Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 2

Morgunblaðið - 12.10.1995, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 ._________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsfundur Alþýðubandalagsins hefst í dag Urslit í formanns- kjöri á föstudag TÓLFTI landsfundur Alþýðu- bandalagsins hefst kl. 17 í dag á Hótel Sögu með ræðu fráfarandi formanns Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Kl. 12 á hádegi á morgun rennur út frestur til að skila at- kvæðum í formannskjöri flokksins og hefst þá talning atkvæða. Til- kynna á úrslit í formannskjörinu kl. 19 annað kvöld. 350-400 flokksfélagar í Alþýðu- bandalaginu eiga seturétt á lands- fundinum og er það meiri fjöldi en nokkru sinni fyrr og stafar það af fjölgun flokksfélaga í aðdrag- anda formannskjörsins á undan- förnum mánuðum, en um 3.500 manns hafa rétt til að greiða at- kvæði um formann flokksins. Eng- inn hefur enn lýst yfir framboði til varaformanns en kosning vara- formanns, gjaldkera og ritara og kosning framkvæmdastjórnar fer fram eftir hádegi á laugardag. Kosið verður til miðstjórnar og ályktanir landsfundar afgreiddar á sunnudag. Á landsfundinum fer fram sér- stök umræða um fjóra málaflokka; atvinnu og lífskjör, framtíð vinstri hreyfingar, starfsemi sveitarfé- laga og ofbeldishneigð og vímu- efnavanda. Landsfundinum lýkur síðdegis á sunnudag. ■ Spenna/29 Kauptilboð í þrota- búSilfurlax BÚSTJÓRI þrotabús hafbeitar- stöðvarinnar Silfurlax í Hrauns- firði hefur fengið kauptilboð í búið frá ótilgreindum norskum aðilum, en Silfurlax var lýstur gjaldþrota í síðasta mánuði með heildarskuld- ir upp á 500 milljónir króna. Bústjórinn, Ásgeir Magnússon hdl., staðfesti í samtali við M vrg- unblaðið í gærkvöldi að tilboð væri komið inn á borð. Hann sagði ótímabært að greina frá því hvaða aðilar væru á ferðinni og ekki væri hægt að svo stöddu að segja til um gæði tilboðsins. „Þetta er búið að liggja í loft- inu. Þessir norsku aðilar hafa ver- ið hér á landi síðustu daga og skoðað gögn og búnað Silfurlax. Við höfum vonast eftir því að fá bitastætt tilboð frá þeim og nú munum við meta hvort að hér sé hagstætt tilboð á ferðinni," sagði Ásgeir. Þrír slasast í bílveltu FÓLKSBÍLL valt á Rangárvalla- vegi skammt frá gatnamótunum við hringveginn i gærmorgun og var ökumaður bílsins fluttur á slysadeild í Reykjavík vegna meiðsla sem hann hlaut á höfði. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli slösuðust tveir farþegar sem í bílnum voru minna, en þeir hlutu einhveijar skrámur. Talið er að ökumaður bílsins hafí misst stjórn á honum þegar hann lenti í lausamöl í kanti vegar- ins. Morgunblaðið/Silli „Leist ekkert á blikuna“ „ÉG HÉLT að þetta myndi allt gerast í rólegheitunum og þetta var því heilmikil lífsreynsla,“ segir Vigdís Sigvarðardóttir, sem fæddi fjórtán marka stúlku- barn í bíl á Tjörnesi aðfaranótt þriðjudagsins. Vigdís og eigin- maður hennar, Sigurður Tryggvason, búa á Lyngási í Kelduhverfi og óku þau afstað til Húsavíkur um nóttina. Á leið- inni komu þau við á næsta bæ, Hóli, þar sem Hrefna María Magnúsdóttir, fyrrum ljósmóðir og móðir Sigurðar, býr og slóst hún með í förina. Dóttirin litla beið þess hins vegar ekki að koma til Húsavíkur, heldur fædd- ist á miðju Tjörnesinu. Þær mæðgur dveljast nú á sjúkrahús- inu á Húsavík og heilsastbáðum ljómandi vel, að sögn Vigdísar. „Mér leist ekkert á blikuna í byijun þegar ég fór að gera mér grein fyrir að þetta ætlaði að gerast, en svo var bara ekki tími til að velta sér neitt upp úr því. Maður ákvað bara að takast á við þetta og þetta gekk allt mjög vel, en hún var fljót að koma í heiminn,“ sagði Vigdís. Miðstjórn Alþýðusambandsins ósátt við stefnu stjórnvalda Mótmælir fjárlagafrum- varpi og búvörusamningi MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands hefur sent frá sér ályktanir þar sem þeirri efnahagsstefnu sem ríkisstjórnin hefur sett fram í fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1996 er mótmælt, og harmað að sú víðtæka sátt sem náðist á árinu 1990 um stefnumörkun í landbúnaði skuli hafa verið rofín af stjórnvöldum og bænd- um. Miðstjórn ASÍ telur óhjákvæmilegt að líta á áherslumar í stefnu ríkis- stjórnarinnar sem hreina ögrun við launafólk og að stjórnvöld séu að efna til harðrar deilu um efnahags- stefnuna, kjörin og velferðarkerfíð. í ályktuninni segir að ekkert þeirra markmiða sem lögð hafí verið áhersla á í kjarasamningum ASÍ og lands- sambanda innan þess á undanfömum árum, sem