð í fyrstu en ástin lætur ekki að sér hæða. Engu að síður eru blikur á lofti og sannleikur, traust og af- brýðisemi eru ofarlega á baugi í æðisgengnu valdatafli elskendanna sem hlýtur að enda með uppgjöri. Gerir miklar kröfur María Kristjánsdóttir, leikstjóri, segir að Sannur karlmaður sé flók- ið verk. Dorst geri miklar kröfur til leikstjóra, leikenda og áhorfenda. „Grunnurinn í verkinu er þessi hríf- andi ástarsaga Femandos Krapp og Júlíu, en höfundurinn veltir að auki upp fjölmörgum spurningum um samskipti manna, einkum hvað varðar sannleikann: Getur sannleik- urinn minn komist til skila til ann- ars fólks og öfugt?" María segir að Sannur karlmaður eigi fullt erindi við íslendinga, en leikritið er byggt á smásögu sem spænski rithöfundurinn Miguel de Unamuno skrifaði á þriðja áratug aldarinnar. Sannarlega fjölþjóðlegt verk og segir María það við hæfi, enda séu viðfangsefni þess - ástin og sannleikurinn - fjölþjóðleg fyrir- bæri. „Við erum alltaf að glíma við ákveðnar lykilspurningar í lífinu og í þessu verki snýst lykilspurningin sennilega um það hvernig við getum lifað hvert með öðru.“ Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Fernandos Krapp. „Fortíð Fernandos er á huldu og það er eins og hann vilji gleyma æsku sinni," segir hann og vitnar í orð Fernandos í verkinu: „Ég er upp- runi ættar minnar“ og „ég er ég, það bjó enginn mig til.“ Ingvar segir að Fernando sé upptekinn af því að vera hann sjálfur og enginn ann- ar. „Hann er þar af leiðandi geysilega lok- aður og afneitar í sjálfu sér öllum tilfinningum. Tilfinningar eru, að hans mati, fyrir konur og veimiltítur." Stálin stinn Að sögn Ingvars leynir það sér þó ekki að Fernando hefur til- finningar. „Hann er ríkur og leitar því uppi fegurstu konu héraðs- ins. Þau gifta sig og hann fellur greinilega fyrir henni, þótt hann þori ekki að viðurkenna það. Júlía er ekki ein- ungis falleg, heldur einnig sterkur og sjálf- stæður karakter - hún hugsar. Það mætast því stálin stinn.“ Halldóra Björnsdótt- ir, sem leikur Júlíu, segir að henni. þyki skemmtilegt að brosa að lífinu og hinum hefðbundnu leiðum sem fólk velji. „Þrátt fyrir það lendir hún sjálf í hringiðunni, eftir að hún kynnist Fernando Krapp, þar sem hún er svo óheppin að verða ást- fangin af manninum sem hún ætlar ekki að verða ástfangin af.“ Halldóra segir að Júlía sé ævin- týrakona. „Hún hefur heitar óskir og þrár sem reynist erfitt að upp- fylla. Hún er líka dreymin og held- ur oft að lífíð sé eins og hún vill hafa það.“ Hilmar Jónsson leikur sálufélaga Júlíu, Juan, geðþekkan greifa sem má muna sinn fífil fegri. „Hann venur komur sínar á heimili herra og frú Krapp og hrífst af Júlíu,“ segir Hilmar. „Að hans mati er þessi greinda og fallega kona van- rækt af eiginmanni sínum. Honum finnst hún því eiga betra skilið." Hilmar segir að greifmn sé nokk- urskonar Don Juan - fágaður kvennamaður. „A ákveðnum punkti í verkinu er gefið í skyn að þau Júlía hafí farið yfir strikið hvað velsæmi varðar. Það verður til þess að Fernando Krapp grípur inn í atburðarásina." Morgunblaðið/Halldór GREIFINN (Hilmar Jónsson) hrífst af hinni íðilfögru Júlíu (Halldóra Björnsdóttir). FERNANDO Krapp (Ingvar E. Sigurðsson) ber ekki tilfinningar sinar á torg enda „sannur karlmaður". FAÐIR Júlíu (Rúrik Haraldsson) leggur mikla áherslu á að dóttir hans giftist efnuðum manni. Fjórði leikarinn í sýningunni er Rúrik Haraldsson, sem er í hlut- verki föður Júlíu. Þá bregða þeir Ingvar og Hilmar sér í gervi geð- lækna í einu atriði. Virkilega gaman María leikstjóri lýkur lofsorði á leikarana í leikritinu og segir að það hafi verið óvenju skemmtilegt að vinna með þeim. „Þetta er í fyrsta skipti sem mér hefur þótt virkilega gaman að vinna í íslensku leikhúsi. Stór orð en engu að síður sönn.“ Tankred Dorst fæddist í Þýska- landi fyrir réttum sjötíu árum eða um líkt leyti og smásaga Miguels de Unamuno, sem Sannur karlmað- ur byggist á, kom út. Fyrstu leikrit hans þóttu draga dám af „Comme- dia dell’arte", en síðar hefur hann skrifað heimildaleikrit sem einkenn- ast af þjóðfélagsgagnrýni. Má þar nefna Toller um skáldið róttæka Ernst Toller og Eiszeit um samband Knuts Hamsun við nasista. Verk Dorst hafa notið mikillar hylli í Þýskalandi og víðar, sérstak- lega á síðustu árum. Hafa þau ver- ið tíðir gestir á fjölum leikhúsa á Norðurlöndum, en Sannur karlmað- ur, sem er í hópi vinsælustu leikrita Dorst, er það fyrsta sem tekið er til sýninga hér á landi. Bjarni Jónsson þýddi verkið, Ás- mundur Karlsson sér um lýsingu og Helga Rún Pálsdóttir búninga. Leikmynd er eftir Óskar Jónasson og danshöfundur er Ástrós Gunn- arsdóttir. Sannur karlmaður verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins annað kvöld. (•PR, &steinar *PR Pípugeröinh/ Verksmiðja: Sævarhöfða 12 112 Reykjavík Sími: 587 2530 Fax: 587 4576 Dagana 5.-8. október gefst einstakt tækifæri á að kaupa hellur og steina á góðu verði. PR Pípugerðin tekur til og býður mikið úrval af umframframleiðslu og lítilsháttar gölluðum vorum. • Hellur af ýmsum stærðum og gerðum • Steinar í stéttar, innkeyrslur og hleðslur Vörurnar eru til sýnis og sölu á athafnasvæði PR Pípugerðarinnar við Sævarhöfða. Grípið tækifærið, komið, skoðið og gerið góð kaup á hellum og steinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.