forsendu fyrir því að sátt geti ríkt um efnahagsstefnuna, hafí verið haft að leiðarljósi við gerð fjár- lagafrumvarpsins. „Miðstjórn ASÍ telur því að stjórn- völd hafí með þeirri stefnumörkun sem í fmmvarpinu felst vikið alvar- lega frá fyrri yfirlýsingum um að- ferðir og aðgerðir til þess að nýta hinn meinta efnahagsbata til þess að efla hér atvinnustigið og að bæta kjör þeirra sem lakar em settir í þjóð- félaginu. Framferði stjómvalda hlýt- ur að framkalla hörð átök á vinnu- markaði og lýsir miðstjórn ASÍ fullri ábyrgð á framvindu mála á hendur ríkisstjórnar og Alþingis", segir orð- rétt í ályktuninni. Þátttöku ASÍ hafnað í ályktun miðstjómar ASÍ um búvörusamninginn segir m.a. að hann sé alfarið gerður af stjórnvöld- um og samtökum bænda og beri þessir aðilar því einir fulla ábyrgð á framkvæmd hans og afleiðingum. Þátttöku ASÍ í stefnumörkun í landbúnaði hafi verið hafnað og þannig hafi helstu forsendum verið kippt undan störfum fulltrúa ASÍ í verðlagsnefndum landbúnaðarins. ASÍ verði því óhjákvæmilega að end- urmeta ákvarðanir um þátttöku sam- takanna í þessum nefndum. Vanská gagnrýnir tónlistardagskrárstjóra í bréfi til útvarpsstjora Dla faríð meðsinfóníu- hljómsveit Islands Guðmundur Emilsson vísar ásökunum á bug UPP er komin deila milli Osmos Vánská, sem stjórnað hefur Sinfón- íuhljómsveit íslands undanfarin tvö ár, og Guðmundar Emilssonar, tón- listardagskrárstjóra útvarpsins, í kjölfar keppni ungra tónlistar- manna, sem lauk með tónleikum í beinni útsendingu á laugardag. Vánská krefst þess að Heimir Steinsson sjái til þess að Guðmund- ur hafi ekki frekari afskipti af sin- fóníunni. Guðmundur sakar Vánská um að hafa haldið forseta íslands, sem afhenti sigurvegara keppninn- ar verðlaun, í gíslingu meðan á lokatónleikunum stóð. Vanská skrifaði útvarpsstjóra bréf á mánudag þar sem hann sak- ar Guðmund, sem sat í undirbún- ingsnefnd keppninnar ásamt Hall- dóri Haraldssyni, skólastjóra Tón- listarskóla íslands, og Erik Bach, skólastjóra tónlistarháskólans í Árósum, um gerræðisleg vinnu- brögð og að hafa komið sér í dóm- nefnd keppninnar í sinn stað. Guðmundur sagði í gærkvöldi að þessar ásakanir væru tilhæfu- lausar. Seta hans í dómnefndinni hefði verið neyðarúrræði. Þegar finnskur dómari veiktist skömmu áður en keppnin hófst hefði átt að fá Vánská til að taka sæti hans, en hann hefði verið erlendis .og ekki náðst í hann í tæka tíð. Vánská sagði í samtali við Morg- unblaðið seint í gærkvöldi að engin tilraun hefði verið gerð til að ná í sig. Hann væri með farsíma, sem alltaf væri hægt að ná í sig í, en það hefði ekki verið gert. Vánská gagnrýndi í bréfi sínu að hljómsveitarverk eftir Sibelius hefði ekki verið hluti beinnar út- sendingar frá lokatónleikunum. Guðmundur sagði að vegna þessa hefði hann hótað að stjóma ekki tónleikunum nema Vigdís Finn- bogadóttir forseti yrði viðstödd alla tónleikana. Vánská sagði í samtalinu að ástæða bréfsins væri sú að Guð- mundur hefði farið illa með hljóm- sveitina. „Ætlunin var að keppend- urnir þrír fengju að spreyta sig, verk Sibeliusar yrði flutt á meðan dómnefndin kæmist að niðurstöðu og því næst afhenti forsetinn verð- launin,“ sagði Vánská. „En skyndi- lega átti keppnin og verðlaunaaf- hendingin að eiga sér stað í beinni útsendingu og síðan yrði leikið stutt hljómsveitarverk. Þá var í raun allt afstaðið og engin ástæða til að leika verkið. Þetta olli hljómsveitinni miklum vonbrigðum." Vánská sagði að hann hefði ver- ið að hugsa um að stjórna ekki tón- leikunum og hann hefði sett fram þá kröfu að Vigdís Finnbogadóttir sæti út tónleikana. „Þegar ég vissi að hún yrði áfram höfðum við ærna ástæðu til að ljúka tónleikunum,“ sagði Vánská. ■ Stjórnandi biðst/28 Víkingalottó Sjö unnu en enginn á Islandi SJÖ skiptu með sér 1. vinningi í Víkingalottóinu í gærkvöldi, en enginn vinninganna rataði hins vegar til íslands. Tvær vinningsraðanna voru keyptar í Danmörku, þijár í Noregi og tvær í Svíþjóð, og fær hver vinningshafanna tæplega 6,6 milljónir króna í sinn hlut. Vinningstölurnar í gær- kvöldi voru 2, 5, 9, 19, 29 og 32, og bónustölurnar voru 4, 24 og 36. Enginn á íslandi var með fimm tölur réttar og bón- ustölu, o£ flyst því vinnings- upphæðin, 1.320.548 kr. til næsta útdráttar, en tveir voru með fimm tölur réttar og fá þeir 108.080 kr. hvor. Alls var heildarupphæð vinninga í Vík- ingalottóinu í gærkvöldi 48.081.768 kr. og í hlut íslend- inga komu 2.021.768 kr. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.